Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 Halldór Asgrímsson: Kúfiskveiðar gætu orðið arðbærar 40 milljónum þegar fjárfest í fyrirtækið HALLDÓR ÁsgTÍmsson, sjávar- útvegsráðherra, sagði á Alþingi í gær, að arðsemisútreikningar á vegum svonefndrar Kúfisk- nefndar hefðu leitt í ljós að um arðbæra atvinnugrein gæti orðið að ræða að uppfylltum ákveðn- um skilyrðum. Það var Sturla Böðvarsson (S.- VI.), sem spurðist fyrir um það, hvað liði störfum kúfisknefndar og hvort fyrir lægju niðurstöður nefnd- arinnar um markaðsmál, veiðar og vinnslu á kúfiski. Hann sagði, að það væri mat fískifræðinga að við strandir landsins væri kúfískur í verulega veiðanlegu magni. Þekk- ing á veiðum og vinnslu þessarar tegundar væri hins vegar takmörk- uð. í svari sínu rakti sjávarútvegs- ráðherra ýtarlega störf kúfisk- nefndar frá því hún var skipuð 1983 og fjallaði um tilraunavinnslu á kúfiski, sem veiðist hér við land, í Bandaríkjunum. Hann sagði, að síðari hluta árs 1984 hefði hafist samstarf nefndarinnar og fyrirtæk- isins Reykjaness hf. í Stykkishólmi um rannsókn á möguleikum veiða og vinnslu kúfisks hér á landi. Fjár- festingarkostnaður, sem fyrirtækið hefði nú ráðist í vegna þessa, næmi um 40 milljónum króna og hefði það fjármagn komið frá fyrirtækinu sjálfu, Byggðastofnun, Þróunarfé- laginu, Fiskimálasjóði og Fiskveiði- sjóði. Einnig hefði sjávarútvegs- ráðuneytið styrkt fyrirtækið lítils háttar í þessu verkefni. Ráðherra sagði, að störf kúfisk- nefndar hefðu dregist en fyrir lægju drög að skýrslu nefndarinnar frá því í nóvember 1985. Þar kæmi fram, að með 230 daga úthaldstíma á ári, 3600-3800 kg. afla á klst. hráefnisverði á kr. 4.00, nýtingu í vinnslu 9% og afurðaverði fyrir lausfrystan kúfisk á 95 cent pundið gæti orðið um arðsama atvinnu- grein að ræða. Unnið að síldarsöltun Utandagskrárumræður á Alþingi: Síldveiðum Sovétmanna í norskri landhelgi mótmælt GUÐMUNDUR J. Guðmundsson (Abl.-Rvk.) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi í gær og gerði að umtaisefni nýgerðan samning Norðmanna og Sovétmanna um síldveiðar hinna síðarnefndu inn- an norskrar landhelgi. Þingmað- urinn taldi samninginn mjög alvarlegs eðlis og kvaðst vilja vita, hver yrðu viðbrögð sljórn- valda hér á landi við honum. Guðmundur J. Guðmundsson sagði, að Norðmenn hefðu undan- farin ár reynt að ná sovéska saltsí- ldarmarkaðnum af íslendingum. Hefðu þeir boðið 30-35% lægra verð fyrir afurðir sínar, en samning- ar ekki tekist, þar sem Sovétmenn teldu íslensku síldina betur verkaða en hina norsku og síldarmat hér á Rætt um umferðaröryggi á Reykjanesbrautinni MATTHÍAS Bjarnason, sam- gönguráðherra, svaraði á Alþingi i gær fyrirspurn frá Gunnari G. Schram (S.-Rn.) um umferðaröryggi á Reykjanes- braut. í máli ráðherra kom fram, að fáar og umdeildar bráðabirgðalausnir væru til vegna slysahættu á vegamótum Arnarnesvegar og Hafnar- fjarðarvegar. Ráðherra vék fyrst að umferð- aröryggi á Amarneshæð. Hann sagði, að þær vegabætur, sem framkvæmdar voru á Hafnar- fjarðarvegi um Amameshæð árin 1975 og 1976, hefðu miðast við endanlega útfærslu vegarins, sem fæli í sér að Hafnarfjarðarvegur- inn yrði sprengdur niður í hálsinn en Amarnesvegurinn lægi yfir hann á brú. Hann sagði, að þegar þessum framkvæmdum var lokið 1976 