Morgunblaðið - 06.02.1987, Síða 44

Morgunblaðið - 06.02.1987, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 Anna Klemensdóttir íLaufási — Minning Fædd 19. júni 1890 Dáin 27. janúar 1987 Andlát Önnu Klemensdóttur kom ekki óvænt. Hún var orðin háöldruð og þreytt. En fyrir fjölskylduna og vini hennar er mikill sjónarsviptir að henni. í augum þeirra markar andlát hennar tímamót. Hún var sú síðasta í flölskyldunni af alda- mótakynslóðinni, sem tók þátt í lífsbaráttu þjóðarinnar úr fátækt og ánauð til velmegunar og sjálf- stæðis. Þetta framfaraskeið þekkti -'hún og mundi betur en flestir aðr- ir. Því miður fer mikill sögulegur §ársjóður með henni í gröfina. Anna fæddist í Kaupmannahöfn 19. júní 1890, en þá vann faðir hennar, Klemens Jónsson, í íslensku stjómardeildinni þar. Kona hans og móðir Önnu var Þorbjörg Stefáns- dóttir, Bjamarsonar, sýslumanns. Fæðingardagur Önnu, 19. júní, varð síðar kvenréttindadagur og réð því ekki hrein tilviljun. Arið 1915 var faðir hennar landritari og þar með staðgengill ráðherra og helsti emb- ættismaður stjómarráðsins. Hann gat hagað því svo að lögin sem veittu konum kosningarétt til Al- þingis vom undirrituð á afmæli dóttur hans. Tveggja ára gömul fluttist Anna með foreldrum sínum til Akureyrar, þar sem faðir hennar var orðinn sýslumaður og bæjarfógeti. Þar ólst hún upp til 14 ára aidurs og var Akureyri henni alltaf mjög hjart- fólgin. Þó varð hún á þeim ámm fyrir miklum áföllum þegar móðir hennar lést í ársbyijun 1902, en skömmu áður hafði sýslumanns- húsið og önnur hús bmnnið í stórbmnanum á Akureyri. ■ Þegar ísland fékk heimastjóm 1904 var Klemens Jónsson skipaður í hið nýja starf landritara. Fluttist þá Anna með föður sínum til Reylqavíkur. Hún var þó ekki ókunnug þar, því áður hafði hún dvalið í Reykjavík með föður sínum yfír þingtímann 1901 og 1903, en Klemens var þingmaður Eyfirðinga frá 1892—1904. Þannig kynntist Anna vel lífinu í hinum unga og vaxandi höfuðstað. Var sérstaklega fróðlegt og gaman að heyra hana segja frá Reykjavík og Akureyri á þessum ámm. M.a. minntist hún stundum á konungsheimsóknina 1907, en hún ásamt Rangheiði, konu Hannesar Hafstein, vom einu 'konumar sem tóku þátt í ferðalag- inu með Friðrik VIII. til Þingvalla, Gullfoss og Geysis. Sama haust fór hún svo á húsmæðraskóla í Kaup- mannahöfn og bjó þá hjá Finni Jónssyni, prófessor, föðurbróður sínum. Aftur dvaldi hún í Kaup- mannahöfn 1910 við söngnám og til að læra símritun, en hún vann hjá Landssímanum fyrstu starfsár hans. Þótt allar ytri aðstæður væra mjög ákjósanlegar fór Anna ekki varhluta af mótlæti á æskuámnum. Lát móður hennar var henni mikið áfall en síðar varð hún að horfa á bak fjórum systkina sinna. Var henni gleðiefni þegar faðir hennar giftist aftur ágætis konu, Önnu Schiöth. Þeirra sonur var Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytisstjóri ut- anríkisráðuneytisins og sendiherra. Anna hafði ætíð mjög náið og gott samband við Agnar bróður sinn og stjúpu. Örlagaríkasta stund á ævi Önnu var 16. september 1913, þegar hún giftist Tryggva Þórhallssyni, sem þá var nýroðinn prestur að Hesti í Borgarfirði. Þangað fluttist svo Anna og var þar prestsfrú og bóndakona í 3 ár. Vom það mikil —aaðbrigði fyrir hana, alda upp í bæjum við góð kjör. Við andlát tengdaföður hennar, Þórhalls Bjamasonar biskups, fluttust Anna og Tryggvi ásamt tveim elstu böm- um þeirra, Klemens og