Morgunblaðið - 06.02.1987, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 06.02.1987, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 Minning: Þorlákur Bernharðs- son frá Hrauni Fæddur 2. júlí 1904 Dáinn 27. janúar 1987 í stórum systkinahópi gerast margvíslegar myndir á dögum bemsku þeirra og allt til elliára, sérstaklega, ef hópurinn hefur verið vel samstilltur fyrir góð uppeldis- áhrif ágætra foreldra. Ef samhygð og umhyggja fyrir vellíðan hvers annars er mikil getur það ef til vill verið arfur fyrri kynslóða. Slíkt kemur mér í hug er ég vil nú minnast Þorláks, bróður míns, sem var einn átta bama og fjögurra fósturbama hjónanna Sigríðar Finnsdóttur og Bemharðar Jóns- sonar frá Hrauni á Ingjaldssandi. Þau fluttu frá Kirkjubóli í Valþjófs- dal í Önundarfírði árið 1905. Þorlákur þá eins árs gamall enda fæddur þar. Af þessum átta systk- inum lifír nú einn sonur, tvær dætur og fósturbömin öll. Þorlákur ólst upp í Hrauni meðal foreldra og systkina. Hann óx snemma „úr grasi", varð þrekmikill og sem 16 ára unglingur hafði hann hæð tvítugra manna. Kallaðist hann fljótt til stórra verka í „önn dags- ins“. Bar þar strax tii frábær dugnaður, kjarkur og vinnulægni enda jafnvígur á öll störf á sjó og landi, alltaf að vinna mest, vinna það erfiðasta meðal vinnufélag- anna. Þorlákur giftist 1931 eftirlifandi konu sinni, Þóm Guðmundsdóttur ljósmóður, Guðmundar Einarsson refaskyttu og konu hans, Guðrúnar Magnúsdóttur frá Brekku á Ingj- aldssandi. Þau hjónin, Þóra og Þorlákur, eignuðust sex böm, tvo syni og fjórar dætur. Eldri son sinn, Guðmund vegaverkstjóra á Vest- fjörðum, misstu þau um þrítugt, dáðan efnismann. Næst er Hulda húsfreyja í Reykjavík, Finnur af- greiðslumaður á Reykjalundi, Sigrún húsfreyja í Keflavík, Ásdís gift í Kalifomíu og yngsta systirin Hildur er langvarandi veik á sjúkra- húsi. Þóra býr nú við mikinn heilsu- brest hjá Huldu dóttir sinni, sem hefur reynst foreldrum sínum mikil stoð og hjálparhella í veikindum þeirra og systur sinnar. Á meginmiðhluta ævi sinnar áttu þau hjón heima á Flateyri í 21 ár. Hún var dáð Ijósmóðir í 31 ár í Önundarfírði, en hann sem sjómað- ur og við ýmis smíðastörf. En smíðastörf urðu síðustu störf hans útivið í Reykjavík, en þangað fluttu þau 1962. Þó hann væri jafnvígur á öll störf held ég að sjómennskan hafí heillað hann allra mest, að stýra nákvæmt strik og sigla sínu eigin skipi, Far- sæl, með vindþöndu segli á mörgum sjóferðum á hafí úti. Eins atriðis af mörgum tilfeljum minnist ég frá störfum hans. Árið 1941 í febrúar var ég staddur á hafnarbakkanum í Reykjavík að svipast um eftir ferð vestur í Ön- undarfjörð. Ég sá að menn um borð á togaranum Skallagrími voru að undirbúa burtför í veiðiferð og heyri einn nefndan stýrimann, ég spyr hann hvort sjóferðinni verði stefnt vestur á miðin. „Já,“ segir hann. „Væri hægt að fá að komast með norður í mynni Önundarfjarðar, og láta bát taka mig þar? Ég heiti Guðmundur Bemharðsson." „Nú, ertu bróðir Þorláks Bemharðsson- ar?“ „Já.“ „Það er velkomið, segir skipstjórinn." Á leiðinni út flóann var margt rætt, víkur stýrimaður tali sínu til mín og segir: „Hann Þorlákur bróðir þinn er lífgjafí minn, við vomm saman á togara að vinna í netum. Stórsjór tók okk- ur þrjá háseta fyrir borð. Þorlákur náði með annarri hendi í vantstag og hélt í mig með hinni. Ég hélt í félaga okkar með annarri hendi, þannig hélt hendi hans okkur uns hann flaut einhvem veginn inn fyr- ir borðstokkinn og dró okkur félaga um borð. Þakkar- og minnisvert gæfuhandtak það.