Morgunblaðið - 13.01.1987, Síða 33

Morgunblaðið - 13.01.1987, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 33 Nýr hraðréttastað- ur með nætursölu Á HÓTEL Akureyri hefur verið opnaður hraðréttastaður þar sem val er á fjórum réttum í hádegi og á kvöldin. Þar verður og nætur- sala opin allar nætur til kl. 3.00 virka daga og til kl. 5.00 um helgar. Þar er boðið upp á heita rétti. Sérstakt vetrartilboð verður á gist- ingu, 500 kr. nóttin fram til vors. Unnið er að Jagfæringu hótel- bjóða þeim upp á „pakka“, þ.e. rútu- herbergja á Hotel Akureyri staðurinn er fyrst og fremst hugs- aður sem gististaður fyrir starfsfólk Sjallans og skemmtikrafta. Auk þess verður sérstakt vetrartilboð á gistingu, kr. 500 nóttin, og ætlunin að ná til nágranna Akureyringa og Morgunblaðið/Guðmundur Svansson Þessi mynd var tekin á blaða- mannafundinum á laugardag. Talið frá vinstri: Ólafur Reynis- son yfirmatreiðslumeistari á Broadway, Guðrún Víglunds- dóttir starfsmaður á Hótel Akureyri, Hörður Siguijónsson yfirþjónn á Broadway og Ólafur R. Sigmundsson hótelstjóri Hót- els Akureyri og framkvæmda- stjóri Sjallans. ferð, gistingu og skemmtun í Sjallanum. Öll matreiðsla verður undir stjóm hins nýja yfirmatreiðslumanns í Sjallanum, Guðna Kristmundsson- ar. Þó aðeins séu fjórir réttir á boðstólum hveiju sinni, þá verður skipt reglulega um matseðil og úr 40 réttum að velja. Hótelstjóri og framkvæmdastjóri Sjallans er Ólaf- ur R. Sigmundsson. Þessi nýja þjónusta var kynnt á blaðamannafundi sl. laugardag en auk þeirra Ólafs R. Sigmundssonar og Guðna voru þar Ólafur Reynis- son yfirmatreiðslumeistari í Broad- way og Hörður Sigjónsson yfirþjónn þar. Ölafur sagði m.a., er hann kynnti nýju þjónustuna, að auk fyrrgreindrar þjónustu myndi Hótel Akureyri annast sölu á bakkamat fyrir vinnuhópa. Auk þess myndi það veita þjónustu með stórar og smár veislur úti í bæ. Þeir félagar sögðu ennfremur, að með þessum breytingnm og sam- ræmingu á þjónustu Sjallans og Hótel Akureyrar yrði unnt að bjóða hér upp á svipaða þjónustu í skemmtanalífinu og Norðlendingar hefðu sótt suður. Þá væri einnig í undirbúningi að heija samvinnu við Leikfélag Akureyrar og Flugleiði um sölu á skemmtana„pökkum“. IjBf "m. Morgunblaðið/FVíða Proppé Við afhendingu talstöðvanna í húsnæði Slysavarnarfélagsins við Laxagötu 5. Gáfu sjósveitinni tvær talstöðvar STJÓRN Slysavarnadeildar kvenna á Akureyri afhenti á laugardag sjósveit Slysavarna- félagsins að gjöf tvær VHF talstöðvar, ásamt hátalara, töskum og hleðslutækjum. Það var Svala Halldórsdóttir formaður Slysavamadeildar kvenna sem afhenti Jörundi Torfasyni formanni sjósveitarinn- ar talstöðvamar að viðstöddum öðrum félögum og blaðamönnum. í sjósveitinni em 12 starfandi félagar og var sveitin stofnuð að tilhlutan Slysavamadeildar kvenna, en í henni em á fjórða hundrað konur. Morgunblaðid/rriða Froppé. Þorramaturinn tilbúinn íBautanum Hallgrímur Arason, einn af eigendum Bautans til vinstri og Sævar Hallgrímsson kjötiðnaðar- maður, einn af eigendum Bautabúrsins, við borðið með þorrabökkunum, sem boðið var upp á á blaðainannafundi sl.Iaugardag til að kynna þorramatinn í Bautanum. Þeir eru með allt tilbúið í Bautanum, þó þorri hefjist ekki fyrr en 