Morgunblaðið - 06.02.1987, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 06.02.1987, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 5 Mæling á ung- síld mistókst Síldarrannsóknir Hafrann- sóknastofnunar voru ekki nægi- lega árangursríkar að þessu sinni til að byggja á þeim tillögu um veiðar á næstu vertíð. Erfiðar aðstæður komu í veg fyrir full- nægjandi mælingu á stofni yngri síldar, en vel gekk að mæla eldri sUdina. Ólafur Halldórsson, fiskifræðing- ur og leiðangursstjóri á rannsóknar- skipinu Áma Friðrikssyni, sagði í samtali við Morgunblaðið, að að- stæður til mælinga á yngri síldinni hefðu verið mjög erfiðar nema á Reyðarfirði. Sfldin hefði að mestu legið uppi í fjöru og mæling því ekki náðst. Ennfremur hefði fundizt minna af yngri sfldinni en vonazt hefði verið til, en fréttir frá loðnu- bát, sem hefði orðið var mikillar sfldar í Breiðamerkurdýpi, væru til mikilla bóta. Vegna þessa væri ekki hægt að nota niðurstöður leiðang- ursins til úttektar á stofnstærðinni og tillögu um afla á næstu vertíð. Þess í stað yrði miðað við úttekt síðasta árs og aldursskiptingu í afla síðustu vertíðar. Dmitri Alexeev á tónleikum hjá Tónlistarfélaginu FYRSTU tónleikarnir á síðari hluta starfsvetrar Tónlistarfé- lagsins í Reykjavík verða haldnir laugardaginn 7. febrúar kl. 14.30 I Austurbæjarbíói. Þar kemur fram rússneski píanóleikarinn Dmitri Alexeev. Sinfóníuhljómsveit íslands hefur .fallist á að lána Steinway flygil sinn úr Háskólabíói til þessara tónleika en á efnisskránni eru verk eftir Chopin, Liszt og Skriabin. Tónleikar þessir eru hinir fyrstu af sex tónleikum sem haldnir verða á vegum Tónlistarfélagsins fram á vor. Þrennir tónleikar verða haldnir í mars; Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson munu flytja Vetrarferðina eftir Schubert. Gríski píanóleikarinn sem vakti mikla at- hygli hér í fyrra, mun flytja tónlist eftir Bach, Beethoven, Liszt og Schumann og Joachim strengja- kvartettinn kemur fyrir tilstilli Goethe-Institut. í apríl koma þeir William Parker bariton og Dalton Baldwin píanó- leikari og munu m.a. flytja Die Schöne Miillerin eftir Schubert, og í maí koma júgóslavensku lista- mennimir Valter Despalj sellóleik- ari og Arbo Valdma, píanóleikari. Frjálst verð á loðnu og hrognum Á FUNDI Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í gær varð samkomulag um að gefa fijálsa verðlagningu á loðnu og loðnuhrognum til frystingar til útflutnings og loðnu til beitu, beitufrystingar og skepnufóðurs frá og með 4. febrúar til og með 4. mars 1987. Ennfremur hefur Verðlagsráð samþykkt að gefa fijálsa verðlagn- ingu á grásleppuhrognum á hrogn- kelsavertíð 1987. Þrír guðfræðingar vígðir til prestsstarfa BISKUP íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, vígir þijá guð- fræðikandidata til prestsþjón- ustu nk. sunnudag. Vígslan fer fram við guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni kl. 11.00. Kandidatamir era: Amfríður Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Stef- Nýr pró- fastur í Austfjarða- prófasts- dæmi SÉRA Þorleifur K. Kristmunds- son, sóknarprestur á Kolfreyju- stað, hefur verið skipaður í embætti prófasts í Austfjarða- prófastsdæmi frá siðustu áramótum. Séra Þorleifur tók við prófast- sembættinu úr höndum séra Krist- ins Hóseassonar, sem þjónað hefur í Heydölum, en hann lét af störfum prófasts um sl. áramót sökum ald- urs. Þá hafði hann gegnt starfi prófasts í liðlega tvö ár. ánsson og Karl Valgarður Matthías- son. Arnfríður er 26 ára Siglfirðing- ur, sem hefur verið ráðin aðstoðarprestur í Garðasókn í Kjal- amesprestakalli. Hún lauk guð- fræðiprófi frá Háskóla íslands haustið 1986. Maki hennar er Gunnar R. Matthíasson cand. theol. Gunnlaugur er 34 ára Hafnfirðing- ur, sem skipaður hefur verið sóknarprestur í Heydalaprestakalli í Ausfjarðaprófastsdæmi. Hann lauk guðfræðiprófi 1982 en hefur síðan verið starfsmaður Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. Kona hans er Sjöfn Jóhannesdóttir, sem ljúka mun guðfræðiprófi í vor. Karl Val- garður er 34 ára Snæfellingur, sem settur hefur verið sóknarprestur í Staðarprestakalli í Súgandafirði. Hann lauk kandidatsprófi í guð- fræði frá Háskóla Islands nú í janúarlok 1987. Kona hans er Ses- selja Björk Guðmundsdóttir, sem lýkur fóstranámi í vor. Vígsluvottar verða séra Bragi Friðriksson prófastur, séra Kristinn Hóseasson fyrram prófastur í Heydölum, séra Jón Ragnarsson í Bolungarvík og séra Þorleifur Kristmundsson prófastur, sem lýsir vígslu. Séra Hjalti Guðmundsson dómkirkjuprestur annast altaris- þjónustu ásamt biskupi. fiOUDA tilbor kr. kg 30ia&- e,ai! ostaréttum- a I Ær im I BÍ O S T U R E R LJUFMETI ’ S/MJÖRSp

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.