“ Allir sem til hans þekktu munu mæla líkt. Að hafa átt þannig kjamabróður að baki sér, eða í nánd, þá hættuleg atvik leituðu á, er ógleymanlegt. Við systkini og fóstursystkini kveðjum kæran bróður og biðjum að farsæld fylgi för hans um vegi Guðs. Eftirlifandi konu hans og bömum þeirra vottum við fyllstu samúðar- kveðju, minningin um góðan dreng, elskulegan eiginmann og um- hyggjusaman föður veiti þeim styrk. Fari hann í friði. Guðmundur Bernharðsson frá Ástúni. Útför Þorláks Bemharðssonar frá Hrauni verður gerð frá Foss- vogskapellu í dag kl. 13.30. Hann andaðist í Landakotsspítala 27. jan- úar. Þorlákur fæddist í Hrauni á Ingj- aldssandi 2. júlí 1904 og vom foreldrar hans Bemharður Jónsson, bóndi þar, og kona hans, Sigríður Finnsdóttir, og þar ólst hann upp á fjölmennu heimili. Systkini hans vora Marselíus skipasmiður á ísafírði, Guðmundur bóndi í Ástúni á Ingjaldssandi, nú búsettur í Reykjavík, Flnnur starfs- maður á skipasmíðastöðinni hjá bróður sínum, og systumar Kristín og Marsebil, húsfreyjur á Flateyri, nú búsettar í Reykjavík, og yngst var Ólöf húsfreyja í Breiðadal í Önundarfírði. Með þeim systkinum ólust einnig upp tvær frænkur þeirra, Guðný Finnsdóttir húsfreyja í Hnífsdal og Ingibjörg Eiríksdóttir húsfreyja í Reykjavík. Á uppvaxtaráram þess- ara bama vora ennfremur á Hraunsheimilinu og til dánardæg- urs móðurforeldrar systkinanna, Kristín Guðnadóttir og maður henn- ar, Finnur Eiríksson, og gömul vinnukona, Kristín Jónsdóttir. Heimilið í Hrauni var mikið fyrir- myndarheimili í hvívetna, þar sem hinar fomu dyggðir vora í heiðri hafðar. Þar sem vinnusemi og regla á öllum heimilisháttum réðu ríkjum og gestrisni og góðvild mættu öll- um, skyldum og vandalausum. Því hefur það verið gott vega- nesti að mega vera bam og ungling- ur í Hrauni, enda hefur allt það fólk borið þess vitni heima og að Síðustu mánuði dvaldist hann oft í Sjúkrahúsi Akraness og naut hann þar góðrar umönnunar starfsfólks og lækna og færam við þeim bestu þakkir. Einnig viljum við þakka Kristínu og bræðram innilega fyrir þeirra umönnun og biðjum við Drottin Guð að styðja þau og styrkja á þessari stund. Hafi elsku pabbi þökk fyrir allt. Margs er að minnast margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Krístinn, Krístín og Karlotta. heiman. Þá skal því heldur ekki gleymt, að þar átti gamla fólkið sér einnig öragga og hlýja ellidaga. Þannig var mágur minn, Þorlák- ur Bemharðsson, sem hér er kvaddur, maður vel af guði gerður í eðli sínu og uppeldi. Hann var karlmenni að burðum, stór og myndarlegur á velli, svo að okkur strákana, sem yngri vora, dreymdi um að verða stórir og sterkir eins og JLáki í Hrauni. Óhætt er að fullyrða, að Þorlákur hafí á sínum bestu áram verið tveggja manna maki að hveiju sem hann gekk, hvort sem það var á landi eða úti á sjó á toguram og öðram fiskiskipum, enda var hann þar eftir ósérhlífínn. Má segja, að kappið hafi verið slíkt og ósér- hlífnin, að þar hafí hann oft ekki sett sér nein takmörk, því að öllum má ofbjóða. Á miðjum aldri fóra hans miklu líkamsburðir að láta á sjá, og þurfti hann æ síðan að leggj- ast ótal sinnum á skurðarborð til aðgerða á líkamsveilum, sem án efa mátti rekja til oftaka og áverka, ekki síst á þeim áram þegar hann var að bjarga skipi, fólki og farmi undan sjó í brimlendingu við Sæ- bólssjó á Ingjaldssandi. En þó að samferðafólk Þorláks