Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 12 meim vegn- ir í Punjab 110 það sem af er ári Dehlí, AP. TÓLF menn hafa beðið bana í ofbeldisaðgerðum í Punjab á Indlandi síðustu daga og hafa 111 menn a.m.k. látist það sem af er árinu vegna ofbeldisins. Síkhar, sem eru meirihluti íbúa í Punjab, krefjast aukins sjálfræðis ríkisins. Öfgamenn úr þeirra röðum hafa óspart beitt ofbeldisaðgerðum málstað sínum til framdráttar. Um helgina réðust þeir inn á heimili aðstoðaryfi rlögreglu stjóra og myrtu hann og son hans. Atvikið átti sér stað í grennd við landa- mæri Indlands og Pakistan. Þá var sonur annars háttsetts lögregluforingja særður alvarlega um helgina í aðgerðum síkha í Baba Bakala, skammt frá Amritsar, þar sem Gullna hofið er. í gær, miðviku- dag, var sonur yfirlögreglustjórans í Punjab myrtur í bænum Patiala og einnig vegfarandi, sem átti leið hjá. Surjit Singh Barnala, leiðtogi síkha í Punjab, neitaði að verða við kröfum fimm presta, sem njóta stuðnings öfgamanna síkha, um að hann segði af sér vegna innbyrðis sundrungar og pólitísks klofnings í röðum síkha. Bamala lýsti hins vegar sáttfýsi sinni í bréfí, sem hann ritaði prestunum, og í kjölfar þess er talið að öldur lægi meðal síkha. Filippseyjar: Blóðug átök eftir að vopnahléð rann út Manila. Reuter, AP. SKÆRULIÐAR kommúnista drápu fimm almenna borgara á suðurhluta Filippseyja, snemma N orðurlandaráð: Norræn kvenna- ráðstefna í sumar Ósló. AP. Norðurlandaráð hefur ákveðið að veita 900.000 nkr., rúmlega fimm milljón ísl. kr., í undirbún- ing mikillar, norrænnar kvenn- aráðstefnu, sem haldin verður í Ósló 30. júlí til 7. ágúst nk. Helle Jarlmose, sem sér um skipulagningu ráðstefnunnar, skýrði frá þessu á blaðamannafundi í Ösló í fyrri viku en á 33. fundi norrænu ráðherranefndarinnar var lagt til, að haldin yrði norræn kvennaráðstefna, sem skipulegði „norrænt samstarf í jafnréttismál- um fram til ársins 2000“. Grete Knudsen, formaður undir- búningsnefndarinnar, sagði, að ráðstefnuhaldinu yrði tvískipt. Ann- ars vegar kæmu þar fram stjórn- málamenn og embættismenn, sem hefðu með jafnréttismál að gera, en hins vegar yrðu opnar umræður með þátttöku fulltrúa frá kvenna- hreyfingum, verkalýðsfélögum, „grasrótarhreyfingum" og öðrum óopinberum hópum. á mánudagsmorgun og er það fyrsta árás sem vitað er að þeir hafi gert eftir að vopnahléð rann út um hádegi á sunnudag. Á föstudag höfðu skæruliðar drepið fimm hermenn og sært aðra fimm og sagði Fidel Ramos, hers- höfðingi, yfirmaður heraflans, að herinn myndi ná árásarmönnunum. Hann sagði að herinn myndi hafa uppi á öfgamönnum, frá hægri og vinstri væng stjómmálanna, er brytu lög landsins og bætti því við að almenningur hefði þegar hafnað að hlýta forsjá þeirra, með því að samþykkja nýja stjómarskrá 2. febr. sl. Arturo Tolentino, er bauð sig fram sem varaforsetaefni Marcosar, fyrrum forseta, lýsti yfir því á mánudag í Manila að hann liti svo á að með samþykkt hinnar nýju stjómarskrár hefði þjóðin numið úr gildi stjómarskrá þá, sem sett var 1973 og þau embætti er hún gerði ráð fyrir og þar með gerði hann ekki lengur tilkall til varaforsetatit- ilsins. I gær hófust viðræður stjómar- innar og leiðtoga íjölmennustu samtaka múhameðstrúarmanna, er barist hafa gegn stjómvöldum, á Mindanaoeyju og fleiri eyjum þar I nágrenninu, á annan tug ára. Inn- anríkisráðherra Filippseyja, Aquil- ino Pimentel, sagði við fréttamenn í gær að stjómin vildi ræða við múhameðstrúarmenn, en myndi ekki fóma hagsmunum meirihluta íbúa á svæðinu, sem em kristnir. Reuter Umhverfis jörðina á hjóli Conrad Dube hefur hjclað átta sinnum um- hverfis jörðina og er nú í níundu ferð sinni. Á myndinni má sjá hvar Dube hjólar um þorpið Catia La Mar i Venezuela í Suður-Ameríku. Dube er frá Quebeck í Kanada. Hann fékk taugaveiki þegar hann var tveggja ára. Hann hóf hjólreiðar til að öðlast styrk í hendur og fætur. Dube hefur nú ferðast til 82 landa og vonar hann að linnulaust ferðalag sitt verði öðru fötluðu fólki hvatning. Kanada: Deiltum fiskveiði- sanuiing- við Frakka TnmntA Pnntap Toronto, Reuter. Fylkisstjórar í Kanada báðu ríkisstjórnina að loknum sex klukkustunda neyðarfundi um að endurskoða fiskveiðisáttmála, sem heimilar frönskum togurum þorskveiðar undan Nýfundna- landi. Samkomulagið við Frakka hefur verið Brian Mulroney, forsætisráð- herra Kanada, óþægur