Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 39
39 MORGl) NBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987 Ráðist til atlögu við offituvandamál unglinga Míinclicn, frá Bergljótu Friðriksdóttur, fréttaritara Morgunbladsins. Bandarísk ungmenni í megrunarbúðum í Massachusetts. Börn og unglingar geta ekki síður en fullorðnir átt í mestu vandræðum með línurnar. Raunin er hins vegar sú að mun algengara er að fullorðnir leiti úrbóta þegar aukakílóin fara að hrann- ast upp heldur en ungmenni. Hver kannast ekki við að hafa heyrt eitthvað þessu líkt: „Ég hef engar áhyggjur af holdafari sonar míns/dóttur minnar; þetta eldist af honum/henni“? Stað- reyndin er þó sú að mörg börn losna hreint ekki svo auðveldlega við aukakíló- in þó að árunum fjölgi. Séu þau ekki aðstoðuð við að grenna sig í æsku er nefnilega hætta á því að hinum óþörfu kílóum fjölgi í réttu hlutfalli við árin. í Tutzing, sem er ein af útborgum Múnchen, er rekin ráðgjafarþjónusta á vegum matvælastofnunar nokkurrar, þar sem markmiðið er að kenna börnum á aldrinum 19-16 áragömlum, rétt mataræði og aðstoða þau við að fjar- lægja aukakílóin. Er varla vanþörf á því þar sem að fjórða hvert skólabarn í Vestur-Þýskalandi vegur of mikið. Ráðgjöfin fer þannig fram að foreldr- arnir fylla út eyðublað í samráði við lækni, þar sem það er tekið fram ef barnið er haldið einhveiju ofnæmi eða sjúkdómum. Upplýsingarnar eru sendar stofnuninni og viðkomanda sendur um hæl vandlega samansettur matseðill fyr- ir næstu mánuði. Starfsmenn stofnunar- innar vita að stöðugt eftirlit er besta hjálpin og því er börnin látin vigta sig dag hvern og senda stofnuninni niður- stöðurnar reglulega. Hálfs árs ráðgjöf kostar 245 vestur-þýsk mörk (ca. 5.000 krónur íslenskar), eða 1,36 mark á dag (rúmlega 20 krónur). Eftirspurn eftir þessari þjónustu er mikil og hún hefur borið ríkan árangur að sögn starfsmanna stofnunarinnar. Antje Heitmann fyrr og nú. Hin mann- hæðar háa mynd vinstra megin sýnir hvernig hún leit út áður, en til hægri sést hvernig hún er í dag, 20 kg síðar. Ein þeirra sem leitaði aðstoðar stofnun- arinnar heitir Antje Heitmann og er 14 ára. í maí 1986, áðuren hún fór í megr- un, vóghún 86 kgog var 1,65 m áhæð. í dag er hún 3 cm hærri, en 20 kg létt- ari. Hin 67 kg þunga Antje segist vera ný og betri manneskja. Þess má geta í lokin að í Ameríku, þar sem fjöldi barna á við offituvanda að stríða, eru reknar sérstakar megruna- rbúðir fyrir börn og unglinga. I stærstu og þekktastu búðum, sem er í Massa- chusetts, greiða foreldrarnir litlar 12.000 krónur íslenskar fyrir hvert kíló, sem börnin missa í búðunum! Þennan síðdegiskjól hannaði Karl Lagerfeld fyrir Chanel, en hann er úr svörtu silki, sem nýtur nú geysilegra vinsælda. Hatturinn er líklegast með þeim hólkmestu i ár, en flestir eru þeir mjög barðastórir. Páfinn til Kanada? J óhannes Páll páfi II tók á móti Brian Mulroney, forsætis- ráðherra Kanada, í Vatíkan- inu, á mánudag og sagði þá að hann myndi heimsækja Kanada við fyrsta tækifæri, því hann hefði lofað kanadísk- um índíánum fundi er hann kom til landsins árið 1984. Vegna slæms veðurs hefði ekki orðið af fundinum, en hann væri ákveðinn í því að efna loforð sitt. Talsmenn Páfa- garðs sögðu að til greina kæmi að páfinn færi til Kanada eftir heimsókn til Bandaríkjanna í september á þessu ári. COSPER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.