muni hann vel að karlmennsku og þreki, þá verður hans ekki síður minnst sakir mannkosta hans, glað- værðar hans í góðra vina hópi, hlýju hans og góðvildar. En fyrir þetta alit var hann mikils metinn og vin- sæll af samferðamönnum og vinnufélögum. Þorlákur Bemharðsson kvæntist 7. febrúar 1931 eftirlifandi konu sinni, Þóra Guðmundsdóttur ljós- móður frá Brekku á Ingjaldssandi. þóra fæddist 18. ágúst 1903, dóttir Guðmundar Einarssonar, bónda og refaskyttu á Brekku, og konu hans, Guðrúnar Magnúsdóttur. Ungu hjónin hófu svo strax bú- skap í Hrauni og bjuggu þar til Minning: Fædd 5. febrúar 1942 Dáin 1. janúar 1987 Fáeinar línur langar mig að rita um konu, sem unni lífínu og öllum sem í kringum hana vora. Hún hafði stórt hjarta og hlýtt, en var dul á tilfinningar sínar. Annie ólst upp hjá móður sinni, Jenný Guðlaugsdóttur og fósturföð- ur, Hauki Hallgrímssyni. Hún giftist ung eftirlifandi manni sínum, Sigmundi B. Guðmundssyni, og eignaðist með honum tvö böm, Jenný Björk og Birgi Smára. Þau bjuggu í Reykjavík þar til þau fluttu til Svíþjóðar fyrir 10 áram. Þau hjónin vora fljót að koma sér upp fallegu heimili í Malmö. Jenný Björk hóf einnig búskap í Malmö með manni sínum, Haraldi Arasyni, og eiga þau tvö böm. Fljótlega hófu þau störf hjá feijufyrirtæki, fyrst á leiðum til ýmissa landa við Eystra- salt, en seinna aðallega á milli Malmö og Kaupmannahafnar, mað- ur hennar sem háseti og bátsmaður en Annie og Jenný Björk við veit- inga- og verzlunarstörf. Annie var ávallt forkur dugleg, snillingur í matargerð og ósérhlífm við öll störf. Aldrei sagði hún nei, er hún var beðin að taka að sér aukastörf, sama hvemig stóð á hjá henni. Ávann hún sér enda hylli allra, bæði yfír- og undirmanna, og er hennar sárt saknað þar um borð. Aldrei gleymum við hjónin mót- tökunum þegar við heimsóttum þau fyrir átta áram. Það þurfti engin orð, við fundum hlýjuna í öllum orðum hennar og gjörðum. Árin liðu, þau fluttust í fallegt raðhús í Bara, utan við Malmö og stuttu síðar fluttu einnig þangað dóttir hennar og tengdasonur. Ég átti því láni að fagna að dvelja hjá þeim í tvo daga árið 1984. Það var sem fyrr, sama hlýjan, og nú einnig stolt og ánægja yfír bráð- fallegu heimili í fögra umhverfi. 1941, en flytja þá til Flateyrar, þar sem Þorlákur stundar jöfnum hönd- um sjómennsku og vinnu á landi, en Þóra verður þar ljósmóðir. Eftir 20 ára dvöl á Flateyri flytja þau svo enn búferlum til Hafnarfjarðar, en síðustu árin hafa þau átt heima í íbúð hjá Öryrkjabandalaginu í Hátúni í Reykjavík. Þorlákur og Þóra eignuðust sex böm. Elstur var Guðmundur vega- verkstjóri, sem dó fyrir miðjan aldur 24. sept. 1974. Hann var kvæntur Ólafíu Hagalínsdottur. Önnur böm þeirra era: Hulda, gift Baldri Sig- urðssyni, blikksmíðameistara í Reylqavík, Finnur starfsmaður á Reykjalundi, kvæntur Svandísi Jörgensen, Sigrún búsett í Keflavík, Ásdís búsett í Kalifomíu, gift Jóni Siguijónssyni, og Hildur sjúklingur í Borgarspítalanum. Þungur harmur var kveðinn að þeim hjónum, Þorláki og Þóra, þeg- ar sonur þeirra, Guðmundur, dó á besta aldri eftir langa og erfíða sjúkdómslegu, þar sem móðir hans sat við beð hans á sjúkrahúsinu vikum saman. Guðmundur var hvers manns hugljúfí. Á efri áram máttu þau svo þola þá raun að yngsta dóttirin missti skyndilega heilsuna. En þeim hjónum var það sameiginlegt að láta ekki hugfallast heldur taka mótlætinu með jafnað- argeði og bera harm sinn í hljóði. Þau vora samhent um