hefði frekari framkvæmdum verið slegið á frest, þar sem meira hefði þótt liggja á endurbótum Hafnarfj arðarvegar gegnum Garðabæ og síðan nýbyggingu Reykjanesbrautar milli Hafnar- Ú’arðar og Breiðholts. Við endur- skoðun vegaáætlunar nú yrði væntanlega tekin ákvörðun um, hvenær lokið yrði við þær fram- kvæmdir, sem eftir væm á AiMnci Amameshæðinni til að Hafnar- fjarðarvegur og Amamesvegur kæmust í endanlegt horft. Ráðherra sagði, að eins og vegamót Amarnesvegar og Hafn- arfjarðarvegar væm nú stafaði umferðinni af þeim hætta, sem framtíðarlausnin ætti að fyrir- byggja. Mikið hefði verið rætt um slysahættu á þessum stað og hefði Vegagerðin átt viðræður við lög- regluna í Hafnarfirði um úrbætur til bráðabirgða. í þeim umræðum hefði komið í ljós, að bráðabirgða- lausnir væm fáar og umdeildar. Helst hefði verið rætt um um- ferðarljós en þeim væri talin fylgja hætta á öngþveiti í snjókomu og hálku. Málið væri því ekki útrætt. Aðilar væm þó sammála um, að slys á þessum stað stöfuðu fyrst og fremst af of hröðum akstri, en lögreglan í Hafnarfirði teldi sig ekki hafa bolmagn til að halda hraðanum innan hæfílegra marka á þessari leið. Um Reykjanesbrautina sagði ráðherra, að umferðarslys dreifð- ust um hana alla, enda þótt á þeim kafla, sem er vestan Hafnar- fjarðar séu þau tíðust í nágrenni Kúagerðis. Samt væri slysatíðni á Reykjanesbraut milli Hafnarfjarð- ar og Njarðvíkur undir landsmeð- altali. I umræðum um slysahætt- una á Reykjanesbraut hefðu menn orðið sammála um, að bundið slit- lag á axiir vegarins mundi leysa mikinn vanda og koma í veg fyrir mörg slysanna, sem stafa af því að vegfarendur lenda í vanda vegna brúnar, sem oft myndast þegar laust efni á öxlum skolast frá veghellunni. Hér væri um framkvæmd að ræða, sem varla yrði ráðist í nema í áföngum. Loks sagði ráðherra, að leitað hefði verið lausnar á vanda kafl- ans um Kúagerði en þar stafaði hættan fyrst og fremst af hálku sem myndast skyndilega við sér- stakar aðstæður hitabreytinga og raka. Þótt til væru tæki, sem að- varað gætu við hálkumyndun væri ekki ljóst, hvort slík tæki myndu leysa vandann á Reykja- nesbrautinni. landi traustara en í Noregi. Nú hefðu Norðmenn boðið Sovétmönn- um að veiða 15 þúsund tonn af síld innan landhelgi sinnar án nokkurs samráðs við íslendinga þótt um sameiginlegan fiskstofn væri að ræða. Þessi vinnubrögð fordæmdi hann og riíjaði upp, að íslendingar hefðu lengi viljað efna til fjögurra landa ráðstefnu um endurreisn norsk-íslenska síldarstofnins. Sov- étmenn og Færeyingar væru því hlynntir, en Norðmenn hefðu þver- neitað að mæta. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði, að sam- kvæmt samþykkt Alþjóða hafrannsóknarstofnunarinnar mætti veiða 150 þúsund tonn af norsk-íslensku síldinni. Norðmenn hefðu haldið sig innan þessara marka og samningurinn við Sovét- menn fæli ekki í sér aukna veiði. Hins vegar hefðu Norðmenn veitt að hluta til minni síld (þ.e. smásfld) en samþykkt Alþjóða hafrannsókn- arstofnunarinnar kveða á um og hefði því verið mótmælt. Hann stað- festi, að Norðmenn hefðu enn ekki viljað fallast á fjögurra landa ráð- stefnu um nýtingu síldarstofnsins, en kvað málin enn til umræðu milli ríkjanna. Hann kvaðst ekki sjá, að hægt væri að aðhafast neitt vegna samnings Norðmanna og