Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 POTT- ÞETTAR PERUR AGOÐU VERÐI Allar RING bílaperur bera merkið (f) sem þýðir að þær uppfylla ýtrustu gæðakröfur E.B.E. RING bílaperurnar fást á bensínstöðvum Skeljungs „Sala“ Borgarspítal- ans markar tímamót eftir Sturlu Böðvarsson Mikill gauragangur hefur orðið vegna yfirtöku ríkisins á Borg- arspítalanum. Þar hefur mest borið á læknum sem greinilega óttast um sinn hag. Viðbrögð lækna hafa ekki öll borið dómgreind þeirra það vitni sem vænta mátti, hvað þá glatt skattborgara þessa lands. Sveitar- stjómarmenn hljóta hins vegar að fagna einarðri framgöngu borgar- stjóra í þessu máli. Ekki mun ég blanda mér í deilur Reykvíkinga í þessu máli heldur líta til þess frá sjónarhóli sveitarstjómarmanns af landsbyggðinni, sem þekkir vel þá þrautargöngu sem árlega er gengin til fjárveitingavaldsins af sveitar- stjómarmönnum í þeim tilgangi að fá Alþingi til þess að standa við lögboðin verkefni eða til þess að standa í skilum vegna margra ára skulda við sveitarfélögin. Það er alþekkt að mörg verkefni á sviði opinberrar þjónustu eru sam- eiginleg verkefni ríkis og sveitarfé- laga. Með lögum er ríkinu í samvinnu við sveitarfélögin gert að veita þjónustu sem tiltekin er í sér- stökum lögum. Má þar nefna skólamál, heilbrigðismál, hafnar- gerð og dagvistun bama svo það helsta sé nefnt. Samfara auknum verkefnum hef- ur það gerst að ríkisstjórnir hafa gengið á lagið með aðstoð Alþingis og notfært sér veika stöðu sveitar- félaganna til að veijast í glímunni við ríkisvaldið. Hefur verið ýtt yfir á sveitarfélögin óeðlilega stórum hluta verkefna, með því að skerða framlög úr ríkissjóði til fram- kvæmda sem ólokið er við. Hefur sú regla verið látin viðgangast að gera sem flestum einhver skil frem- ur en að ljúka við þau verkefni, sem í gangi em. Þessi stefna hefur kom- ið harðast niður á landsbyggðinni svo sem sjá má af svari fjármálaráð- herra við fyrirspum á Alþingi um skuldir ríkis við sveitarfélögin vegna sameiginlegra verkefna. Þar kemur fram að skuldir ríkis vegna skólamannvirkja skiptast svo sem hér segir: Reylqavík 11% Reykjanes 22% Aðrir landshlutar 67% Þessi skipting er mjög athyglis- verð m.a. í ljósi búsetuþróunar og ætti að geta orðið einhveijum um- hugsunarefni ekki síst þeim, sem núna hafa lagst gegn yfirtöku ríkis- ins á Borgarspítalanum af ótta við að ríkið muni ekki geta staðið við sinn hlut í uppbyggingu, sem borg- in hefur að mestu staðið fyrir til þessa. En hvaðan mun ríkissjóður taka til þess fjármagn? Þeirri spum- ingu verður ekki svarað hér. Með fyrirheiti um yfírtöku ríkis á Borgarspítalanum hefur fjármálá- ráðherra tekið af skarið og viður- kennt að ekki verður lengur gengið á hlut sveitarfélaganna og að ríkis- valdið verður að bera jafna ábyrgð á við sveitarfélögin gagnvart þeim verkefnum, sem þessir aðilar standa saman að. Jafnframt er ljóst að borgarstjóri hefur rutt braut til breytinga í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Braut sem virðist af hans hálfu vörðuð þeirri hugsun að samskipti ríkis og sveitarfélaga eiga að fara fram á jafnréttisgrund- velli. Þess er að vænta að önnur sveitarfélög njóti þessa í samskipt- um sínum við ríkið, en ekki einungis borgin. A það hefur verið bent margsinn- is að staða sveitarfélaganna er alltof veik gagnvart ríkisvaldinu. Sú stðareynd hefur m.a. leitt til þess að rætt hefur verið um þriðja stjómsýslustigið til þess að dreifa valdi í þjóðfélaginu og því fjár- magni sem til skipta er. Hvað sem um það má segja er ljóst, að stáða sveitarfélaganna er um of veik nema þá höfuðborgar- innar, sem nýtur í flestu sérstöðu. En hvað veldur þessari veiku stöðu