Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 ÚTVARP/SJÓNYARP Boðullmn og Bræður vorir í Svíaríki hafa reynst okkur vel á kvikmynda- sviðinu. Þeir hafa ekki bara opnað hlið Sænsku kvikmyndastofnunarinn- ar fyrir verðandi leikstjórum heldur hafa tyeir íslenskir kvikmyndaleik- stjórar, þeir Hrafn Gunnlaugsson og Lárus Ýmir Óskarsson, notið þeirrar gæfu að leikstýra myndum á vegum stofnunarinnar. Hrafn Böðlinum og skækjunni er við sáum hér í sjón- varpinu í fyrrakveld og Lárus Ýmir hvorki meira né minna en þremur kvikmyndum, burtfararprófsmjmd- inni Burfágeln (’78), Andra dansen (’82) og nýlega bárust mér upplýsing- ar frá stofnuninni um að Lárus Ýmir hefði lokið þriðju myndinni, Den frusna leoparden. Og víkjum þá að Böðlinum og skækjunni. Ekki lögðu sjónvarpsmenn í að kalla á undirritaðan á forsýningu Böðulsins minnugir bréfaskipta hér í blaðinu milli ieikstjórans og dálkahöf- undar. Ég skil vel þessa afstöðu dagskrárstjórans en ég hef ætíð farið eftir þeirri frumreglu í starfi mínu að hafa heldur það sem sannara reyn- ist og hvað sem persónulegum tilfinn- ingum mínum í garð Hrafns Gunnlaugssonar líður þá verð ég að segja alveg eins og er að ég var hrif- inn af Böðlinum og skækjunni. í fyrsta lagi fannst mér saga Ivars Lo-Johansson áhrifarík og henta mjög vel myndsýn Hrafns en mér hefir hingað til fundist Hrafn Gunn- laugsson fremur slakur sem handrita- smiður en því lagnari við að skapa magnað andrúmsloft á tjaldinu. Og það var einmitt andrúmsloftið í Böðl- inum og skækjunni er lyfti myndinni til þess sérkennilega flugs er ein- kenndi þann tíma er myndin lýsti, en þá hrærðist svo sannarlega lág- stéttin í nánu samneyti við dýr merkurinnar og böðulsöxi yflrstéttar- innar. f símatíma rásar 1 í gær, þar sem Böðullinn var til umræðu, fundu sumir að þvi að sjónarhom myndar- innar væri fullþröngt. Að mínu mati náðist hin ógnþrungna og ógnvekj- andi stemmning í myndinni ekki síst vegna þess hversu þröngt sjónar- homið var og grámóskuleg sviðs- myndin. Lýðurinn var ekki þveginn og strokinn á þessum tíma og hvað um ástandið í tannvemdarmálum? Em menn búnir að gleyma íslands- sögunni? Á síðasta áratug 17. aldar var ástandinu hér lýst svo í sögubók Jóns Aðils: Gerðist þá hart í búi hjá mörgum, og urðu menn jafnvel að leggja sér til munns hrafna og tófur og allt sem tönn á festi, en fátækling- ar við sjóinn lifðu mest á sölvum og þangi . . . Ofan á þetta bættist sívaxandi verzlunaráþján og margvís- legar kvaðir af hendi konungsmanna á Bessastöðum . . . þeir sem eitt- hvað mölduðu í móinn vom látnir sæta hörðustu refsingu (b. 252, bók 2). Skœkjan Ég nefni þetta til að sanna að lýs- ingin í Böðlinum og skækjunni var býsna raunsönn þótt hún væri heldur ógeðfeld á stundum. Andrúmsloft fortíðar barst þannig á skerminn í fyrradag, rofið að vísu á tveim stöð- um af klaufalegri baksviðstónlist í diskótakti. Slík handvömm sæmir ekki hinni mögnuðu sögu Ivars Lo- Johanssen. Sagði ekki Laxness_ í spjalli um Gerplu við Matthías: Ég fór eftir þeirri reglu að nota yfirleitt aldrei orð sem hægt væri að sanna að hafi ekki verið til í málinu á 11. öld (skeggræðumar b. 23). Hvað varðar leikarana þá fannst mér Nik- las Ek í hlutverki böðulsins bera af og