Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 57 • Jón Hjaitalín Magnússon var ein mesta skyttan í íslenskum handknattleik á sjötta áratugnum. Hór er hann f landsleik gegn Dönum í Laugardalshöll veturinn 1968. ísland sigraði með 15 mörkum gegn 10. um landsliöiö þar sem við komum. Þá hefur sala happdrættismiða í bílahappdrætti HSÍ gengið ótrú- lega vel og sýnir hinn mikla stuðning og áhuga fólks á landslið- inu okkar í handknattleik." 1. deildin er góð Hvernig stendur á þessari fjölgun áhorfenda á leikjum, held- urðu? Er deildarkeppnin orðin svona miklu skemmtilegri en hún var áður? „Mér finnst 1. deildarliðin vera góð núna og það sem sannar það er árangur Víkings með þetta unga og efnilega lið sitt í Evrópukeppn- inni. Þeir voru þarna að leika við lið sem lék úrslitaleikinn í Evrópu- keppni meistaraliða í fyrra. Það var nokkur aldursmunur á leikmönnum liðanna og þar með reynslumunur en Víkingarnir stóðu sig vel. Stjarn- an með sitt unga lið vann eitt af efstu liðunum í júgóslavnesku deildarkeppninni hér heima en tap- aði úti. Það er því mín skoðun að handknattleikurinn hér heima sé mjög góður. Við sjáum það að þegar danskur leikmaður, sem er dottinn úr landsliðinu, kemur hing- að og fer að æfa af þeim krafti sem íslendingar gera, þá er hann kom- inn strax inn í landsliðið aftur. Það er Ijóst að íslensku liðin æfa vel og markvisst, hafa góða þjálfara sem hafa mikla þekkingu á íþrótt- inni, og ná árangri. Og fyrirtveimur árum voru tvö íslensk lið í undanúr- slitum Evrópukeppninnar, en hvorki dönsk né þýsk lið komust svo langt.1' Nú ert þú búinn að vera for- maður í rúm tvö ár. Hvað held- urðu að þú verðir lengi í þessu? „Það er ársþing HSÍ sem velur formann og ég hef ekki hugsað mikið út í það hve lengi ég verö í þessu. Þegar ég tók starfið að mér 1984 hafði ég áhuga á að hjálpa til við að rífa upp handboltann aft- ur. Ég tel að það hafi tekist vel með hjálp allra þessara ágætu stjórnarmanna HSÍ og fjölmargra áhugamanna um eflingu hand- knattleiksíþróttarinnar á íslandi. En ég hef áhuga á að starfa áfram fram yfir Ólympíuleikana í Seoul ef ársþing HSÍ treystir mér til að Ijúka því verkefni." Það hefur heyrst sagt um þig að þú sórt kraftaverkamaður hvað handboltann varðarl Ég? Nei, það er ég ekki. Við höfum hjálpast mjög vel að í stjórn HSÍ og félögin hafa líka unnið mjög vel. Það er auðvitað hlutverk for- mannsins að marka stefnuna, stundum telja menn að hún sé byggð á of mikilli bjartsýni — hún hefur kannski verið í það bjartsýn- asta, en hefur samt rætst." Bjartsýnn — en raunsær Ertu þá svona mikill bjartsýnis- maður? „Já, en ég tel að ég sé raunsær líka. Ég spilaði á Ólympíuleikunum 1972 þar sém vantaði herslumun- inn á að við kæmumst í úrslita- keppnina. Við gerðum jafntefli við Tékka í forkeppninni og þeir spil- uðu svo úrslitaleikinn um Ólympíu- meistaratitilinn. Það hefur setið í mér síðan hve litlu munaði þá og ég vil gjarna gera allt sem hægt er til að hjálpa strákunum til að gera betur á Ólympíuleikunum í Seoul. Innst inni var það markmið- ið á leikunum 1984 að stefna að verðlaunasæti í Seoul '88. Ég leyfði mér að hugsa svo langt." Er hugarfarið kannski eitt af því sem þú hefur náð að breyta hjá mönnum eftir að þú varðst formaður? „Já, ég held að okkur í stjórn HSÍ hafi tekist sameiginlega að fá menn til að trúa meira á