23. janúar. Hákarl og harð- fiskur komið á staðinn að vestan og aðrar kræsingar tilbúnar í trogin, enda segjast þeir ætla að hefja söluna á þorramatnum strax í næstu viku. Auk þess að unnt verður að kaupa þorramatinn i Bautanum er hægt að panta þorra- mat fyrir hópa og heimili hjá Bautabúrinu. Fertug kona úrskurðuð í 30 daga gæsluvarðhald; Játar að hafa ráðist að fyrr- verandi eiginmaimi með hnífi FERTUG kona var handtekin hér á Akureyri aðfararnótt sl. laugardags eftir að hún Maður fyrir bíl - annar rotaðist fyrir utan Sjallann MAÐUR varð fyrir bíl á Hörg- árbraut rétt fyrir kl. 4 að- fararnótt laugardags. Meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Slysið varð skammt sunnan Höfðahlíðar og er talið að maður- inn hafí verið undir áhrifum áfengis. Aðfararnótt • sunnudags var maður fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hann fannst meðvitundarlaus fyrir utan Sjall- ann. Talið er, að sögn lögreglunn- ar, að hann hafí rekist á annan mann og rotast við það. Ekki var hann talinn alvalega slasaður. réðist að fyrrverandi eigin- manni sínum með hnífi. Maðurinn varð ekki fyrir áverkum en konan hefur ver- ið úrskurðuð i 30 daga gæslu varðhald. Konan hefur játað að hafa ráð- ist að fyrrverandi eiginmanni sínum en hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna meintra brota á 23. kafla refsilaga, sem §allar um manndráp og líkams- meiðingar. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var kveðinn upp í Sakadómi Ak- ureyrar. Að sögn Daníels Snorra- sonar rannsóknarlögreglumanns er hér um harmleik að ræða, grunur leikur á að áfengi hafí verið með í gjörðum. Sjónvarp Akureyri DAGSKRÁ sjónvarps Akueyri í kvöld þriðjudagskvöld 13. janúar er svofelld: Kl. 20.30 Furðubimir. Kl. 20.55 Þrettándinn. Kl. 21.25 Myndrokk. Kl. 22.25 Stone Pillow Kl. 00.00 Dagskrárlok. Framboðslisti Alþýðubanda- lagsins á Norðurlandi eystra Bændur á Norðurlandi Óska eftir að kaupa góða bújörð. Lysthafendur leggi inn nafn og símanúmer á af- greiðslu Morgunblaðsins á Akureyri, fyrir 14. febrúar merkt: „Bújörð 87“. FRAMBOÐSLISTI Alþýðubanda- lagsins í Norðurlandskjördæmi eystra var samþykktur á auka- kjördæmisþingi á Akureyri á sunnudag. Listann skipa eftirtaldir: 1. Steingrimur J. Sigfússon al- þingismaður, Gunnarsstöðum, Þistilfirði. 2. Svanfríður Jónasdóttir, kenn- ari og bæjarfulltrúi Dalvík. 3. Sigríður Stefánsdóttir bæjar- fulltrúi og kennari Akureyri. 4. Bjöm Valur Gíslason stýrimað- ur og bæjarfulltrúi Ólafsfirði. 5. Örlygur Hnefill Jónsson lög- fræðingur Húsavík. 6. Hlynur Hallsson nemi, Akur- eyri. 7. Kristín Hjálmarsdóttir formað- ur Iðju, félags verksmiðjufólks, Akureyri. 8. Kristján E. Hjartarson bóndi, Tjöm, Svarfaðardal. 9. Sverrir Haraldsson kennari Laugum, Reykjadal. 10. Rósa Eggertsdóttir kennari, Sólgarði, Saurbæjarhreppi. 11. Helgi Kristjánsson viðskipta- fræðingur, Húsavík. 12. Auður Ásgrímsdóttir, form- aður Verkalýðsfélags Raufarhafn- ar. 13. Guðjón Bjömsson sveitar- stjóri, Hrísey. 14. Jóhanna Aðalsteinsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi, Húsavík. Blaðbera vantar Blaðbera vantar í Innbæ og Víðilund. Upplýsingar í síma 23905. Hafnarstræti 85.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.