Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 54 VR: Ekkí kemur til greina að hætta lánum til félaga MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi samþykkt stjómar- og trúnaðarmannaráðs Verzlun- armannafélags Reykjavíkur: „Að gefnu tilefni, vegna fréttar í Ríkisútvarpinu þann 29. desember sl., þar sem sagt var að stefnt væri að því, „að ná samkomulagi allra lífeyrissjóða í landinu um stöðvun lánveitinga til sjóðsfélaga í áföngum á næstu tveimur árurn", vill stjóm og trúnaðarmannaráð Verzlunarmannafélags Reykjavíkur lýsa yfir fullri andstöðu við slík 'áform. Stjóm og trúnaðarmannaráð jjiglýsinga- síminn er 2 24 80 VR telur að ekki koomi til greina, að loka algjörlega fyrir lánveitingar til sjóðsfélaga enda þótt hluti af ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna renni um stundarsakir til byggingarsjóðs ríkisins samkvæmt sérstökum samningi. I þessu sambandi má benda á, að eftirspum eftir lánum hjá Lífeyr- issjóði verzlunarmanna síðustu mánuði sýnir vel að sjóðsfélagar leggja mikið upp úr þessum láns- möguleika. Stjóm og trúnaðarmannaráð VR leggur því áherzlu á, að ekki verði lokað fyrir lánveitingar til sjóðs- félaga Lífeyrissjóðs verzlunar- manna, enda bryti slíkt í bága við grein 7.8. í reglugerð fyrir sjóðinn. Því er beint til fulltrúa VR í stjóm sjóðsins, að þeir fylgi stefnu stjóm- ar og trúnaðarmannaráðs VR fast eftir í þessu máli.“ Unnið við breytingar á Sóifara AK í Akraneshöfn. Morgunblaðið/JG Sólfari AK í yfirbyfferinffu Akranesi. •/ •/ NÚ STANDA yfir breytingar á vélskipinu Sólfara AK 170 í Akraneshöfn. Verið er að yfir- byggja dekk bátsins og setja í hann nýja ljósavél. Verktaki við þessa vinnu er fyrirtækið Stuðla- stál hf. á Akranesi en þeir voru með lægsta tilboðið i verkið. Einar Guðleifsson hjá Stuðlastáli hf. sagði í samtali við Morgun- blaðið að þetta væri frumraun þeirra í að byggja yfir skip og hefði Stjórnunarfélag Islands HÓfww reymmm Tölvuskóli Stjómunarfélags íslands hefur nú starfað í þrjú misseri. Mikíll áhugi hef- ur veriö fyrir námi á þessu sviði. Á vormisseri 1987 tekur skólinn til starfa 19. janúar. Kennt veröur I 4 klst. á dag í 14 vikur (samt. 280 klst.). Námsefni: □ Kynning á tölvum______________________________ □ Stýrikerfi og skráarkerfi_____________________ □ Kerfisgreining________________________________ Kerf ishönnun__________________________________ Forritun_______________________________________ □ □ □ Gagnasafnsfræói________ □ íslenski tölvumarkaðurinn Til að uppfylla kröfur atvinnulífsins Mióað er viö að nemendur hafi stúdentspróf eða sambærilega menntun eða starfs- reynslu. Námið er byggt upp á fyrirlestrum og verklegum æfingum sem teknar eru úr atvinnulífinu. Lokapróf er tekið i hverri grein. Nemendur sem útskrifast úr Tölvu- skóla Stjórnunarfélags íslands geta að námi loknu unniö með tölvunar-, viðskipta- og kerfisfræóingum við hugbúnaöarframleiðslu og rekstur tölvukerfa. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri Tölvuskólans, Magnús Ingi Óskarsson, i síma 62 10 66. Stjúrnundrfélag íslands TÖLVUSKÓU A ggæwi Ánanauslum 15 ■ Siml: 6210 66 gHBWF verkið gengið mjög vel. „Við byrjuð- um á verkinu um 15. desember og reiknum með að ljúka því í kringum 20. janúar. Þessi vinna hefur verið skemmtileg og á margan hátt öðruvísi en við höfum átt að venj- ast, við höfum verið heppnir með veður og starfsmenn okkar hafa verið samtaka að láta verkið ganga vel.