Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 39 Vanrækt böm — Hvers er ábyrgðin? Morgunblaðið/Birgir ólafsson Guðríður og Þórólfur við opnun Djúpsins. ísafjörður: Djúpið í stað Þinghóls ísafirði. NÝLEGA keypti Þórólfur Nýlega var í dagblöðum frétt um unga móður sem hafði verið mis- þyrmt á heimili sínu. Á heimilinu voru tvö lítil böm og í fréttinni kem- ur fram að þau hafi verið bæði matar- og drykkjarlaus þegar lög- reglu bar að. Báðu lögreglu um að gefa sér að drekka. í fréttaklausum þeim er birtust um þetta mál var þess getið að móðurinni hafi verið komið undir læknishendur en bömunum til ná- grannakonu. Heuilbrigð skynsemi segir okkur að bömin hefðu ekki síður en móðirin átt að fá læknis- hjálp og aðra faglega umönnun eftir slíka meðferð, en um þetta má finna ákvæði í bamavemdarlögum. Við viljum vekja athygli á þessum vinnu- brögðum lögreglunnar og ekki síður vinnubrögðum blaðamanna sem birta slíka frétt athugasemdalaust. En ekki er bara við lögreglu og flölmiðla að sakast. Það ríkir al- mennt sinnuleysi hér á landi gagnvart aðbúnaði og réttindum bama og unglinga. Undirritaðar tilheyra bamahópi Samtaka um kvennaathvarf, en sá hópur hefur það að markmiði að standa vörð um hagsmuni þeirra bama er í athvarfinu dvelja og ekki síður að stuðla að umræðum um réttindi og stöðu bama í samfélag- inu. Undanfarin ár höfum við tekið þátt í þeirri umfjöllun sem fram hefur farið um ofbeldi gagnvart bömum. Undanfama mánuði hefur umræðan beinst mjög að kynferðis- legu ofbeldi sem böm hafa verið beitt, ýmist af ókunnum aðilum og því sem er algengara í þessum mál- um, af nákomnum aðstandendum á heimili Það er vissulega mikið unnið að náðst hefur að lyfta hulunni af þessu málefni og nú gildir að halda vel á málum, bæði hvað varðar aðstoð við fómarlömb og fyrirbyggjandi að- gerðir. Varast ber sölufréttir og fjöl- miðlafár. Almenningur er vissulega felmtri sleginn og fullur réttlátrar reiði í garð svo ófyrirleitinna brota- manna en mikilvægt er að halda vel á málum og setja hlutina í víðara félagslegt og sáifræðilegt samhengi. Þrátt fyrir þessi alvarlegu of- beldismál megum við ekki missa sjónar á því sem algengara er og má finna svo víða í okkar nánasta umhverfi. Hvemig bregðumst við við vanrækslu bama? Emm við að verða ónæm á aðstæðumar, teljum við þær sjálfgefnar? Hversu vel höldum við vöku okkar í afstöðunni til réttinda bama? Hver em viðbrögð hinna ýmsu geira samfélagsins sem ber áð sinna þessum málum? Búum við ( samfélagi fjandsamlegu börn- um? Af nógu er að taka ef nefna á dæmi um vanrækslu og brot á sjálf- sögðum réttindum bama: — Slysatíðni bama er hærri hér á landi en í flestum Evrópulöndum. Á það bæði við um umferðarslys og slys í heimahúsum. — Við skipulagningu umferðarmála hefur bíllinn löngum verið settur í öndvegi. Bömunum er úthlutað end- urskinsmerkjum og uppálagt að „passa sig vel á bílunum". — Leiksvæði bamanna em bíla- stæðin við húsin og leið sú er mörg böm þurfa að fara í skólann en með þeim hætti að slíkt myndi aldrei líðast í nágrannalöndum okkar. Þar em t.d. grafin göng eða byggðar brýr yfir þær umferðargötur sem em á skólaleið bama. — Hvað slys í heimahúsum varðar, má vísa til tíðra