Morgunblaðið - 30.01.1987, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987
félk í
fréttum
Þriggja tíma
þáttur um Island
Frá Kristínu S. Hjálmtýsdóttur, frettaritara Morgunblaðsins í Freiburg í Vestur-Þýskalandi.
...og ennþá
meiri tíska!
£ nn einn daginn birtum viö
myndir af nýjustu tískunni frá
París, enda er ekki ráð nema
í tíma sé tekið í þessum málum
sem öðrum. I báðum tilvikum
er vísað til fyrra tíma, þó að
um ólíkar flíkur sé að ræða.
Þessi kjóll er mjög' dæmigerður
fyrir það sem virðist ætla að
verða vinsælast í sumar, hann
er þröngur um mittið, miklar
axlir, en háls og bringa fá að
njóta sín. Þá er pilsfaldurinn tek-
inn upp að nokkru með slauf-
unni, sem virðist ætla að verða
ómissandi hjálpartæki. Kjóllinn
er úr blönduðum náttúruefnum,
en á klæðið er prentað fjörlegt
blómamunstur, án þess þó að lit-
irnir séu „æpandi". Það er
Frakkinn Ungaro, sem á heiður-
inn að þessari flík.
Laugardaginn 17. janúar var
sendur út í suður-þýska sjón-
varpinu þriggja tíma þáttur um
ísland.
Flestir bjuggust við þætti eins
og oft áður hafa verið sýndir hér í
sjónvarpinu, þ.e. um Þjóðverja á
jeppaferðalagi um hálendi Islands,
þar sem áhorfendur geta gaum-
gæfilega fylgst með því hversu
mikið magn matvæla þeir taka með
sér yfír hafið til þess að spara gjald-
eyrinn. Sjaldnast hefur hins vegar
eitthvað verið sýnt af þjóðinni sjálfri
í þáttum sem þessum og auðvelt
fyrir áhorfendur að álykta að ís-
lendingar séu aðeins tveir; veður-
athugunarfólkið á Hveravöllum.
Hugmyndir manna breyttust þó
eftir að hafa horft á téðan þátt, því
lögð varmikil áhersla á að gefa sem
gleggsta mynd af mannlífinu. Sjón-
varpsmönnum tókst það nokkuð
vel, enda var víða komið við. M.a.
var talað við forseta Islands, frú
Vigdísi Finnbogadóttur, Albert
Guðmundsson, knattspyrnumenn-
ina Atla Eðvaldsson og Asgeir
Sigurvinsson, Jakob Stuðmann
Magnússon og Davíð Oddsson, en
sá síðastnefndi útlistaði vinnugleði
Islendinga, þar sem þriðji hver
maður hefði aukavinnu að aðal-
starfi og þætti lítið mál.
I framhaldi af fréttum af leið-
togafundinum í október sl. var talað
við Guðnýju Halldórsdóttur um
drauga og hjátrú. Til þess að undir-
strika umræðuefnið sat hún ýmist
við eða hálf ofan í rjúkandi hvera-
‘pyttum.
Til þess að létta þáttinn lék Laddi
á als oddi í hvers kyns hlutverkum,
en hljómsveitimar Mezzoforte og
Stuðmenn komu einnig fram. Höfðu
Stuðmenn m.a. snarað einum texta
sínum yfir á þýsku til þess að auð-
velda menningarsamskipti þjóð-
anna.
Sú mynd sem Þjóðvetjar hafa
fengið af okkur var i alla staði
mjög góð. í stuttu máli vorum við
að þeirra maci dugleg, falleg (Hófí)
og sterk (Jón Páll). Næstum hver
fjölskylda hefur tvo bíla til umráða
og töluverður fjöldi á hlut í litlum
einkaflugvélum. Minnst var á verð-
bólguna að örlitlu leyti, en ekki
stajdrað við þá umfjöllun.
íslendingar hafa það gott að því
leyti að þeir eru ekki hijáðir af
súru regni, né orðnir geislavirkir.
Það er nóg rúm fyrir alla og jafn-
rétti karla og kvenna mun lengra
á veg komið en í Þýskalandi. Hem-
aðarútgjöld okkar eru engin og
atvinnuíeysi könnumst við ekki við
nema af afspum. íslenskan var
úrskurðuð blæbrigðaríkt tungumál
og mun léttara en þýskan. Þar höf-
um við það.
Óhætt er að segja að ísland sé
draumaland flestra Þjóðveija, en
líkast til er full svalt fyrir þeirra
smekk. Það sást a.m.k. vel á um-
sjónarmanni þáttarins, því að eftir
því sem á leið þáttinn jókst kvef
hans og nefmæli. Auk góðra við-
bragða við þættinum, má nefna sem
dæmi um mikinn áhuga Þjóðveija
á íslandi, að þessi þáttur, „Gipfel,
Geister und Geysire“, eða „Tindar,
draugar og hverir", var sendur út
á besta útsendingatíma, á laugar-
dagskvöldi frá klukkan átta til
ellefu.
Laddi var meðal þeirra,
sem fram komu í
um.
Hér íæii)uv
nn a't °ö
vri'9S®as'£'
„ obbolítinn" kafíirjóma
út í kaffiö þitt