Morgunblaðið - 06.02.1987, Síða 28

Morgunblaðið - 06.02.1987, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 Útgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjaid 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö Framboðslisti Sjálfstæðismanna í Reykjavík Tillögur Áfengismálanefndar ríkisstjómarinnar: Takmarka ber aðgai áfengi til að draga úr Fulltrúaráð Sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík hefur gengið endanlega frá framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í höfuðborginni vegna alþingiskosninganna í vor. Niðurstaðan varð sú, að listinn var samþykktur með samhljóða atkvæðum á fjölmennum fundi, þar sem mikil eindrægni ríkti meðal fundarmanna um að gera hlut flokksins sem mestan í komandi kosningum. Sú samstaða sem einkenndi fund fulltrúaráðsins á eftir að verða Sjálfstæðisflokkn- um mikill styrkur í kosn- ingabaráttunni. Það eitt að ganga sameinaður til leiks getur skipt sköpum. Þessi afgreiðsla sjálf- stæðismanna í Reykjavík á framboðslista þeirra vekur athygli í ljósi þeirra um- ræðna, sem urðu í kjölfar prófkjörsins í höfuðborginni og úrslita þess. Þá höfðu margir sjálfstæðismenn áhyggjur af því, hver vegur flokks þeirra yrði í þing- kosningum undir forystu Alberts Guðmundssonar, iðnaðarráðherra, sem hlaut efsta sæti í prófkjörinu. Töluverðar umræður urðu innan flokksins um það, að samkomulag þyrfti að nást um einhverja breytingu á listanum frá niðurstöðum prófkjörs. Afgreiðsla full- trúaráðsins sýnir hins vegar að samstaða hefur náðst meðal sjálfstæðismanna og forystusveitar þeirra um að snúa bökum saman til stuðnings framboðslista sem skipaður væri í sam- ræmi við niðurstöður próf- kjörs. Morgunblaðið sagði í for- ystugrein um prófkjör sjálf- stæðismanna í Reykjavík hinn 21. október sl.: „I ljósi þeirrar erfiðu pólitísku stöðu, sem Albert Guð- mundsson hefur verið í undanfama mánuði, fer ekkert á milli mála, að hann vinnur umtalsverðan vam- arsigur með því að ná kosningu í efsta sæti list- ans. Hitt er jafnljóst, að það atkvæðamagn, sem hann fær í heild, er pólitískt áfall fyrir hann. Það mun óhjá- kvæmilega valda honum erfiðleikum við að leiða Sjálfstæðisflokkinn í kosn- ingabaráttunni í Reykjavík næsta vor. Erfíð vígstaða Sjálfstæðisflokksins í höf- uðborginni af þessum sökum blasir við.“ I sömu forystugrein sagði Morgunblaðið ennfremur: „Þrátt fyrir góða málefna- stöðu í landsmálum og verulegan árangur af störf- um ríkisstjómarinnar er hætta á, að Sjálfstæðis- flokkurinn nái ekki þeirri sóknarstöðu í kosningabar- áttunni í Reykjavík, sem vænta mætti vegna póli- tískra sviptibylja, sem búast má við á tindinum eftir það, sem á undan er gengið. Al- bert Guðmundsson hefur sýnt að hann hefur mikið pólitískt þanþol. Hitt er ann- að mál, hvort það dugar Sjálfstæðisflokknum í næstu kosningum." Frá því að þetta var sagt síðari hluta októbermánaðar hefur í raun engin breyting orðið á þeirri pólitísku stöðu, sem þá var fjallað um. Það hefur að vísu komið enn betur í ljós, að stjómarflokk- amir hafa báðir sterka málefnalega stöðu í kosn- ingabaráttunni. Hitt fer ekki á milli mála, að sjálf- stæðismenn í Reykjavík ganga til kosninga undir forystu eins umdeildasta stjómmálamanns þjóðarinn- ar. Ekki er við öðm að búast en að það muni að einhveiju leyti setja svip sinn á kosn- ingabaráttuna. Þessa ákvörðun hefur fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna tekið að vandlega hugsuðu máli. Með því hefur það að sjálf- sögðu tekið á sig þá ábyrgð, sem þeirri ákvörðun er sam- fara. „ÖLL rök hníga í þá átt að tak- marka beri enn frekar aðgengi að áfengi eins og Alþjóðaheil- brigðisstofnunin reyndar leggur til og er þvi frjáls sala undir engum kringumstœðum ráðleg,“ sagði Páll Sigurðsson, ráðuneyt- isstjóri í heilbrigðisráðuneytinu á blaðamannafundi er haldinn var til að kynna tillögur nefndar- innar. Páll er formaður Áfengis- málanefndar rikisstjórnarinnar, sem undanfarin þrjú og hálft ár hefur unnið við að gera tiUögur svo hægt sé að marka opinbera stefnu í áfengismálum og finna aðferðir til að draga úr heildar- neyslu. I nefndinni áttu sæti 17 manns. Þingflokkamir tilnefndu einn fuli- trúa hver, heilbrigðis-, mennta- mála-, dómsmála-, flármála- og forsætisráðuneyti tilnefndu hver sinn fulltrúa og einnig Landlækni- sembættið, Áfengisvamaráð, Meðferðastofnanir ríkisins og SÁÁ. Þær tillögur sem nefndin leggur nú fram eru í þrennu lagi. í fyrsta lagi tillögur um markmið laga, til- búning og dreifingu áfengis. í öðru lagi um áfengisvamir og í þriðja lagi um meðferð og þjónustu við misnotendur og aðstandendur þeirra. Nefndin telur nauðsynlegt að fella undir ein lög öll ákvæði