hvað þeir geta. Mér finnst stundum að menn séu of svartsýnir - telji verkefnin sér ofætlun. En leikmenn trúa nú betur á hæfileika sína en áður. Fyrir heimsmeistarakeppnina í fyrra var það vandamál að fá leik- menn og þjálfara til að trúa að þeir gætu rráð sjötta sætinu. Þeir og þjálfarinn töluðu um að áttunda til tíunda sæti yrði gott og þeir vildu fá bónus fyrir það. Auðvitað er það ekki lélegt að verða meðal tíu bestu af þessum rúmlega 120 þjóðum sem stunda handbolta, en við í stjórninni sögðum að við stefndum bara á sex efstu sætin og þeir fengju bara bónus fyrir það. Að lokum sættu þeir sig við það og unnu markvisst að þessum árangri. Núna fyrir Ólympíuleikana í Seoul þótti sjálfsagt að tala um eitt af sex efstu sætinum og eru leikmenn og þjálfari meira að segja á því að stefna enn ofar, stefna að verðlaunasæti. Það verður að sjálfsögðu mjög erfitt, en ekki óraunhæft og það hlýtur að vera hlutverk okkar í stjórn íþróttahreyf- ingarinnar að setja markið alltaf örlítið hærra í hvert skipti svo leik- menn og þjálfari hafi að einhverju nýju og háleitara marki að keppa." Menn spyrja sig ef til vill hvern- ig þú hefur tíma til aö starfa svona mikið fyrir HSÍ þegar þú ert með þitt eigið fyrirtæki líka? „Já, það fór mikill tími í þetta fyrst en nú hefur þetta gjörbreyst. Við vorum með einn mann í hálfu starfi 1984 en nú er HSÍ komið með þrjá menn í fullu starfi þannig að það fer minni tími í þetta en áður. Stjórn HSÍ er líka mjög virk — verkefnunum er skipt niður á marga menn, innan og utan stjórn- arinnar. Við erum með einar 30 nefndir starfandi eins og er og þær vinna mjög sjálfstætt. Eg hef það góða menn með mér að ég hef engar áhyggjur af störfum nefnd- anna." Þannig að þú ert enginn ein- ræðisherra, eins og einhvers staðar kom framl? „Nei, í DV hef ég verið gagn- rýndur fyrir að vera einræðisherra. Eg tók þessi skref frekar sem gagnrýni á mína stjórnarmenn, að þeir væru eintómir já-og-amen menn. Svo er alls ekki — þvert á móti er stjórnarfundirnir, sem haldnir eru vikulega, fjörugir, virkir og góðir. Þar eru málin rædd og tillögur allra stjórnar- og nefndar- manna ræddar vel. Það hlýtur að vera hlutverk formannsins að marka stefnuna og ef það hefur reynst rétt sem gert hefur verið hlýtur að vera skynsamlegt að halda áfram á sömu braut. Það hefur einnig verið deilt á að ég hafi viljað fá Steinar J. Lúðvíksson sem varaformann minn í stjórnina. Það var nokkur ágreiningur um það, en ég tel það ákveðið „prinsipp" mál að formaður geti valið sér varaformann. Það voru margir aðrir hæfir stjórnarmenn sem hefðu getað tekið þetta starf að sér, en ég taldi Steinar hæ- fastan til þess. Ég viðurkenni samt að hafa neitað að ræða á stjórnar- fundum HSÍ hugsanlega þátttöku íslands í B-keppninni á ftalíu þegar við vorum að undirbúa landsliðið fyrir A-heimsmeistarakeppnina í Sviss." Leikmenn í 42 vikur með landsliðinu milli HMogÓLíSeoul Landsliðið ferðast mikið og það er Ijóst að leikmenn eru stundum stóran hluta ársins er- lendis við æfingar og keppni. Leikmenn fá nú styrki frá HSÍ fyrir að æfa og leika með landslið- inu, en er langt í að HSÍ geti rekið hálfgert atvinnumannalandslið eða er ef til vill kominn vísir að því nú þegar? „Stefnan hjá okkur fyrir Ólympíuleikana 1984 var að ná sem bestum árangri. Við gátum ekki lofað strákunum miklu þá en sögðum