“ Við spurðum Einar um næstu verkefni fyrirtækisins og hvort næg verkefni væru framundan. „Þau eru aldrei næg, en í dag getum við vel við unáð. Við höfiim nú um 20 manns í vinnu og til að halda úti slíkum hóp þurfum við að hafa mikið' af verkefnum. Við sinnum töluvert mikið ýmsri þjónustu við fiskveiðiskipin og eins verksmiðjuna á Grundartanga og einnig höfum við gert tilboð í verk á almennum markaði. T.d. buðum við í verkefni á vegum Reykjavíkurborgar nú fyr- ir skemmstu og urðum þar lægstir í B-hluta útboðsins. Við eigum von á mönnum frá þeim í næstu viku til viðræðna sem vonandi leiða til þess að okkur verði falið verkið". Þess má geta að Stuðlastál hf. hefur nýverið ráðið til sín tækni- fræðing, gamalkunnan Akumesing, Helga Sigurðsson, og var hans fyrsta verkefni fyrir fyrirtækið út- reikningur á tilboði í breytingamar á Sólfara AK. _ jg Árni Bjarnason, skipstjóri á Snæfelli EA; Sé enga kjarabót í fiskverðshækkuninni - hún er um 0,83% á megninu af þorskafla okkar „AÐ meðaltali er þorskur í afla togara frá Norðurlandi og reyndar flestra togara um 2 kíló að þyngd. Samkvæmt síðustu ákvörðun um fiskverð hækkar verð til skipta á þorski af þeirri stærð um 15 aura alls eða um 0,83%. Þetta þýðir tekjuaukningu upp á 288 krónur fyrir 100 tonna túr og um 5.000 krónur á ári miðað við meðal þorskafla. Þorskurinn er uppistað- an í launum sjómanna og þvi getum við ekki séð neina kjarabót í þessari verðbreytingu. Við skilj- um heldur ekki að þetta auki tap frystingar, en þorskur af þessari stærð er uppistaðan í vinnslunni," sagði Ami Bjamason, skipstjóri og ritari í Skipstjórafélagi Norð- lendinga, í samtali við Morgun- Ekið utan í mann LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir vitnum að því þegar ekið var utan í fullorðinn mann i Lönguhlíð á föstudag. Maðurinn er ökklabrotinn eftir slysið, sem varð með þeim hætti að bíll keyrði utan í hann þegar hann gekk yfir Lönguhlíð til móts við Barmahlíð eða Mávahlíð um kl. 9 á föstudagsmorgun. Líklega hefur ökumaður ekki orðið þess var að bíllinn snerti manninn, því hann ók á brott. Ungur maður um tvítugt varð vitni að slysinu, en þar sem maðurinn taldi í fyrstu að hann væri ómeiddur þá fór ungi maðurinn á brott. Hann er beðinn um að tala við slysarannsóknardeild lögregl- unnar, svo og ökumaðurínn. blaðið. Ámi sagðist vegna þessa ekki skilja fullyrðingar um 7% verðhækk- un á þorski að meðaltali. Hann sagði, að fyrra verð hefði verið 18,05 krón- ur fyrir tveggja kílóa þorsk, en nú yrði það 18,20. Miðað við 100 tonn af tveggja kílóa fiskinum á 18,05, 28,8% til skipta og 15 í áhöfn, hefði hluturinn úr túmum orðið 34.656 krónur. Með sömu viðmiðun nú yrði hluturinn 34.944 krónur eða 288 krónum meiri. Þetta væri að vísu án orlofs, en það gerði ekki gæfuminn. í nýja verðinu lækkaði verðið á þorsk- inum mun hraðar en áður fyrir hvem fisk umfram 20 í hveijum 100 kíló- um. Það væri sú breyting, sem kæmi mönnum við, ekki verð á einhverri viðmiðunarstærð, sem væri ekki nema brot af aflanum. Þá gat Ámi þess, að fyrir siðustu verðákvörðun hefðu flestir fiskkaup- endur miðað verð á grálúðu við verð á tveggja kílóa þorskinum, eða 18,20 til skipta. Eftir 25% verðhækkun á grálúðu nú, yrði lágmarksverðið 13,94 krónur til skipta. Tækju kaup- endur nú að greiða lágmarksverðið, þýddi það 23,4% verðlækkun til sjó- manna. „Svona virðist þetta vera allt saman og svo halda menn að þetta greiði fyrir kjarasamningum," sagði Ami Bjamason. Stofnfundur Málfreyja STOFNFUNDUR Málfreyjudeildar verður haldinn miðvikudaginn 14.jan- úar kl. 20.30 í Safnarðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ. Fundurinn er öllum opinn segir í fréttatilkynningu frá Upplýsinga- og kynningamefnd H. ráðs Málfreyja. Rúmgóð ífeúó óskast Við leitum að íbúð fyrir einn af starfsmönnum okkar. íbúðin þarf að vera í miðbæ, vesturbæ eða á Seltjarnarnesi. Lágmarks leigutími 1 ár. Upplýsingar gefnar í síma 20535 eftir kl. 17.00. Slysavarnafélag íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.