er varða innflutning, sölu og meðferð áfengis. Eigi að vera hægt að draga úr neyslu áfengra drykkja sé nauð- synlegt að viðhalda einkasölu ríkisins m.a. vegna stjómunar og eftirlits. Ekki kemur til greina að bæta nýjum gerðum af áfengi á markaðinn þar sem nefndinni var falið að gera tillögur í samræmi við stefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar um að minnka áfengis- neyslu um fjórðung. Einkaréttur ríkisins skal áfram gilda um sölu ölgerðarefna. Stefnt verði að því að leggja niður umboðsmannakerfið og einkasölu ríkisins falið að versla beint og umboðslaun renni til áfengisvamastarfa. Endurskoða þarf þær reglur er giida um toll- fijálsan innflutning á áfengi hjá farmönnum, flugliðum og ferða- mönnum. Nefndin leggur til að banni við bmggi verði viðhaldið, framleiðsla sterks öls til útflutnings verði háð ströngu eftirliti og þess gætt vandlega að hún fari ekki á innlendan markað og þar sem inn- flutningur og dreifing yrði í höndum ÁTVR er eðlilegt að blöndun sé það einnig. Beita þarf verðstýringu á áfengi þannig að sterku vínin verði hlut- fallslega dýr miðað við létt vín og brýnt er að stjóm ÁTVR hafí hönd í bagga með verðstýringu og að fjármálaráðuneyti ákvarði ekki án samráðs við önnur hlutaðeigandi yfirvöld verð áfengis. Lagt er til að ofan á útsöluverð áfengis verði bætt 2% er renni til heilsugæslu, fræðslu og annarra forvamastarfa. Áfengisskattur verði ennfremur settur á vínveitingahús til þess að draga úr neyslu sterks áfengis. Skatturinn verði 10% af útsöluverði MorgunblaJið/Bjarni Frá vinstri á myndinni eru: PáU Sigurðsson ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis og formaður nefndar- innar, Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra, Ingimar Sigurðsson lögfræðingur og varaformaður nefndarinnar, Hrafn Pálsson deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Sigrún Sturludóttir fyrir hönd Fram- sóknarflokks og Jóhannes Bergsveinsson yfirlæknir, tilnefndur af Meðferðastofnunum rikisins Mál bæjarfógetans í Vestmannaeyjum: Héraðsdómur dæmdi ekki á grundvelli ákæru KRISTJÁN Torfason, bæjarfóg- eti í Vestmannaeyjum var á þriðjudag sýknaður f Hæstarétti af ákæru um skjalafals. Hann var dæmdur til 80 þúsund króna sektar fyrir brot í opinberu starfi og gert að greiða málskostnað, þar með talin laun veijanda sfns, Benedikts Blöndal hrl. Kristján kvaðst f samtali við Morgun- blaðið ekki vera sáttur við meðhöndlun Hæstaréttar á 1. hluta ákæru, en hann hiyti að sæta dóminum. Ekki hefur verið tekin um það ákvörðun f dóms- málaráðuneytinu hvort Kristján snýr aftur til starfa sem bæjar- fógeti, en Jón Þorsteinsson var settur f embættið tíl loka mars- mánaðar nk. í sumar dæmdi héraðsdómur Krístján til 5 mánaða fangelsisvist- ar, þar af 3 mánuði skilorðsbundið. í dómi Hæstaréttar kom fram að þá var dæmt samkvæmt ákvæðum sem ekki var að finna í ákæru. Hæstiréttur sagði, að í ákæru væri bæjarfógetinn saksóttur fyrir brot í opinberu starfi, sem talið væri varða við 139. grein hegningarlag- anna, auk þess sem sum sakaratriða væru einnig talin varða við 158. grein, sbr. 138. grein sömu laga. Atferli ákærða væri gagngert lýst í ákæru sem broti gegn 139. grein, sbr. orðalag ákærunnar:... „ misnot- að embættis- og starfsaðstöðu sína við bæjarfógetaembættið ýmist sjálfum sér eða öðrum til ávinnings og fyrirgreiðslu og þá jafnframt með gerðum sínum hallað rétti hins opinbera...". Hæstiréttur benti á að háttsemi ákærða sé í ákæru ekki lýst sem brotum gegn 247. eða 249. grein hegningarlaganna, sem flalla um fjárdrátt, og af þeirri ástæðu komi ekki til mála að beita þeim ákvæð- um. Það hafi héraðsdómur hins vegar gert, en Hæstiréttur tók fram að málið yrði að dæma á þeim grundvelli sem lagður væri í ákær- unni. í umflöllun Hæstaréttar um 1. kafla ákærunnar kom fram, að ekki yrði á það fallist að bæjarfógetinn hafi haft heimild til þess að inna af höndum greiðslur til sjálfs sín, sem yrði að líta á sem lán úr sjóði til hans sjálfs. Taldi Hæstiréttur að með þeirri háttsemi hafi ákærði gerst brotlegur við 139. grein hegn- ingarlaganna. Hvað varðaði síðari hluta 1. kafla ákæru taldi Hæsti- réttur að ekki yrði talið að um ranga tilgreiningu hafi verið að ræða í bókhaldi, gerða í blekkingarskyni, þegar greiðslur þessar voru færðar út af þinggjaldareikningum ákærða og samstarfsmanna hans. Því bæri að sýkna bæjarfógetann af ákæru um brot gegn 158. sbr. 138. grein hegningarlaga. Hann var því sýkn- aður af ákæru um skjalafals. í 2. kafla ákæru var um að ræða 11 tékka sem tekið var við sem greiðslu á opinberum gjöldum og vitað var um við afhendingu að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.