Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 Búnaðarfélag Islands 150 ára Breyttar áherslur og tölvuvæðing leið- beiningaþjónustunnar Rætt við Jónas Jónsson búnaðarmálastjóra um breyt- ingar á starfsemi Búnaðarfélagsins vegna breyttra aðstæðna 1 landbúnaði „Leiðbeiningaþjónustan gegn- ir alltaf ákaflega mikilvægu hlutverki í þróun búskaparins, ekki síst þegar þarf að breyta til,“ sagði Jónas Jónsson búnað- armálastjóri þegar rætt var við hann um breytingar á starfi Bún- aðarfélags Islands í ljósi breyttra aðstæðna i atvinnugreininni. Byggð upp þjónusta við loðdýraræktina Jónas skýrði þetta með nokkrum dæmum: „Þegar loðdýraræktin hófst hér upp úr 1970 voru búin fá en stór. Þá fékk Búnaðarfélagið mann til að kynna sér þessa grein og réði hann síðan sem ráðunaut í loðdýrarækt. Hann starfaði einn að leiðbeiningum í loðdýraræktinni í áratug. Um 1979 byijuðu almennir bændur á refarækt. Þeim fjölgaði stöðugt og nokkuð ört og varð þá mikil þörf fyrir leiðbeiningar í grein- inni. Aður höfðu héraðsráðunaut- amir ekki haft tækifæri til að leiðbeina í loðdýraræktinni en upp úr 1980 var farið að vinna skipu- lega að þjálfun þeirra með þeim árangri að nú eru ráðunautar, sem kynnt hafa sér loðdýrarækt sérstak- lega, starfandi í nær öllum loðdýra- ræktarhéruðunum. Þá hefur Búnaðarfélagið ráðið sérstakan fóð- urráðunaut, sem sinnir nær ein- göngu leiðbeiningum í loðdýrarækt- inni, auk þess sem ýmsir ráðunautar Búnaðarfélagsins veija miklum tíma, sumir meirihluta starfstíma síns, í þágu loðdýraræktarinnar. Má í því sambandi nefna bygginga- og bútækniráðunautinn og hag- fræðiráðunautinn. Hjá Sambandi íslenskra loðdýraræktenda starfaði einnig á síðasta ári skinnaráðunaut- ur. Þetta er dæmi um þá áherslu- breytingu sem orðið hefur í leið- beiningaþjónustunni og reyndar einnig kennslu og rannsóknum hjá Búnaðarfélagi Islands, bændaskól- unum og Rannsóknastofnun land- búnaðarins. Þetta hefur verið gert hér innanhúss, án þess að til hafi komið teljandi auknar fjárveitingar. Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefur þó stutt þessa fræðslustarf- semi og með því gert hana mögu- lega. Leiðbeininga- þörfin mikil Nauðsynlegt er að geta þess að þegar um nýbúgreinar er að ræða, þar sem allir eru byijendur og hóp- urinn stór; er leiðbeiningaþörfín gífurleg. Arangurinn er líka að miklu leyti kominn undir þjálfun og reynslu bændanna. í þeim héruð- um sem loðdýraræktin er komin vel af stað öðlast bændumir þessa þekkingu að töluverðu leyti frá nágrönnum sínum sem þegar eru komnir af stað. Mikilvægt er að ráðunautarnir séu með á nótunum þannig að hægt sé að miðla upplýs- ingum um það besta sem þeir reyndu gera til byijendanna. Loðdýraræktin er á engan hátt vandasamari búgrein en til dæmis sauðfjárræktin. Munurinn er hins Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri. Morgunblaðið/ói.K.M. vegar sá að allir þeir sem alast upp í sveit hafa reynslu aldanna til að byggja á í sauðfjárrækt og þeir sem koma nýir inn í greinina njóta reynslu nágranna sinna og taka þá meðvitað eða ómeðvitað til fyrir- myndar. Þessu er ekki að heilsa í loðdýraræktinni og er þörfin fyrir fræðslustarfsemi því mikil, ekki síst í ljósi þess hve dýrt það er að Iáta alla læra af mistökum sínum. Eg sé mikla möguleika fyrir bændur að vera með í fiskeldinu. Það getur orðið á einstökum býlum og bændur geta einnig sameinast um stærri og smærri stöðvar. Eg er þó alveg viss um að forsenda þessa er að ráðunautastarfsemi, hliðstæð þeirri sem reynt hefur ver- ið að byggja upp í loðdýraræktinni, verði komið upp í fiskeldinu. Það sama gildir raunar um aðrar nýbú- greinar." Tölvuvætt bænda- bókhald „Annað svið sem Búnaðarfélag Seljum með verulega góðum afslœtti takmarkað magn af eldhúsvélum, innbyggingarofnum, helluborðum, viftum og kœliskápum sem verið hafa í útstillingareldhúsum. Einnig nokkurt magn af lítið útlitsgölluðum heimilistœkjum. Nú er lag að gera góð kaup — 10-30% afsláttur Góðir greiðsluskilmálar. EINAR FARESTVEIT &. CO. HF. BERGSTAÐASTRATI I0A - SlMI 16995 Blomberq þau gerast ekki betri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.