ferða bama á slysa- varðstofu, sum hver fara banííað æði oft Og okýringin er Jú, hann er svo mikill hrakfallabálkur" eða „það er hreint ótrúlegt hvað þetta bam getur látið sér detta í hug að gera“. En það vill gleymast að hinir fullorðnu bera ábyrgð á aðstæðum bama í heimahúsum. — Em stigar varðir, öryggishlíf á eldavél, bamaiæsingar á skáphurð- „Þrátt fyrir þessi alvar- lega ofbeldismál megum við ekki missa sjónar á því sem al- gengara er og má finna svo víða í okkar nánasta umhverfi." um er geyma hættuleg efni, svo nokkur dæmi séu tekin? — Hvar em bömin á meðan foreldr- ar vinna — og það oft langan vinnudag — utan heimilis? Mikil umræða hefur farið fram um langa biðlista á dagvistarheimili, uppeldis- aðstæður þessara heimila, þar sem starfsfólk flosnar upp vegna lélegra launa, óvissuna er oft fylgir dag- mæðra-fyrirkomulaginu. Minna er rætt um það hversu oft ung böm em sett í það hlutverk að gæta yngri systkina, en þar er mikið á ungar herðar lagt. Eftir að böm em komin á skóla- aldur þyngist enn róðurinn. Víða em skólar tví- og jafnvel þrísetnir. Skólatíminn er stuttur og oft sundur- slitinn og í fæstum tilfellum er bömum eldri en 6 ára boðið upp á viðyem í skóla utan skólatíma. íslenskur staðall, 7 ára gömul eiga börnin að geta gengið sjálf- ala. Skólamáltíðir virðast ennþá vera fjarlægur draumur á góðæristímum þegar við setjum met í sælgætisáti á mann. Á sama tíma og mörg böm líða af næringarskorti sem kemur meðal annars fram í hegðunarvand- kvæðum og einbeitingarskorti í skólastarfi. Nú er heilbrigðisráðu- neytið að beita sér fyrir átaki í tannvemdarmálum bama og hvemig væri að foreldrar tækju við sér? Við höfum kynnst því erlendis frá að með samstilltu átaki er mjög auð- velt að halda þá reglu að böm fái einungis sælgæti einu sinni í viku (laugardagsgotterí). Það færi vel á því að stríðið gegn Karíusi og' Baktusi væri upphaf víðtækrar herferðar gegn ýmsu því er miður fer í aðbúnaði bama og unglinga. F.h. barnahóps Samtaka um Kvennaathvarf Jenny Anna Baldursdóttir, læknafulltr. Aðalbjörg Helgadóttir, framhaldsskólakennari Ingólfsson skemmtistaðinn Þinghól og opnaði hann undir nafninu Djúpið. Breytingar hafa verið gerðar á húsaskipan, þannig að fremri sal- urinn er stúkaður af og er prýddur blómum og leðursófasettum. Mat- ur verður áfram á boðstólum og núna er opnað á hveriu kvöldi kl. 18.00. - Gísli Elís SYSTEM /36 HUGBÚNAÐARSÝNING 12.-14. FEBRÚAR1987 Almenna kerfisfræðistofan hf. Fasti hf. Forritun sf. Frum hf. Hugbúnaðarhúsið Hugvirki IBM á íslandi Kerfi hf. Pegasus hf. Rekstrartækni hf. Skrifstofuvélar hf. Tölvubankinn Kynna yfir 50 mismunandi hugbúnaðarkerfi fyrir IBM SYSTEM/36. Ýmis nýr notendahugbúnaður kemur þar fram auk margbreytilegra lausna á hefðbundnum verkefnum sem unnin hafa verið í þessum frá- bæru tölvum. Einnig er á sýningunni nýjasti búnaðurinn við SYSTEM/36 auk PC tenginga. Hér er kjörinn vettvangur fyrir alla þá sem bera ábyrgð á tölvuvinnslu í fyrirtækjum til að fá heildarsýn yfir þau hugbúnaðarkerfi sem nú eru í boði. Ath. Sýningin er aðeins opin í þrjá daga. ■ ■ S; Sýningarstaður: Skaftahlið 24 OPIÐ KL. 10-18 *&&&**&«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.