sveitarfélaganna? — Er það smæð sveitarfélag- anna og ótraustur efnahagur? — Er það slök staða Sambands íslenskra sveitarfélaga gagnvart ríkisvaldinu? — Er sambandið nær því að vera deild í félagsmálaráðuneytinu en öflugur málsvari sveitarfélaganna í landinu sem ekki er gengið framhjá? — Er það skortur á skilningi al- Sturla Böðvarsson þingismanna og ráðherra á mikil- vægu hlutverki sveitarfélaganna sem hluta framkvæmdavaldsins eða meðvitaður ótti þeirra við að missa vald frá ríkinu? — Er það of mikil sérstaða höf- uðborgarinnar sem í raun virkar sem ríki í ríkinu og fer sínu fram, stundum á kostnað minni sveitarfé- laga, þrátt fyrir yfírburða efna- hagslega stöðu? Hér eru einungis settar fram til- gátur, ekki fullyrðingar, til umhugsunar fyrir þá sem málið varðar. Borgarspítalamálið hefur hrundið af stað gagnlegri umræðu, ekki einungis um rekstur og eignar- aðild að sjúkrahúsum heldur einnig um grundvallaratriði svo sem stöðu ríkis annars vegar og sveitarfélaga hins vegar sem handhafa fram- kvæmdavaldsins í landinu. Höfundur er sveitarstjóri íStykk■ ishólmi. Guðný Guðmundsdóttir Philip Jenkins ________Tónlist Egill Friðleifsson Austurbæjarbíó 10.1. 1987. Flytjendur: Guðný Guðmunds- dóttir, fiðla, Philip Jenkins, píanó. Efnisskrá: Sónötur eftir L.v. Beethoven, Jón Nordal, E. Elgar og sónötuþáttur eftir J. Brahms. Tónlistarfélagið efndi til sinna fyrstu tónleika á nýbyijuðu ári í Austurbæjarbíói sl. laugardag. Til leiks voru mættir tveir valinkunnir listamenn, þau Guðný Guðmunds- dóttir, fíðluleikari, og Philips Jenkins, píanóleikari, og fluttu okk- ur nokkrar sónötur. Það kom ekki á óvart hve samleikur þeirra var SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. Útvegum einnig dælu- sett með raf-, Bensín- og Diesel vélum. SöyiföaygjiyKr «J@)in)©@©ira <& ©fo) Vesturgötu 16, sími 13280 góður. Þau hafa unnið saman í rúm- an áratug og leikið m.a. allar sónötur Beethovens ef ég man rétt. Bæði eiga þau farsælan feril að baki. Guðný hefur lengi staðið f fylkingarbijósti íslenskra fíðlara og gegnt starfí konsertmeistara Sin- fóníuhljómsveitarinnar frá árinu 1974, auk þess að koma margoft fram sem einleikari og í kammer- músíkhópum. Philip Jenkins var búsettur á Akureyri um tíma, þar sem hann m.a. stjómaði karlakór, en starfar nú sem prófessor í píanó- leik við Royal Academy of Music í London. Þau Guðný og Philip hófu tónleikana með því að leika sónötu op. 30 nr. 1 eftir Beethoven. Þessi sónata heyrist ekki oft fremur en sumar aðrar af fyrstu sónötum hans, enda stenst hún tæpast sam- anburð við sumar þær síðari hvað varðar innihald og áhrifamátt, þó hún beri ótvírætt einkenni höfundar síns. Yfír verkinu hvílir birta og fegurð. Þau léku fyrsta þáttinn heldur varfæmislega að mínu mati, þó leikurinn væri vandaður vantaði snerpuna. Annar þátturinn var vel mótaður og mjög músíkalskt leik- inn, þar sem öll aðalatriðin komu skýrt fram. Og tilbrigðakaflinn rann léttleikandi áfram. Philip Jenkins er vandvirkur píanisti, en e.t.v. full hógvær á köflum. Þau léku sónötu Jóns Nordal ágætavel, einkum viðamikinn annan þáttinn, sem í raun er tímamótaverk í íslenskri tónsköpun, því þar er tólf- tónaskalinn notaður í fyrsta sinn hérlendis, þó úrvinnslan sé nær hefðbundnum hætti. Eftir hlé heyrðum við hressilegan Scherzo- kafla eftir Brahms, en þau enduðu tónleikana með dálítið einkennilegri sónötu eftir E. Elgar sem stundum minnti nokkuð á Brahms, en stund- um á eitthvað allt annað — forvitni- legt verk eigi að síður. Tónleikamir voru vel sóttir og listamönnunum ágætlega tekið. SKÓÚTSALAN HAFIN JOSS ^ LAUGAVEGI 101 SÍMI 17419
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.