Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 Spánska blaðið ElPais: Iranir keyptu vopn frá Spáni Madrid. AP. SPÁNSKA stjórnin leyfði, að Irönum væru seld vopn fyrir 280 millj. dollara þótt slík sala væri bönnuð með lögum. Var þessu haldið fram í eær í dagblaðinu EI Pais. Blaðið hefur það eftir ónefndum heimildamönnum innan spænska vopnaiðnaðarins og í vamarmála- og utanríkisráðuneytinu, að á út- flutningsskýrslum hafi Líbýa og Sýrland verið nefnd sem viðtakandi vopnanna en þaðan hafi þau farið til Irans. Talsmaður stjómarinnar, Miguel Gil, sagði í gær, að stjómin hefði ekki leyft neina vopnasölu til írans, aðeins til landa, sem ekki væru á bannlista stjómvalda. E1 Pais segir, að um fyrstu vopnasendinguna eftir að Persa- flóastríðið braust út hafi verið samið árið 1983 og að sú síðasta hafi farið til írans í maí á síðasta árí. Þá hafi ríkisstjóm Miðflokka- sambandsins selt Irökum vopn árið 1981 fyrir 100 milljónir dollara. Tilgreinir blaðið ýmsa vopnafram- leiðendur og hefur eftir þeim, að þeir hafi talið sig knúna til þessara viðskipta eftir að bannað var að selja vopn til Líbýu og Sýrlands. Gengi gjaldmiðla London, AP. GENGI Bandaríkjadollara lækkaði enn gagnvart helstu gjaldmiðlum í gær. Verð á gulli lækkaði einnig. í Tókýó kostaði doliarinn 152,95 japönsk jen (154,42) þegar gjaldeyrisviðskiptum lauk í gær. í London kostaði sterlingspund- ið 1,5325 dollara (1,5165) síðdegis í gær. Gengi annarra helstu gjaldmiðla var á þann veg að dollarinn kost- aði: 1,7965 vestur-þýsk mörk (1,8290), 1,5280 svissneska franka (1,5407), 6,0350 franska franka (6,0975), 2,0465 hollensk gyllini (2,0540), 1.292,375 ít- alskar lírur (1.300,00) og 1,3344 kanadíska dollara (1,3337). í London kostaði trójuúnsa af gulli 402,70 dollara (405,85). Franskir lögreglumenn á leið niður í holræsi Marseilleborgar. Ekkert hefur spurst til ræningjanna en talið er, að þeir hafi komið upp á yfirborðið í nokkur hundruð metra fjarlægð frá bankanum og forðað sér burt á bíl. Bankaránið í Marseille: Ræningjarnir höfðu lögreglu- garpinn að ginningarfífli unnar: „Þið getið komið inn. Þeir eru farnir." „Þeir eru horfnir. Við höfum verið blekktir," sagði Broussard náfölur og skjálfandi af reiði þeg- ar hann kom inn í bankann. Þegar lögreglumennimir fóm niður í göngin gaf þar aldeilis á að líta. Vom þau einna líkust stássstofu, teppalögð með símum og ýmsum hægindum auk alls kyns búnaðar, sem ræningjamir skildu eftir. Er augljóst, að þeir hafa unnið að gangagreftinum í margar vikur eða mánuði. Marseillebúar hafa sína skýr- ingu á ófömm lögreglunnar. Þær hafí stafað af því að kallað var á einhveija kraftaverkamenn frá París í stað þess að láta einn færasta lögreglumanninn í Mar- seille, Víetnamann N’guyen Van Loc, fást við málið. ROBERT Broussard, sem lengi hefur verið talinn mesti garpur- inn meðal franskra lögreglumanna, er ekki sérstaklega upplits- djarfur þessa stundina. í fyrradag höfðu ósvífnir bankaræningjar hann að ginningarfífli og létu sig hverfa niður um göng eftir að hafa tæmt mörg hundruð bankahólf. Ræningjamir grófu göng undir bankanna frá holræsum Mar- seilleborgar og komust inn í bankann kl. átta á þriðjudags- morgni. Tóku þeir í gíslingu 10 starfsmenn og 13 árrisula við- skiptavini og létu síðan greipar sópa um bankahólfin. Nokkur hundmð vel vopnaðara lögreglu- þjóna komu strax á vettvang, komu sér fyrir á nálægum húsa- þökum og bak við brynvarða bíla, en ræningjamir héldu þeim í skefjum með því að skjóta að þeim öðm hvom. Vom þeir að