Sovét- manna, en taldi að fyrri mótmæli íslendinga vegna síldveiða Norð- manna hefðu borið nokkum árang- ur. Guðmundur J. Guðmundsson vakti athygli á því, að veiðar Norð- manna á smásíld hefðu í för með sér að útilokað væri að sfldarstofn- inn næði sér upp. Kvaðst hann draga í efa að Norðmenn hefðu áhuga á uppbyggingu stofnsins, þar eð Ijölgun gæti leitt til þess að sfldin færi að leita sér ætis við íslands- ■ strendur og þar með utan lögsögu Norðmanna. Lét þingmaðurinn þá von í ljós, að máli þessu yrði hreyft á þingi Norðurlandaráðs síðar í þessum mánuði. Guðrún Helgadóttir (Abl.- Rvk.) tók undir með Guðmundi J. Guðmundssyni og sagði málið áþekkt því, þegar Evrópubandalag- ið fékk veiðiheimildir innan græn- lenskrar lögsögu. Það mál hefði einnig verið rætt á Alþingi. Hún sagðist lofa því, að þetta mál yrði tekið upp á þingi Norðurlandaráðs og kvaðst mundu hrejrfa því þegar í dag á fundi þingmanna til undir- búnings Norðurlandaráðsfundinum. Tvær nýjar tillögur um fræðsluslj óramálið TVÆR tillögur um rannsókn svonefnds fræðslustjóramáls komu fram á Alþingi í gær. Annars vegar er um að ræða lagafrumvarp frá þingmönn- um úr Framsóknarflokki, Alþýðubandalagi og Kvenna- listi og hins vegar þingsálykt- unartillögu frá þingmönnum úr Alþýðuflokknum. Flutningsmenn lagafrum- varpsins eru Ingvar Gíslason (F.-Ne.), Guðmundur Bjarna- son (F.-Ne.), Steingrímur J. Sigfússon (Abl.-Ne.) og Kristín Halldórsdóttir (Kl.- Rn.). í frumvarpinu er gert ráð fyrir því, að Hæstiréttur skipi fímm manna nefnd utan Al- þingis til „að rannsaka deilur menntamálaráðuneytisins og fræðsluyfirvalda í Norðurlands- umdæmi eystra og það hvort menntamálaráðherra hafi haft fullgildar ástæður til að víkja fræðslustjóra umdæmisins úr starfi," eins og orðrétt segir. í frumvarpi fjórmenninganna er gert ráð fyrir því, að meðan á rannsókn stendur skuli fyrr- verandi fræðslustjóri halda öllum réttindum sínum sem op- inber starfsmaður og a.m.k. hálfum launum. Þingsályktunartillagan er borin fram af Jóhönnu Sigurð- ardóttur (A.-Rvk.), Kolbrúnu Jónsdóttur (A.-Nv.) og Karli Steinari Guðnasyni (A.-Rn.). Þar er ríkisstjórninni falið, að skipa þriggja manna nefnd „er hafi það verkefni að gera úttekt á samskiptum menntamálaráðu- neytisins og fræðsluumdæmis Norðurlands eystra.“ Nefndinni er ætlað að semja skýrslu um störf sín, sem birt verði opin- berlega. Þá er gert ráð fyrir því, að á meðan rannsókn fer fram verði einungis skipað tíma- bundið í stöðu fræðslustjóra í umdæminu og samið verði við fyrrverandi fræðslustjóra um kjör hans og réttindi til sama tíma. í greinargerð með þingsálykt- unartillögunni er vakin athygli á þvf, að þegar liggi fyrir tvö þingmál um efnið (þ.e. frumvarp Ingvars Gíslasonar o.fl. og þing- sályktunartillaga frá Stefáni Valgeirssyni), sem að mati flutn- ingsmanna séu ekki til þess fallin að leysa deiluna í þeirri stöðu sem hún sé nú í. Raunar megi álíta að þau geti fremur spillt fyrir farsælli lausn en stuðlað að niðurstöðu sem ás- ættanleg sé fyrir báða aðila. Að auki er á það bent, að ekki geti talist heppilegt að Hæstiréttur gerist óbeinn aðili málsins á þessu stigi, eins og þingmálin tvö kveði á um, þar sem málið kunni að koma fyrir Hæstarétt á síðari stigum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.