Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 ÚTSALA Karlmannaföt kr. 4.495,- Stakir jakkar kr. 3.995,- Terelynebuxur kr. 850,- 995,- 1.095,- og 1.395,- Gallabuxur kr. 750,- og 795,- Riffl. flauelsbuxur kr. 695,- o.m.fi. ódýrt Andrés SKÓLAVÖRÐUSTIG 22, SÍMI 18250. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir CASPAR WEINBERGER Seydfirðingar - Seyðfirðingar Sólarkaffi Seyðfirðingafélagsins í Reykjavík verður í Domus Medica föstudaginn 13. feb. kl. 20.30. Aðgöngumiðar verða seldir á sama stað fimmtudag um 12. feb. nk. frá kl. 17.00— 20.00. Borð tekin frá um leið. Skemmtlnefndln. n IÐNTÆKNISTOFNUN Eftirtalin námskeið verða haldin á næstunni hjá Iðntæknistofnun: RAFTÆKNIDEILD: 23.-26. feb. Örtölvutækni II. Forritun, framhaldsnámskeið. Smalamál. Skipanamengi iAPX 8088. Minnisskipting (segments). 40 kennslustundir. 9.—12. mars Örtölvutækni III. Vélbúnaður. Inn/út tengingar. Stjórn- vistunar-og gagnalínur. Minnisrásir, RAM, ROM og EPROM. Tengslarásir 8255, 8251 og 8253.40 kennslu- stundir. VINNUVÉLANÁMSKEIÐIN: Námskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla. Haldlð á Hólmavfk. Hefst mánudaginn 23. feb. VERKSTJÓRNARFRÆÐSLAN: Stjórnun 2. — Undirstööuatriöi í verktilsögn. Líkamsbeiting við vinnu. Stjórnun breytinga og hegöun einstaklinga við vinnu. Vinnuhagræðing. Haldið á Egilsstöðum. — Farið yfir undirstöðuatriði vinnurannsókna og hagræðingar í fyrir- tækjum ásamt launakerfum. Vinnuhagræðing. Haldið i Reykjavík. Vinnuumhverflsmál. Haldið á Akureyri. — Helstu atriði i vinnulöggjöf og bótarétti. Skyldur verkstjóra og ábyrgð. Öryggismál, brunavarnir og slysavarnir. 9 —12. mars Verkskipulagning. — Undirstöðuatriði í skipulagningu verka og áætlanagerð. 16.—19. mars Stjórnun I. Haldið á Akureyri. — Undirstöðuatriði i stjórn- un og marmlegum samskiptum. Ætlað konum, með sérstökum þáttum, sniönum að þörfum kvenna. MÁLMTÆKNIDEILD: 2.-6. mars Rafsuða/stúfsuða á rörum. — Útfærsla og frágangur suðu. Gallar og orsakir þeirra. Flokkun og meðferð raf- suðuvíra. REKSTRARTÆKNIDEILD: 23. feb. 16.-f9.feb. 18.-21. feb. 4.-7. mars 23.-26. feb. 13.—14. feb. Stofnun og rekstur fyrirtækja. Haldið á Akranesi. — Stofnáætlun og frumkvöðull fyrirtækis. Viðskiptahugmynd og markaðsmál. Fjármál, félagsmál og reglugerðir. Öflun- upplýsingar og reynsla annarra. 27.-28. feb. Stofnun og rekstur fyrirtækja. Haldið á Blönduósi. 3. mars Gæðahringir I. Grunnnámskeiö. Kynning á gæðahringum fyrir stjórnendur og starfsmenn. 5.-7. mars Gæðahringir II. — Framhaldsnámskeið. Vinnuaðferðir og stjórnun gæðahringa. Samskipti og hópstjórn. Þjálfun hópstjóra og umsjónarmanna. — Fyrir þá sem stjórna og starfa ígæðahring. 11 .—12. mars Markaðssókn fminni fyrirtækjum. — Markaösgreining og markaðssetning. — Ætlaö stjórnendum. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐIÐNAÐARINS: 16. feb. Niðurlögn steinsteypu. Haldið hjá Rannsóknastofnun byggingariönaðarin8. — Eiginleikarsteinsteypu. Niður- lögn og aðhlynning. Iblöndunarefni. — Ætlað þeim, sem fást við niðurlögnsteinsteypu á þyggingarstað. 16.—18. feb. Hljóðeinangrun. Unnið af starfsmönnum Ránnsóknarst. byggingariðnaðarins, haldið í Iðntæknistofnun. — Undirstööuatriöi. Hljóðisog og einangrun. Hljóðeinangrun steinsteyptra húsa, timburhúsa, einingahúsa. Endurbætur á eldri húsum. — Einkum ætlað iðnaðarmönnum, einnig gagnlegt hönnuöum og húseigendum. 9.