Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 19 Suðuramtsins húss- og bú- stjómarfélag stofnað 1837 Til „að efla sérhvað fyrir Suðuramtsins sveita- og sjávar- búnað gott og nytsamlegt“ Ljósmynd/Búnaðarblaðið Freyr Stjórn Búnaðarfélags íslands og búnaðarmálastjórij f.v.: Jónas Jóns- son búnaðarmálastjóri, Steinþór Gestsson á Hæli, Asgeir Bjamason í Ásgarði formaður og Hjörtur E. Þórarinssson á Ijöm. SUÐURAMTSINS húss- og bú- stjórnarfélag var stofnað 28. janúar til 8. júlí 1837. Var það fyrsta búnaðarfélag landsins. Arið 1870 var nafni þess breytt í Búnaðarfélag Suðuramtsins og árið 1899 var nafninu breytt í Búnaðarfélag íslands og starfs- svæðið látið ná til alls landsins. Hér á eftir verður lítillega sagt frá stofnun félagsins: Stofnað á afmælis- degi konungs Þórður Sveinbjörnsson háyfir- dómari átti hugmyndina að stofnun fyrsta búnaðarfélags landsins: „Sönderamtets oeconomiske Selskab". Fyrirmyndirnar voru fengnar frá nágrannalöndunum, aðallega í Konunglega danska land- búnaðarfélaginu. Fundur til stofn- unar félagsins var haldinn í réttarhaldsstofu landsyfirréttarins þann 28. janúar 1837, á „burðar- degi vors allranáðugasta konungs Friðriks sjötta". Þann sama dag hafði verið safnað undirskriftum allra stofnenda undir svokallaða frumskrá, „með hverri félagið er stofnað", eins og þar segir. Stofnendur félagsins voru ellefu, þar á meðal ýmsir af æðstu embætt- ismönnum landsins, svo sem stift- amtmaður, biskup, háyfirdómari, sýslumenn og landlæknir en aðeins tveir bændur. f frumskránni er vikið að elsku konungs á landinu og þeim velgem- ingum, sem hann hafi sýnt því að bæta búnaðarháttu á íslandi og kjör fólksins. Þess er getið að bæði rentukammerið og danska land- búnaðarfélagið hafi fylgt dæmi konungs með því að veita verðlaun þeim sem sýndu viðleitni til að bæta búskapinn. Þá er þess getið að þeir íbúar Suðuramtsins sem skrifa undir stofnskrána kunni ekki betur að heiðra konung sinn á fæð- ingardegi hans, en með því að sameinast um stofnun félagsins, með það markmið: „Að efla sérhvað fyrir Suðuramtsins sveita- og sjáv- arbúnað gott og nytsamlegt, upp á hvöm þann hátt, sem í þeirra valdi mætti standa." Farið var all mörgum orðum um góðan tilgang félagsins og að lokum eru konungi sendar heillaóskir og fyrirbænir á afmælinu. Fmmskráin er færð inn í fundagerðarbók fé- lagsins, næst á eftir frásögn af aðdraganda að stofnun þess og er hún þar bæði á íslensku og dönsku. Á fýrsta fundinum var ákveðið að bjóða öllum málsmetandi íbúum Suðuramtsins að ganga í félagið og þrír menn kosnir til að stjóma því til bráðabirgða. Hver er nytsemi þúfnasléttunar? Þann 5. júlí var síðan haldinn framhaldsaðalfundur. Þar var lagt fram framvarp að lögum fýrir fé- lagið og kosin stjóm. í stjóm vora kosnir: Þórður Sveinbjömsson for- seti, sem í fyrstu var reyndar nefndur aukaforseti til aðgreiningar frá heiðursforseta, Stefán Gunn- laugsson sýslumaður sem vár gjaldkeri og Helgi Thordersen dóm- kirkjuprestur ritari. Stiftamtmenh- imir vora sjálfkjömir sem heiðursforsetar félagsins fram til ársins 1874, sá fyrsti L. A. de- Krieger. Til 1899 vora svo lands- höfðingjamir sjálfkjömir