Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 33 Mánudagsmynd Regnbogans MÁNUDAGSMYND Regnbog- ans að þessu sinni nefnist Opið skák- mót í Ar- múlaskóla NEMENDAFÉLAG Fjölbrauta- skólans við Ármúla gengst fyrir opnu skákmóti sunnudaginn 15. febrúar. Tefldar verða 9 um- ferðir eftir Monrad-kerfi. Ollum er heimil þátttaka. Mótið hefst kl. 13.00 og verður teflt í sal Ármúlaskóla. Umhugsun- artími er 15 mínútur á mann. Peningaverðlaun verða veitt. „Augað“. í aðalhlutverkum eru Isabelle Adjani, Michel Serrault og Stephane Audran. Leikstjóri myndarinnar er Claude Miller. Myndin fjallar um slungin og hugmyndaríkan leynilögreglu- mann sem kallaður er „Augað". Leynilögreglumaður þessi fær það verkefni í hendur að komast að því hver konan er sem hefur náð hinum unga og ríka Hugo í net sitt. „Augað“ bregður skjótt við og er ekki lengi að leysa þetta verkefni, en um leið kemst hann að raun um að þessi unga og fagra kona skilur eftir lík elskhuga sinna á víð og dreif. Og jafnvel gæti þessi unga kona verið dóttir hans, segir í frétt frá kvikmynda- húsinu. Jasstónleik- aríbeinni útsendingu JASSTÓNLEIKAR verða haldnir í Súlnasal Hótel Sögu næstkomandi fimmtudag, 12. febrúar. Það er Léttsveit Ríkisútvarpsins sem gengst fyrir þessum tónleikum og bíður með sér 17 manna Jass- bandi Kópavogs og Tríói Guðmundar Ingólfssonar. Það er fastur liður í starfsemi Léttsveitarinnar að halda tón- leika. Að þessu sinni verður hluta tónleikanna útvarpað á Rás 2 og hefst sú útsending klukkan 23.00 og stendur til klukkan 1.00 eftir miðnætti. Ellen Kristjánsdóttir mun syngja með Léttsveit RUV, en stjórnandi sveitarinnar er Vil- hjálmur Guðjónsson. Stjómandi Jassbands Kópavogs er hins vegar Ámi Scheving. Miðasala er í Gramminu við Laugaveg. (Úr fréttatilkynningu.) f Jassbandi Kópavogs stilla unjgir og efnilegir tónlistarmenn sam- an strengi sína undir stjórn Ama Scheving. Léttsveit Ríkisútvarpsins er skipuð þekktum og reyndum jassleikurum. Regnboginn sýnir Hart á móti hörðu REGNBOGINN hefur hafið sýningar á myndinni Hart á móti hörðu þar sem Craig Sheffer og Virginia Madsen fara með aðalhlutverk. Leik- stjóri myndarinnar er Duncan Gibbins. Hart á móti hörðu fjallar um Joe Fisk sem er fangi í opnum fangabúðum á afskekktum stað í Bandaríkjunum. í nágrenni fang- elsisins er heimavistarskóli sem rekinn er af nunnum. í heimavist- arskóla þessum er ung stúlka, Lisa. Joe Fisk og Lisa kynnast á dansleik sem haldinn er í skólan- um og takast ástir með þeim en hvorki nunnunum í skólanum né yfirmanni fangelsisins, sem er ill- menni, líkar það, segir í frétt kvikmyndahússins. Kísiliðjan við Mývatn: Framleiðsla stöðvast í 10 daga vegna birgðasöfnunnar KÍSILIÐJAN við Mývatn stöðv- aði framleiðslu sina í gær þar sem miklar birgðir hafa safnast INNLENT saman vegna kaupskipaverk- fallsins, sem nú er nýafstaðið. Framleiðsla hefst aftur þann 21. febrúar nk. Róbert Agnarsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nú lægu fyrir 3.600 tonn af kísil sem koma þyrfti á markað, en sam- kvæmt venju lægu að meðaltali fyrir um 2.200 tonn. „Birgðaskem- man á Húsavík og skemman hér við verksmiðjuna eru báðar orðnar troðfullar og eins liggja nokkrir kísilgámar á bryggjunni á Húsavík." í gær fóru 100 tonn af kísil með flutningabílum til Reykjavíkur og verður þeim síðan skipað í kaupskip þar. Síðar í vikunni munu strand- ferðaskip grynnka enn frekar á birgðunum og flytja suður og þaðan fer kísillinn með flutningaskipum til Evrópulanda. Róbert sagði að verksmiðjan gæti framleitt um 80 tonn að meðal- tali. Ráðunautafundur: Rætt um veður- far og búskap HINN árlegi ráðunautafundur inum lýkur á föstudag með umfjöllun um þátt leiðbeininga- þjónustunnar í framleiðslustjóm- un og eflingu nýgreina. Flestir landbúnaðarráðunautar landsins sækja fundinn en hann er liður í framhaldsmenntun þeirra og vett- vangur þeirra sem birta nýjar niðurstöður rannsókna, áætlanir og kenningar. Hunaðartelags Islands og Rannsóknastofnunar landbún- aðarins stendur nú yfir. Hófst hann að morgni þriðjudags með setningarathöfn og hófust síðan umræður um veðurfar og búskap. Á miðvikudag og fimmtudag er fjallað um heimaöflun og fund- Enn er bræla á loðnumiðunum ENN er bræla á loðnumiðunum og veiði nánast engin. Flest skipin fóru inn á mánudag, en eitt náði góðum afla á þriðju- dag. Svanur RE tilkynnti um 500 lesta afla á þriðjudag. Hann náði honum með djúpnót í kantinum við Fótinn. Telja menn að þama sé komin loðnuflekkurinn, sem fyrir viku síðan var veitt úr austur af Kolbeinsey. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, tilkynntu eftir- talin skip um afla á mánudag: Guðmundur VE 500, Gígja VE 500, Guðmundur Ólafur OF 250 og Guðrún Þorkelsdóttir SU 400 lestir. 76 kr. fyrir ýsuna 370 lestir af gámafiski héðan voru seldar í Hull og Grimsby á mánudag og þriðjudag. Gott verð fékkst fyrír fiskinn á þriðjudag, meðal annars 76 krónur fyrir kíló af ýsu, en heldur lægra á mánudaginn. Á mánudag voru seldar 242 lestir alls að verðmæti 13,9 milljónir króna. Meðalverð var 57,15. 134 lestir voru af þorski að meðaltali á 53,45 krónur á kíló. 19 lestir af ýsu fóm að meðaltali á 69,88, 62 lestir af kola á 59,57 og 5,7 lestir af ufsa á 35,75 krónur á kfló. Auk þessa var selt úr tveimur gámum á mánudag, en fullnægjandi upplýs- ingar um magn og verð lágu ekki fyrir á þriðjudag. Á þriðjudag voru seldar 127,5 lestir úr gámum. Heildarverð var 7,9 milljónir króna, meðalverð 61,65. 80 lestir af þorski fóru að meðaltali á 59,89 krónur, 17 lestir af ýsu á 76,35 og 14 lestir af kola á 61,37. Eitt skip hóf löndun á þriðjudag og lýkur henni í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.