Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 33 Nýr hraðréttastað- ur með nætursölu Á HÓTEL Akureyri hefur verið opnaður hraðréttastaður þar sem val er á fjórum réttum í hádegi og á kvöldin. Þar verður og nætur- sala opin allar nætur til kl. 3.00 virka daga og til kl. 5.00 um helgar. Þar er boðið upp á heita rétti. Sérstakt vetrartilboð verður á gist- ingu, 500 kr. nóttin fram til vors. Unnið er að Jagfæringu hótel- bjóða þeim upp á „pakka“, þ.e. rútu- herbergja á Hotel Akureyri staðurinn er fyrst og fremst hugs- aður sem gististaður fyrir starfsfólk Sjallans og skemmtikrafta. Auk þess verður sérstakt vetrartilboð á gistingu, kr. 500 nóttin, og ætlunin að ná til nágranna Akureyringa og Morgunblaðið/Guðmundur Svansson Þessi mynd var tekin á blaða- mannafundinum á laugardag. Talið frá vinstri: Ólafur Reynis- son yfirmatreiðslumeistari á Broadway, Guðrún Víglunds- dóttir starfsmaður á Hótel Akureyri, Hörður Siguijónsson yfirþjónn á Broadway og Ólafur R. Sigmundsson hótelstjóri Hót- els Akureyri og framkvæmda- stjóri Sjallans. ferð, gistingu og skemmtun í Sjallanum. Öll matreiðsla verður undir stjóm hins nýja yfirmatreiðslumanns í Sjallanum, Guðna Kristmundsson- ar. Þó aðeins séu fjórir réttir á boðstólum hveiju sinni, þá verður skipt reglulega um matseðil og úr 40 réttum að velja. Hótelstjóri og framkvæmdastjóri Sjallans er Ólaf- ur R. Sigmundsson. Þessi nýja þjónusta var kynnt á blaðamannafundi sl. laugardag en auk þeirra Ólafs R. Sigmundssonar og Guðna voru þar Ólafur Reynis- son yfirmatreiðslumeistari í Broad- way og Hörður Sigjónsson yfirþjónn þar. Ölafur sagði m.a., er hann kynnti nýju þjónustuna, að auk fyrrgreindrar þjónustu myndi Hótel Akureyri annast sölu á bakkamat fyrir vinnuhópa. Auk þess myndi það veita þjónustu með stórar og smár veislur úti í bæ. Þeir félagar sögðu ennfremur, að með þessum breytingnm og sam- ræmingu á þjónustu Sjallans og Hótel Akureyrar yrði unnt að bjóða hér upp á svipaða þjónustu í skemmtanalífinu og Norðlendingar hefðu sótt suður. Þá væri einnig í undirbúningi að heija samvinnu við Leikfélag Akureyrar og Flugleiði um sölu á skemmtana„pökkum“. IjBf "m. Morgunblaðið/FVíða Proppé Við afhendingu talstöðvanna í húsnæði Slysavarnarfélagsins við Laxagötu 5. Gáfu sjósveitinni tvær talstöðvar STJÓRN Slysavarnadeildar kvenna á Akureyri afhenti á laugardag sjósveit Slysavarna- félagsins að gjöf tvær VHF talstöðvar, ásamt hátalara, töskum og hleðslutækjum. Það var Svala Halldórsdóttir formaður Slysavamadeildar kvenna sem afhenti Jörundi Torfasyni formanni sjósveitarinn- ar talstöðvamar að viðstöddum öðrum félögum og blaðamönnum. í sjósveitinni em 12 starfandi félagar og var sveitin stofnuð að tilhlutan Slysavamadeildar kvenna, en í henni em á fjórða hundrað konur. Morgunblaðid/rriða Froppé. Þorramaturinn tilbúinn íBautanum Hallgrímur Arason, einn af eigendum Bautans til vinstri og Sævar Hallgrímsson kjötiðnaðar- maður, einn af eigendum Bautabúrsins, við borðið með þorrabökkunum, sem boðið var upp á á blaðainannafundi sl.Iaugardag til að kynna þorramatinn í Bautanum. Þeir eru með allt tilbúið í Bautanum, þó þorri hefjist ekki fyrr en 23. janúar. Hákarl og harð- fiskur