heiðurs- forsetar, eða þar til Búnaðarfélag íslands var stofnað. Laugardaginn 8. júlí var fundin- um framhaldið og var þá gengið frá lögum félagsins og þar með endan- lega gengið frá stofnun félagsins. Á fundinum var samþykkt að gefa út blað og ákveðið að auglýsa eftir ritgerðum. Ritgerðarefni skyldi vera svar við spumingunni: Hver Forsetar/formenn Suðuramtsins húss- og bústjórnarfélags 1837—1899) og Búnaðarfélags slands (frá 1899) hafa eftirtaldir verið í þessi 150 ár: 1837—1856 Þórður Sveinbjömsson, háyfirdómari. 1856—1868 Séra Ólafur Pálsson. 1868-1901 Halldór Kr. Friðriks- son, yfirkennari. 1901—1907 Þórhallur Bjamason, biskup. 1907—1917 Guðmundur Helgason, prófastur í Reykholti. 1917—1919 Eggert Briem, bóndi í Viðey. er nytsemi þúfnasléttunar og tún- girðinga og hver er mismunur á sléttum og girtum túnum og óslétt- um og ógirtum. Þá skyldi strax auglýsa að félagið veitti sex verð- laun þeim mönnum í Suðuramtinu sem sléttuðu 40 ferfaðma og girtu samsvarandi reit. í árslok 1837 vora félagsmenn 105 talsins en 320 árið 1899 þegar 1919—1923 Sigurður Sigurðsson frá Draflastöðum. 1923—1925 Guðjón Guðlaugsson frá Ljúfustöðum. 1925—1935 Tryggvi Þórhallsson, ráðherra. 1935—1939 Magnús Þorláksson á Blikastöðum. 1939—1951 Bjami Ásgeirsson á Reykjum. 1951—1971 Þorsteinn Sigurðsson á Vatnsleysu. 1971—1987 Ásgeir Bjarnason í Ásgarði. Arið 1923 var stofnað embætti búnaðarmálastjóra og varð Sig- félagið rann inn í Búnaðarfélag ís- lands. Félagsmannaijöldi Búnaðar- félags íslands var 573 árið 1904, 1.000 árið 1912, 1.780 árið 1920, 2.700 árið 1936 og 4.500 árið 1986. Fyrsta hreppabúnaðarfélagið var stofnað árið 1842, Búnaðarfélag Bólstaðahlíðar- og Svínavatns- hrepps, og hefur það starfað samfellt síðan. urður Sigurðsson frá Draflastöð- um, sem þá var formaður félagsins, fyrsti búnaðarmála- sijórinn. Eftirtaldir hafa verið búnaðarmálastjórar: Sigurður Sigurðsson (1923—1926, 1930-1935). Metúsalem Stefánsson (1926-1935). Steingrímur Steinþórsson (1935-1950, 1956-1963). Páll Zophoníasson (1950—1956). Halldór Pálsson (1963-1964, 1965-1980). Ólafur E. Stefánsson (1964). Jónas Jónsson (frá 1980). Forsetar/formeiin Búnaðarfélags Islands og búnaðarmálasljórar Frá ráðunautafundi 1980, Ólafur E. Stefánsson nautgriparæktar- ráðunautur, Óli Valur Hansson garðyrkjuráðunautur, Sigurður Blöndal skógræktarstjóri og Matthías Eggertsson ritstjóri Freys. hafa búnaðarsamböndin ekki tök á að hafa sérhæfða ráðunauta. Starfssvið ráðunauta Á undanfömum árum hefur Bún- aðarfélag íslands haft ráðunauta á eftirtöldum fagsviðum: Jarðrækt, garðrækt og ylrækt, nautgriparækt, sauðfjárrækt, hrossarækt og út- flutningur hrossa, svínarækt, loð- dýrarækt og fóðran loðdýra, bútækni og byggingar, búvélar og vatnsvirki, landnýting, hlunninda- nýting og búnaðarhagfræði. Auk þessa veita starfsmenn tölvu- deildar, starfsfólk búreikningastofu, ritstjórar Búnaðarblaðsins Freys og Handbókar bænda svo og varahluta- fulltrúi, margháttaðar faglegar upplýsingar og leiðbeiningar. Störf allra ráðunauta era fjölþætt en jafnframt allbreytileg eftir starfs- sviðum. Allir veita þeir fjölþættar leiðbeiningar er þeir mæta á fundum og