Morgunblaðið - 06.02.1987, Page 32

Morgunblaðið - 06.02.1987, Page 32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 32 Matthías Á. Matthiesen utanríkisráðherra: „Við viljum heim án kjarnavopna — en viðhalda því öryggi, sem þau hafa tryggt til þessa“ Á FUNDI ráðherra Atlantshafsríkja í desember sl. var sam- þykkt sérstök yfirlýsing (Brusselyfirlýsingin) þar sem Varsjár- bandalagsrikum var boðið til viðræðna um samdrátt og jafnvægi á sviði hefðbundins vigbúnaðar, vopna og herafla. Leiðtogafund- urinn í Reykjavík kallaði fram nauðsyn þess að tekizt yrði á við þetta vandamál, sem forsendu raunhæfs árangurs í viðræð- um um fækkun kjamavopna. Þessar viðræður hefjast innan tíðar. Auk viðræðna risaveldanna í Gefn um meðaldræg og lang- dræg kjaraavopn munu þær leiða í ljós vilja til að draga úr tortryggni, sem er jarðvegur vigbúnaðarins í heiminum. Veru- legur árangur í þessum viðræðum skapar skilyrði fyrir því samkomulagi, sem við öll sækjumst eftir. Það veltur ekki sízt á afstöðu Sovétmanna í þessum viðræðum, hvert framhaldið verður. - Þannig komst Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráð- herra, efnislega að orði i umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær um tilraunasprengingar Bandaríkjamanna í Nevadaeyði- mörkinni. Guðmundur J. Guðmundsson og Matthias Á. Mathiesen. Tuttugnsta tilrauna- sprengingin Hjörleifur Guttormsson (Abl.- Al.) kvaddi sér hljós utan dagskrár í Sameinuðu þingi í gær í tilefni tilraunasprengingar Bandaríkja- manna í Nevadaeyðimörkinni. Hann sagði sprenginguna í fyrradag 20. neðanjarðarsprengingu Bandaríkja- manna frá því að Sovétmenn hættu slikum sprengingum fyrir hálfu öðru ári. Hjörleifur kvað þessar tilrauna- iprengingar fordæmdar víða um heim, m.a. hefði önnur þingdeild bandaríska þingsins mótmælt og vítt Bandaríkjaforseta. Hjörleifur vitnaði til þingsálykt- unar Alþingis frá í mai 1985, sem hann túlkaði svo, að tilefni væri til að mótmæla harðlega tilrauna- sprengingum af þessu tagi. Hann krafði utanríkisráðherra svara um, hvort ríkisstjómin hafi mótmælt þessu athæfí eða ætiaði að gera það. Hvaða aðgerða hyggst ríkis- stjómin grípa til til að knýja fram þá stefnu í afvopnunarmálum sem Alþingi mótaði í mai 1985? Starfsréttindi og undanþágur Fram hefur verið lagt frumvarp til laga um lögskráningu sjómanna. Frumvarpskaflar fjalla um lög- skráningarskyldu og lögskráning- arstjóra, framkvæmd lögskráningar og almenn ákvæði. í athugasemd- um segir að frumvarpið hafí eftir- farandi megintilgang: 1) að tryggja að þeir, sem em um borð, hafí til- skilin starfsréttindi eða undanþágu, 2) að skrá siglingatíma sjómanna, 3) að tryggja að tryggingar skip- veija séu samkvæmt lögum og samningum, 4) að tryggja sönnur á því hveijir voru á skipi, ef skip ferst, 5) að kanna gögn um haf- færi skips. Happdrætti DAS Fram hefur verið lagt frumvarp til laga um breytingu á lögum um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Frumvarpið felur í sér ákvæði um að ágóði af happdrætti DAS skuli renna óskipt til bygging- arframkvæmda fyrir aldraða á vegum Sjómannadagssamtaka í Reykjavík og Hafnarfirði. Stjóm sámtakanna skal heimilt að veita styrk eða lán til annarra bygginga um land allt í þágu aldraðra, svo sem vemdaðra þjónustuíbúða, umönnunar- og hjúkmnarheimla og þjónustumiðstöðva fyrir aldrað fólk. Frumvarpið felur og í sér að heimild til hrappdrættisins er fram- lengd um 3 ár, til ársloka 1997. Eftirlitið forsenda raunhæfs samkomu- lags Matthías Á. Mathiesen, ut- anríkisráðherra, sagði efnislega, að öll vildum við lifa í heimi sem væri án helsprengjuógnar. Mark- miðið væri að útrýma kjamavopn- um. Vandinn væri hinsvegar sá að fínna raunhæfa leið að