komið á staðinn að vestan og aðrar kræsingar tilbúnar í trogin, enda segjast þeir ætla að hefja söluna á þorramatnum strax í næstu viku. Auk þess að unnt verður að kaupa þorramatinn i Bautanum er hægt að panta þorra- mat fyrir hópa og heimili hjá Bautabúrinu. Fertug kona úrskurðuð í 30 daga gæsluvarðhald; Játar að hafa ráðist að fyrr- verandi eiginmaimi með hnífi FERTUG kona var handtekin hér á Akureyri aðfararnótt sl. laugardags eftir að hún Maður fyrir bíl - annar rotaðist fyrir utan Sjallann MAÐUR varð fyrir bíl á Hörg- árbraut rétt fyrir kl. 4 að- fararnótt laugardags. Meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Slysið varð skammt sunnan Höfðahlíðar og er talið að maður- inn hafí verið undir áhrifum áfengis. Aðfararnótt • sunnudags var maður fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hann fannst meðvitundarlaus fyrir utan Sjall- ann. Talið er, að sögn lögreglunn- ar, að hann hafí rekist á annan mann og rotast við það. Ekki var hann talinn alvalega slasaður. réðist að fyrrverandi eigin- manni sínum með hnífi. Maðurinn varð ekki fyrir áverkum en konan hefur ver- ið úrskurðuð i 30 daga gæslu varðhald. Konan hefur játað að hafa ráð- ist að fyrrverandi eiginmanni sínum en hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna meintra brota á 23. kafla refsilaga, sem §allar um manndráp og líkams- meiðingar. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var kveðinn upp í Sakadómi Ak- ureyrar. Að sögn Daníels Snorra- sonar rannsóknarlögreglumanns er hér um harmleik að ræða, grunur leikur á að áfengi hafí verið með í gjörðum. Sjónvarp Akureyri DAGSKRÁ sjónvarps Akueyri í kvöld þriðjudagskvöld 13. janúar er svofelld: Kl. 20.30 Furðubimir. Kl. 20.55 Þrettándinn. Kl. 21.25 Myndrokk. Kl. 22.25 Stone Pillow Kl. 00.00 Dagskrárlok. Framboðslisti Alþýðubanda- lagsins á Norðurlandi eystra Bændur á Norðurlandi Óska eftir að kaupa góða bújörð. Lysthafendur leggi inn nafn og símanúmer á af- greiðslu Morgunblaðsins á Akureyri, fyrir 14. febrúar merkt: „Bújörð 87“. FRAMBOÐSLISTI Alþýðubanda- lagsins í Norðurlandskjördæmi eystra var samþykktur á auka- kjördæmisþingi á Akureyri á sunnudag. Listann skipa eftirtaldir: 1. Steingrimur J. Sigfússon al- þingismaður, Gunnarsstöðum, Þistilfirði. 2. Svanfríður Jónasdóttir, kenn- ari og bæjarfulltrúi Dalvík. 3. Sigríður Stefánsdóttir bæjar- fulltrúi og kennari Akureyri. 4. Bjöm Valur Gíslason stýrimað- ur og bæjarfulltrúi Ólafsfirði. 5. Örlygur Hnefill Jónsson lög- fræðingur Húsavík. 6. Hlynur Hallsson nemi, Akur- eyri. 7. Kristín Hjálmarsdóttir formað- ur Iðju, félags verksmiðjufólks, Akureyri. 8. Kristján E. Hjartarson bóndi, Tjöm, Svarfaðardal. 9. Sverrir Haraldsson kennari Laugum, Reykjadal. 10. Rósa Eggertsdóttir kennari, Sólgarði, Saurbæjarhreppi. 11. Helgi Kristjánsson viðskipta- fræðingur, Húsavík. 12. Auður Ásgrímsdóttir, form- aður Verkalýðsfélags Raufarhafn- ar. 13. Guðjón Bjömsson sveitar- stjóri, Hrísey. 14. Jóhanna Aðalsteinsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi, Húsavík. Blaðbera vantar Blaðbera vantar í Innbæ og Víðilund. Upplýsingar í síma 23905. Hafnarstræti 85.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.