heimsækja bændur, með viðtölum á skrifstofum sínum eða bréfaskrift- um, með skrifum í Frey eða önnur rit eða í búnaðarþáttum útvarpsins. Jarðræktarráðunautar og bú- tækniráðunautur era trúnaðarmenn við skipulagningu, úttekt og greiðsl- ur framlaga til jarða- og húsabóta. Búfjárráðunautar era dómarar á búfjársýningum, hafa yfirumsjón með skýrsluhaldi um búféð og hafa forystu í kynbótastarfseminni, svo nokkuð sé nefnt. Störf að fram- kvæmd laga Búnaðarfélag Islands fær nær allt starfsfé sitt úr ríkissjóði. Með því og framlögum ríkisins til starf- semi héraðsráðunauta ber ríkið meirihlutann af kostnaði við leið- beiningaþjónustu landbúnaðarins, en víðast erlendis er hún alfarið kostuð af ríkinu. Samhliða leiðbeiningaþjón- ustunni, og að hluta í tengslum við hana, hefur Búnaðarfélag íslands verið falin framkvæmd margra og umfangsmikilla lagabálka. Sú starf- semi lýtur yfirstjóm landbúnaðar- ráðherra og era því störf Búnaðafélagsins mjög tengd land- búnaðarráðuneytinu. Endurmenntun Búnaðarfélag íslands og Rann- sóknastofnun landbúnaðarins halda árlega vikulangan fræðslu- og um- ræðufund, svonefndan Ráðunauta- fund. Velflestir fagmenn sem þjóna landbúnaðinum, svo sem héraðs- ráðunautar, ráðunautar BÍ, sérfræð- ingar Rala, tilraunastjórar, kennarar bændaskólanna og garðyrlq'uskólans svo og starfsmenn nokkurra annarra stofnana, sitja jafnan ráðunauta- fundi. Á ráðunautafundum era kynntar niðurstöður frá tilrauna- og rannsóknastarfinu í landinu sem og erlendar og innlendar nýjungar í landbúnaði og fjölmargt annað er leiðbeiningaþjónustuna varðar. Ráðunautafundir hafa nú verið haldnir reglubundið í meira en 30 ár og hafa reynst mjög gagnlegir. Auk ráðunautafunda era oft haldnir fundir eða námskeið um af- mörkuð efni innan landbúnaðarins, svo sem um málefni einstakra bú- greina eða þegar kynna þarf eða undirbúa sérstök viðfangsefni. Oft era slíkir fundir eða námskeið haldin í samvinnu við bændaskólana og rannsóknarstarfsemina. Aðild að ýmsum stjómum Búnaðarfélag Islands á aðild að stjómum ýmissa stofnana land- búnaðarins og nefndum er vinna að málum þess. Má þar nefna stjómir Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins, Stofnlánadeildar landbúnaðar- ins, Lífeyrissjóðs bænda og Bjargráðasjóðs. Fulltrúar BÍ sitja í Tilraunaráði landbúnaðarins og Rannsóknaráði ríkisins og ýmsum fagnefndum öðrum. Erlend samskipti Búnaðarfélag íslands tekur þátt í margháttuðu félagslegu og faglegu samstarfi með öðram þjóðum. Það er aðili að Norrænu bændasamtök- unum (NBC) ásamt Stéttarsam- bandibænda o.fl., Búfjárræktarsam- bandi Evrópu (EAAP), Evrópusambandi eigenda íslenskra hesta (FEIF) og auk þess ýmsum fagnefndum. Starfsmenn BI taka mikinn þátt í störfum Félags nor- rænna búvísindamanna (NJF) og era þar í stjómum deilda og undir- nefnda, auk þess sem þeir hafa ýmis önnur samskipti við stéttar- bræður á Norðurlöndum og víðar. Önnur starfsemi Búreikningastofa landbúnaðar- ins starfar eftir sérstökum lögum og er BÍ falinn rekstur hennar. Auk forstöðumanns starfa við hana tveir fulltrúar í fullu starfi og tveir í hluta- starfi. Þeir bændur er halda vilja búreikninga fá til þess faglega