markinu. Við emm aðilar að vamarbanda- lagi, sagi ráðherrann, sem hefur þá margyfírlýstu stefnu, að grípa aldrei til vopna að fyrra bragði. Fælingarstefnan hefur gengt því hlutverki að sannfæra hugsanlegan árásaraðila um tilgangsleysi stríðsaðgerða. Þetta hefur tekizt, þrátt fyrir augljósa yfírburði Var- sjárbandalagsins á sviði hefðbund- ins vígbúnaðar. Kjamavopn hafa gengt lykilhlutverki i því að stöðva útþenslu Sovétríkjanna í Evrópu. Á meðan enn hefur ekki tekizt að vinna jarðveg fyrir gagnkvæmt traust austurs og vesturs hefur það verðið mat vestrænna lýðræðisríkja að viðhalda sannferðugum fæling- armætti. Upplýsingaöflun um markaðsað- stæður erlendis Þingmenn samtaka um kvenna- lista hafa lagt fram tillögu til þingsályktunan „Alþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að leita samninga við einhveija Norður- landaþjóð, eina eða fleiri, um aðgang ísienzkra fyrirtælqa að þeim Qölbreyttu og markvissu upp- lýsingum sem þær bjóða fyrirtækj- um landa sinna um markaði og markaðsaðstæður í einstökum þjóðlöndum". Fyrirspurnir Karvel Pálmason (A.-Vf.) spyr dómsmálaráðherra, hvað líði störf- um endurskoðunarnefndar um starfsemi Landhelgisgæzlunnar. Hegli Seljan (Abl.-Al.) og Jón Kristjánsson (F.-Al.) spyija menntamálaráðherra, hvað líði störfum nefndar, sem ráðherra skipaði á sl. ári og fjalla átti um framtíð Skriðuklausturs í Fljótsdal. Minnt er á að 1898 eru 100 ár lið- in frá fæðingu Gunnars Gunnars- sonar, skálds. Guðrún Agnarsdóttir (Kl.-Rvk.) spyr menntamálaráðherra, hvað líði könnun á því hvernig hagkvæmast er að auðvelda öllum skólum að- ganga að námsgögnum og kennslu- tækjum, samanber þingsályktun frá því í júní 1985. Meginástæðan fyrir því að ekki hefur tekizt að ná fram gagn- kvæmri afvopnun er ágreiningur um eftirlitið og reynsian af fram- ferði Sovétmanna. Á sínum tíma, 1958-61 höfðu Bandaríkjamenn og Bretar frumkvæði að einhliða banni við tilraunasprengingum. Sovét- menn gengust undir þetta bann í orði. En á tveimur mánuðum 1961 sprengdu þeir 40 kjamasprengjur, þar á meðal þá stærstu sem sprengd hefur verið, og allar í andrúmsloft- inu. Þessi spor hræða. Ráðherrann lét hinsvegar í Ijós þá von að viðræður í kjölfar Bruss- elyfírlýsingarinnar myndu eyða tortryggni og skapa forsendur fyrir gagnkvæmri afvopnun undir mark- tæku eftirliti. Upphlaup í orðum mættu ekki ganga á skjön við kald- ann veruleikann umhverfís okkur. Tilraunasprenging’ar gagnrýndar Kjartan Jóhannsson (A.-Rn.) sagði rétt vera að Bandaríkjamenn hefðu um tíma haldið að sér hönd- um um tilraunasprengingar á meðan Sovétmenn vóru iðnir við kolann. Þessu væri öfungt farið nú. Hörmulegt væri að ekki tækist sam- komulag um gagnkvæma afvopn- un. Kjartan sagði að Alþýðuflokkur- inn geti vel tekið undir gagnrýni bandaríkskra þingmanna á til- raunasprengingar í Nevadaeyði- mörkinni. Hinsvegar væri rétt að íslendingar kæmu viðhorfum sínum um þetta efni á framfæri innan Atlantshafsbandalagsins. Guðrún Agnarsdóttir (Kl.- Rvk.) greindi frá því að Samtök um kvennalista hefðu þegar komið mótmælum á framfæri við Banda- ríkjastjóm vegna tilraunaspreng- inga í Nevadaeyðimörkinni. Hún kvaðst samfylkja með þeim banda- rísku þingmönnum sem fordæmt hefðu tilraunir þessar, en þær tengdust geimvamaráætlun Banda- ríkjaforseta. Hún spurði utanríkis- ráðherra, hvort honum væri kunnugt um hve margar slíkar til- raunasprengingar væru ráðgerðar. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kvaðst hafa misst af fyrri hluta umræðunnar. Utanríksráðherra hafí staðið fyrir svömm og hann gerði ekki athuga- semdir við orð hans. Það væri hinsvegar sín persónulega skoðun að þessar tilraunasprengingar væru fordæmanlegar Páll Pétursson (F.