— 10. mars Steyputækni. Haldið hjá Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins. Grundvallaratriði í hönnun og gerð stein- steypu. Nýjungar. — Ætlað þeim sem vinna við framleiöslu á steinsteypu. I mars. Þök og þakfrágangur. Haldiö hjá Rannsóknastofnun ódagsett byggíngariðnaðarins. — M.a.: Alm. yfirlit. Byggingareðlis- fræði. Reglugeröarákvæði. Frágangur, efnisval. Þakhalli. Tjón í óveörum. Viöhald — Ætlað byggingamönnum, meisturum og sveinum. Námskeið í Reykjavík eru hatdin í húsakynnum Iðntæknistofnunar, nema annað sé tekið fram. Nánari upplýsingar og innritun hjá stofnuninni í síma (91)68-000, Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma (91)68-7440 og Verkstjórnarfræðslunni ! síma (91)68-7009. Geymid auglýsinguna! Bandaríkjunum í hag að hafa her í Evrópu UMRÆÐUR um framtíð bandariskra hermanna í Evrópu hafa verið óvenjulega miklar undanfarin misseri. Margir þykjast sjá þau teikn á lofti meðal bandariskra þingmanna, að það verði æ erfiðara fyrir Bandarikjastjórn og varnarmálaráðuneytið að fá nægilegar fjárveitingar til að halda þessum liðsafla úti. Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandarikjanna, skýrði nýlega afstöðu Reagan-stjórnarinnar til hans hér á eftir. Frá því Atlantshafsbandalag- ið, NATO, var stofnað árið 1949 hefur mikilvægi Evrópu fyr- ir öryggi og farsæld Banda- ríkjanna aukizt — ekki minnkað. Efnahagskerfí Evrópu og Norð- ur-Ameríku eru nátengd, hvorugt getur vaxið án hins. í bandalags- ríkjunum er helzti útflutnings- markaður okkar. Fjárfestingar Bandaríkjamanna í Evrópu hafa mikilvæg og hagstæð áhrif til að minnka langvarandi halla á greiðslujöfnuði okkar, og þær stuðla að arðbærum rekstri bandarískra fyrirtækja. Hitt er miklu mikilvægara og má alls ekki gleymast, að öryggis- hagsmunir Evrópu og Banda- ríkjanna falla saman. Vestur- Evrópa er framvarðarlína frelsisins og það landsvæði sem Sovétmenn gimast langmest. Við höldum úti herafla í Evrópu af því það er okkar hagur að hafa hann þar. Bandaríkin mættu sín einskis, ef sovézkar hersveitir hefðu lagt Vestur-Evrópu undir sig. Við verðum að hafa það hug- fast að bandamenn okkar, hver fyrir sig og allir sameiginlega, leggja meira af mörkum til sam- eiginlegra vama en margur gerir sér grein fyrir. Reyndar eru fram- lög þeirra meiri en okkar á mörgum mikilvægum sviðum. Sem dæmi má nefna að aðild- arríki NATO önnur en Bandaríkin halda úti herafla sem skipaður er þremur og hálfri milljón manna, en í bandaríska hemum eru rétt rúmlega tvær milljónir. Ef til styrjaldar kæmi yrðu um 60% þeirra hermanna sem berðust í návígi á landi og í lofti frá öðrum aðildarríkjum NATO en Banda- ríkjunum. A áttunda áratugnum jukust framlög bandamanna okk- ar í NATO um 2% að raunvirði á ári. Hinsvegar minnkuðu framlög Bandaríkjanna til vamarmála um 20% að raunvirði á áratugnum. Ekki er líklegt, að vemleg fækkun í varnarliði Banda- ríkjanna í Evrópu yrði banda- mönnum okkar hvatning til að axla meiri byrðar, heldur þvert á móti. Heimkvaðningin yrði skilin á þann veg að Bandaríkjamenn hefðu ekki lengur áhyggjur af ógnuninni frá Sovétríkjunum, eða vildu ekki bregðast við henni með viðeigandi hætti. Hvemig sem þetta yrði túlkað leiddi það aðeins til þess að styrkja málstað þeirra í Evrópu sem hvatt hafa til þess, að framlög til vamarmála verði skorin niður eða gengið sé til póli- tískra samninga við Sovétmenn. Ef við leggjum minna af mörkum er líklegt að Evrópuríkin leggi minna af mörkum og öryggi okk- ar allra minnki. Þegar fram líða stundir gæti þetta leitt til þess, að NATO leystist upp og sumir málsins. Fara kaflar úr ræðu Caspar Weinberger, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna. beztu bandamenn okkar yrðu hlutlausir. Við getum reynt að gera okkur í hugarlund, hvaða áhrif það hefði á bandaríska lífshagsmuni. í þessu máli eru það fráleit rök, að við getum sparað stórfé með því að kalla hermenn okkar heim frá Evrópu. í raun hefði heimkvaðningin mikinn kostnað í för með sér í upphafi, og aðeins takmarkaðan spamað ef til lengri