allan daginn og þegar komið var fram á kvöld kom sjálfur Brouss- ard á vettvang frá París og skoraði á ræningjana að gefast upp, þeir væm umkringdir og ættu sér ekki undankomuleið. „Þetta er ekki til neins. Við viljum fá 30 milljónir franka og tvo bíla,“ svömðu ræningjamir í blekkingarskyni og vafalaust hef- ur þeim hlegið hugur í bijósti því að göngin biðu þeirra, teppalögð og jafnvel búin símtækjum. Á áttunda tímanum í fyrrakvöld lauk svo leiknum þegar einn bankastarfsmannanna hljóp út úr bankanum og kallaði til lögregl- Broussard og N’guyen Van Loc við vettvangsrannsókn. Borgarstjóra- bíllínn of lítill TEDDY Kollek, borgarstjóra í Jerúsalem, gramdist þegar keyptir voru sjö splunkunýir glæsivagnar af beztu gerð frá Volvo fyrir ráðherra í ríkisstjórn- inni, en þegar að því kom að mótmæla í verki urðu honum mislagðar hendur. Við það efnahagsástand, sem ríkir í fsrael þótti Kollek sem ríkisstjómin færi ekki á undan með góðu fordæmi er hún pantaði glæsivagnana. Ákvað hann að láta ekki sitja við orðin tóm, heldur kaupa franskan smábíl af gerðinni Renault 5 þegar að því kom að endumýja útjaskaða emb- ættisbifreið borgarstjórans, sem var af gerðinni Ford Si- erra. En þegar Runóinn var af- hentur kámaði gamanið, því þá kom í ljós að hann var ekki sniðinn fyrir íturvaxna borgar- stjóra. Gerði Kollek árangurs- lausar tilraunir til að skáskjóta sér inn í bílinn smáa en allt kom fyrir ekki. „Við reyndum meira að segja skóhom, en útilokað var að koma Teddy inn,“ sagði einn af aðstoðarmönnum hans. Á endanum beygði hans sig fyrir bláköldum staðreyndum og skipti í snarhasti yfir í Pe- ugeot-305. Hann er af yfír- stærð í samanburði við Renault-5 og passaði Kollek vel. Og alltént þarf Kollek ekki að éta ofan í sig fyrri yfirlýsing- ar um bmðl því Peugeot-inn kostaði ekki nema þriðjung af. verði hverrar ráðherrabifreiðar. (Byggt á Jerusalem Post) w Sovétstjórnin hyggst versla með frelsi manna - að sögn Anatolys Shcharansky Jenisalem, Reuter. ANDÓFSMAÐURINN þekkti Anatoly Shcharansky sagði á mánu- dag að þúsundum gyðinga kynni brátt að verða heimilað að flytjast frá Sovétríkjunum. Sagði hann að með þessu vildu Sovét- menn knýja fram tilslakanir af hálfu vestrænna ríkja á sviði hátækni og alþjóða samskipta. Tæpt ár er nú liðið frá því Shcharansky settist að í ísrael. Hafði hann þá setið í níu ár í fang- elsi og vinnubúðum í Sovétríkjun- um. I viðtali sem birtist í gær sagði hann að samkvæmt nýrri löggjöf, sem tók gildi um áramót- in, yrði 30.000 gyðingum veitt fararleyfi á næstu fímm árum. Sagði hann níu af hveijum tíu gyðingum í Sovétríkjunum ekki geta sótt um leyfi samkvæmt lög- gjöfínni en í henni er kveðið á um að viðkomandi verði að eiga ætt- menni í því landi sem hann vill flytjast til. 500 fararleyfi voru veitt í síðasta mánuði, að sögn Gennadys Gerasimov, talsmanns sovéska utanríkisráðuneytisins. ..Löggjöfin sýnir ljóslega áform Sovétstjómarinnar," sagði Shcharansky. „Gorbachev hyggst sleppa gyðingunum til að knýja fram tilslakanir af hálfu vest- rænna ríkja." Shcharansky sagði ráðamenn eystra stefna að því að treysta viðskipti við vestræn ríki og fá aðgang að upplýsingum um ýmsan hátæknibúnað. Þá kvað hann þeim vera umhugað um að tryggja þátttöku Sovétríkjanna í alþjóðlegri ráðstefnu um hvernig koma megi á friði í Miðaustur- löndum. Stjóm ísraels hefur lýst yfir að Sovétmenn geti einungis sent fulltrúa á slíka ráðstefnu ef stjórnvöld heimili gyðingum að flytjast úr landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.