-Nv.) sagðist hafa staðið í þeirri meiningu að utanríkisráðherra hugsaði eins og dúfa. Hér hafi hann hinsvegar talað eins og haukur. Ég hefí ekki traust á þessu „fælingarbijálæði", sagði þingmaðurinn. Eg er ekki bjartsýnn um friðvænlegan heim, sagði hann og efnislega, meðan þeir ráða ríkjum í Hvíta húsinu er þar sitja nú. Hjörleifur Guttormsson sagði gallhörð viðbrögð utanríkisráðherra til stuðnings við stefnu Bandaríkja- stjómar hljóta að vekja athygli, heima og heiman. Ljóst væri hins- vegar, eins og orð hefðu fallið í umræðunni, að ráðherrann hefði ekki þingmeirihluta að baki slíkri afstöðu. Matthías Á. Mathiesen, ut- anríkisráðherra, sagði fyrst, í tilefni fyrirspumar Guðrúnar Agn- arsdóttur, að þó þingmaðurinn „Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að skipa nefnd þriggja manna sem Hæstiréttur tilnefnir til þess að rannsaka deilur fræðsluyfir- valda í Norðurlandskjördæmi eystra og menntamálaráðu- neytis. Nefndin hraði störfum sínum eins og kostur er og skili sem fyrst skýrslu um málið sem ráðherra leggi fyrir yfirstand- andi þing“. Þannig hljóðar tillaga sem Stef- án Valgeirsson (F.-Ne.) hefur lagt fram um „skipun nefndar til að rannsaka deilur milli fræðslu- yfirvlda á Norðurlandi eystra og menntamálaráðuneytisins". stæði í þeirri trú að hann kynni að hafa upplýsingar um tilrauna- sprengingar Bandarílqamanna framm í tímann, gæti hann vart búizt við, að þær yrðu tölu- eða tímasettar hér og nú. Ráðherra taldi að tilraunir til gangnkvæms, marktæks sam- komulags um afvopnum og eyðingu kjamavopna hefðu í raun strandað á ósamkomulagi um raunhæft eft- irlit. Hann kvaðst hinsvegar vona að sú sáttatilraun, sem nú væri efnt til með Brusselyfirlýsingunni, og í framhaldi af viðræðum Reykjavíkurfundarins, myndi færa þjóðir heims nær þeim markmiðum, sem þær stefndu að. í greinargerð segir að deilur þessar hafí „truflað mjög kennslu í skólum umdæmisins og ef til vill víðar" og „engar lyktir á deil- unni í sjónmáli". „Það er ekki hægt að horfa upp á það aðgerðar- laust“, segir og í greinargerð Stefáns, „að nemendur líði fyrir það svo vikum skipti að fræðslu- yfirvöld og kennarar á Norður- landi deili við menntamálaráðu- neytið um stefnu í kennslumálum, rétt og skyldur fræðsluyfírvalda á landsbyggðinni og hvað sé refsi- vert athæfi og hvað ekki þegar unnið er að því að minnka að- stöðumunin, t.d. í sér- og stuð- ingskennslu". Samningnr um Norræna þróunarsjóðinn staðfestur ALÞINGI samþykkti í gær sam- hljóða þingsályktunartillögu frá ríkisstjóminni, sem felur í sér staðfestingu samnings um stofnun norræns þróunarsjóðs fyrir Færeyjar, Grænland og ísland (hin vestlægu Norður- lönd, sem svo eru stundum nefnd). Samningurinn, sem um ræðir, var undirritaður á Höfn 19. ágúst í fyrra. Hinn norræni þróunarsjóð- ur er stofnaður í þeim tilgangi, „að efla flölhæft og samkeppnis- hæft atvinnulíf í hinum vestlægu Norðurlöndum með lánveitingum og styrkjum, enn fremur með því að veita litlum og meðalstórum fyrirtækjum ábyrgð til að ráðast í verkefni sem eru tengd þeim eða eru til hagsbóta fyrir þau,“ eins og orðrétt segir í samningnum. Norræna þróunarsjóðnum er jafnframt ætlað, að stuðla að auk- inni samvinnu Norðurlandanna á sviði iðnaðar, viðskipta og tækni, bæði milli hinna vestlægu Norður- landa innbyrðis svo og samvinnu þeirra við önnur Norðurlönd. í samningnum segir, að ríkis- stjómir og landsstjómir Norður- landanna skuli leggja sjóðnum til stofnfé. Þetta stofnfé verður jafn- gildi 14,1 milljóna bandaríkjadala. Framlag íslands verður 0,4 millj- ónir dala. STUTTAR ÞINGFRETTIR Tillaga Stefáns Valgeirssonar: Rannsóknar- nefnd í fræðslu- sljóramálið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.