tíma er litið. Það myndi kosta 500 milljónir dollara að flytja 100.000 bandaríska hermenn heim frá Evrópu. Það kostaði 4,7 milljarða dollara að koma hermönnunum fyrir á heimaslóðum. Og þótt síðar meir spöruðust um 600 milljónir dollara árlega vegna minni kostn- aðar við að halda hemum uppi heima en í Evrópu kæmi hann ekki fram fyrr en eftir átta eða níu ár. Þennan þátt í dæminu er ekki heldur auðvelt að reikna, af því að Evrópumenn standa nú straum af kostnaði við hann að nokkru leyti. Á móti þessum spamaði kæmi aukinn kostnaður við að ferja liðs- afla fram og til baka yfir Atlants- haf. Við þyrftum að veija miklum Qármunum til að tryggja að unnt yrði að flytja hermennina fyrir- varalítið til baka til Evrópu eða annarra heimshluta á hættu- eða styijaldartímum. Ef við kölluðum heim 100.000 manna lið frá Evrópu yrðum við að gera ráð fyrir að geta flutt það aftur þangað á 10 dögum. Ódýr- ast yrði að fjárfesta í fullkomnum aukaherbúnaði, sem geymdur yrði í Evrópu, og flutningaflugvélum til að flytja allan aukabúnað. Þetta kostaði sennilega um 20-25 milljarða dollara þegar með em taldar um 100 stórar flutninga- flugvélar. Að öðmm kosti, ef flytja þyrfti allt herliðið og búnað þess, þyrftum við rúmlega 1.000 nýjar flutningaflugvélar, sem kostuðu um 100 milljarða dollara. Að vísu gætum við varla verið með það margar vélar í ferðum til flugvalla í Evrópu; umferðin um þá er þegar of mikil. Ef við viljum spara hníga þann- ig öll rök að því að hagstæðara sé að hafa herinn áfram í Evrópu en kalla hann heim. Úrlausn þessa máls á hins vegar ekki að vera í höndum bókhaldara. Dvöl bandarísks herafla í Evrópu þjón- ar pólitískum tilgangi. Herlið Bandaríkjanna er augljóst tákn um pólitískan vilja okkar til að vetja Evrópu og okkur sjálf, og þar með þann ásetning okkar að nota kjamorkuvopn ef nauðsyn krefur. Sovétríkin halda enn í dag áfram þeirri pólitísku sókn sinni er miðar að því að reka fleyg milli Bandaríkjanna og banda- manna þeirra í NATO. Unnið er að því á vettvangi NATO að styrkja hefðbundinn vamarmátt í því skimi að minnka líkur á, að nauðsynlegt sé að grípa til kjam- orkuvopna á fyrstu stigum átaka. Heimkvaðning verulegs flölda hermanna okkar frá Evrópu yrði engan veginn til að efla heildar- vamarmátt okkar, en gæfi hins- vegar bandamönnum okkar jafnt sem andstæðingum merki um að við værum að víkja okkur undan skuldbindingum okkar. Einnig mundi einhliða ákvörðun um heimkvaðningu veikja stöðu Bandaríkjastjómar í samningun- um við ráðamenn í Moskvu um takmörkun vígbúnaðar. í stuttu máli þá gæti jafnvel minnsta vísbending um að Banda- ríkin væm alvarlega að íhuga einhliða heimkvaðningu hersveita sinna frá Evrópu haft skaðleg áhrif á það forustuhlutverk sem við höfum tekið að okkur til vam- ar frelsi og til að fæla frá árás. Nú er rétti tíminn til að ítreka þann ásetning okkar að standa með bandamönnum okkar og vernda hagsmuni okkar. Ef Bandaríkin bregðast skyldum sínum erlendis grafa þau undan einingu og styrk frjálsra þjóða. Og eining og styrkur em fremsta vöm okkar gegn óvinveittum þjóðum sem stefna fyrst og fremst að því að sundra og drottna yfir frjálsum þjóðum. NATO og sú velmegun sem bandalagið hefur leitt af sér em eitt mesta afrek sem lýðræðis- þjóðimar hafa unnið frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Ekki má grafa undan þeim hemaðar- lega styrk sem er undirstaða NATO, allra sízt á tímum þegar aðsteðjandi hættur eru meiri en nokkru sinni fyrr. Ég er sann- færður um að bandaríska þjóðin muni áfram skilja þörfína á að standa við hlið bandamanna okkar í Evrópu til að tryggja að aldrei komi framar til styijaldar og frelsi fái áfram að ríkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.