Morgunblaðið - 06.02.1987, Page 33

Morgunblaðið - 06.02.1987, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 33 Skátastarf á Akureyri 70 ára: Stefnt að samein- ingu skátafélag- anna á afmælisdegi Badens Powels í TILEFNI af 70 ára afmæli skátastarfs á Akureyri á þessu ári er stefnt að þvi að sameina skátafélögin tvö þann 22. febrúar nk., eða á afmælisdegi Badens Powell, stofnanda skátahreyfingar- innar. Þá er fyrirhugað afmælisskátamót á Norðurlandi í sumar, ennfremur er sitthvað fyrirhugað til hátiðarbrigða. 350 til 400 börn og unglingar taka nú virkan þátt í skátastarfi á Akureyri. Að sögn Tryggva Marinósson- ar, eins af forystumönnum skátastarfsins hér, hefur samein- ing skátafélaganna tveggja, Skátafélags Akureyrar og Kven- skátafélagsins Valkyijunnar, lengi verið í undirbúningi, og er nú svo til öll starfsemi sameigin- leg, þó félögin og stjómir þess hafí ekki enn verið sameinuð formlega. Sagði Tryggvi að stefnt væri að formlegri sameiningu á afmælisdegi Badens Powels 22. febrúar nk. Skátastarf á Akureyri verður 70 ára á þessu ári, en á sama ári er skátastarf á íslandi 75 ára. í tilefni af þessu verður mikil af- mælishátíð 2. nóvember nk., sem Akureyrarskátar munu taka þátt í. Þá er fyrirhugað að halda af- mælisskátamót í sumar, ætlað norðlenskum skátum og væntan- lega verður skátum annars staðar af landinu boðið til mótsins. Þá er reiknað með fjölskyldudegi á árinu og að sitthvað fleira verði gert til að minnast þessa áfanga í skátastarfi á Akureyri. Tryggvi sagði ennfremur að miklar breytingar hefðu átt sér stað í skátastarfí á Akureyri síðustu tvö árin og væru nýjungar í starfínu, sem gefíst hefðu mjög vel. Auk þess að drengir og stúlk- ur starfa nú meira saman í flokkum og sveitum, hefur upp- eldisstefnu í starfínu verið breytt í þá veru að gera skáta ábyrgari, þ.e. að færa ábyrgðina í vaxandi mæli á herðar bamanna. Enn- fremur hefur miðstýring verið minnkuð og byijað er nú strax við sjö ára aldurinn að venja böm- in forystuhlutverki, þannig að allir skátar eigi kost á foringja- og forystuhlutverki, ekki aðeins nokkrir útvaldir. Tryggvi sagði í lokin, að nýja línan í skátastarfinu hefði verið í framkvæmd á Akureyri í tvö ár og gefíst mjög vel. Þetta kvað hann m.a. verða til umfjöllunar á skátaþingi í Vestmannaeyjum á árinu. Þá sagði hann, að áhugi bama og unglinga væri vaxandi í skátastarfí, en það sem háði starfinu væri skortur á húsnæði. Morgunblaðið/Fríða Proppé Frá Landsmóti skáta, sem haldið var í Kjamaskógi við Akureyri sumarið 1981. Menntamálaráðherra svarar fræðsluráði: 73 klukku- Leggur til skipan nefndar til athugnnar á samskiptum HELDUR fanust fræðsluráðs- herra til, samkvæmt heimildum mönnum, sem rætt var við í gær, Morgunblaðsins, að fræðsluráð lítið til svars menntamálaráð- og hann skipi sinn hvorn hlut- herra koma, er það barst í gær lausan aðila í nefnd til að kanna og hafa þeir boðað til fundar kl. samskipti fræðsluráðsins og 14 í dag. í svari sínu lagði ráð- ráðuneytisins. Ennfremur bauðst Sjónvarp Akureyri FÖSTUDAGUR ». 6. febrúar 18.00 Á milli vina (Between Friends). Bandarísk bíómynd með Elisabeth Taylorog Carol Burnett í aðalhlutverk- um. Myndin fjallar um tvær nýfráskild- ar konur. Önnur hallar sér að flöskunni en hin skiptir óspart um elskhuga. Þær styðja hvor aðra í viöleitninni til að skapa sér lif sem veitir þeim raun- verulega lífsfyllingu. 19.30 Teiknimynd. Furðubúarnir. Ofurvoffi. Kl. 20.10 Dynasti. Eftir dauða Ted, fyrr- um elskhuga Steven, handtekur lögreglan Blake Carrington og réttar- höld hefjast. Krystle snýr heim aftur til að standa á bak viö Blake. 20.56 Geimálfurinn (Alf), bandarfskur framhaldsmyndaflokkur. Alf heitir furöuvera úr geimnum sem brotlendir geimfari sínu í svefnbæ í Hollywood, ofan á bílskúr Tannerfjölskyldunnar. Alf er tekinn inn í fjölskylduna. Þarf ekki að spyrja að því að heimilislífið breytist og hver grátbroslega uppá- koman rekur aðra. Það var hinn fjölhæfi Tom Patchett — sem m.a. bjó til Prúöuleikarana — sem á heiöur- inn af þessari vinsælu undraveru. 