Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 Stokkseyringar fjölmenntu á fundinn í Gimli. Stokkseyri: Staða Hraðfrystihússins rædd á fjölmenmim fundi Möguleikar á aö endurskipuleggja starfsemina og koma rekstrinum í lag Selfossi HÚSFYLLIR var í Gimli, félags- heimili Stokkseyringa, á opnum borgarafundi, sem þar var hald- inn síðastliðinn sunnudag um málefni Hraðfrystihúss Stokks- eyrar. Fyrirtœkið hefur fengið greiðsiustöðvun til að gera nauð- synlegar breytingar á rekstrin- um. Greinilegt var að margir óttast að illa fari fyrir frystihús- inu, einkum í ljósi þess að vandi þess er mikill og erfitt um vik að auka hráefni. Hraðfrystihúsið er undirstaða byggðar á Stokks- eyri og kvíði fólks því auðskilinn. Framsögumenn á fundinum voru oddviti hreppsins, Margrét Frímannsdóttir, Ólafur Óskarsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss- ins og Guðmundur Malmquist framkvæmdastjóri Byggðastofnun- ar. Auk þess töluðu hreppsnefndar- menn úr minnihluta og gagnrýndu stjóm fyrirtækisins og meirihluta hreppsnefndar. Auðheyrt var á mörgum að hráefnisöflun þyrfti að auka og töluðu menn í því efni um að nýtt skip væri nauðsynlegt í stað togarans Bjama Heijólfssonar. Framsögumenn gerðu grein fyrir aðstæðum og vanda frystihússins hvert frá sínum bæjardyrum og leiðum til úrbóta. Taka þarf á öllum þáttum Margrét Frímannsdóttir oddviti sagði að manna á meðal hefði lengi verið talað um að frystihúsið væri á hausnum og því óttaðist fólk mjög þessa greiðslustöðvun og héldi að húsið væri í raun gjaldþrota, sem hún lagði áherslu á að væri alls ekki raunin. Hún sagði það hlutverk laga um greiðslustöðvun að fyrir- tækjum væri gefíð tækifæri að koma lagi á sín mál. „Við trúum því að hægt sé að rétta fyrirtækið við, annars horfír við fólksflótti héðan," sagði Margrét. Hún sagði að taka þyrfti á öllum þáttum fyrirtækisins og stjómun- inni líka. Fjármál hreppsins færu mikið eftir hvemig til tækist. Varð- andi stjómun fyrirtækisins kvaðst hún telja rétt að minnihluti hrepps- nefndar ætti fulltrúa í stjóminni en hreppurinn á 80% í Hraðfrystihús- inu og skipar 3 fulltrúa í stjóm þess. „Þetta tekst aldrei nema allir standi saman,“sagði Margrét Frfmannsdóttir oddviti. Vandi undanfarinna ára hefur hlaðist upp Ólafur Óskarsson framkvæmda- stjóri Hraðfrystihússins sagði lausafjárstöðu fyrirtækisins slæma og rakti helstu ástæðumar fyrir að svo væri. í kjölfar bmna í húsinu 1979 hefði farið fram stórhuga uppbygging í samræmi við aukn- ingu í afla á þeim ámm. Samdráttur í afla skömmu síðar hefði kippt fótunum undan nýtingu hússins. Þessar endurbætur hefðu orsakað mikinn fjármagnskostnað og gert stöðuna erfíða. Rekstur Árborgar hf., útgerðafé- lags togarans Bjama Heijólfssonar, hefði lagst með miklum þunga á Hraðfrystihúsið, einkum vegna þess að aðrir eignaraðilar Árborgar hf. hefðu ekki haft skilning á þýðingu togarans fyrir íbúana. Hinn erfíði rekstur togarans hefði gert að verk- um að bátum frystihússins var ekki haldið við og svo hefði verið komið, að endurbótum á þeim varð ekki frestað. Það var verkefni upp á 40 milljónir og er helsta orsök lausa- skuldanna. Fyrirgreiðsla til þess hefði fengist hjá sjóðum en hún hefði farið í að greiða skuldir sem þar vom fyrir. Kostnaður viðgerð- anna hefði því verið tekinn úr rekstri og skuldir hlaðist upp. Ólafur benti á að þrátt fyrir erf- iða stöðu væm öll lán í skilum hjá Byggðastofnun og hjá Fiskveiða- sjóði væri einungis hluti afborgana í vanskilum. Hann sagði að Hraðfrystihús Stokkseyrar væri verst staðsetta frystihúsið landfræðilega sem þýddi mikinn akstur með afla og að sam- skipti við sjómenn væm með minnsta móti. Aukakostnaður vegna þessa hefði verið 9 milljónir á liðnu ári. Ólafur sagði meginvanda frysti- hússins vera að það fengi of lítið hráefni. Skipakaup hefðu verið at- huguð og mögulegt hefði verið að auka aflann til hússins um 800 tonn með skipi á sóknarkvóta, en staðan leyfði það ekki. Skipakaup væm þó ekki afskrifuð. Möguleikar væm á því í stöðunni a leigja bátana