Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 55 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS |Ljam is If Er ekki þörf á að breyta? í minningargreinum hefur nokkuð borið á því að rituð hafa verið opin bréf til hins látna og annarra er kynnu vilja lesa, þar sem hinum látna og öðrum er gerð nákvæm grein fyrir því úr hvaða sjúkdómi hann andaðist svo og hvað það tók langan tíma þar til yfir lauk. Jafn- vel stundum ýjað að því, að hinn illkynjaði sjúkdómur hafi fremur mátt hasla sér völl einhvers staðar annars staðar, þar sem minni skaði væri að! Ekki er óeðlilegt að minnst sé látinna í þessu litla þjóðfélagi, þar sem svo að segja allir eru eitthvað skyldir, en höfum gát á hvað úr pennanum fer. Ennþá tíðkast sá siður til sveita, ef sá látni hefur átt skyldfólk og vini á höfuðborgarsvæðinu, að að- standandi eða aðstandendur auglýsa að til reiðu verði hópferðabíll eða hópferðabílar í Reykjavík að morgni útfarardags til afnota þeim er kynnu að vilja vera viðstaddir útförina. Þá tíðkaðist einnig í framhaldi gamallar hefðar frá þeim tíma er samgöngur voru mcð versta móti á landi hér, er menn komu gangandi og á hestum um langvegu í misjöfn- um veðrum og þáðu veitingar, er ekki var vanþörf á. En tími sá er löngu liðinn og aðstæður breyttar. í dag eru þetta þó orðnar mjög kostnaðarsamar stórveislur, með aðkeyptri þjónustu, sem ósjaldan ofbýður gjaldgetu margra aðstand- enda og veldur trúlega oft veruleg- um viðbótaráhyggjum. Við sem viljum fylgja skyldmenn- um og vinum síðasta spölinn úti á landi, eigum að nota eigin bíla eða sameinast um hópferðabíla. Það á að vera tiltölulega auðvelt því oftast þekkjast allstórir hópar innbyrðis sem eiga erindi að svona athöfnum. Þá má og veitingaþjónusta með- fram veginum teljast í vel þokkalegu lagi. Jón Gunnarsson, Þverá. Þessir hringdu . . . Mánaðar- vísurnar tólf Sunnudaginn 8. febrúar var í Velvakanda fyrirspum frá Þorgils Þorgilssyni, Efri Hrísum, Fróðárhreppi, þess efnis hvort einhver lesenda Velvakanda ætti í fórum sínum mánaðarvísumar tólf, er birst höfðu fyrir nokkrum áratugum í ritinu „Nýjar kvöldvökur". Fjöldi lesenda hafði samband við Velvakanda vegna þessarar fyrirspuraar og fara visuraar tólf hér á eftir. Velvakandi þakkar þeim sem höfðu sam- band við sig kærlega fyrir aðstoðina. Mörsugur á miðjum vetri markar spor í gljúfrasetri. Þorri hristir fannafeldinn fnæsir í bæ og drepur eldinn. Góa á til grind og blíðu gengur í éljapilsi síðu. Einmánuður andar nepju öslar snjó og hendir krepju. Harpa vekur von og kæti vingjamleg og kvik á fæti. Skerpla lífsins vöggu vaggar, vitjar hrelldra sorgir þaggar. Sólmánuður ljóssins ljóma leggur til og fuglahljóma. Heyannir og hundadagar hlunna að gæðum fróns og lag- ar. Tvímánuður allann arðinn ýtum færir heim í garðinn. Haustmánuður hreggi grætur hljóða daga langar nætur. Gormánuður grettir tetur gengur í hlað og leiðir vetur. Ýlir ber og birgist sólin brosa stjömur koma jólin. Óþefur af Þela- merkurmálinu Kennari frá Akureyri hringdi: Það hlægir mig sannarlega að heyra, að Ingvar Gíslason, fyrr- verandi menntamálaráðherra skuli ætla að koma með tillögu á Alþingi um að skipuð verði nefnd til að rannsaka hvers vegna Sverr- ir Hermannsson, menntamálaráð- herra, vék Sturlu Kristjánssyni, fyrrverandi fræðslustjóra, úr embætti á dögunum. Vill Ingvar ekki líka láta nefnd- ina rannsaka hvers vegna hann sjálfur rak Sturlu úr skólastjóra- stöðunni á Þelamörk þegar hann var menntamálaráðherra? En Ingvar var bara stórtækari en Sverrir, því hann rak einnig tvo kennara i Þelamerkurskóla samtímis. Ýmsum þótti óþefur af máli þessu og væri ekki óþarft að kanna það til hlítar ef nefndin verður skipuð. Týndi perlu- armbandi Guðrún Erlingsdóttir hringdi: Síðastliðið föstudagskvöld týndi ég perluarmbandi sem mér er mjög kært. Á armbandinu voru aflangar perlur og einhverskonar læsing. Þetta kvöld fór ég fyrst niður á Hótel Holt og seinna um kvöldið niður að Hótel Borg. Skilvís fínnandi er beðinn um að hringja í síma 11514. Fundarlaun- um heitið. Bolti hvarf við Blöndubakka Guðrún Kristinsdóttir hringdi: Sonur minn fékk nýlega gefíns nýjan bolta, nr. 4, og voru þeir félagamir með hann á sparkvell- inum við Blöndubakka í síðustu viku. Boltinn gleymdist á vellinum og var horfinn þegar þeir fóru til baka að sækja hann. Eg trúi ekki öðru en að foreldrar taki eftir því ef böm þeirra em með nýjan bolta sem þau eiga ekki. Ef einhver hefur orðið var við boltann bið ég viðkomandi um að hringja í síma 71755. pet« JS'ntuð Svefnbekkur með dýnu og 3 púðum. Kr. 8.260,- Yfirhillur Kr. 3.450,- 4—jh: Skrifborð með hillu Kr. 4.450,- Skrifborð með hillu Kr. 5.560,- . Svefnbekkur með dýnum + 3 púðum + hillum Kr. 11.650,- Kommóður, 8 skúffur Kr. 5.380,- 6 skúffur Kr. 4.250,- 4 skúffur Kr. 3.250,- Öll húsgögnin spónlögð með eikar- fólíu sem er mjög slitsterk og auðveld að þrífa. 30% útborgun og eftirstöðvar á 6 mán. Við höfum margar aðrar gerðir af húsgögnum fyrir börn og unglinga og milli 20—30 gerðir af tvíbreið- um svefnsófum. Útborgun á afborgunarsamninga má að sjálfsögðu greiða með kreditkortum og þeir sem nota Eurokred- it geta fengið keypt án útborgunar. húsgagnaHöllin REYKJAVlK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.