Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 Námsmaður dæmd- ur í sjö ára fangelsi Peking, Reuter. NÁMSMAÐUR við Háskólann í Sichuan hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi, að því er skýrt var frá í Kina í gær. Maðurinn var fundinn sekur um gagnbylt- ingarstarfsemi fyrir ræðu er Saudar vilja halda olíu verði stöðugu New York Times, Reuter. BANDARÍSKA blaðið New York Times sagði í gær að leiðtogar Saudi Arabíu vildu að olíuverð héldist í 18 doll- urum um ókomna framtið. „Þegar Saudar tala um að halda verðinu í 18 dollurum þá eiga þeir við að það sé viðun- andi,“ hafði blaðið eftir Mohammed Ali Abal-Khail, ijármálaráðherra Saudi Arabíu, í kjölfar heimsóknar James Baker, §ármálaráðherra Bandarílq'anna, til Riyadh. Embættismenn í Saudi Arabíu sögðu blaðinu að skilja mætti ummæli ráðherrans þann veg að engin ástæða væri til verðbreytinga í að minnsta kosti eitt ár. Bandaríkjamenn hafa verið þeirrar skoðunar að framboð og eftirspum eigi að ráða olíu- verði, en eru sáttir við það verð, sem nú er á olíu, að sögn New York Times. Sovétríkin: hann flutti í áheyrn skólafélaga sinna og kennara. Liu De lauk nýlega prófi frá há- skólanum í Sichuan og er 29 ára gamall. í frétt af handtöku hans og fangelsun sagði að hann hefði látið i ljós þá von að alþýða manna risi upp þannig að nýr flokkur kæm- ist til valda í stað kommúnista- fiokksins. í fréttinni var þess getið að Liu hefði froðufellt er hann sagði: „Ef kommúnistaflokkurinn drepur mig ekki, eru dagar hans taldir." Þá var birt bréf sem Liu var sagður hafa skrifað í fangelsi þar sem hann játaði afglöp sín og kvaðst iðrast orða sinna og athafna. í síðasta mánuði voru þrír fræði- menn reknir úr flokknum fyrir að hafa gangrýnt kínverska ráðamenn í ræðu og riti. Hu Yaobang, aðalrit- ari kommúnistaflokksins, neyddist til að láta af embætti 16. janúar eftir að þúsundir kínverskra náms- manna höfðu farið í mótmæla- göngur og hvatt til aukins lýðræðis. Hátíð ísnjónum Nú er hafin sjö daga „Hátíð í snjónum“ í Sapporo í Norður-Japan. Þar verða til sýnis 306 risavaxn- ar styttur úr siýó og er búist við að tvær milljónir ferðamanna komi til að virða þær fyrir sér. Á myndinni gefur að líta feiknlegan snjókarl í líki Búdda. Öldungadeildin snuprar Reagan Ban daríki aforseta Wnshíncrtnn Rpufpr. Washington, Reuter. RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, beið sinn fyrsta ósigur á þingi er öldungadeildin samþykkti svonefnt „vatnsfrumvarp". Forsetinn beitti neitunarvaldi gegn fraumvarpinu eftir að fulltrúadeildin hafði samþykkt það. Forsetinn lagðist gegn frum- Frumvarpið gerir ráð fyrir 20 millj- varpinu þar sem hann taldi það arða dollara framlagi til smíði yrði til að auka á halla ríkissjóðs. vatns- og skolphreinsistöðva. Tilraunir með kjarna- vopn hefjast að nýju Talið er að þetta mál sé fyrirboði þess sem vænta megi í samskiptum forsetans og þingsins. Flokksmenn forsetans, repúblikanar, eru í minni- hlute í báðum deildum. Öldungadeildin samþykkti frum- varpið með 86 atkvæðum gegn 14. Á þriðjudag samþykkti fulltrúa- deildin það með 401 atkvæði gegn 26. Er það nú orðið a lögum þar sem það meira en tveir þriðju þing- manna í hvorri deild greiddu því atkvæði. Reagan hefur beitt neitunarvaldi gegn 60 frumvörpum frá því hann tók við embætti 1981. Þingið hefur hins vegar samþykkt sjö þessara frumvarpa. „Forsetinn er óhress," sagði Dale Petroskey, talsmaður Hvíta húss- ins, þegar úrslit atkvæðagreiðsl- unnar lágu fyrir. „Frumvarpið sprengir fjárlögin. Forsetinn er þeirrar skoðunar að þingið eigi að sýna ábyrgðartilfinningu þegar flármál ríkisins eru annars vegar," sagði Petroskey. Hann