Valgerði, til Reykjavíkur og hófii búskap í Laufási, sem þá var fyrir utan bæinn. Tryggvi kenndi fyrst við guðfræðideild háskólans en varð haustið 1917 ritstjóri hins nýstofn- aða stjómmálablaðs Tímans og hélt því starfi þar til hann varð forsætis- ráðherra, 1927. í tæp 20 ár lifði Anna í hringiðu stjómmálanna með öllu því ónæði og þeirri æsingu sem þeim fylgdi, sérstaklega á þeim áram þegar stjómmálabaráttan var mun per- sónulegri og illvígari en hún er nú. Það var ekki auðvelt að vera gift stjómmálaforingja. Anna var við- kvæm að eðlisfari og sámaði oft persónulegar árásir á mann sinn. Hámarki náðu árásimar eftir þing- rofið vorið 1931, þegar æstur múgur fór dag eftir dag í mótmæla- göngur að ráðherrabústaðnum. Þessum óróatíma gat Anna aldrei gleymt þótt flestir þeir sem að æsingunum stóðu vildu fljótlega gleyma þeim. Anna sómdi sér vel sem forsætis- ráðherrafrú, glæsileg, gáfuð og gestrisin. Þetta koma m.a. skýrt í ljós á Alþingishátíðinni 1930, þar sem miklar skyldur hvfldu á henni við hlið manns síns. Húsmóðurstörf- um fyrir þjóðina í ráðherrabústaðn- um gegndi hún með sömu prýði og fyrir fjölskylduna í Laufási. Hjónaband þeirra Önnu og Tryggva var mjög gott og em böm þeirra sjö að tölu þessi: Klemens, en kona hans er Guð- rún Steingrímsdóttir; Valgerður, er gift dr. Hallgrími Helgasyni; Þór- hallur, er kvongaður Ester Péturs- dóttur, Agnar, er kvongaður Hildi Þorbjamardóttur; Þorbjörg, vargift dr. Ivari Daníelssyni; Bjöm, er kvongaður Kristjönu Bjamadóttur, Anna Guðrún, er gift dr. Bjama Guðnasyni. Aðrir afkomendur em 39 en þar af tveir dánir. Eftir að Tryggvi hætti að vera forsætisráðherra, 1932, varð hann aðalbankastjóri Búnaðarbankans. Aðeins þrem ámm síðar, 31. júlt 1935, lést hann og var þá ekki nema 46 ára gamall. Þetta kom sem reiðarslag yfír Önnu og fjölskylduna og þjóðina í heild. Tryggvi var sér- staklega vinsæll maður og dáður og virtur af öllum sem þekktu hann. Sem heimilisfaðir var hann alveg sérstakur og nutum við systkinin þess eins og hans eigin böm þegar við vomm að alast upp í Laufási. í 10 ár bjuggu foreldarar mínir, Dóra Þórhallsdóttir og Ásgeir Ás- geirsson í Laufási í góðu sambýli við Önnu og Tryggva og var það sem ein fjölskylda. Það var ekki auðvelt fyrir Önnu eftir andlát Tryggva að standa uppi ein á miðjum aldri með sjö bömin frá 8 ára til tvítugs og lítil efni. Henni tókst að halda hópnum sam- an og koma bömunum til mennta. Hún var bömunum gott fordæmi og innrætti þeim skyldurækni, hóf- semi og nýtni. Þeir sem til þekkja vita að það bar góðan árangur. Hún hélt alla tíð bókhald yfir öll útgjöld heimilisins, enda þurfti að fara vel með fé á svo stóra heimili. Þótt heilsa hennar hafi ekki alltaf verið góð var þrek hennar óbilað fram yfir níræðisaldurinn og hafði hún vakandi áhuga á öllu sem gerðist í hennar stóm íjölskyldu og vina- hóp. Umhyggja hennar var ekki aðeins bundin við eigin böm og seinna bamaböm, heldur við alla fjölskylduna og vini, sem mér er ljúft að minnast með þakklæti. Laufás hefur verið miðstöð stórrar fjölskyldu og réð Anna þar húsum með myndarbrag og reisn í 70 ár að frátöldum 5 ámm sem hún bjó í ráðherrabústaðnum. Á hún sér- stakar þakkir skildar fyrir að hafa haldið í heiðri hinu gamla Laufás- heimili. Árið 1974 lét Anna eftirfarandi orð falla í viðtali við blaðamann: „Ég tel mig hafa verið gæfukonu, fyrst og fremst fyrir að hafa haft samfylgd — þó ekki lengri væri — við frábæran eiginmann og fyrir sérstakt bamalán. Einnig fyrir að hafa átt þess kost, að halda mínu góða heimili, Laufási, yfir 50 ár og fyrir góða og trygga vini allt frá æsku og fram á þennan dag.