að- stoð frá Búreikningastofunni og senda síðan reglubundið inn til stof- unnar framgögn og skýrslur sem farið er yfir og búin era tij skráning- ar og uppgjörs í tölvu BI. Tölvudeild hefur verið starfrækt hjá BÍ um árabil, en um tuttugu ár era nú liðin síðan farið var að gera upp búij árræktarskýrslur og síðan búreikninga í tölvu á vegum félags- ins. BÍ á nú tölvu á móti Framleiðslu- ráði landbúnaðarins og sér tölvu- deildin um uppgjör á öllum skýrslum er félaginu berast en þær era auk þeirra sem að framan era nefndar: jarðræktarskýrslur, forðagæslu- skýrslur, sæðingaskýrslur og gögn forfalla- og afleysingaþjónustu, auk þess sem allt bókhald á vegum fé- lagsins er fært þar. Nautastöð er rekin af BÍ á Hvanneyri og nautauppeldisstöð í Þorleifskoti í Hraungerðishreppi. Öll starfsemi að kynbótum í nautgripa- rækt er bundin við þessar stöðvar þar sem um 80% af mjólkurkúm í landinu era sæddar við nautum sem hafa verið á stöðinni. Stóðhestastöð ríkisins er rekin í Gunnarsholti á Rangáraöllum. Til- gangur hennar er að ala upp og temja stóðhesta og fá á þá dóma. Veiðistjóri. Embætti veiðistjóra er vistað hjá Búnaðarfélagi íslands. Veiðistjóri starfar eftir lögum um eyðingu refa og minka og vinnui einnig að eyðingu vargfugla. Útgfáf ustarf semi Gildur þáttur í fræðslu- og leið- beiningastarfsemi Búnaðarfélags Islands er útgáfa á fræðsluefni. Það gefur út Búnaðarblaðið Frey í sam- vinnu við Stéttarsamband bænda. Freyr kemur út hálfsmánaðarlega og flytur efni um fag- og félagsmál bænda. Búnaðarritið kemur út einu sinni á ári. Þar era birt Búnaðarþingstíð- indi, skýrslur um starfsemi Búnaðar- félagsins, þ.á.m. starfsskýrslur ráðunauta og annarra fastra starfs- manna. Auk þess birtast þar greinar faglegs efnis. Handbók bænda er gefin út ár- lega. Þar birtast margháttaðar leiðbeiningar og grandvallarapplýs- ingar um landbúnaðinn auk leið- beinandi greina um einstaka þætti í búskap. I henni er birt ítarleg skrá yfir allar stofnanir landbúnaðarins og ýmsa starfsemi honum tengda. Fræðslurit era gefin út við og við um einstök efni eftir því sem ástæða þykir til. Sérrit um niðurstöður frá sýning- um og úr skýrsluhaldi í sauðQár- og nautgriparækt o.fl. hafa komið út hin síðari ár. Búreikningastofa landbúnaðarins gefur árlega út skýrslu um niður- stöður búreikninga. Þar birtist samandregið yfirlit yfir helstu þætti sem lesa má úr niðurstöðum þeirra. Bókaútgáfa hefur alla tíð verið nokkur á vegum Búnaðarfélags Ís- lands og hafa verið gefnar út jafnt fagbækur og sögulegar heimildir varðandi landbúnaðinn. Bændahöllin Miðstöð Búnaðarfélags íslands er í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík. Félagið er eigandi húss- ins að 2/s hlutum á móti Stéttarsam- bandi bænda. Þar er ráðunautaþjón- usta félagsins til húsa að mestu leyti svo og almenn afgreiðsla þess. Þar er einnig Búreikningaskrifstofan og embætti veiðistjóra. Þar era einnig skrifstofur Stéttarsambands bænda og Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Bændasamtökin reka Hótel Sögu sem nýtir mestan hluta hússins og er stærsta hótel landsins. Sjá bls. 40.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.