Morgunblaðið - 24.01.1987, Page 60

Morgunblaðið - 24.01.1987, Page 60
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 ff Þetta verður topplið eftir örfá ár“ - segir Richard Ross, þjálfari Grindvíkinga, íkörfuknattleik Grindavfk. Körfuknattleiksdeild Ung- mennafólags Grindavíkur róð tll sín bandarískan þjólfara Richard Ross að nafni síðastliðið haust. Nú þegar körfuknattleikstímabil- ið er hálfnað lók fróttaritara Morgunblaðsins forvitni á að heyra hans álit á körfuknattleikn- um sem spilaður er á íslandi. „Mér finnst körfuknattleikurinn á íslandi miklu betri en ég hafði gert mér í hugarlund áður en ég kom hingað," sagði Ross. „Ef við skoðum 1. deildina þar sem Grindavík er í toppbaráttunni þá eru öll liðin góð og geta unniö hvert annað. Margir segja gjarnan að í deildinni séu þrjú góð lið og önnur þrjú sem eru ekkert sérstök en. þetta er misskilningur. ÍR, Þór og UMFG koma að vísu til með að vera í toppbaráttunni og gætu unnið sum liðin í úrvalsdeildinni á góöum degi. Við megum hins veg- ar ekki vanmeta hin liðin enda fengum við í UMFG að kenna á því norður á Sauðárkróki í vetur. Ég get ekki spáð um hvaða lið vinnur deildína en eitt get ég sagt að það lið sem tapar færri leikjum en fimm ætti að standa uppi sem sigurvegari. Með öðrum orðum það verður að vinna alla heimaleik- iria sem eftir eru og flesta útileik- ina. Þetta hefur okkur hjá UMFG ekki tekist því miður. Við höfum tapað þremur leikjum en Þór frá Akureyri hefur einnig tapað þrem- ur og ÍR tveimur svo ekki er öll nótt úti ennþá," sagði Ross og brosti en bætti við að Grindvíking- ar gætu verið bjartsýnir. „Lið UMFG, sem við erum að byggja upp, er mjög ungt. Nokkrir Morgunblaðið/Kr. Ben. • Dick Ross notar mikið fingramál til að leggja áherslu á hvað hann meinar og hór er verið að undirstrika að hver á sinn mann í vöm- inni. Guðmundur Bragason, Eyjólfur Guðlaugsson og Rúnar Árnason fylgjast með. mjög góðir einstaklingar 16—17 ára úr þriðja flokki hafa vakið mikla athygli og ef þeir halda hópinn verður hér topplið eftir örfá ár. Ég þjálfaði 3. flokk í Banda- ríkjunum áður en ég kom hingað og get því gert samanburð þar. Frjálsíþrótta- -fólk æf ir vel í Alabama Frá Vóstelni Hafstelnssynl fróttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkiunum. EINS og mörg undanfarin ár dvelur fjöldi íslenskra frjáls- íþróttamanna við nám og æfing- ar við Alabamaháskóla í Touskalousa í Bandaríkjunum. Háskólakeppnin í frjálsum íþróttum innanhúss er nú að hefjast og verður gaman að fylgjast með íslendingunum i keppni þar, þó aðalkeppnis- tímabilið hefjist ekki fyrr en í vor utanhúss. Um helgina mun háskólalið Alabama keppa á fjölmennu móti í Baton Rouge í Louisiana- fylki. Einn íslendingur verður á meðal keppenda, Guðmundur Skúlason, Armanni, sem mun keppa í 800 metra hlaupi. Guð- mundur keppti lítið síðastliðið ár, en hefur æft grimmt í vetur og verður fróðlegt að fylgjast með honum í keppni á ný. Eggert Bogason, kringlukast- ari úr FH, sem bætti sig mjög mikið á síðasta sumri, mun keppa í kúluvarpi innanhúss og er til alls líklegur enda er kappinn sterkari en nokkru sinni fyrr. Ragnheiður Ólafsdóttir, FH, sem á öll íslandsmetin í milli- vegalengdum kvenna, mun einnig hlaupa innanhúss og á eflaust eftir að bæta sig mikið. Kristján Harðarson, Armanni, er duglegur að æfa og vonandi tekst honum að bæta sig innan- húss og setja íslandsmet í langstökki. Nýliðinn í hópnum er spjót- kastarinn Sigurður Matthíasson, UMSE, sem tók stórstígum fram- förum síðastliðið sumar og kemur væntanlega til með að veita Einari Vilhjálmssyni og Sig- urði Einarssyni verðuga keppni í sumar. Sigurður mun hefja keppni utanhúss í lok mars ásamt öðrum hór. Siguröur Einarsson, spjótkast- ari úr Ármanni, og Vésteinn Hafsteinsson, kringlukastari úr HSK, eru einnig hér við æfingar og undirbúning fyrir komandi Evróputímabil með heimsmeist- aramótið í Róm í haust sem lokapunkt. Það er góður andi í hópnum og fólk æfir stíft við bestu æf- ingaaðstöðu sem hægt er að hugsa sér. Ég fullyrði að strákar eins og Rúnar Árnason, Sveinbjörn Sigurðsson og Jón Páll Haraldsson gætu spil- að í 3. flokki í hvaða „High School" körfuknattleiksliði heims. Meist- araflokkur UMFG gæti hins vegar unnið liðin frá minni háskólunum en aftur Njarðvík og ÍBK, sem eru mun betri, ættu að standa sig í keppni við stærri háskólana," sagði Ross. Um veru sína á íslandi kvaðst hann og Sandy konan hans taka með sér dýrmæta og ánægjulega reynslu heim til Bandaríkjanna þegar þau færu héðan. „Á þeim tíma sem við höfum dvalið hérna í Grindavík höfum við mætt ótrúlega mikilli vinsemd og hjálpsemi að hálfu heimamanna. Ef vindinn lægði svolítið oftar væri dásamlegt að búa á íslandi," sagði Ross að lokum. Kr.Ben. Hugsið um þaö sem þið eruð að gera. Morgunblaðið/Kr. Ben. • Sandy og Richard Ross á heimili sínu í Grindavfk. Morgunblaðið/Kr. Ben.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.