Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 FROSTHÖRKURNAR í EVRÓPU Ekkert lát á vetrar- hörkum í Danmörku Tuttugu stiga frost 1 Kaupmanna- höfn 1 gær Kaupmannahofn, frá fréttaritara Morjyunblaðsins, Ib Björnbak og AP. TVEIR starfsmenn við raforku- ver í Aabenrá á Jótlandi biðu bana í gær, er 50 tonna ketill Benedikt Jóns- son, sendiráðsrit- ari í Moskvu: Bagalegast að bílarnir vilja ekki í gang „FROSTIÐ hér er nú um 33-34 gráður en þessum kulda má venj- ast eins og öðru. Það var t.d. álíka kalt hér í janúar 1985. Það er kannski bagalegast, að það er erfitt og stundum ógjörningur að koma bílunum í gang,“ sagði Benedikt Jónsson, sendiráðsrit- ari i Moskvu í samtali við Morgunblaðið. „Rússar taka kuldatíðinni með mestu ró enda eru þeir vanir henni og segja gjama, að það sé kalt eins vera ber á þessum árstíma. Þó eru frosthörkumar famar að segja til sín á ýmsum sviðum, bamaskólar eru t.d. margir lokaðir eins og jafn- an er gert þegar frostið fer niður fyrir ákveðið stig og á götunum er áberandi minni umferð en endra- nær,“ sagði Benedikt. Það kom fram hjá honum, að veðurglöggir Rússar spáðu áframhaldandi kuld- um og hefðu það til marks, að eftir áramótin 1978 hefðu verið miklar hörkur. Segðu þeir, að harður vetur kæmi til jafnaðar á níu eða tíu ára fresti. sprakk. Gerðist þetta, er verið var að auka raforkuframleiðsl- una, sem var undir miklu álagi sökum kuldanna að undanförnu. Ekkert lát virðist vera á vetrar- hörkunum í Danmörku. í gær var 20 stiga frost á Celsíus í Kaup- mannahöfn og gekk á með hvössum hríðaréljum. Svipaða sögu var að segja annars staðar að i landinu. Hervagnar vom víða notaðir til þess að koma nauðþurftum til fólks á þeim svæðum, þar sem ástandið er verst. A mörgum stöðum voru vegir tepptir fyrir allri venjulegri umferð sökum snjóa og lögreglan ráðlagði ökumönnum að skílja bíla sína eftir heima. Miklar truflanir hafa orðið á skipaferðum um dönsku sundin sök- um kulda og ísa og er Borgundar- hólmur nú algerlega einangraður frá öðrum hlutum landsins af þeim sökum. í gær voru sendar út aðvar- anir til skipa bæði á Norðursjó og Eystrasalti um hættu á ísingu, þar sem búast mætti við áframhaldandi stormi með miklu frosti. Litlar horfur eru á batnandi veðri. Búizt var við, að kuldabylgja frá Póllandi gengi yfir Danmörku í gærkvöldi með allt að 20 stiga frosti og mikilli snjókomu, ekki sízt á Sjálandi, þar á meðal Kaup- mannahöfn og svæðinu í kring. Mikil ísmyndun á sér nú stað á dönsku sundunum og hafa ísbijótar verið sendir á vettvang til þess að halda þeim opnum, eftir því sem unnt er. Friðrik krónprins hefur mátt þola sitt og kannski meira en sumir aðr- ir Danir vegna kuldanna. Hann er 18 ára og gegnir nú herþjónustu. Tvær nætur í röð varð krónprinsinn að sofa úti á víðavangi ásamt félög- um sínum í 25 stiga frosti. Heræf- ingunni er ekki enn lokið, en í nótt sem leið fékk prinsinn þó að kom- ast undir þak og sofa í herskála einum eftir að hafa gengið um 25 km þá um daginn. Á meðan prins- inn og félagar hans gistu úti undir beru lofti, urðu þeira að grafa sig í fönn til þess að finna skjól fyrir nístandi storminum. -m 0 ^ « « jm 0 AF/bimamynd Skip í klaka kropin Sjómenn við Norðursjó eru nú margir hættir róðrum og liggja skipin bundin í höfn. Er það ekki verkfall, sem veldur, heldur frostið, sem færir skipin í klakabrynju svo að þeim er stórhætta búin. Þessi mynd var tekin um helgina í höfninni í Kristjánssandi í Noregi. Mestu kuldar í Svíþjóð í 120 