Morgunblaðið - 30.01.1987, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987
29
Rætt við Sigurð J. Sigurðsson bæjarfulltrúa um fjárhagsáætlun
bæjarsjóðs Akureyrar:
Reynt að ná fram auk-
inni festu í rekstrinum
Erfiðleikarnir fyrst og fremst slæm lausafjárstaða
FJÁRHAGSÁÆTLUN bæjar-
sjóðs Akureyrar fyrir árið 1987
var til fyrri umræðu í bæjar-
stjórn Akureyrar þriðjudaginn
20. janúar sl. Ráðstöfunartekjur
verða 711 milljónir króna og
hækka því um 25,3% milli ára.
Rekstrargjöld hækka hinsvegar
um 34,1% milli ára og stofnkostn-
aður um 19%. Verulega hærra
hlutfall tekna fer nú i rekstrar-
gjöld og gjaldfærðan stofnbún-
að. Þetta hlutfall hækkar úr
83,3% i 88,0% af tekjum. TU
eignabreytinga er áætlað að
veija um 83 millj. kr. Við ákvörð-
un tekjustofna var sú breyting
gerð að lækka álag á fasteigna-
skatt af íbúðarhúsnæði en hækka
útsvar, sem verður nú 10,6%.
Þetta er fyrsta fjárhagsáætlun
nýs meirihluta í bæjarstjórn Ak-
ureyrar og ræddi blaðamaður af
þvi tilefni við einn af höfundum
hennar, Sigurð J. Sigurðsson
bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins. Fjárhagsáætlunin verður til
síðari umræðu og afgreiðslu á
bæjarstjórnarfundi 10. febrúar
nk.
Sigurður var fyrst spurður, hvað
það væri sem hækkaði rekstrarút-
gjöld svo mikið. Hann sagði framlög
til heilbrigðis- og örorkumála vega
þar þyngst og sagði síðan: Sjúkra-
tryggingar hækka úr kr. 41.800
þúsund í kr. 67.000 þúsund eða um
kr. 25.200 þúsund, sem er 60,3%.
Rekstur Heilsugæslustöðvar hækk-
ar úr kr. 10.213 þúsúnd í kr. 18.500
þúsund, sem er 81,4%. Þá varð um
7.000 kr. halli á rekstri dvalar-
heimilanna á síðasta ári sem ekki
var gert ráð fyrir og þar að auki
virðist halli á rekstri þeirra geta
orðið allt að kr. 10.300 þúsund á
þessu ári, ef ekki fæst leiðrétting
á daggjöldum. Þá er gert ráð fyrir,
að framlag til rekstrar- og stofn-
búnaðar Strætisvagna Akureyrar
tvöfaldist milli ára og verði nú kr.
7.719 þúsund.
Til bygginga verkamannabú-
staða er nú gert ráð fyrir að veija
kr. 8.500 þúsund, sem er um 79%
hækkun frá framlagi síðastliðins
árs. Heimilisþjónustan, sem fyrst
og fremst er þjónusta við aldraða,
hækkar úr kr. 7.488 þúsund í kr.
11.982 þúsund eða 60%. Þar er
gert ráð fyrir aukinni þjónustu á
kvöldin og um helgar og í því skyni
verði starfsmönnum fjölgað."
Fjölgnn starfs-
fólks bæjarins
— Hvað með starfsfólk bæjarins.
Er reiknað með mikilli fjölgun þess?
Ráðnir hafa verið þrír forstöðu-
menn nýrra málasviða, það er
forstöðumaður öldrunarþjónustu,
sem tók við starfi forstöðumanns
dvalarheimilanna. Starf hans felst
í að hafa umsjón með dvalarheimii-
um bæjarins, heimilisþjónustu,
félagsstarfi aldraðra og öðrum þeim
verkefnum, er lúta að málefnum
aldraðra. Skóla- og menningarfull-
trúi hefur ennfremur verið ráðinn.
Hans starf er að vinna að skóla-
og menningarmálum bæjarins. Þá
hefur verið ráðinn starfsmaður til
Frá Akureyri.
atvinnumálanefndar. Störf hans
verða alfarið á sviði atvinnumála
bæði hvað varðar stefnumörkun
bæjarins í þeim málum og aðstoð
við fyrirtæki og einstaklinga. Þá
hefur Akureyrarbær nú tekið upp
löggilta endurskoðun í samræmi við
ný sveitarstjómarlög. Framan-
greindar aðgerðir hafa allar við-
bótarútgjöld í för með sér.“
— Hvað er af eignabreytingum
að segja?
