Morgunblaðið - 30.01.1987, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987
27
Starfsfólk Veitingahallarinnar við þorrahlaðborðið
Þorramatur í Veitingahöllinni
VEITINGAHÖLLIN hefur nú á
boðstólnum þorramat og var
fyrst boðið upp á hann um
siðustu helgi. Þorramaturinn
verður eingöngu á matseðlinum
um helgar út þorrann.
Á þorrahlaðborði Veitingahallar-
innar eru yfir 30 tegundir. Jafn-
framt er boðið upp á annan mat,
en ekki þarf að panta borð fyrir-
fram. Þorrakvöldin hefjast um
helgar kl. 17.30 og fá bömin ókeyp-
is kjúklinga.
Starfsmenn Garn-gallerís, þær Edda Strange til vinstri og eigandinn
Guðrún K. Þorbergsdóttir.
Eigendaskiptí á Garn-gallerí
NÝLEGA urðu eigendaskipti á
versluninni Garn-gallerí, Skóla-
vörðustíg 20. Guðrún Þorbergs-
dóttir tók við rekstri verslunar-
innar af Erlu Eggertsdóttur sem
er útgefandi að tímaritinu Lopi
og band.
Gam-gallerí selur m.a. ítalska
tískugamið Casa Fendi. Er það fá-
anlegt úr ull, mohair, viskos og
bómull. Verslunin selur einnig
burstaða ull frá Ret og vrang í
Danmörku. Auk þessa er íslenski
lopinn frá Gefjun og Álafossi fáan-
legur í Gam-gallerí.
Guðrún Þorbergsdóttir hefur
hannað nýjar uppskriftir úr ítalska
Casa Fendi gaminu og fást þær í
Gam-gallerí en birtast einnig í
tímaritinu Lopi og band. Gam-
gallerí hefur einnig á boðstólum
prjónauppskriftir frá Gefjun og Ála-
foss.
Gam-gallerí veitir póstkröfuþjón-
ustu um land allt auk þess sem
hægt er að panta handprjónaðar
peysur.
Morgunblaðið/Theodór
Nýkjörin stjórn Lionessuklúbbsins Öglu Borgamesi, frá vinstri: Þóra
Þorkelsdóttir gjaldkeri, Hanna Carla Proppé ritari, Þóra Björgvins-
dóttir formaður, Jóhanna L. Jónsdóttir varaformaður, Ása Baldurs-
dóttir og Ingibjörg Hargrave meðstjórnendur.
Lionessuklúbbur
í Borgarnesi
Borgarnesi.
NÝLEGA stofnuðu 26 konur í
Borgarnesi Lionessuklúbb. Mun
þetta vera þrettándi Lionessu-
klúbburinn sem stofnaður hefur
verið á landinu.
Markmið klúbbsins mun vera að
starfa með Lionsklúbbi Borgamess
að þjónustuhlutverkum hans og að
veita konum tækifæri til að vinna
að velferðarmálum. Ýmsar hug-
myndir voru uppi um nafn á
klúbbinn. Komu fram hugmyndir
eins og Brák, Borg og Baula en að
lokum hlaut klúbburinn nafnið
Lionessuklúbburinn Agla. Formað-
ur Öglu var kosin Þóra Björgvins-
dóttir.
- TKÞ
Ný aðferð
við inn-
heimtu
stöðu-
mælasekta
TEKIÐ verður í notkun nýtt fyr-
irkomulag í sambandi við inn-
heimtu aukaleigugjalda vegna
stöðumæla. í stað grænu miðana,
sem settir voru á bifreiðar, er
stóðu ólöglega við mælana, verða
nú settir giróseðlar undir
þurrkublöð bifreiðanna.
■Greiða má aukaleigugjaldið sem
er kr. 300 í næsta banka, pósthúsi
eða sparisjóði. Ef gíróseðillinn er
ekki greiddur innan 7 daga kemur
til sektargreiðsla í ríkissjóð sem er
kr. 500 og innheimt er af lögreglu-
stjóraembættinu.
Þetta nýja greiðslufyrirkomulag
verður tekið í notkun mánudaginn
2. febrúar nk.
Nýja Sýsluhúsið í Búðardal.
MorgunblafliS/Kristjana Ágústsdóttir
Búðardalur:
Hreppsskrif stofan
flutt í Sýsluhúsið
BúðardaL
HREPPSSKRIFSTOFAN í Búð-
ardal flutti nýlega i nýtt húsnæði
í Sýsluhúsinu svonefnda, hér á
staðnum.
í tilefni af því var íbúum hrepps-
ins boðið til veglegrar kaffidrykkju
og til að skoða hið nýja og rúm-
góða pláss. Þetta er mjög smekkleg
og sérlega góð starfsaðstaða en á
skrifstofunni eru tveir starfsmenn,
Marteinn Valdemarsson sveitar-
stjóri og Anna Nílsdóttir skrifstofu-
stúlka.
Laxárdalshreppur á ca 40% að
eignarhluta í Sýsluhúsinu enda
verður héraðsbókasafnið til húsa í
byggingunni, ennfremur er gert ráð
fyrir aðstöðu fyrir byggingarfull-
trúa.
Aðrir aðilar sem að byggingunni
standa er Búnaðarsamband Dala-
sýslu, Brunabótafélag íslands, auk
sýslumannsembættisins. Skrifstofa
sýslumanns flutti í nóvember í nýja
skrifstofuhúsnæði sitt, sem er á
fyrstu hæð.
Húsið er ekki allt tilbúið, en búist
er við að það geti verið komið í
stand næsta sumar, og þá verði
lögð áhersla á fegrun og standsetn-
ingu lóðar og er það von manna
að takist vel til með þær fram-
kvæmdir.
- Kristjana
OFGAR
(Extremities)
FÁIR LEIKARAR HAFA HLOTIÐ JAFN MIKIÐ LOF
FYRIR LEIK í KVIKMYND Á SL. ÁRI EINS OG
FARRAH FAWCETT OG JAMES RUSSO
„ÞETTA ER STÓRKOST-
LEG MYND! SJÁIÐ
HANA! ÉG GEF HENNI
10 PLÚS! FARRAH FAWC-
ETT HLÝTUR AÐ FÁ
ÓSK ARSYERÐLAUNIN. m
HÚN ER STÓRFENG-
LEG.“ Gary Franklin,
ABC.
„EIN AF BESTU MYND-
UM ÁRSINS Tom O'Brian,
Commonweal Magazine.
„ÓTRÚLEGUR LEIKUR.“
Walter Goodman, J
New York Times. ^
„FARRAH FAWCETT ER
STÓRKOSTLEG “
Joy Gould Boyum, F ^
Glamour Magazine. iujfcaL ™
„ENGINN GETUR GENG- ■
IÐ ÚT, ÓSNORTINN.
FARRAH FAWCETT Á | ¥
SKILIÐ AÐ GANGA ÚT U
MEÐ ÓSKARINN “
Rona Barrett.
Joe (James Russo), áleit Marjorie (Farrah Fawcett) auðvelda bráð. Hann
að öðru. Þegar honum mistókst í fyrsta sinn, gerði hann aðra atlögu.
Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11.
Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára.
komst