ár Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara í SVÍÞJÓÐ eru nú mestu kuldar, sem þar hafa verið í 120 ár. Meðalsólarhringshitinn hefur verið undir -i-20 gráðum vítt og breitt um landið og hefur það ekki gerst síðan 1867. Á mánudagsmorgni var raf- magnsnotkunin í Svíþjóð meiri en nokkru sinni fyrr og litlu minni en hámarksframleiðslugetan. Allir tólf kjarnaofnarnir voru reknir á fullu og svo var einnig með vatnsorku- verin og þau, sem ganga fyrir olíu. Var aðeins upp á nokkra gas- hverfla að hlaupa. Ef eitthvað ber út af verður að skammta raf- magnið og þess vegna hefur mörgum orðið hugsað til umræð- unnar um að loka kjamorkuverun- um. í ljósi þessa ástands þykir flestum sú hugmynd með öllu frá- leit. Á stríðsárunum komst frostið Morgunblaðsins. einu sinni í 53 stig og stendur það met enn. Víða í Norðurbotni hefur það mælst 49 stig og í Stokkhólmi 30 og þegar þess er gætt, að nokk- ur strekkingur hefur verið, má segja, að kuldinn sé enn meiri en lesa má af mælinum. Kuldinn hefur valdið miklum samgönguerfiðleikum og hefur lest- arferðum verið fækkað víðast hvar. Veldur það mestum vandræðum, að snjór og hrím sest á rafkerfið og síðan slær allt út. Þá hefur það tafið fyrir snjóruðningi, að bílar, sem gefist hafa upp í kuldunum, hafa verið skildir eftir hér og þar með vegunum. Segja má, að allar áætlanir séu nú úr sögunni um sinn, hvort sem í hlut á fólk eða farar- tæki. Ef menn fara ekki ofan einum eða tveimur tímum fyrr en vanalega er eins víst, að þeir séu að tínast í vinnuna fram undir hádegi. í gær, mánudag, féll niður kennsla í barnaskólum víða í landinu enda var ekki hægt að koma hitanum nema í 10 gráður í mörgum skólum hvernig sem kynt var. Danmörk: Sjómönnum bjarg- að í nístingskulda Mesta frostí tæpa öld Strætisvagn stendur kyrr á miðiu stræti í Varsjá, höfuðborg Póllands. Vélin stöðvaðist sökum kuldanna og neitaði að fara í gang aftur. I Póllandi hefur frostið komzt niður fyrir 30 stig í Varsjá. Þannig var þar 31 stigs frost á fimmtudaginn var, sem er mesta frost sem mælzt hefur þar í borg allt frá árinu 1893. Kaupmannahöfn, AP. ÞREMUR dönskum sjómönnum var bjargað á laugardag eftir sólarhringsvist í björgunarbát á Eystrasalti. Nístingskuldi var á þessum slóðum og þykir ganga kraftaverki næst að mennirnir skuli hafa haldið lífi. Mennimir fundust á reki 74 kíló- metra suðaustur af Bomhólmi en pólsk, norsk og dönsk skip höfðu leitað mannanna frá því á föstu- dagsmorguninn þegar fiskiskip nam neyðarsendingar frá björgunar- bátnum. Mennirnir höfðu verið á veiðum á litlum fiskibát og lentu þeir í ofsaveðri með fyrrgreindum afleiðingum. Svíþjóð: Litlar veðurbreyt- ingar sjáanlegar Stokkhólmi. Frá Ásdfsi Haraldsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. EKKI sér enn fynr endann á veðurhörkunum, sem verið hafa í Svíþjóð síðasta hálfa mánuðinn. Hefur frostið komist í 30 stig í Stokkhólmi og enn harðara hef- ur það verið inn til landsins. Eru ekki horfur á að mikil breyting verði þessa vikuna a.m.k. Um helgina vom Svíar hvattir til að fara sparlega með rafmagnið nú í vikunni enda eru ýmis iðnfyrir- tæki fyrst nú að taka til fullra starfa eftir jólafrí. Má því búast við miklu álagi á rafmagnskerfið. I mörgum húsum er mjög kalt og í blöðunum hefur verið sagt frá því, að á sumum bamaheimilum séu bömin kappklædd innan dyra. Sam- göngur eru meira eða minna úr skorðum og erfitt að komast leiðar sinnar hvort sem um er að ræða bifreiðar eða lestir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.