Morgunblaðið - 06.02.1987, Síða 2

Morgunblaðið - 06.02.1987, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 Hylltur að leik loknum RÚSSNESKI píanósnillingurmn Dmitri Alexeev lék einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands á hljómleikum í Háskólabíói í gær- kvöldi. Þessa mynd tók Einar Falur, er Alexeev var hylltur af áheyrendum að leik loknum. Á laugardaginn leikur hann á tón- leikum á vegum Tónlistarfélagsins. Sjá frétt á bls. 5. Hraðfrystihús Stokkseyrar: Greiðslustöðvun vegna 50 milljón króna lausaskulda Heildarskuldir fyrirtækisins losa 200 milljónir en fyrirtækið á verulegar eiguir umfram skuldir Selfossi. HRAÐFRYSTIHÚSIÐ á Stokkseyri fékk samþykkta þriggja mánaða greiðslustöðvun síðastliðinn mánudag. Aðalástæðan er erfið lausafjár- staða fyrirtækisins. Lausaskuldir nema um 50 milljónum en heildar- skuldir losa 200 milljónir, samkvæmt upplýsingum innan fyrirtækisins. Mat eigna þess, báta og eigna í landi, er um 300 milJjónir. Hjá Hraðftystihúsinu eru milli 80 vanda sé tvíþætt. í fyrsta lagi upp- og 90 manns á launaskrá í landi og 30 sjómenn. í eðlilegri vinnuviku nema launagreiðslur á vertíðatíman- um 1,5 - 1,8 milljónum og er þá ekki inni í þeirri upphæð uppgjör við sjó- menn umfram kauptryggingu. Hraðfrystihúsið á 5 báta sem allir eru í rekstri. Vátryggingarupphæð þeirra er 130 milljonir og söluverð- mæti með kvóta ekki undir 200 milljónum. Fasteignir fyrirtækisins á Stokkseyri eru metnar á 180—190 milljónir. Meðal lausaskulda fyrir- tækisins eru launatengd gjöld síðan í september en fyrirtækið skuldar ekki bein laun nema um 200 þúsund til sjómanna en sú upphæð verður greidd strax. Fyrirtækið á endurkröfu á atvinnuleysistryggingasjóð, sam- kvæmt janúarsamningunum, á launum í ftystihúsinu, þegar hráefni vantaði, allt aftur til september. Lausaskuldakröfumar eru margar og eru um 15 þeirra stórar „Við óttumst ekki gjaldþrot," sagði Ólafur Óskarsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins. „Það er að fara í hönd besti timi ársins, vertíðin, og svo er humarinn í vor. Við erum með lausn f höndunum á okkar málum og loforð um fyrirgreiðslu frá Byggða- stofnun. Sfigja má að ástæðan fyrir þessum byggingin á frystiþúsinu eftir brunann upp úr 1980. Á þessum tíma var verðbólga mikil og dollari á upp- leið. í öðru lagi var kippt út 2000 tonnum af hráefni þegar togarinn Bjami Heijólfsson var seldur en það er einmitt það sem okkur vantar á haustin þegar lítill afli berst að. Einn- ig vom gerðar miklar endurbætur á bátunum 1985 og þeim haldið áfram á síðasta ári. Kostnaður við það var allur tekinn út úr rekstri Reksturinn hér hefur verið þannig að það koma inn miklar tekjur á ver- tíðinni sem fara í að borga skuldir frá fyrra ári og þessum bolta verður ekki velt endalaust. Við þurfum að endurskipuleggja reksturinn þannig að hann skili okkur tekjum allt árið. Við ætlum að vinna hratt og vel að þessu og ljúka því á þeim þremur mánuðum sem við höfum. Fólk hér er auðvitað óttaslegið. Það á a.llt sitt undir því að þetta gangi. Ég held að við fáum þá sam- stöðu fólksins sem við þurfum til að gera þá hagræðingu sem þarf til að laga reksturinn og ég trúi því að það náist að gera þetta að góðu fyrirtæki aftur,“ sagði Olafur Óskarsson fram- kvæmdasijóri Hraðfiystihússins. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá hluthafafundi Arnarflugs í gær- kvöldi. Á innfelldu myndinni eru (fv.) Kristinn Sigtryggsson framkvæmda- stjóri Arnarflugs, Hörður Einarsson stjórnarformaður og Axel Gíslason, sem var fundarstjóri. Hlutafé Arnarflugs aukið um 130 m. kr. Ráðherra heimilar stofnun dótturfyrirtækis um innanlandsflugið HLUTHAFAR í Amarflugi samþykktu í gærkvöldi tillögu stjómar félagsins um að auka hlutafé þess um 130 milljónir á þessu ári og því næsta. Samkvæmt áætlun um rekstur Arnarflugs er gert ráð fyrir 10 millj. kr. hagnaði á þessu ári og 35 millj. árið 1988. Láta mun nærri að tap Arnarflugs í fyrra hafi numið um 125 millj. króna, að sögn Harðar Einarssonar, formanns stjómar félagsins. Hörður sagði á hluthafafundin- um að til þess að bjarga félaginu út úr erfíðleikum þess þyrfti að koma til talsvert meira fé en gert var ráð fyrir er nýir hluthaf ar gengu inn í félagið í fyrra. Auka þyrfti hlutafé um 105 milljónir á þessu ári og 25 milljónir árið 1988. Hefðu nú þegar verið gefin fyrirheit um 60-70 milljónir af þeim 105, sem þyrftu að koma til á þessu ári. Hörður sagði ennfremur að sam- gönguráðherra hefði með bréfí frá 29. janúar fallizt á ósk Amarflugs um að fá að stofna sérstakt fyrir- tæki um innanlandsflug félagsins. Undirbúningur að stofnun dóttur- fyrirtækisins væri í fullum gangi og gert væri ráð fyrir að rekstur þess hæfist í byijun marz. Væri gert ráð fyrir að rekstur þess bæri sig en halli hefur verið á innan- landsflugi Amarflugs. Velta Amarflugs í fyrra var rúm- ar 400 milljónir en ætlað er er ráð fyrir að hún verði um 500 milljónir í ár. Gert er ráð fyrir aukningu í farþega- og vöruflutningum á ár- inu. Áætlunarferðum verður flölg- að, flogið verður sex daga vikunnar frá 1. apríl og 1. september nk. mun Amarflug he§a áætlunarflug til Evrópu alla daga vikunnar. Iraninn var sendur frá Bandaríkjunum ÍRANINN, sem dvalið hefur hér á landi síðan i desember, var send- ur aftur til Tyrklands þegar hann fór til Bandaríkjanna sl. haust. Yfirvöld hér á landi taka ákvörð- un i máli hans í dag. Eins og komið hefur fram í fréttum vill íraninn helst komast til Banda- ríkjanna, þar sem hann á ættingja. Honum var hins vegar vísað frá Bandaríkjunum sl. haust, þegar hann millilenti í Miami á Florida á leið til Mexíkó. Að sögn Þorsteins Geirsson- ar, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðu- neytinu, var maðurinn þá á leið frá Tyrklandi og hafði vegabréfsáritun til Mexíkó. Hann hafði hins vegar ekki „transit-visa“, sem heimilar millilendingu í Bandaríkjunum, svo honum var snúið aftur til Tyrklands. í desember kom hann hingað til lands og hitti bróður sinn hér, en sá er búsettur i Bandaríkjunum. Hefur maðurinn sagst óttast mjög að eí hann verði sendur til Tyrklands muni þarlend yfírvöld senda hann aftur til íraninn hefur sótt um pólitískt hæli hér, en verið synjað á þeirri for- sendu að flóttamenn geti aðeins óskað hælis í þvf landi sem þeir koma fyrst til. Er það samkvæmt alþjóðleg- um samningi um