ljár í þúfu undanfamar tíu vikur og hafa sam- skipti við stjóm Ottawa og tíu fylki landsins versnað til muna. Frakkar hafa samþykkt að ræða hina umdeildu landhelgi umhverfis frönsku eyjamar St-Pierre og Miqu- elon, sem eru í Atlantshafínu undan Nýfundnalandi, að launum fyrir leyfi til aukinna þorskveiða. Brian Peckford, fylkisstjóri á Nýfundnalandi, er óánægður með samkomulagið og kallaði hann starfsbræður sína neyðarfundar á mánudagskvöld. Veiðimenn á Ný- fundnalandi þurfa helst að gjalda samkomulagsins. Þeir hafa þurft að draga úr veiðum til að vemda þorskstofna, sem farið hafa minnk- andi. Stjóm Nýfundnalands heldur því fram að hin einstöku fylki verði að gæta auðlinda sinna, þótt ríkis- stjómin hafi síðsta orðið í málum þeirra. Peckford kvaðst búast við því að stjóm Mulroneys hæfist þeg- ar handa við að endurskoða samkomulagið. í yfirlýsingu frá þeim, sem sátu fundinn, sagði að fiskveiðisam- komulagið væri í ósamræmi við grundvallar hugmyndir um sam- skipti fýlkja og ríkis. Sagði einnig að endurmat á samkomulaginu við Frakka ætti „að tryggja Kanada sem mestan aðgang að lífsnauðsyn- legum auðlindum hafsins". Mulroney varði samkomulagið í neðri málstofu kanadíska þingsins á mánudag og sagði þá að ríkis- stjómin og aðeins hún talaði máli allra Kanadamanna. Nokkrir fýlkis- stjórar kváðust fyrir fundinn á mánudagskvöld vona að ríkisstjóm- in í Ottawa gerði sér grein fyrir því að nánara samstarfs við fylkis- stjómir væri þörf. Jerusalem Post: Austurríski utanríkisráðherr- ann vill að Waldheim segi af sér JerÚHalem. Reuter. DAGBLAÐIÐ Jerusalem Post birtí í gær bréf, sem það segir, að Alois Mock, utanrOdsráðherra Austurríkis, hafi skrifað. Þar er lagt tíl, að Kurt Waldheim for- seti segi af sér - og beri við heilsubrestí - vegna þess að ásak- anir um tengsl hans við nasista hafi skaðað Austurríki. Blaðið segir, að Mock, sem er formaður Þjóðarflokksins, stuðn- ingsflokks Waldheims, hafi lagt þetta til í bréfi til Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, dagsettu 15. desember sl. Segist blaðið hafa komist yfir uppkast að bréfinu, en ekki sé ljóst, hvort bréfritarinn eða við- takandinn, Thatcher, hafi gert fyrmefnda tillögu. „Mér þótti tillaga þín í sam- bandi við Waldheim forseta sanngjöm," segir í bréfinu, sem Washington Post birtir. „Ég er þér sammála um, að mál Waldheims hefur haft slæm áhrif á alþjóðlegt samstarf íhalds- flokka í utanríkismálum og einangrað Austurriki frá öðrum vestrænum vinarflqum," segir enn fremur í bréfínu. „Þess vegna tel ég tímabært að leysa þetta mál. í því skyni tel ég ráðlegt að telja Waldheim for- seta á að segja af sér á þessu ári og bera við heilsufarsástæðum." í bréfinu segir einnig, að afsögn Waldheims hefði komið sér mjög illa fyrir íhaldsmenn í Austuríki, hefði hana borið að á síðasta ári. Að sögn blaðsins hefur aðstoð- armaður Thatcher staðfest, að breski forsætisráðherrann hafi fengið bréf frá Mock dagsett 15. desember sl. Hann vildi ekki greina frá efni bréfsins. Þegar leitað var álits talsmanns Thatcher í gærkvöldi, vildi hann ekkert um málið segja. Austurrísk stjómvöld hafa vísað fréttinni á bug og segja, að enpnn fótur sé fyrir henni. Að sögn bandaríska blaðsins Intemational Herald Tribune hef- ur Baudoin Belgíukonungur neitað að vera vemdari austur- rískrar menningarhátíðar, sem halda á í Belglu innan skamms, taki Kurt Waldheim forseti sæti í undirbúningsnefndinni. Þykir þessi ákvörðun konungs sýna, hversu einangraður aust- urríski forsetinn er á alþjóðavett- vangi. Glæpasamtök í Japan semja um vopnahlé Kobe, Japan. Reuter. STÆRSTU glæpasamtök í Japan hafa lýst yfir einhliða vopnahléi í stríðinu við annan glæpafiokk. Eftir síðustu átök milli þeirra lágu 25 menn í valnum og 70 særðust. Að sögn lögreglunnar hittust for- ingjar Yamaguchi-gumi, stærsta glæpafiokksins í Japan, í fyrradag í borginni Kobe og lýstu þar yfir vopnahléi ( átökunum við Ichiwa-kai, sem eru klofningshópur úr fyrr- nefndu samtökunum. Hefur stríðið á milli þeirra verið líkast því, sem ger- ist í bandarískum kvikmyndum, bílahasar og morð um miðjan dag á götum úti. Hófust morðin með því að byssumenn Ichiwa-kai réðu guð- föður Yamaguchi-gumi og þrjá lífverði hans af dögum. Lögreglan hefur handtekið 506 glæpamenn og lagt hald á ókjörin öll af vopnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.