skyggja nokkuð á aðra leikara, þá einkum stúlkuna er lék skækjuna ungu. Sú lét að mestu nægja að brosa sínu indæla brosi. Gömlu skælqumar vom allrosalegar svo og böðlamir í böðlaklúbbnum. Hæfðu andlit þeirra vel efninu. Að lokum vil ég bara óska Hrafni Gunnlaugssyni til hamingju með þessa mynd og vona að hann og Lárus Ýmir njóti um langa framtíð gistivináttu braeðra okkar í Sænsku kvikmyndastofnuninni. Starf þeirra félaganna gæti auðgað sænska kvik- myndagerð. Ólafur M. Jóhannesson Rás 2: Morgnnþáttur ■■■■ í morgunþætti 9 00 Rásar tvö verð- ■” ur ýmislegt til gamans gert. „Plötupottur- inn“ er á sínum stað og til þess að keppa um hann vom fengnir þeir Hallkell Þorkelsson, framkvæmda- stjóri Bæjarleiða, og Emil Þór Emilsson, fram- kvæmdastjóri Sendibíla hf. Þeir em fengnir í tilefni þess að nú um daginn féll dómur í undirrétti um að Sendibílar mættu flytja farþega og má gera ráð fyrir því að keppnisandinn verði í lagi hjá þeim félög- um. Þá verður gestaplötu- snúður eins og venjulega og að þessu sinni er það Einar Skúlason, frá Akra- nesi. Þess má geta að á fimmtudagsmorgun verður góður gestur í Morgun- þættinum, en það verður forstöðumaður Karlaat- hvarfsins. Hrafn og Ingimar. RÚV Sjónvarp Bergmann á íslandi í ríkissjónvarp- inu í kvöld verður viðtals- þáttur Hrafns Gunnlaugs- sonar, sem tekinn var upp 22— þegar kvikmyndaleikstjór- inn sænski var gestur Listahátíð sl. sumar. Þeir Hrafn ræða saman um feril Bergmanns, bæði sem höfundm handrita og leikstjóri. Þá spjalla þeir um tilurð margra verka hans og annað þeim tengt. UTVARP jQfc TF MIÐVIKUDAGUR 11. febrúar 6.46 Veðurfregnir. Bæn 7.00 Fréttir 7.03 Morgunvaktin Jón Baldvin Halldórsson, Sturla Sigurjónsson og Lára Marteinsdóttir. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 9.00 Fréttir 9.03 Morgunstund barn- anna: „Ormadrottningin". Elísabet Brekkan endurseg- ir þetta persneska ævintýri úr safni „Þúsund og einnar nætur". 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. 9.46 Þingfréttir 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.30 Óskastundin Umsjón: Helga Þ. Step- hensen. 11.00 Fréttir 11.03 íslenskt mál Endurtekinn þáttur frá laug- ardegi sem Guðrún Kvaran flytur. 11.18 Morguntónleikar. a. „Rondó brillant" í Es-dúr op. 29 eftir Felix Mend- elssohn. Kristin Merscher leikur á píanó með Útvarps- hljómsveitinni i Berlín; Marek Janowski stjórnar. b. Fiðlukonsert nr. 4 í d-moll op. 31 eftir Henri Vieux- temps. Itzhak Perlman og Parísarhljómsveitin leika; Daniel Barenboim stjórnar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.46 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn Tölvur og skóli. Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 14.00 Miðdegissagan: „Það var eitthvað sem enginn veit." Liney Jóhannesdóttir byrjar lestur endurminninga sinna sem Þorgeir Þorgeirs- son skráði. 14.30 Segðu mér að sunnan. Ellý Vilhjálms velur og kynn- ir lög af suörænum slóðum. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Landpósturinn. Frá Austurlandi. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.16 Veðurfregnir 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir 17.03 Síðdegistónleikar a. „Ch'lo mi scordi di te", konsertaría K.505. Elisa- beth Schwartzkopf syngur með Sinfónfuhljómsveit Lundúna; George Szell stjórnar. b. Píanósónata í B-dúr K.570. Alfred Brendel leikur. 