flóttamenn. Þor- steinn Geirsson sagði að lfklega yrði tekin ákvörðun í máli íranans f dag, en brottvísun hans frá Bandaríkjun- um hefði engin áhrif á meðferð málsins hér. Féll úr stiga og beið bana MAÐUR fannst látinn í húsa- garði við Ránargötu um kl. 3 aðfaranótt gærdagsins. Kunn- ingi hans var handtekinn vegna málsins, en honum var sleppt að loknura yfirheyrslum í gær, enda þá talið fullvíst að um slys hafi verið að ræða. Málavextir voru þeir að þrír menn voru gestkomandi í húsi við Ránargötu. Tveimur þeirra var vísað á dyr og fóru þeir út með góðu. Húsráðandi og þriðji gestur fylgdu þeim út fyrir dyr, en lokuð- ust þá úti. Mun húsráðandinn hafa farið upp stiga við bakhlið hússins og inn um opinn glugga á íbúð sinni. Gestur hans fylgdi á eftir, en húsráðandinn heyrði skjmdilega óp. Þegar hann gætti að sá hann að gestur hans hafði fallið niður og lá í húsagarðinum. Reyndist hann látinn. Ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu. Keflavík: Handjámaði sig við stúlku Þurftu aðstoð lögreglu til að losna Keflavik. LÖGREGLUMENN verða oft að leysa úr ótrúlegustu málum í starfi sinu og kalla ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Um fimm leytið aðfaranótt síðastlið- ins laugardags hringdi ungur maður á lögreglustöðina i Kelfavík og bað um aðstoð lög- reglu í ákveðið hús þar í bæ. Þegar lögreglumenn komu á vettvang, kom í ljós að ungi maður- inn var handjámaður við stúlku, sem með honum var og gat hann með engu móti losað jámin aftur hvemig sem hann reyndi. Lögregl- an var fljót að leysa vanda þeirra skötuhjúa og tók síðan handjámin í sína vörslu til frekara öryggis. Maðurinn mun litlar skýringar hafa gefið á tiltækinu aðrar en þær að handjámin hafi hann fengið hjá kunningja sínum. B.B. Yfirvofandi verkfall vélstjóra í frystihúsum á Suðumesjum: Míssa 800 manns vinn- una fyrirvaralaust? Keflavík. „Vinnuveitendur hafa gefið í skyn að allt starfsfólk í frystihús- um á Suðumesjum verði látið hætta vinnu án fyrirvara, verði af verkfalli vélstjóra," sagði Sig- urbjöm Bjömsson, hjá Verka- lýðs- og sjómannafélagi Keflavikur í samtali við Morgun- blaðið I gærkveiai. Vélstjórafélag Suðurnesja hefur boðað verkfall vélstjóra í frystihús- um frá og með miðnætti aðfaranótt sunnudags, takist ekki samningar fyrir þann tíma. Sigurbjöm sagði að ef til þessa kæmi myndu um 300 manns missa vinnuna í Keflavík og Njarðvík og á Suðumesjum samtals um 800 manns, en sú tala væri frá vinnuveitendum sjálfum komin. „Þetta er hörmuleg staða, fólk er búið að vinna í viku eftir að hafa setið heima í sjómannaverkfallinu, þegar það er sent heim aftur," sagði Sigurbjöm. Jón Ólsen, formaður vélstjórafé- lags Suðumesja, sagði að þessi vinnudeila snerti eingöngu vélsijóra í frystihúsum. Þeir væm nú 13, stöðugildi væru fyrir 23, en menn hefðu gefist upp vegna lélegra launa. „Við sátum á fundi með vinnuveitendum á þriðjudaginn og þá skeði ekki neitt. Við erum búnir að bíða í þijá mánuði án árangurs og ég tel að betur hefði mátt, nota þann tíma,“ sagði Jón Ólsen enn- fremur. Deiluaðilar áttu að hittast hjá ríkissáttasemjara kl. 9.30 í dag. BB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.