Morgunblaðið - 06.02.1987, Page 25

Morgunblaðið - 06.02.1987, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 25 Afganistan: Sovéskar her- sveitir ráðast á skæruliðastöðvar Islamabad, Pakistan. AP. VOPNAHLÉ það, sem kom- múnistastjórnin í Afganistan lýsti einhliða yfir í síðasta mánuði, fór endanlega út um þúfur í gær, þegar sovéskar hersveitir hófu umfangs- miklar árásir á stöðvar skæruliða. Sovéskar herþotur gerðu miklar loftárásir á skæruliða- stöðvarnar og var fylgt eftir af þyrlum, sem búnar voru eld- flaugum, og fjölmennum sovésk- um og afgönskum hersveitum. Kom til harðra bardaga um- hverfis Zhawar í Paktia-héraði, um 20 km frá pakistönsku landa- mærunum. Heimildarmenn í hópi skæru- liða sögðu, að sovéskar hersveitir hefðu enn fremur gert árásir á stöðvar í Gagi í Paktia, og mik- ill liðssafnaður væri á vegum Sovéthersins í Ningrahar-héraði. ERLENT Reuter Mikhail Gorbachev heilsar Henry Kissinger við upphaf viðræðna þeirra í Moskvu. Vestur-Berlín: Slapp vest- ur fyrir í kúlnaregui Vestur-Berlín, AP, Reuter. NÍTJÁN ára gamall Austur- Þjóðveiji slapp yfir Berlínar- múrinn í gær þrátt fyrir kúlnaregn frá austur-þýskum landamæravörðum. Talsmaður vestur-þýsku lögregl- unnar sagði, að maðurinn hefði komist ósár vestur yfir. Hemámsyf- irvöld Bandaríkjamanna, Breta og Frakka hafa fordæmt skothríðina. í nóvembermánuði síðastliðnum var Austur-Þjóðveiji skotinn til bana er hann var að klifra yfir múrinn. Átta manns hafa sloppið lifandi yfir múrinn það sem af er þessu ári. Gorbachev á fundi með Henry Kissinger: Ákveðin bandarísk öfl sá fræ- kornum haturs og sundrungar Moskvu. Reuter. ^ ^1 ^ Moskvu, Reuter. MIKHAIL S. Gorbachev, leið- togi Sovétríkjanna, átti á Keuter 30 ár á verðbréfamarkaði Mjallhvít og dvergarnir sjö eru hér komin í verðbréfahöllina í New York. Tilefnið var að hlutabréf í Walt Disney fyrirtækinu hafa nú gengið kaupum og sölum i höllinni í þrjátíu ár. miðvikudag fund með Henry Kissinger, fyrrum utanrikis- ráðherra Bandaríkjanna, og öðrum fyrrverandi embættis- mönnum bandarískum. Gorbachen sagði ákveðin öfl í Bandaríkjunum auðsýna Sovétríkjunum fjandskap og bera hatursfullan hug til þeirra. Sovéska ríkissjónvarpið sagði viðræður þeirra hafa verið „op- inskáar" en það orðalag er viðhaft í Sovétríkjunum þegar andstæð sjónarmið eru sett fram við tæki- færi sem þetta. Með Gorbachev á fundinum voru þeir Aiexander Yakolev og Anatoly Dobrynin. Gorbachev kvað það ekki brýnna fyrir Sov- étríkin en Bandaríkjamenn að samskipti risaveldanna bötnuðu. „Stefna sem byggir á styrkleika og miðast við að tryggja yfírráð er fyrirfram dæmd og spillir stór- lega fyrir alþjóða samskiptum," sagði hann. „Því verður ekki and- mælt að í Bandaríkjunum eru ákveðin öfl sem hagnast á fjand- skap í garð Sovétríkjanna og nota hina gríðarlega öflugu Qölmiðla til að sá frækomum haturs í garð þeirra," hafði sjónvarpið eftir Gorbachev. Gorbachev kvað enn mögulegt að ná samkomulagi um afvopnun og ekki bæri að varpa fyrir róða því sem áunnist hefði. Sovétmenn hafa gagnrýnt þá ákvörðun Reag- ans Bandaríkjaforseta að fara fram úr ákvæðum Salt II sam- komulagsins um takmörkun vígbúnaðar auk þess sem þeir telja geimvamaráætlun forsetans vera brot á samningi frá árinu 1972 um takmörkun gagneldflauga- kerfa. Sovéska sjónvarpið sagði Gorbachev hafa tjáð gestum sínum að stjómvöld stefndu að „auknu lýðræði og auknum sósíal- isma“ innanlands. Þetta yrði ekki gert með því að hafna hinu sós- íalíska kerfi heldur þvert á móti með því að nýta sér möguleika þess til fulls. Bandarískar herstöðvar á Grænlandi: Stj ómarandstaðan fylgjandi eftirliti Kaupmannahöfn. Frá Nils JSrgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðgina. GRÆNLENSKI stjórnarandstöðuflokkurinn Atassut er fylgjandi til- lögu grænlenskra vinstrimanna um, að komið verði á laggimar dansk-grænlenskri nefnd, sem fái það hlutverk að hafa eftirlit með bandarisku herstöðvunum i Grænlandi. Tillögugerðin á rætur að rekja til mikilla deilna undanfarið um endurbyggingu ratsjárstöðvar- innar í Thule. Varaformaður Atassut, Jan Streit Christophersen læknir, segir í viðtalið við danska blaðið Inform- ation, að hann geti vel hugað sér að styðja skipan eftirlitsnefndar, sem Þjóðþingið og grænlenska landsstjómin tilnefni í sameiningu. Hann segir í viðtalinu, að slík nefnd- arskipun mundi í eitt skipti fyrir öll kveða niður alla tortryggni út í N ato-samstarfið. Stórkostleg Opið til kl. 19 í dag og kl. 9—14 laugardag bokautsaia Islenskar og erlendar bækur 15—80% Bókamarkaður afsláttur Máls og menningar Laugavegi 18, sími 24240.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.