17.40 Torgið — Menningar- straumar. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. Tilkynningar. 18.46 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir 19.30 Tilkynningar. Fjölmiðla- rabb. Bragi Guðmundsson flytur. (Frá Akureyri.) Tón- leikar. 20.00 Ekkert mál. Bryndís Jónsdóttir og Sigurður SJÓNVARP e> MIÐVIKUDAGUR 11. febrúar 18.00 Úr myndabókinni 41. þáttur. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Umsjón. Agnes Johansen. Kynnir Sólveig Hjaltadóttir. 19.00 Prúöuleikararnir — Valdir þættir. 19. Með Cleo Laine. Brúðumyndasyrpa með bestu þáttunum frá gullöld prúðuleikara Jim Hensons og samstarfs- manna hans. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 19.26 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Spurt úr spjörunum Spyrlar: Ómar Ragnarsson og Kjartan Bjargmundsson. Dómarar: Baldur Her- mannsson og Friörik Ólafs- son. 20.00 Fréttir og veöur 20.36 Auglýsingarogdagskrá 20.40 í takt við tímann Bein sending frá Höfða. Blandaður þáttur um fólk og fréttnæmt efni. Umsjón- armenn: Ásdfs Loftsdóttir, Ólafur Hauksson og Ást- hildur E. Bernharösdóttir. Útsendingu stjórnar Marf- anna Friöjónsdóttir. 21.36 Sjúkrahú8ið í Svarta- skógi. (Die Schwarzwald- klinik) 21. þáttur. Þýskur myndaflokkur sem gerist meðal lækna og sjúklinga í sjúkrahúsi í fögru héraði. Þýöandi Jóhanna Þráins- dóttir. 22.20 Meistari Bergmann á (slandi. Hrafn Gunnlaugs- son ræðir við leikstjórann Ingmar Bergman sem var gestur á Listahátíö f Reykjavík á liðnu sumri. ( þættinum er einkum fjallað um starf kvikmyndaleikstjór- ans og höfundarhlutverk hans. Þá segir Bergman frá tilurð nokkurra verka sinna og talið berst að gerð kvik- myndahandrita. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 22.46 Fréttir í dagskrárlok STOD7VO MIÐVIKUDAGUR 11. febrúar § Sjónhverfing (lllusions). Bandarísk kvikmynd frá 1983 með Karen Valentine, Brian Murrey og Ben Mast- ers í aöalhlutverkum. Virtur tfskuhönnuður (Valentine) leitar eiginmanns síns, sem sagður er látinn f Frakk- landi. I leit sinni kemst hún að því að eiginmaður henn- ar var ekki sá sem hann sagðist vera. Leikstjóri er Walter Grauman. § 18.36 Myndrokk. 19.00 Teiknimynd. Glæfra- músin (Dangermouse). 19.30 Fréttir. 20.00 Bjargvætturin (Equal- izer). § 20.60 Tiskuþáttur. Umsjón- armaöur er Helga Bene- diktsdóttir. § 21.20 Húsið okkar (Our House). Bandarfskur fjöl- skylduþáttur með gaman- sömu ívafi. § 22.10 Blóðbaðiö f Chicago 1929 (St. Valentine’s Day Massacre). Bandarísk kvik- mynd frá 1967 með Jason Robards, George Segal og Ralph Meeker í aöalhlut- verkum. Á bannárunum í kringum 1930 réð maffan ríkjum f undirheimum Chicago. Glæpaflokkar, með Al Capone og Bugs Moran í fararbroddi, skiptu borginni í tvö umráöasvæöi. Sífelld innbyrðis átök flokk- anna náðu hámarki í „blóð- baöinu mikla," þ. 14. febrúar 1929. Bönnuð börn- um. § 23.60 Flugslys 77 (Airport 77). Bandarísk kvikmynd frá 1976 með Jack Lemmon og James Stewart í aðal- hlutverkum. Flugvél full af farþegum lendir f sjónum f hinum alræmda Bermuda- þríhyming. Skrokkur vélar- innar helst heill, en súrefni er af skornum skammti og björgun ekki á næsta leiti. Endursýníng. 