Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 25 Morgunblaðið/Bjami Helgi Steinsson, Hulda Aðalsteinsdóttir og Steinn Snorrason með verðlaun sem þau hafa fengið fyrir Skvettu og góða mjólk á undanförnum árum. Skvetta mjólkaði mest í fyrra: Fyrst o g fremst þarf að fara vel með skepnurnar - segir Steinn Snorrason bóndi á Syðri-Bægisá „HÚN er mjög vel byggð, hefur mikið bolrými og eiginleika til að geta mjólkað mikið. Auk þess er hún hraust með af- brigðum og ákaflega geðgóð,“ sagði Steinn D. Snorrason bóndi á Syðri-Bægisá í Öxnadal um kúna Skvettu sem var af- urðahæsta kýrin í fyrra samkvæmt skýrslum naut- griparæktarfélaganna, mjólk- aði 8.914 kg á árinu. Hulda Aðalsteinsdóttir, kona Steins, tók undir þetta og bætti við: „Hún er með skemmtilegustu kúm sem maður umgengst, þæg og góð.“ Steinn og Hulda búa félagsbúi með Helga Bjama Steinssyni, syni sínum, á Syðri-Bægisá. Helgi á Skvettu. Hann sagði að pabbi sinn hefði gefið sér kvíguna fyrir nokkrum árum. Sagðist hann hafa valið hana í staðinn fyrir folald sem honum stóð einnig til boða og sæi ekki eftir því. Skvetta ber númerið 88. Hún er fædd í maí 1979 og er brönd- ótt. Ættemi hennar er: Faðir Vaskur nr. 71007, móðir Sokka nr. 53 frá Syðri-Vargjá. Helgi sagði að strax hefði sést á Skvettu að hún væri efni í góða mjólk- urkú. Hún bar fyrst haustið 1981 og mjólkaði þá strax vel. Árið eftir bar hún tveim kálfum og dró þá heldur úr nytinni, eins og oft- ast gerist þegar kýr bera tveimur kálfum. Árið 1983 mjólkaði hún síðan 7.431 kg og hefur nytin aukist ár frá ári síðan. Á síðasta ári mjólkaði hún 8.914 kg og taldi Helgi að afurðir hennar hefðu þá náð hámarki, þó ekki væri hægt að fullyrða neitt um það strax. Skvetta var búin að mjólka 37.744 kg um síðustu áramót og undan- farin 4 ár hefur hún mjólkað rúmlega 8 J>úsund kg á ári að meðaltali. Á síðustu héraðssýn- ing^u Eyfirðinga, sem haldin var 1984, fékk Helgi I. verðlaun af 1. gráðu, svokölluð heiðursverð- laun, fyrir Skvettu. Helgi sagði að kýr sem mjólk- uðu svona mikið þyrftu mikið og gott fóður. Það væri eiginleiki hjá sumum kúm að geta mjólkað svona mikið en þeim yrði að svara með miklu fóðri. Feðgamir á Syðri-Bægisá eru með þurrhey- skap og heimagerða grasköggla. Ekki voru þeir með handbærar tölur um hvað Skvetta hefði feng- ið mikið kjamfóður á árinu, en sögðu að það hefði ekki verið mikið miðað við afurðir hennar. Á Syðri-Bægisá er íjós fyrir Skvetta Vasksdóttir i fjósinu á Syðri-Bægisá með eigendum sínum, Helga Steinssyni og Steini Snorrasyni. 40 kýr, en þar hefur orðið að draga saman framleiðsluna eins og víða annars staðar í hefð- bundnum búskap, þannig að kýmar eru aðeins um 30. Búið hefur leyfi til að framleiða 142 þúsund lítra af mjólk og er það 20—30 þúsund lítrum minna en framleiðslan undanfarin ár, að sögn þeirra feðga. Búið hefur alltaf verið með miklar og góðar afurðir. Árið 1984 og 85 fékk það til dæmis verðlaun frá Mjólkursamlagi KEA fyrir góða mjólk og búast þeir feðgar við að fá slík verðlaun einn- ig fyrir árið 1986. Búið hefur alltaf verið framarlega í meðalaf- urðum á kú samkvæmt skýrslum nautgriparæktarfélaganna. I fyrra voru meðalafurðir til dæmis tæp 5 þúsund kg á árskú. „Fyrst og fremst þarf að fara vel með skepnumar," sagði Steinn er hann var spurður hveiju hann þakkaði þennan árangur. „Einnig verður að reyna að rækta upp stofninn, setja á undan bestu kún- um og velja sæði frá réttum nautum. Nú og afla góðs fóðurs. Mikilvægt er að hafa reglu á hlut- unum, mjólka og gefa reglulega. Reyndar gef ég þeim ekki nema tvisvar á dag. Þá eru kýmar aldr- ei of vel hirtar. Þeim líður betur í þrifalegum húsum." „Það getur litið þannig út frá sjónarhóli margra, en ekki frá mínum bæjardyrum séð. Ég segi: Betra er að fækka kúnum og ná meira út úr þeim sem eftir eru,“ sagði Steinn, þegar hann var spurður hvort ekki væri öfugsnúið að vinna að því að ná hámarksaf- urðum á samdráttartímum í mjólkurframleiðslunni. Kynbótanefnd Búnaðarfélags Islands í nautgriparækt hefur valið þijú bestu nautin af 1980- árganginum og er naut frá Syðri-Bægisá þar á meðal. Það er Bæsi nr. 80019, sonur Brúsks nr. 72007 frá Þúfnavöllum og Agnesar nr. 44 á Syðri-Bægisá. Móðir hans, Agnes, bar fyrst árið 1975 og hefur síðan mjólkað 56.383 kg, eða 5.638 kg á ári að meðaltali. Steinn hefur áður átt úrvalskýr, til dæmis Rósu nr. 1, sem mjólkaði 9.180 kg á einu ári fyrir hálfum öðrum áratug. Það voru mestu afurðimar það árið og Islandsmet um tíma. - HBj. Símakortin fástá Póst- og símstöðvum og líka þar sem kortasímarnir eru. • HÁSKÓLI ÍSLANDS - Árnagaröur - Hugvísindahús - Félagsstofnun stúdenta - Nýi Garður - Gamli Garður tt BORGARSPÍTALIIMIM -Grensásdeild • LAIMDSPÍTALIIMN - Móttaka • LAIMDAKOTSSPÍTALI • HJÚKRUIMARHEIMILI REYKJAVÍKUR • S.Á.Á - Vogi- - Sogni - Staðarfelli • VÍFILSSTAÐASPÍTALI • PÓSTUR OG SÍMI -Landssímahúsinu v/Austurvöll • HÓTEL LOFTLEIÐIR - Móttaka - • VERSLUIMARSKÓLIIMIM - Ofanleiti 1 • B.S.Í. • KAFFIVAGIMIIMIM - Grandagarði 10 • FLUGLEIÐIR - Innanlandsflug • S.V.R. - Hlemmi - Lækjartorgi tt HVAIMIMEYRI • HVERAGERÐI - Heilsuhæli;NLFÍ * ÓLAFSVÍK - Hótel Nes tt AKRANES - Sjúkrahúsið - Fjölbrauta- skólinn tt VESTMANNAEYJAR - Vinnslustöðin - Fiskiðjan - ísfélagið — pmm IIMAMÁlÁPÖfWUNIN Gehir gott samband!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.