21.25 Stjörnustríð (Star Wars). Bandarisk kvikmynd frá 1977 með hinum alkunna Harrison Ford ásamt Mark Hamill, Carrie Fisher og Alec Guiness í aöalhlutverkum. Leikstjóri er George Lucas. Bráöskemmtileg mynd sem hlaut m.a. sjö Óskarsverð- laun. Hún er í senn spennandi og skemmtileg og greinir frá baráttu Loga geimgengils og vina hans í bar- áttunni við Surt hinn illa, sem stöðugt ógnar lífi þeirra. 23.20 Benny Hill. Bráðfyndinn breskur gamanþáttur sem farið hefur sigurför um allan heim. Þátturinn þykir minna að ýmsu leyti á gamanþátt hins kunna Dave Allens. 23.50 Flótti til sigurs (Escape to Vict- ory). Bandarfsk bíómynd frá 1981. Leikstjóri er hinn heimsþekkti John Huston (Heiður Prizzis) og aðalleikari Sylvester Stallone. AÖrir leikarar eru Michael Caine, Pele og Max von Sydow. Æsispennandi mynd um strfðsfanga sem fá að keppa í fót- bolta við þýska landsliðiö. Fangarnir ákveða að grfpa tækifæriö og freista þess að flýja með hjálp frönsku and- spyrnuhreyfingarinnar. 01.40 Dagskrárlok. hann til að framlengja umsókn- arfrestinn um stöðu fræðslu- stjóra. Ekki er minnst einu orði á Sturlu Kristjánsson. Á Alþingi kom fram í gær þingsályktunar- tillaga í málinu frá Stefáni Valgeirssyni. „Eg segi ekkert annað en að ég ræði við mína menn á morgun," sagði Þráinn Þórisson, formaður fræðsluráðsins, er rætt var við hann síðdegis í gær, en þá hafði honum skömmu áður borist bréf ráðherr- ans. „Ekki eitt orð,“ sagði Sverrir Hermannsson, menntamálaráð- herra, er rætt var við hann um miðjan dag í gær. Þeir fulltrúar úr fræðsluráði, sem rætt var við í gær voru heldur óánægðir með svar ráðherra, töldu það heldur veigalítið og að ráðherra gæfí lítið eftir til sátta. Menn höfðu sérstaklega á orði, að ekki væri minnst einu orði á Sturlu, en ráð- herrann hefur lýst því yfír, að það mál sé dómstólamál, ef ekki náist samkomulag við lögmann Sturlu. Hann hefur í samráði við fjármála- ráðherra falið ríkislögmanni að setjast að samningaborði með lög- manni Sturlu. Á Alþingi í gær kom fram þings- ályktunartillaga frá Stefáni Val- geirssyni, sem fól í sér að alþingi álykti að fela menntamálaráðherra að fara fram á við Hæstarétt að skipa nefnd til að kanna þetta mál. Nokkrir þingmenn sem rætt var við kváðu þennan málatilbúnað Stefáns orka tvímælis, þ.e. að óljóst sé, hvort tillagan standist lagalega. Tillaga sú, sem Steingrímur J. Sig- fússon og fleiri alþingismenn hafa boðað flutning á, var stöðvuð af flutningsmönnum í gærmorgun, en þá var hún í vinnslu í prentsmiðj- unni Gutenberg. Sú tillaga felur í sér, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, skipan rannsóknarnefnd- ar. Munu flutningsmenn ætla að bíða og sjá hver viðbrögð fræðslu- ráðsins verða við bréfi ráðherrans. stundir í FRÉTT biaðsins í gær af samningaundirritun fulltrúa Launanefndar sveitarfélaga og starfsmannafélaga brengl- aðist fyrirsögnin. Þá var Erlingur Aðalsteinsson sagður formaður STAK, Starfs- mannafélags Akureyrarbæjar, en hið rétta er, að hann er formaður launanefndar STAK. Fyrirsögnin átti að vera sú, að þriggja ára samningur hafí náðst eftir 73 klukkustunda fund, en varð sú að aðeins lægi klukku- stundarfundur að baki. Hið rétta kom fram í texta fréttarinnar, en þetta er hér með leiðrétt. Þá er Erlingur ekki formaður STAK nú, eins og að framan greinir. Ásta Sigurðardóttir er formaður STAK og eru þau beðin velvirðingar á þeim misskilningi. Kaupskip hf. Innflytjendur athugið! M.s. Combi Alfa lestartitíslands í Aveiro, Portúgal, 3.-5. febrúar, í Rotterdam 10. febrúar og í Esbjerg 12. febrúar. Næsta lestun: Aveiro i 10. viku Rotterdam i 10. viku Esbjerg i 11. viku Nánari upplýsingar í sima 96-27035 Kaupskip hf. Strandgötu 53, Akureyri, sími 27035

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.