það að bera hag og velferð bama sinna fyrir bijóst umfram allt annað. Þóra, bömum hennar, bama- bömum og öðram vandamönnum eru hér færðar innilegar samúðar- kveðjur. Löngum og miklum starfsdegi Þorláks Bemharðssonar frá Hrauni er lokið. Hann ástundaði fagurt og heiðarlegt mannlíf, var umhyggju- samur eiginmaður og faðir og vinsæll og virtur samferðamaður. Blessuð sé minning hans. Jón H. Guðmundsson En síðla árs 1985 dró ský fyrir sólu í lífi hennar. Hún veikist og á vordögum 1986 var ljóst hvert stefndi. Hún æðraðist ekki, var söm við sig, vildi heim á Frón að líta land og vini augum hinsta sinni. Og heim á Frón kom hún þó sár- þjáð væri ásamt íjölskyldu sinni. 26. júlí giftust dóttir hennar og tengdasonur og skírðu um leið dótt- ur sína, Marin Auði. Við munum Annie sitjandi í stól í garði móður sinnar og fósturföður í fögra veðri. Brosið var daufara en áður en gleðin og væntumþykjan skein úr augum hennar. Hún kvart- aði aldrei í veikindum sínum og hélt hugsun sinni og ró til hinstu stundar. Rétt fyrir jól hringdi konan mín til hennar og spurði um Iíðan hennar — hún var í lagi, en er í lagi með jólagjafímar, spurði hún. Hún mundi alltaf eftir öðram á undan sjálfri sér. Þannig var hún. Og nú er hún öll, mín elsku mág- kona. Hafði hún þökk okkar allra. Guð blessi ykkur og styrki, sem hennar saknið hér heima og úti í Bara. í Guðs friði. Brandur Gíslason Minning: Hafsteinn Magnús son, Akranesi Fæddur 26. ágúst 1931 Dáinn 28. janúar 1987 „Aldrei er svo bjart yfír öðlingsmanni að eigi geti syrt, eins sviplega og nú og aldrei er svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú.“ (MJ) í dag fylgjum við okkar ástkæra föður til grafar, sem kvatt hefur þennan heim eftir langa og stranga baráttu við þann sjúkdóm, sem að lokum dró hann til dauða. Pabbi fæddist á Bfldudal þann 26. ágúst 1931. Hann var sonur hjónanna Magnúsar Guðmundsson- ar og Málfríðar Kristjánsdóttur. Magnús tók út af togaranum Sviða frá Hafnarfirði og drakknaði árið 1935. Málfríður lifír son sinn. Pabbi átti þijú systkini, Svan, sem búsettur er í Svíþjóð, Rann- veigu og Magnús, sem búsett era í Reykjavík. Ungur að áram var pabbi tekinn í fóstur af sæmdarhjónunum Kristni Guðmundssyni, föðurbróður sínum, og Kristínu Halldórsdóttur, sem búsett vora á Akranesi. Eru þau bæði látin, afí lést árið 1975, en amma lést árið 1982. Fyrstu árin stundaði pabbi sjó- mennsku sem vélstjóri, en síðan sem málari. Honum var margt til lista lagt. Þegar kraftar hans þurra til almennrar vinnu tók hann að mála myndir sér til dægrastyttingar og liggja eftir hann mörg falleg mál- verk, sem prýða heimili hans. Mestan hluta ævi sinnar bjó hann á Akranesi. Árið 1955 kvæntist hann móður okkar, Sigurlaugu Karlsdóttur, og áttu þau þijú böm: Kristin, fæddan 11. október 1941 og er hann búsettur á Akranesi, Kristínu, fædda 14. júlí 1954, og Karlottu, fædda 27. september 1957, þær era búsettar í Hafnar- fírði. Þau slitu samvistir. Árið 1963 kvæntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Jóhönnu Kristínu Guðmundsdóttur hjúkr- unarfræðingi, frá Innri-Hólmi, Akranesi. Þau eignuðust fjóra drengi: Magnús Þór, fæddan 29. maí 1964, Jóhann Hafstein, fæddan 15. júlí 1965, Guðmund Jón, fædd- an 31. júlí 1967 og Gunnar Frey, fæddan 26. október 1971. Era þeir allir í heimahúsum og era móður sinni mikil stoð á þessum erfiðu tímum. Bamabömin era orðin sjö. Annie M. Olsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.