sagði að forsetinn hefði átt von á þessari niðurstöðu þar sem frumvarpið um vatnshreinsunina ætti miklu fylgi að fagna þar sem um væri að ræða hagsmuni, sem snertu öll ríki Bandaríkjanna. Jim Wright, forseti fulltrúadeild- arinnar sagði Reagan hafa skirrzt við tilmælum leiðtoga beggja þing- flokka um að staðfesta frumvarpið með undirritun sinni. Með þessu hefði forsetinn kosið að skaprauna þinginu að óþörfu. Kanada: Ríkið selur einka- aðilum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki KANADÍSK stjómvöld hyggjast Moskvu, Reuter. SOVÉTSTJÓRNIN staðfesti í gær að tilraunir með kjamorku- vopn myndu hefjast að nýju eftir átján mánaða hlé. Sagði í tilkynn- ingu stjóravalda að tilraunir væru á allan hátt réttlætanlegar í því skyni að þróa nýjar tegund- ir vopna. Þá fordæmdu sovéskir embættismenn tilraunaspreng- ingu Bandaríkjamanna i Nevada-eyðimörkinn síðastiiðinn þriðjudag. Vladimir Petrovsky, aðstoðarut- anríkisráðherra Sovétrílqanna, sagði að með sprengingunni hefði stjóm Ronalds Reagan Bandaríkja- forseta hundsað viðleitni Sovét- manna til að draga úr vígbúnaðar- kapphlaupinu. Sagði hann núverandi stöðu mála ógna öryggi Sovétríkjanna og bandamanna þeirra og lýsti því yfir að einhliða bann Sovétstjómarinnar við tilraun- um með lq'amorkuvopn hefði verið aftiumið. Hann vildi á hinn bóginn ekki segja til um hvenær tilraunir myndu heijast að nýju. Aðspurður Reuter Vladimir Petrovsky, aðstoðarut- anríkisráðherra Sovétrikjanna, á fréttamannafundi í Moskvu i gær. vildi hann ekki láta uppi hvort Sov- étmenn hygðust hefja tilraunir með geimvopn. Yevgeny Primakov, forstöðu- maður Alþjóðastofnunar sovésku Vísindaakademíunnar, sagði sovésk stjómvöld ekki hafa í hyggju að þróa vopnabúnað svipaðan þeim sem gert er ráð fyrir í geimvamar- áætlun Bandaríkjastjómar. Hann fagnaði samþykkt demókrata á Bandaríkjaþingi í gær þar sem hvatt var til þess að tilraunaspreng- ingum yrði hætt. Fleiri embættis- menn tóku í svipaðan streng. Yuri Nazarkine, sendiherra Sov- étríkjanna í Genf, ávarpaði í gær fulltrúa þeirra 40 þjóða sem sitja afvopnunarráðstefnu er hófst þar á þriðjudag. Sagði hann Sovétstjóm- ina enn vera reiðubúna til að banna kjamorkutilraunir ef Bandaríkja- menn gerðu slíkt hið sama. Hann kvað Bandaríkjamenn halda áfram tilraunum í þeirri von að þeim tæk- ist að þróa öflugri vopn en Sovét- menn ráða yfir. Sovétmenn settu einhliða bann við tilraunum 6. ágúst 1985 en þá voru 40 ár liðin frá því Bandaríkja- menn vörpuðu kjamorkusprengju á Híróshima. selja emkaaðilum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Fishery Products Interaational á Ný- fundnalandi, stóra fyrirtækja- samsteypu, sem sett var á laggiraar fyrir fjórum árum eft- ir gjaldþrot átta fyrirtækja í sjávarútvegi og fiskiðnaði. Áætlað er, að sölu hlutabréfanna verði lokið um mitt þetta ár, en haldið verður eftir 15%, sem koma eiga í hlut starfsmanna og til að standa straum af fjármagnskostn- aði stjómvalda og landsbankans á Nova Scotia. Engum verður leyft að eiga meira en 15% hlut í fyrir- tækinu. Kanadíska ríkið á 63% hlutabréf- anna í FPI og afgangurinn skiptist á milli ríkissjóðs Nýfundnalands (26%) og landsbankans á Nova Scotia (11%). Fyrirtækið hefur 8.600 manns í vinnu og rekur 17 fiskiðjuver og 66 togara. Eignaráðilamir þrír hafa lagt næstum 300 milljónir Kanadadoll- ara í rekstur FPI, bæði í reiðufé og skuldaafskriftum, frá því að endurskipulagningin átti sér stað. Síðasta laugardag kom fyrsti vinníngurínn, kr. 2.417.087,- í hlut fjölskyldu í Reykjavík, sem hafði leíkíð með frá upphafí og alltaf notað sömu tölurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.