„Eignabreytingaliður áætlunar-
innar hækkar úr kr. 81.359 þúsund
á síðasta ári í kr. 83.148 á þessu
ári. Ástæðan fyrir þessum litla mun
milli ára er sú staðreynd, að hiut-
fall tekna og rekstrargjalda versnar
og einnig hitt, að í tölu ársins 1986
vom kr. 16.000 þúsund til þess að
mæta aukaútgjöldum á árinu 1984.
Því er raunveruleg hækkun liðarins
um 26%.“
Sundlaug í Glerár-
hverfi, ný brú á Glerá
kr. 12.000 þúsund en því fé er óráð-
stafað og til vélakaupa kr. 5.000
þúsund
Sigurður var spurður hvað væri
þyngst á metunum af þessum fram-
kvæmdum. Hann svaraði: í fram-
kvæmdunum ber mest á framlagi
til Verkmenntaskólans, enda er þar
um að ræða stærsta verkefnið sem
bæjarsjóður glímir við á sviði fram-
kvæmda. Sundlaug í Glerárhverfi
er það atriði sem athygli vekur. Þar
er gert ráð fyrir því að byggja
kennslulaug við Glerárskóla, sem
nýtist almenningi utan skólatíma.
Þá er gert ráð fyrir því, að ný brú
verði byggð á Glerá sem tengi sam-
an iðnaðar- og hafnarsvæðin á
eyrinni.
— Heyrst hafa raddir um að þið
séuð að draga úr framlögum til
íþróttamála. Hvað er hæft í því?
Á síðasta ári var ákveðið að veija
kr. 41.633 þúsund til íþróttamála.
í þessari upphæð er framlag til
reksturs og búnaðar íþróttamann-
virkja og stuðningur við íþrótta-
starfsemi í bænum. Áætlunin 1987
gerir hins vegar ráð fyrir því, að
þessi upphæð verði kr. 51.253 þús-
und eða samsyarandi 30,3%
hækkun milli ára. í tekjulið, til þess
að standa straum af þessum rekstri,
koma kr. 12.841 þúsund frá skólum
og kr. 16.465 þúsund frá félögum
og einstaklingum á árinu eða
67,99%. Þessar upphæðir eru hins
vegar kr. 17.833 þúsund frá skólum
og kr. 19.238 þúsund frá einstakl-
ingum og félögum eða 72.33% á
árinu 1987. Þar skiptir sköpum
hækkuð framlög skóla sem hækk-
uðu um 50% milli ára. Fullyrðingar
um lækkun til íþróttamála virðast
því ekki hafa við nein rök að styðj-
ast. Jafnframt hækka framlög til
íþróttamannvirkja í nýframkvæmd-
um úr kr. 9.700 í kr. 16.400 þúsund
eða um 69%.“
Varðandi heilsugæslu- og heil-
brigðismál og þjónustu við aldraða
sagði Sigurður, að þeir þættir tækju
nú hærra hlutfall af tekjum bæjar-
sjóðs en fyrr. Athuganir færu nú
fram á því, hvort hér væri um eðli-
lega skiptingu kostnaðar milli
bæjarins og ríkissjóðs að ræða,
sérstaklega hvað varðar sjúkra-
tryggingamar. Á síðasta ári var
ákveðið að verja til þessara mála
kr. 78.599 þúsund en áætlunin nú
gerði ráð fyrir kr. 130.897 þúsund-
um. Hlutfallið hefði því vaxið úr
14,54% af tekjum bæjarsjóðs í
18,4%.
Um fjárhagsáætlunina almennt
sagði Sigurður J. Sigurðsson að
lokum:
„í þessari áætlun er reynt að
þoka fram þeim málum sem efst
eru í hugum bæjarbúa, svo sem
auknum framlögum til atvinnuupp-
hyggingar, bættra samgangna,
eflingar þjónustu við aldraða og
sundlaugar í Glerárhverfi.
Gerðar hafa verið miklar breyt-
ingar á stjómun bæjarmálefna í
kjölfar fækkunar nefiida og mála-
sviða og verður því verkefni haldið
áfram á næstunni. Vonast er til að
þetta skili aukinni hagkvæmni í
rekstri og greiðari afgreiðslu mála.
Þá er reynt með þessari áætlun að
ná fram aukinni festu í rekstri.
Erfiðleikar bæjarsjóðs em fyrst
og fremst þeir, hversu lausafjár-
staðan er slæm. Þetta stafar af
því, að á síðastliðnu ári átti að veija
allt að kr. 30.000 þúsund til þess
að laga stöðu bæjarsjóðs vegna
mikilla umframútgjalda á árinu
Leikf élag Akureyrar:
Rauðhærði ridd
arinn í kvöld
Sigurður sagði, að fjármunum til
eignabreytinga yrði varið á eftirfar-
andi hátt: Fjórðungssjúkrahús
Akureyrar kr. 4.198 þúsund, en það
er 15% mótframlag Akureyrarbæj-
ar á móti framlagi ríkissjóðs.