“ Langri og viðburðaríkri ævi merkiskonu er lokið, en minning hennar lifír í þakklátum huga vina hennar og vandamanna. Þórhallur Ásgeirsson Hvar sem frú Anna Klemens- dóttir fór, var eftir henni tekið. Hávaxin kona, óvenjulega bjartleit og ljós á hár, sköraleg og klædd íslenskum búningi. Hver sem fékk tækifæri til að ræða við hana í góðu tómi komst í lifandi snertingu við örlagastundir í íslandssögunni, slíkur var uppmni hennar og æviferill. Engin íslensk kona hefur hlotið slika afmælisgjöf, sem hún hlaut á tuttugu og fimm ára afmælisdegin- um, er faðir hennar, Klemens Jónsson landritari, stillti svo til, að þá vom undirrituð lög um kosninga- rétt og kjörgengi íslenskra kvenna. Þess minnast konur þessa lands 19. júní ár hvert, þó fæstar viti hvers- vegna atburðinn bar upp á þennan dag. Foreldrar frú Önnu vom sem fyrr segir Klemens Jónsson landrit- ari og fyrri kona hans Þorbjörg Stefánsdóttir og stóðu að þeim báð- um kunnar ættir. Faðir Klemensar var fræðimaðurinn Jón Borgfirðing- ur og systir hans var Guðrún Borgfjörð, sem ritað hefur fróðlegar og skemmtilegar æviminningar. Var hún löngum á heimili bróður síns. Tvisvar átti ég þess kost að eiga blaðaviðtal við frú Önnu og em mér minnisstæð þau minningabrot, sem hún þá rakti. Frú Anna fæddist í Kaupmanna- höfn, þar sem faðir hennar vann í íslensku stjómardeildinni. Er hún var tveggja ára fluttist hún með foreldmm sínum til Akureyrar, þar sem faðir hennar tók við sýslu- mannsembætti. Henni fannst hún samt muna, að faðir sinn hefði leitt sig upp bryggjuna að gamla apótek- inu, þar sem þau dvöldu þar til flutt var í sýslumannsbústaðinn. „Eng- inn staður finnst mér jafn yndisleg- ur og Akureyri," sagði hún og lýsti glöggt því umhverfi, er hún bjó í sín bemskuár. Framan við húsið þeirra var t.d. reistur pallur þegar fram fóm kosningar til Alþingis, er þá fóm fram í heyranda hljóði. Sýslumannshjónin höfðu mikla garðrækt og nokkum búskap og Anna vandist öllum störfum, sem að því lutu. En þess kvaðst hún hafa notið umfram það, sem venju- legt var, að ferðast mikið, bæði með Guðrúnu föðursystur sinni og föður sínum. Fór hún t.d. tvívegis með honum til Reylqavíkur, er hann var orðinn þingmaður. En ekki vom allar bemskuminn- ingamar bjartar. Móðir hennar var alltaf heilsuveil og veturinn 1901 fóm þau hjónin til útlanda að leita henni heilsubótar. Þá gerðist það í desember, að húsið þeirra brann til gmnna. Guðrún Borgfjörð gekk rösklega fram í að láta bjarga skjöl- um sýslumannsembættisins og innanstokksmunum og bókasafni föður hennar, Jóns Borgfirðings, úr hinu brennandi húsi og vom sumir þeir gripir, sem úr eldinum vom bomir í eigu frú Önnu til dauðadags. Þjmgsta áfallið var þó það, að húsfreyjan átti ekki afturkvæmt. Hún andaðist 30. janúar 1902. Frú Anna sagði, að eftir að einkasonur- inn Agnar Stefán andaðist alda- mótaárið, hefði hún aldrei litið glaðan dag. Aðra dóttur, Karen Emilie, áttu þau sýslumannshjón, en hún lést átján ára gömul. Seinna kvæmtist Klemens Önnu Schiöth og eignaðist með henni soninn Agn- ar Klemens er síðar varð sendi- herra, en er nú látinn, og Selmu Valborgu, er dó átta ára. Er fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur 1904 kvaddi Matthías skáld Jochumsson þær systur með ljóðum. Fyrsta og síðasta erindið í ljóðinu til Önnu er svona: Allir með þér, Anna mín engiar góðir fari, eins og þegar unga sín eltir fugiaskari... Hræðstu aldrei heimsins tál hvar sem náir sveima. Gæfan býr í góðri sál og Guð er ávallt heima. Sautján ára gömul fór Anna til Kaupmannahafnar og dvaldist eitt ár á heimili föðurbróður síns, Finns prófessors. Sagði hún að það hefði verið yndislegur tími. Aftur hélt hún utan árið 1910 til að læra símritun og nema söng. Eftir heimkomuna fór hún að starfa á símstöðinni og vann þar þar til hún giftist Tryggva Þórhallssyni, biskups í Laufási, 16. september 1913. Tryggvi fékk veitingu fyrir Hest- þingum í Borgarfírði það sama ár og bjuggu þau hjónin fyrst á Hvanneyri meðan gert var við hús- ið á Hesti, en Svava Þórhallsdóttir, systir Tryggva, var húsfreyja á Hvanneyri. Þijú ár vom þau á Hesti og kvaðst frú Anna ekki hafa viljað án þeirrar dvalar vera, þá hefði hún kynnst kjömm sveitafólksins vel, og sennilega hefðu þau aldrei þaðan farið, ef biskupinn tengdafaðir hennar hefði ekki fallið frá og eng- inn verið til að taka við búinu í Laufási. Þeim sem nú ganga Lauf- ásveginn fram hjá Laufási kann að þykja einkennilegt að þar hafi verið allstórt bú árið 1916. En Tryggvi Þórhallsson sinnti brátt fleira en búskap. Hann var eitt ár dósent við guðfræðideild háskólans, en gerðist svo ritstjóri Tímans og barst þannig inn á vett- vang stjómmálanna, gerðist þingmaður og forsætisráðherra árin 1927-32. Það kom því í hlut Önnu Klemensdóttur að standa fyrir gestamóttökum þegar Alþingishá- tíðin var haldin 1930. Varð þá oft að hafa hraðar hendur og mikla forsjálni, því þá var ekki eins auð- velt og nú að afla þess, sem til þurfti. Sem dæmi má nefna, að fyrsta hátíðisdaginn höfðu þau hjónin hádegisverðarboð fyrir kon- ungshjónin og annað stórmenni í ráðherrabústaðnum, þar sem þau bjuggu. Þegar þeirri veislu lauk þurfti á klukkutíma að hafa til reiðu kaffíborð fyrir 250 manns. Tryggvi var alla tíð strangur bindindismaður og veitti aldrei vín. Þegar boðum var lokið var að ferðbúast til Þingvalla með bömin sjö og var yngsta dóttirin aðeins þriggja ára. Hafa varð nesti fyrir allan hópinn og átti að búa í tjaldi. Svo kalt var fyrstu nóttina, að ráð- herrahjónin flúðu um miðja nótt með yngstu bömin inn í auða íbúð í Þingvallabænum, sem hafði verið ætluð krónprinsi Noregs, sem ekki kom. Á Þingvöllum vom stórveislur í sérstökum skála, sem til þess var reistur og er stóri salurinn í hótel Valhöll hluti af honum. Ásgeir Ás- geirsson var þá sem kunnugt er forseti sameinaðs Alþingis, svo það kom í hlut mágkvennanna Dóm Þórhallsdóttur og frú Önnu að skipa húsfreyjusess í þessum sögulegu veislum. Það var stormasamt í stjóm- málum á þessum ámm og hart veist að forsætisráðherra. M.a. sagði frú Anna mér, að eitt kvöld, er hún var í borðstofunni í Ráðherrabústaðn- um hefði stóreflis steinn flogið rétt fram hjá vanga hennar. Hún taldi að álagið sem fylgdi stjómmálabar- áttunni hefði eyðilagt heilsu manns síns, hann andaðist aðeins 46 ára gamall árið 1935. Þá var yngsta bamið átta ára og þarf ekki getum að þvi að leiða hvert hlutverk beið ekkjunnar. Þeg- ar við ræddumst við, vildi hún sem minnst tíunda baráttu þeirra ára, sagði aðeins: „Ég á góð og dugleg böm.