Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987 Arnarflug: Tap síðastliðins árs um 120 milljónir króna Sljórnin hyggst auka hlutaféð um 130 milljónir króna TAPREKSTUR Arnarflugs á síðastliðnu ári var nálægt 120 milljónum króna, og hefur stjórn félagsins því ákveðið að kalla saman hluthafafund félagsins fimmtudaginn 5. febrúar næst- komandi og leggja til við hlut- hafa að heimilað verði að hækka hlutafé um allt að 130 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum Harðar Einarssonar, stjórnar- formanns Amarflugs. Verði það samþykkt, þá verður hlutfé fé- lagsins, náist hlutafjárloforð fyrir allri upphæðinni, samtals 230 milljónir króna. Hörður Einarsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ástæður þess að stjómin hefði ákveðið að leggja til að hlutafé yrði aukið um 80 milljónir króna umfram það sem fyrirhugað hefði verið væri sú að taprekstur síðastliðins árs hefði reynst mun meiri en búist hafði verið við að hann yrði á miðju síðastliðnu ári, þegar nýjir stjóm- endur tóku við félaginu. „Fyrirtækið var svo miklu verr á sig komið heldur en menn gerðu sér grein fyrir og talið var, þegar við komum að því," sagði Hörður. „Fyrri stjómendur töldu að tapið á fyrstu fimm mánuðum ársins í fyrra væri á bilinu 20 til 25 milljónir króna, en við sex mánaða uppgjör, sem við létum gera í júlí, þegar við tókum við, þá kom á daginn að tapið fyrrihluta árs var samtals 96 milljónir króna.“ Hörður sagði að nýir stjómendur hefðu reiknað með að tapið á síðast- liðnu ári yrði nálægt 60 milljónum króna, „en samkvæmt bráðabirgða- tölum þá bendir allt til þess að það verði nálægt 120 milljónum króna," sagði Hörður. Hann sagði að tapið yrði að langmestu leyti rakið til þeirra erlendu leiguverkefna sem félagið réðst í á sl. ári, en frá og með lokum pílagrímaflugsins í Alsír, hefði verið horfið frá því að ráðast í slík verkefni. Hörður sagðist vera viss um að þessi tillaga um heimild til hluta- fjáraukningar yrði samþykkt á hluthafafundinum og kvaðst hann auk þess bjartsýnn á að næðist að safna því hlutafé. 9% hækkun á salt- fiski í Portúgal Góðar horfur á sölu saltaðra ufsaflaka NÝGERÐUR samningur SÍF og kaupenda í Portúgal um sölu á 25.000 lestum af saltfiski á þessu ári færir framleiðendum hér verð- hækkun að meðaltali upp á 9% miðað við samning síðasta árs. Hækkanir eru mismunandi eftir stærðar- og gæðaflokkum. Þá eru taldar góðar horfur á umtalsverðri sölu saltaðra ufsaflaka til Vest- ur-Þýzkalands og verðhækkunum þar, meðal annars vegna hækkunar marksins gagnvart krónunni. SÍF flutti á síðasta ári út 27.533 lestir af saltfisld til Portúgals. Grindavík: Stolnum neyð- arflugeldi skotið á loft Grindavík. NEYÐARFLUGELDUR sást yfir Grindavík um kl. 21.30 i gær- kvöldi. Lögreglumenn sáu flugeld- inn fara á loft og töldu hann koma úr bænum. Haft var samband við stjómstöð Slysavamafélagsins og björgunarsveitina Þorbjöra til ör- ygg?s. Flugeldurinn sást einnig frá fynr- tækinu íslandslaxi, höfninni og frá báti út af Reykjanesi svo ekki bar alveg saman um hvaðan hann kom. Flugvél, sem var skammt undan, var beðin um að fljúga yfir nágrennið. Eftir nokkra leit, fundu tveir björg- unarsveitarmenn staut á grindverki við leikskólann og var hann enn heit- ur. Fólk í nágrenninu hafði orðið vart við að krakkar hlupu þar frá um líkt leyti og flugeldurinn fór upp. Lögreglan mun rannsaka málið og leiða menn getum að því að hér sé stolinn neyðarflugeldur úr bát, sem brotist var inn í fyrir áramótin. Kr.Ben. Morgunblaðið/Sigurgeir. Björgunaræfing í Eyjum Vestmannaeyjum. TVEGGJA daga námskeiði í slysavöraum og björgunaraðgerðum fyrir nemendur Stýrimannaskólans í Eyjum lauk í gær. Þátt í námskeiðinu tóku starfsmenn Landhelgisgæzlunnar, Björgunarfé- lag Vestmannaeyja og Hjálparsveit skáta. Skátamir reyndu nýjan björgunarbát á þessari æfingu og reyndist hann mjög vel. - hkj. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, sagði í samtali við Morgunblaðið, að ekki væri hægt að meta með nokkurri ná- kvæmni útflutningsverðmæti þessa magns til Portúgals. í fyrsta lagi væri flokkun saltfisksins óviss og í öðru lagi hefði þetta verið ramma- samningur upp á 25.000 lestir, en aðeins samið um verð á helmingn- um. Mikil eftirspurn er eftir söltuðum ufsaflökum í Vestur-Þýzkalandi, meðal annars vegna minnkandi framboðs frá öðrum þjóðum. Magn- ús sagði, að mjög góðar horfur væru á sölu ufsaflakanna, en ósam- ið væri við kaupendur í Vestur- Þýzkalandi. Hækkun marksins gagnvart krónunni myndi færa framleiðendum einhveijar hækkan- ir, þar sem fiskurinn væri seldur fyrir vestur-þýzk mörk. Á síðasta ári seldi SÍF 3.028 lestir af ufsaflök- um til Vestur-Þýzkalands, en árið 1985 1.959. Stjómendur SÍF eru um þessar mundir að kynna framleiðendum samningana við Portúgali, stöðu söltunar og söluhorfur og ræða jafnframt við þá ýmis hagsmuna- mál. Fundimir hafa verið haldnir á ákveðnum svæðum, sá fimmti af átta var í Keflavík á fimmtudag, en Reyðarfjörður, Akureyri og Vestfirðir eru eftir. 4,8 milljóna kr. hagnaður hjá Áburðarverksmiðjunni: Skuldir minnkuðu um 160 milliónir króna Óskað eftir 7% hækkun á áburði REKSTUR Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi gekk vel á síðasta ári. 4,8 milljóna króna hagnaður varð af rekstrinum og skuldir verksmiðjunnar lækkuðu um 160 milljónir kr. Árið áður var 22 milljóna króna tap af rekstri fyrirtækisins. Gerist þetta þrátt fyrir að útsöluverð Afhafsbotni eftir 13 ár Neskaupst&ð Vörubíl þennan þurfti að fjarlægja af hafsbotni þar sem hann var fyrir keijum laxeldisstöðvar- innar Mánalax hf. Billinn fór í hafið í snjóflóðinu mikla árið 1974. Að sögn Lindbergs Þorsteins- sonar kafara, sem kannaði aðstæður fyrir laxeldisstöðina í haust, var bíllinn á 15 metra dýpi. Þar voru tveir aðrir bílar en þá þarf ekki að fjarlægja eins og er. Á myndinni má sjá hversu illa bUlinn er farinn, þakinn þara og kuðungum eftir 13 ár í sjónum. Sigurbjörg áburðar hafi hækkað mun minna en almennt verðlag og sala á áburði dregist saman. Hákon Bjömsson, forstjóri Áburðarverksmiðjunnar, sagði að hjöðnun verðbólgunnar hefði gert það mögulegt að reka fyrirtækið hallalaust þrátt fyrir litla áburðar- verðshækkun og sölusamdrátt. Á árinu seldi verksmiðjan 60 þúsund tonn af áburði en 63.200 tonn árið áður. Þá hefði verið gert átak í hagræðingu. Við það hefði starfs- fólki fækkað um 30 á árinu, úr 200 í 170. Einnig hefði iækkandi hrá- efnisverð komið verksmiðjunni til góða. Skuldir Áburðarverksmiðjunnar voru 640 milljónir kr. um áramótin en voru tæpar 800 milljónir kr. ári fyrr. Sagði Hákon að verksmiðjan hefði haldið að sér höndum í fjár- festingum og lagt allt kapp á að greiða niður skuldir. Stjóm Áburðarverksmiðjunnar hefur samþykkt að leggja til við landbúnaðarráðherra að útsöluverð áburðar verði hækkað um 7% á milli ára. Stjómendur verksmiðj- unnar reikna með að framleiðslu- kostnaður á hvert tonn verði sá sami á áburðinum sem seldur var í vor og var á áburðinum í fyrra, þrátt fyrir áframhaldandi sölusam- drátt og spá um einhverja verð- bólgu. Niðurgreiðslur ríkissjóðs á áburðarverði verða lækkaðar úr 170 milljónum í 120 milljónir kr. á þessu ári og er 7% hækkun áburðarverðs- ins til komin vegna þess. Gert er ráð fyrir að áburðarsalan minnki um 3 þúsund tonn, úr 60 þúsund tonnum í 57 þúsund tonn. Þegar áburðarsalan var í hámarki, árið 1982, var selt 15 þúsund tonnum meira, eða 72 þúsund tonn af áburði. Vegna lækkunar á heimsmark- aðsverði olíu er framleiðslukostnað- ur á ammoníaki hjá Áburðarverk- smiðjunni 15—20% hærri en á innfluttu ammoníaki. Verksmiðjan framleiðir ammoníakið með raforku en erlendis er framleiðslan hluti af olíuiðnaðinum. Þetta hefur valdið vanda hjá Áburðarverksmiðjunni að sögn Hákons. Hann sagði að stjómendur verksmiðjunnar hefðu átt viðræður við Landsvirkjun um þetta mál. Vildu þeir að raforku- verð til framleiðslunnar tæki mið af ammoníaksverði, en ekki heims- markaðsverði á áli eins og nú er og var hann bjartsýnn á að sam- komulag næðist. Eldur í bíl í Kópavogi SLÖKKVILIÐIÐ í Reybjavik var kvatt út kl. 22.40 í gærkveldi. Tilkynnt var um eld í bíl við Álfa- tún í Kópavogi. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang stóð tjörureykstrókur upp í loft að sögn eins slökkviliðsmann- anna og eldur kominn í þak bflskýl- is, sem bifreiðin stóð innundir. Bíllinn var alelda og loftið í bflskýl- inu. Gekk fljótt og vel að ráða niðurlögum eldsins, en bfllinn sem er gamall jeppi er talinn gjörónýt- ur. Auk þess urðu einhveijar skemmdir á lofti bflskýlisins og gluggum og rúðum hjólreiða- geymslu við hlið skýlisins. Eldsupp- tök eru ókunn, en bifreiðin var ekki á skrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.