til rækjuveiða á inntjörðum til aðila sem gætu útvegað bolfískafla á haustin. Hvergi verri staða Guðmundur Malmquist fram- Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðmundur Malmquist framkvæmdastjóri Byggðastofnunar í ræðustól, aðrir f.v. Margrét Frímanns- dóttir oddviti, Lárus M. Björnsson sveitarstjóri, sem stjórnaði fundinum, og Ólafur Óskarsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins. kvæmdastjóri Byggðastofnunar sagði að fyrir lægi að fiskvinnslu- fyrirtæki þyrftu mikið fé til að losna út úr erfíðleikum og að þurfa alltaf að standa í að borga endalausa vexti. Stofnunin hefði fengið heim- ild til að taka 300 milljóna lán til að leysa þennan vanda og sömuleið- is bankakerfíð. Fiskvinnslufyrir- tælq'um hefði verið sinnt en nokkur væm eftir sem vísað hefði verið til stofnunarinnar af bönkum, þar á meðal Hraðfrystihús Stokkseyrar. Bankamir treystu sér ekki til að veita þessum fyrirtækjum viðbótar- lán. Guðmundur sagði að sér sámaði hve fyrirtækin á landsbyggðinni væm mörg illa stödd með lausafé þó þau í raun væm forrík. Hann sagði að kannanir hefðu verið gerð- ar á fyrirtælqum og endurgreiðslu- getu þeirra. Það verkefni sem við væri að eiga á Stokkseyri væri kvíðvænlegt því staðan væri hvergi verri en hjá Hraðfrystihúsinu sem ætti sér skýringar í ýmsum auka- kostnaðarliðum vegna staðsetning- ar og endurbyggingar. Endur- greiðslugeta fyrirtækisins væri slæm. Auka þyrfti tekjur og draga úr útgjöldum, þar á meðal launaút- gjöldum til að bæta stöðuna. Guðmundur benti á að velvilji væri fyrir hendi hjá Byggðastofnun um skipakaup til þeirra svæða sem misst hefðu skip burtu. Til þessa verkefnis hefði stofnunin fengið 100 milljónir 1985. Hann sagði og að við alla fyrirgreiðslu yrði áhersla lögð á fyrirtæki sem væm undir- staða byggðar. Hann ítrekaði að greiðslustöðvun Hraðfrystihúss Stokkseyrar þýddi ekki gjaldþrot og að mörg fyrirtæki hefðu náð sér á strik eftir slíkt. Mikilvægt væri að endurskipulagning fyrirtækisins tækist vel svo fyrirtækið byggðist upp og yrði nógu öflugt til að sinna sínu byggðarlagi. Gagnrýni á stjórn frystihússins og hreppsnefnd I almennum umræðum á eftir framsöguræðum kom fram gagn- rýni á stjóm Hraðfrystihússins og meirihluta hreppsneftidar. Steingrímur Jónsson hrepps- nefndarmaður nefndi laxeldistöð fyrirtækisins sem dæmi um vitlausa fjárfestingu upp á 10 milljónir sem ekki væri farin að skila arði. Hann gagnrýndi meirihluta hreppsnefnd- ar fyrir að halda minnihlutanum utan við alla umfjöllum í stjóm fyr- irtækisins. Hann hafði uppi efa- semdir um að komast mætti út úr stöðunni og nefndi dæmi um versn- andi skuldastöðu frystihússins. „Stjóm frystihússins hefur verið með allar eigur okkar og við fáum ekkert að vita. Þetta er allt í einni helvítis kreppu," sagði Steingrímur. Einar Sveinbjömsson, sem sæti á í stjóm Hraðfrystihússins, benti á að aðalfjárfestingin hefði átt sér stað í bátunum og það hefði verið nauðsynlegt svo þeir stöðvuðust ekki. Hann minnti á að lán vegna endurbóta á frystihúsinu væru dýr og það væri ein skýringin á stöð- unni. Helgi ívarsson hreppsnefndar- maður sagði lítið samráð vera haft við minnihluta hreppsnefndar um málefni frystihússins. Hann sagði greiðslustövunina gefa vonir um að byggðarlagið fengi að lifa. Helgi kvaðst hafa varað við þessari þróun á aðalfundum Hraðfrystihússins og benti á versnandi stöðu hússins milli einstakra ára. Einnig gat hann þess að þrátt fyrir erfíðleika og versnandi stöðu hefði meirihlutinn kosið sömu stjómina aftur nú eftir síðustu kosningar. Hann sagði að þó ýmislegt bæri á milli manna í skoðunum vildu allir standa að því að fyrirtækið héldi áfram. Einn fundarmanna varpaði fram þeirri spumingu hvort ekki gæti verið unnt að fá aukinn kvóta á svæðið í staðinn fyrir þann kvóta sem fór með togaranum Bjama Herjólfssyni, sem seldur var á upp- boði. Bent var á að slíkt væri ekki möguleiki, fískveiðistefna stjóm- valda leyfði slíkt ekki. Ámi Johnsen alþingismaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.