Síðuskóli kr. 12.000 þúsund til að
ljúka II. áfanga. Verkmenntaskól-
inn kr. 30.000 þúsund til stjómun-
arálmu og fleira. Svæðisíþróttahús
kr. 5.000 þúsund, lóð, hús að utan
og snyrtingar. Skrifstofubygging
kr. 1.000 þúsund. Eyrarlandsstofa
kr. 2.550 þúsund. Sundlaug í Gler-
árhverfi kr. 11.400 þúsund, til að
gera húsnæðið fokhelt, dagvistun
LEIKRITIÐ Hvenær kemurðu
aftur rauðhærði riddari? verður
sýnt í kvöld, föstudagskvöld.
Engin sýning verður á laugar-
dagskvöld að þessu sinni vegna
leikfarar til Reykjavíkur, en Leik-
félagið sýnir Dreifar af dagsláttu í
Reykjavík á laugardag og í Hvera-
gerði á sunnudag.
Sýningamar á Rauðhærða ridd-
aranum hefjast báðar kl. 20.30.
1984. Þetta var lagfært við gerð
ijárhagsáætlunar fyrir árið 1985.
Staðreyndin er hins vegar sú, að
þrátt fyrir þessar aðgerðir hefur
staða bæjarsjóðs ekkert batnað,
nema síður sé. Þetta má fyrst og
fremst rekja til þess, að á síðasta
ári urðu útgjöld bæjarsjóðs verulega
meiri en gert var ráð fyrir. ÁstæðBr'
þessa eru síðan margvíslegar og
eiga aukafjárveitingar sinn þátt í
því. Það er hins vegar augljost
mál, að fá verður fram skýringar á
öllum viðbótarútgjöldum bæjarsjóðs
. svo hægt sé að gera sér grein fyrir
því, hvort ijárhagsáætlun sú sem
nú er verið að ganga frá, geti stað-
ist í meginatriðum. Það verður ekki
við allt ráðið, en það er mikilvægt,
að íjárhagsáætlanir verði gerðar
raunhæfar svo hægt sé að ná þeim
árangri að tryggja traustan íjárhag
bæjarsjóðs.
Sjónvarp
Akureyri
DAGSKRÁ Sjónvarps Akur-
eyrar í kvöld, föstudagskvöld,
er svohljóðandi
19.00 Teiknimynd. Mikki Mús og
Andrés Önd.
19.25 Myndrokk.
19.55 Kókaín um víða veröld.
Fréttaskýringaþáttur í umsjón
Þóris Guðmundssonar. ( þessum
þætti verður sýnd mynd frá BBC
um eiturlyfið kókaín og hvílíkt
vandamál það er oröiö. Ennfremur
er sagt frá nýju en náskyldu efni,
krakk, sem gerir neytendur sam-
stundis háða því. Fylgst er með
aögeröunum sem beitt er í barát-
tunni við þetta ógnvænlega
eiturlyf.
20.40 Dynasty.
Bandarískur framhaldsmynda-
flokkur með John Forsythe og
Lindu Evans í aðalhlutverkum.
Krystle uppgötvar að Blake keypti
hálsmeniö af veðmangaranum.
Blake kemur að Steven í faðmlög-
um við vin sinn frá New York.
21.30 Benny Hill.
22.00 Stolt (The Pride of Jesse Hall-
am).
Bandarísk sjónvarpskvikmynd frá
1984 með hinum sínsæla Johnny
Cash ásamt Brendu Vaccaro og
Eli Wallach í aðalhluverkum.
Jesse er 45 ára ekkjumaður og
bóndi í Kentucky. Börn hans eru
Ted og Jenny sem á við alvarleg-
an sjúkdóm að stríða. Hann
neyðist til að selja bóndabýlið og
flytja búferlum til borgarinnar svo
hún komist í nauðsynlega aðgerð.
En Jesse kemst fljótt að raun um,
að það er sitt hvað að búa í sveit
og stórborg.
23.35 Að skorast undan (Running
Out). Bandarisk kvikmynd frá CBS
sjónvarpsstööinni.
Elisabeth St.Clair giftist 15 ára
og varð móðir 16 ára. Ábyrgðin
varð henni ofviöa og hún yfirgaf
heimiliö. Mörgum árum seinna
sneri hún heim aftur.
01.00 Dagskrárlok.