1.40 Dagskrárlok. Blöndal sjá um þátt fyrir ungt fólk. 20.40 Að tafli. Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 21.00 Létt tónlist. 21.20 Á fjölunum. Þáttur um starf áhugaleikfélaga. Um- sjón: Haukur Ágústsson. (Frá Akureyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.16 Veöurfregnir. Tónleikar 22.36 Hljóð-varp Ævar Kjartansson sér um þátt í samvinnu við hlust- endur. 23.10 Djassþáttur Tómas R. Einarsson. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok MIÐVIKUDAGUR 11. febrúar 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Kristjáns Sigurjónssonar. Meðal efnis: Plötupotturinn, gestaplötusnúður og get- raun um islenskt efni. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist f umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Kliður. Þáttur í umsjá Ólafs Más Björnssonar. 15.00 Nú er lag. Gunnar Sal- varssonar kynnir gömul og ný úrvalslög. 18.00 Taktar. Stjórnandi: Heiöbjört Jóhannsdóttir. 17.00 Erill og ferill. Þáttur í tali og tónum í umsjá Ernu Arnardóttur. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. Tónllstarkvöld Rfkisútvarps- ins (Útvarpað um dreifl- kerfl rásar tvö). 20.30 Ljóðatónleikar f Gamla bfói 2. febrúar sl. Flytjendur: Andreas Schmidt, barítón og Thom- as Palm, píanó. a. Þrjú sönglög eftir Wolf- gang Amadeus Mozart: Abendempfindung (Kvöld- kyrrð), Das Traumbild (Draumsýn) og An Chloé (Til Klói). b. Þrjú sönglög eftir Ludwig van Beethoven: Mailied (Söngur f maO, Wonne der Wehmut og Adelaide. c. „An die ferne Geliebte”, Ijóöaflokkur eftir Ludwig van Beethoven. d. „Liederkreis”, Ijóðaflokk- ur eftir Robert Schumann. Kynnir: Anna Ingólfsdóttir. 22.00 Nútfmatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. SVÆÐISÚTVARP REYKJAYÍK SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæöisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 AKUREYRI 18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Héðan og þaöan. Frétta- menn " svæðisútvarpsins fjalla um sveitarstjómarmál og önnur stjórnmál. 989 BYL GJAN MIÐVIKUDAGUR 11. febrúar 07.00—09.00 Á fætur með Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blööin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar, gömul og ný. Opin Ifna til hlustenda, mataruppskriftir og sitthvað fleira. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Harðar- dóttur. Fréttapakkinn. Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með þvi sem helst er f fréttum, segja frá og spjalla viö fólk. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar síödegispoppiö og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson f Reykjavik • síðdegis. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. 19.00—21.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson leikur tónlist og litur á helstu atburði í fþrótt- alifinu. 21.00—23.00 Ásgeir Tómas- son á miðvikudagskvöldi. Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum áttum. 23.00—24.00 Vökulok. Ljúf tónlist og fréttatengt efni. Dagskrá í umsjá Braga Sig urðssonar fréttamanns. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp- lýsingar um veöur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.