“ Böm Önnu Klemensdóttur og Tryggva Þórhallssonar em þessi: Klemens, fyrmrn hagstofustjóri, Valgerður, fyrram skrifstofustjóri, Þórhallur, fyrmrn bankastjóri, Agn- ar, fyrram framkvæmdastjóri, Þorbjörg, fyrram framkvæmda- stjóri, Bjöm aðstoðarbankastjóri og Anna Guðrún, kennari. Nú er lokið ævi þessarar merku höfðingskonu. Umhverfi hennar ber með sér rækt við muni og minning- ar. Hún varð öllum minnisstæð, sem henni kynntust, vinföst og trygg- ljmd. Við brottför hennar mun íslenska þjóðin minnast þess merka þáttar, sem þau hjón áttu í þjóðlíf- inu um sína starfsdaga. Það er við hæfi að kveðja með ljóðlínum séra Matthíasar, sem hann kvað til litlu stúlkunnar: Gæfan býr í gúðri sál og Guð er ávallt heima. Blessuð sé minning hennar. Sigrídur Thorlacius Það var auðséð á öllu að vorið var að koma. Spjór var að mestu horfinn úr Staðarhnjúknum og Staðaráin hafði verið í vexti undan- fama daga. Farfuglunum fjölgaði dag frá degi og vom í óða önn að búa um sig í móunum sunnan við túnið. Lítil maríuerla hafði valið sér bústað í rúmri veggjarholu og tíndi nú í ákafa strá í litla hreiðrið sitt, sem var mikið listaverk þá lokið var því vandasama verki. Græn slikja var að koma á túnið og bömin í sveitinni vom komin með gulla- stokkana sína fram á bæjarhólinn til að búa sig undir búskapinn. „Ilm- ur í lofti og söngur í blæ.“ Mamma hafði keppst við undanfama daga að viðra allt og laga til í gestaher- berginu, því senn fóm sumargest- imir að koma, böm og unglingar frá Akureyri eða Reykjavík, sem hugðust njóta sumarsins í sveitinni. Venjulega komu fyrstar sýslu- mannsdætumar frá Akureyri. Mikil var tilhlökkun okkar bamanna á bænum þegar kaupstaðabömin komu. Það lifnaði yfir öllu. Tilbreyt- ingarleysi vetrarins var á enda. Kaupstaðabömin höfðu frá mörgu að segja, sem okkur heimabömun- um kom spánskt fyrir sjónir, og svo var ekki að efa, að þau höfðu eitt- hvað gott í pokahominu: fíkjur í poka eða bolsíur í kramarhúsi. Sá munaður var sjaldséður í sveitinni. Og svo kom hinn langþráði dagur. Einn góðviðrisdag var lagt á hesta og riðið til Akureyrar til að sælqa sýslumannsdætuman Önnu og Köra. — Og mikil var gleðin þegar þær riðu í hlað um kvöldið. Allt breytti um svip. Vandað var meira til matar og drykkjar og mamma reyndi oftar þegar leið á sumarið að gera dagamun. í góðu veðri var lagt á hesta og farið í heimsókn til vinafólks í sveitinni: Út að Hofi eða Ósi, ellegar yfir um á að Skipalóni eða Hlöðum að hitta Ólöfu skáld- konu er var allra manna skemmti- legust, þegar þannig stóð á hjá henni. Ég, krakkinn, fékk stundum að fljóta með, því ég var snemma fyrir að fara á hestbak. Allt vom þetta meira og minna ævintýraferð- ir í mínum augum. Þessar minningar og ótal fleiri rifluðust upp fyrir mér þegar ég frétti lát vinkonu minnar frú Önnu Klemensdóttur í Laufási, 27. janúar síðastliðinn. Mér finnst ég töluvert fátækari eftir að hún er farin, þessi trygga vinkona mín frá bemskuár- um. Þó samfundimir væm strjálir var notalegt að vita af henni á sín- um stað, því þótt ellin færðist yfir var tryggðin sú sama og eins og skáldið segir „er ekkert betra en eiga vini, sem aldrei svíkja“. Anna fæddist á Akureyri 19. júní 1890, dóttir hjónanna Klemensar Jónssonar bæjarfógeta á Akureyri og sýslumanni EyjaQarðarsýslu, síðar landritara og ráðherra m.m., og konu hans Þorbjargar Stefáns- dóttur Bjamasonar sýslumanns. Þau hjón eignuðust þijú böm, tvær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.