Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987
47
Reykjavík, Gísli skipstjóri, búsettur
í Danmörku, Axei vélstjóri, búsettur
á Akranesi og Sólveig, sjúkraliði,
búsett í Noregi. Öll eru þau gift
og barnabörnin orðin mörg.
Ég kynntist Guðjóni eftir að ég
reisti hús mitt í sumarhúsahverfi
prentara í Miðdal í Laugardal. Guð-
jón var þar einn frumheijanna, sem
byggðu bústaði 1942. Égfann fljót-
lega sem flestir aðrir hve mikla
mannkosti Guðjón hafði til að bera.
Við urðum mjög góðir vinir. Ahuga-
mál okkar fóru saman bæði í
gróðurrækt og félagsmálum. Við
völdumst til ýmissa starfa fyrir fé-
lag okkar bústaðaeigenda, Miðdals-
félagið svo og fyrir stéttarfélag
okkar Hið íslenska prentarafélag,
síðar Félag bókagerðarmanna í
sambandi við orlofshúsin.
Guðjón var einstaklega þægileg-
ur samstarfsmaður, þrautseigur og
úrræðagóður. Hann var greiðvikinn
maður og lagði mörgum manninum
lið við endurbætur á húsum eða í
garðrækt. I mörgum görðum ber
að líta tijáhríslur sem upprunnar
eru hjá honum. Guðjón var sérstæð-
ur persónuleiki. Hann var ekki
mikið skólalærður, hann naut
barnaskóla- og síðar iðnskóla-
menntunar. Margur ímyndaði sér
að Guðjón hefði hlotið meiri skóla-
menntun. Svo var þó ekki. Hann
var fjölfróður um margvísleg mál-
efni. Hann sjálfmenntaði sig í alls
kyns náttúrufræðum og var að
sjálfsögðu félagsmaður í flestum
náttúrufræðifélögum okkar Islend-
inga. Sömuleiðis var hann áhuga-
maður um andleg fræði og gamlar
sagnir. Það var unun að sitja hjá
honum uppi í bústað hans við arin-
eld og kertaljós og hlusta á fræð-
andi frásagnir og hugrenningar um
fortíðina. Guðjón var vinsæll og
virtur maður. Fólk lagði gjarnan
leið sína til hans og margur kaffi-
bollinn var drukkinn, oft úti í garði
innan um fiðraða vini hans, þresti,
tittlinga og músarindla. Fuglarnir
hópuðust til hans, enda var hann
natinn við að sinna matarþörf
þeirra. Nú verður Guðjóns sárt
saknað bæði af mönnum ogdýrum.
Síðastliðið vor þegar hann náði
þessari frægu aldurstölu 67 ár og
hann ákvað að hætta í prentverk-
inu, samglöddumst við honum að
nú hefði hann góðan tíma til að
sinna áhugamálunum að fullu. En
ský dró fyrir sólu. Seinnipait sum-
ars fór hann að finna fyrir hinum
mikla sjúkdómsvágesti sem lagði
hann að velli. Ég tel mig lánsaman
að hafa átt samleið með Guðjóni
og nú þegar leiðir skilur lít ég til
baka með þakklæti fyrir þær sam-
verustundir sem við höfum átt.
Miðdalsfélagið stendur í mikilli
þakkarskuld við Guðjón Gíslason.
Hann var formaður félagsins árin
1971—1976. Þess utan var hann
ávallt reiðubúinn að rétta hjálpar-
hönd þegar þörf var á.
Fyrir hönd okkar allra Miðdæl-
inga sendi ég ekkju hans og börnum
hugheilar samúðarkveðjur.
Jón Otti Jónsson
Blómastofa
Fríöfinns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öil kvöld
tll kl. 22,- éínnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð við andlát
og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
KRISTJÁNS JÓHANNSSONAR
frá Skógarkoti,
Dalbraut 21.
Guð blessi ykkur öll.
Bragi Kristjánsson,
Hafsteinn Kristjánsson,
Sigurður Kristjánsson,
Sigríður Kristjánsdóttir,
Jóna Kristjánsdóttir,
Sigurrós Ottósdóttir,
Ingunn Lárusdóttir,
Guðrún Björgvinsdóttir
Jón Ármann Sigurjónsson,
Gunnar Árnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
ÖNNU LUISE MATTHÍASSON.
Anna Lísa Asgeirsdóttir,
Guðný V. Ásgeirsdóttir,
Walter Gunnlaugsson,
Sverrir Þorsteinsson
og barnabörn.
t
Af alhug þökkum við okkar góðu vinum og velunnurum fyrir hlýj-
ar kveðjur og ómetanlega hjálp vegna andláts og útfarar móður
minnar, tengdamóður og ömmu,
INGIBJARGAR SKAFTADÓTTUR HRAUNDAL,
Drápuhlíð 30,
Reykjavfk.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks deildar 14G Landspítala.
Fyrir hönd systkina hennar og fjölskyldna þeirra,
Helga Hraundal,
Hinrik H. Friðbertsson
og barnabörn.
Móðir okkar,
INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR
frá Njálsstöðum,
andaðist að morgni 24. desember. Jarðarförin fór fram í kyrrþey
að ósk hennar.
Bornin.
Legsteinar
ýmsar gerdir
Marmorex
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
Opnum nýtt
íþróttahús
— síðar í þessum mánuði —
Erum að hejja út/eigu á eftirtö/c/um badmintont/mum:
Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud.
12.00 12.00 12.00 12.00 12.00 09.20 09.20
10.10 10.10
11.00 11.00
11.50 11.50
12.40 12.40
16.50 16.50 16.50 16.50 16.50 13.30 13.30
17.40 14.20 14.20
18.30 15.10 15.10
19.20 16.00 16.00
20.10 20.10 20.10 20.10 16.50 16.50
21.00 21.00 21.00 21.00 21.00 17.40 17.40
21.50 21.50 21.50 21.50 21.50
22.40 22.40 22.40 22.40 22.40
UNGLINGATÍMAR ■ ■
Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud.
13.30 13.30 13.30 13.30 13.30 (10—14ára)
14.20 14.20 14.20 14.20 14.20 (10—14ára)
15.10 15.10 15.10 15.10 15.10 (14-18 ára)
16.00 16.00 16.00 16.00 16.00 (14—18ára)
KVENNATIMAR - 6 VIKNA NAMSKEIÐ:
Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud.
15.10 15.10 15.10 15.10 15.10
16.00 16.00 16.00 16.00 16.00
6 VIKNA NÁMSKEIÐ (KARLAR OG KONUR):
Mánud.
19.20
20.10
21.00
21.50
Þriðjud.
21.00
21.50
Miðvikud.
19.20
20.10
21.00
21.50
Fimmtud.
21.00
21.50
Föstud.
19.20
20.10
Laugard.
11.00
11.50
12.40
13.30
Sunnud
11.00
11.50
12.40
13.30
Tímapantanir á föstum tímum í Gnoðarvogi 1 (ekki
í síma). Pantanir á unglingatímum og námskeiðs-
tímum í síma 82266.
Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur,
Gnoðarvogi 1; sími 82266.