Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 5 greiðslukerfisins yrði ekki eins einföld og að var stefnt. „Annnars- staðar hafa svipuð kerfí sprungið á því að hver hópurinn á fætur öðrum hefur komið með undanþágur. Eins og þetta var sett upp hér fyrst var um mjög mikla einföldun á skatta- kerfinu að ræða. Síðan komu sjómenn fljótlega inn í dæmið með sérundanþágur og ég held að það blasi nokkuð við, af því litla sem maður hefur séð af frumvarps- drögunum, að einstæðir foreldrar séu næstir á dagskrá með hliðarráð- stafanir, annars færi sá hópur illa út úr breytingunni. Það má gera það gegnum mæðralaunin, en þama eru komnir tveir hópar og sjálfsagt verður ekki langt að bíða þess að sá þriðji bætist við,“ sagði Björp. Bjöm vildi að öðru leyti ekki tjá sig um frumvarpið að svo stöddu þar sem BSRB hefði ekki verið kynnt frumvarpsdrögin, en lagði áherslu á að athuga yrði vel hvaða þýðingu skattbreytingin hefði fyrir einstaka hópa og stéttir og meðal- tölin hefðu minni þýðingu. Ás.nundur Stefánsson forseti ASÍ um hugmyndir um staðgreiðslukerfi: Austurstræti 22 Sýnist frumvarpið sam- ræmast okkar hug'myiidum Kerfið ekki eins einfalt og fyrst virt- ist, segir Biörn Arnórsson hagfræð- ingur BSRB FORSETI Alþýðusambands ís- lands, Ásmundur Stefánsson, segir að í fljótu bragði sýnist honum frumvarp um stað- greiðslukerfi skatta, sem verið er að kynna þessa dagana, fylgi í meginatriðum hugmyndum sem ASÍ setti fram við gerð kjara- samninga á síðasta ári. Hinsveg- ar segir hann að enn sé óljóst hvaða áhrif staðgreiðslukerfið samkvæmt frumvarpinu komi til með að hafa á hina ýmsu hópa og frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en endanlegt mat er lagt á frumvarpið. Ás- mundur mun i dag funda með Þorsteini Pálssyni fjármálaráð- Verðlækk- un á gamla kjötinu VERÐ á birgðum kindakjöts frá haustinu 1985 hefur verið lækkað. Ríkissjóður hefur hækkað niðurgreiðslur á kjöt- inu til að koma því út en kjötið hefur selst hægar en búist var við. Eru nú til 772 tonn af gamla kjötinu í frysti- geymslum sláturhúsanna. Heildsöluverð á lqöti i 1. verð- flokki lækkaði um 20%, miðað við heila skrokka. Hámarkssmásöluverð á kjöt- inu frá 1985 er nú 201,80 krónur, miðað við 1. verðflokk, í heilum skrokkum skipt að ósk kaupenda. Verð á sama verð- flokki af kjöti úr síðustu slát- urtíð er 244,30 krónur kílóið. herra um staðgreiðslukerfið. „Það er búið að vera að vafstra með staðgreiðslukerfíshugmyndir í áratugi en mér sýnist við nær því núna en nokkru sinni að þær geti orðið að raunveruleika og það hljót- um við að telja miklu skipta. Það er hinsvegar nokkuð óljóst hvemig þessar breytingar koma út fyrir hinar ýmsu fjölskyldugerðir og hópa þannig að við þurfum að fá frekari upplýsingar um slík atriði áður en við leggjum endanlegt mat á frum- varpið. Þetta eru það miklar breytingar að það er ekki auðvelt að nota þumalfingurinn til að finna meðaltöl heldur verður að nota nán- ari upplýsingar úr skattframtölum til að fá yfirsýn yfir þessi mál. En í meginatriðum sýnist mér verið að koma til móts við okkar óskir um að fá einfalt staðgreiðslukerfi,“ sagði Ásmundur Stefánsson í sam- tali við Morgunblaðið. Ásmundur sagði ennfremur að með staðgreiðslukerfi væri aðeins verið að leysa einn af annmörkum skattakerfísins og nauðsynlegt væri að skoða áfram ýmislegt sem liti að skattlagningu fyrirtækja, sjálf- stæðum atvinnurekendum, meðferð á eignatekjum og fleiru. Bjöm Amórsson hagfræðingur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja sagðist í samtali við Morgun- blaðið óttast að framkvæmd stað- Singapore flensan hefur ekki greinst hérlendis SAMKVÆMT úttekt Alþjóða heil- brigðismálastofnunar á út- breiðslu innflúensu í heiminum hefur svonefnd Singapore innflú- ensa, af stofninum A (HlNl), heijað á Norðurlöndin síðan í haust. Að sögn Ólafs Ólafssonar landlæknis hafa ekki greinst hér á landi tilfelli af þessari tegund innflúensu. Landlæknir sagði að Singapore innflúensan hefði verið nokkuð lengi í gangi í Danmörku, Svíþjóð og Noregi eða síðan löngu fyrir jól og því væri ljóst að hér væri ekki um skæðan faraldur að ræða. Hann sagði að önnur tegund Asíu-innflú- ensu hefði einnig greinst í nágranna- löndum okkar og virtist sú líka vera vægari en ráð hafði verið fyrir gert. Hvorug þessara innflúensa hefði greinst við athuganir á blóðsýnum hér á landi. Landlæknir sagði að búið væri að bólusetja um 18 þúsund manns hér á landi við Singapore innflúensunni og um 25 þúsund manns við hinni Asíuflensunni. ^^uglýsinga- síminn er 2 24 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.