að um leið og þetta færi að ganga betur myndum við gera miklu meira fyrir þá. Þeir yrðu því að sýna virkilega hvað þeir gætu, sem þeir og gerðu. Og eftir því sem okkar fjárhagur hefur batnað er það stefna okkar að sjá til þess að piltarnir séu fjárhagslega skað- lausir af þessum æfingum. Við gerum gríðarlega miklar kröfur til þeirra og það er náttúrulega ekki hægt nema að standa við bakið á þeim þannig að þeir geti stundað sína íþrótt án þess að það bitni á þeirra fjölskyldu og efnahag. Ég man að þegar ég var sjálfur í þessu í gamla daga þurfti maður eigin- lega að borga með sér. En nú eru gerðar svo gríðarlegar kröfur til leikmanna — mér telst til dæmis að frá heimsmeistarakeppninni í Sviss og fram að Ólympíuleikunum í Seoul þurfi leikmenn að vera meira og minna með landsliðinu í 42 vikur. Það er næstum því heilt ár á aðeins tveggja og hálfs árs tímabili. Þetta er gríðarlegur tími og síðan fyrir heimsmeistara- keppnina í Sviss hefur okkur tekist að greiða leikmönnum styrk, af- reksstyrk köllum við hann. Einnig höfum við tekið það upp aö greiöa þeim ákveðinn bónus fyrir að vinna leiki gegn A-þjóðum og B-þjóðum eins og Rússum og Vestur Þjóð- verjum og C-þjóðum, en tapi þeir fyrir C-þjóð þurfa þeir að borg^*- okkur. Holland er C-þjóð og þegar strákarnir töpuðu fyrir Hollending- um í haust þurfti hver leikmaður til dæmis að borga HSÍ 2.000 krón- ur. Það er því mikill hvati fyrir þá að standa sig ávallt vel. Það þarf í raun ekki — en við teljum samt að þeir leggi enn meira á sig við æfingar. En um spurninguna hvort við séum að fara út í atvinnu- mennsku er það mín skoðun að við munum aldrei gera það alveg — það sé ekki rétt, því piltarnir i. landsliðinu eru vel menntaðir og í góðri vinnu og okkar markmið er líka það að hjálpa þeim við að kom- ast áfram í lífinu. Að þeir stundi sitt nám og vinnu með handboltan- um og að íþróttin sé meira sem áhugamál. En við getum talað um hálfatvinnumennsku hjá landslið- inu í framtíðinni." Athuga hvort ég hef tíma ef menn vilja mig ístjórn IHF Að lokum langar mig að spyrja þig að einu, sem óg hef heyrt að margir velti fyrir sér; stefnir þu" að því að komast í stjórn alþjóða- sambandsins? Er ekki nauðsyn- legt fyrir ísland að eignast fulltrúa þar? „Ég tel nauðsynlegt að HSÍ eignist mann í stjórn alþjóðasam- bandsins og það hefur lengi verið talað um það veit ég. En ef menn telja að ég sé hæfur til að sitja í stjórninni mun ég að sjálfsögðu skoða hvort ég hafi tíma til þess. Það gæti verið gaman að því.“ Ársþing IHF er á tveggja ára fresti en kosningar fjórða hvert ár — næst verður kosið í stjórnina í Seoul á næsta ári. „Stjórnarstörf í íþróttinni eru ólaunuð. Þetta er tímafrekt starf, en veitir mikla ánægju. Það má kannski líkja þessu við laxveiðar. Sumir eru að eltast við bestu árnar og reyna að ná í stóra og erfiða laxa, en við í stjórn HSÍ erum að eltast við stærstu og erfiðustu handknatt- leiksmótin eins og A-heimsmeist- arakeppnina, Ólympíuleikana, Eystrasaltskeppnina, World Cup og slík og það á að hjálpa okkar landsliðum til að ná sem bestum árangri þar og verða landi og þjóð til sóma." Morgunblaðiö/Skúli Sveinsson • Það mæðir jafnan mikið á þeim þremenningum, Bogdan, Guðjóni Guðmundssyni, liðsstjóra og Jóni Hjaltalfn, er fslenska landsliðið á í hlut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.