Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 60
Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! JHíjirgnnMafrih !<Wr5T-Ti. ii Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Vandræðaástand á Hlemmi Margar ferðir með fólk í fangageymslur UNDANFARNA tvo daga hefur lögreglan í Reykjavík þurft að hafa afskipti af fólki sem sest hefur að í biðskýli Stræt- isvagna Reykjavíkur við Hlemm. Fyrir hádegi í gær voru farnar þijár ferðir með fólk í fangageymslur lögreglunnar og sömu sögu var að segja á mánudag. Starfsfólk í biðskýlinu hefur fengið hótanir um líkamsmeiðingar og jafnvel líflát. Einn starfsmaður sagði að ástandið væri jafnvel að færast í svipað horf og þegar það var verst fyrir nokkrum árum. Böðvar Bragason lögreglustjóri sagði að taka þyrfti á þessu vanda- máli svo að biðskýlið gæti sinnt því þjónustuhlutverki sem því er ætlað. Hann sagði það ekki lausn á þessu máli að lögregluvörður væri við biðskýlið allan daginn. Sjá bls. 24. .Skvetta mjólkar allra kúa mest KYRIN Skvetta á Syðri-Bægisá í Öxnadal mjólkaði allra kúa mest á síðasta ári, samkvæmt skýrslum nautgriparæktarfélag- anna. Skvetta mjólkaði 8.914 kg yfir árið, sem er meira en tvöfaldar afurðir meðalkúa. Önnur afurðahæsta kýrin varð Líf á Efri-Brunná og Kotasæla á Búrfelli í því þriðja. Efsta kýrin á á árinu 1985, Freyja á Sólheimum, og Islandsmeistarinn, Fía á Hríshóli, hafa fallið niður eftir metorðastiganu m. Bestu meðalafurðimar í fyrra vom á búi Guðmundu Tyrfings- dóttur í Lækjartúni, Ásahreppi í Rangárvallasýslu, 6.114 kg á kú. Morgunblaðið/Bjami Skvetta í góðum höndum eigenda sinna, Steins Snorrasonar og Helga Steinssonar, í fjósinu á Syðri-Bægisá í Öxnadal í Eyjafirði. Félagsbúið í Baldursheimi í Mý- vatnssveit varð í öðm sæti og Búrfell í Ytri-Torfustaðahreppi í því þriðja. Sturlaugur Böðvarsson á Efri-Brunná varð í fjórða sæti að þessu sinni, en bú hans var með bestu meðalafurðimar árið 1985, 9.207 kg að meðaltali, og er það íslandsmet. Sjá nánar á bls. 24 og 25. GERTKLART Morgunbiaðið/Einar Falur Vertíð hefur g’engfið vel það sem af er og gæftir yfirleitt verið góðar. Við Grandagarð voru þess- ir sjómenn að gera netin klár í gær fyrir næsta róður. Samningamál opinberra starfsmanna: Kjaradeilur gætu leitt til þingrofs sagði Friðrik Sophusson á Varðarfundi í gærkvöldi TVÖ MÁL, samningar opinberra starfsmanna og fræðslustjóra- málið, gætu orðið til þess að þing verður rofið og efnt til kosninga fyrr en ætlað er, sagði Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, á fundi hjá málfundafélaginu Verði i gær- kvöldi. Friðrik minnti á, að enn ætti eft- ir að semja við stóra hópa á vinnumarkaðinum, s.s. opinbera starfsmenn. Ef reynt yrði að nota þessa samninga í pólítísku skyni, þá kynni svo að fara, að efnt yrði til kosninga fyrr en ætlað er og þjóðin verði látin segja álit sitt á málinu. Málflutning framsóknarmanna í fræðslustjóramálinu sagði Friðrik vera sýndarmennsku og tillögurnar um rannsóknarnefndir lagðar fram í þeirri vissu að þær yrðu felldar. Ef svo færi, að samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, léti þær ná fram að ganga, væri það bein ögrun við Sjálfstæðisflokk- inn. Þá ætti að rjúfa þing og efna til kosninga, sagði Friðrik Sophus- son. Verðmæti útfluttrar Ríkisspítalar: Tæplega 400 hafa sagt upp störfum UPPSAGNIR háskólamenntaðra starfsmanna, sjúkraliða og fóstra, við Ríkisspítalana taka gildi 1. apríl næstkomandi, ef fer sem horf- ir. Hér er um að ræða samtals 348 manns, en sjúkraliðar eru stærsti hópurinn, tæplega tvö hundruð manns. Að sögn Davíðs Á. Gunnars- sonar, forstjóra Ríkisspítalanna, fer ekki hjá því að loka þurfi mörgum deildum ef allt þetta fólk hættir störfum á sjúkrahúsunum. Fjármálaráðherra fer með samn- ingsgerð við alla opinbera starfs- ■^jpínn. Viðræður standa yfir við íuéttafélögin, en engar sérstakar viðræður eru í gangi við þessa hópa sem nú hafa sagt upp störfum, að sögn Indriða Þorlákssonar skrif- stofustjóra í launadeild fjármála- ráðuneytisins. Indriði sagði að uppsagnimar hefðu engin áhrif á þær viðræður sem í gangi væru, fe'Tria væri það baráttuleið sem ekki ætti heima hér. Hann vísaði til laga nr. 94 frá 29. desember 1986 og sagði að í ljósi þeirra væru uppsagn- ir sem settar eru fram til að knýja á um kjarasamninga ekkert annað en ólögleg verkföll. „Ef fólk er í kjarabaráttu með þessum hætti, þá stríðir það gegn þeim lögum sem stéttarfélög þess- ara aðila tóku þátt í að semja og óskuðu eftir að Alþingi samþykkti, hvað það gerði fyrir tæpum tveimur mánuðum," sagði Indriði Þorláks- son. Auðna Ágústsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, sagði að þegar uppsagn- imar hefðu verið lagðar fram hefði lítið verið farið að ræða ný samn- ingsréttarlög. Uppsagnifnar væm frá 1. október og hefðu átt að koma til framkvæmda um áramót, en verið framlengdar af ríkisvaldinu um þtjá mánuði. Auðna sagðist alls ekki líta svo á að hér væri um ólög- lega verkfallsaðgerð að ræða, heldur væri um að ræða hópa af einstaklingum sem væm að mót- mæla sínum ömurlegu kjömm og myndu hætta störfum ef ekki yrði úr bætt. rækju hefur tvöfaldazt ÚTFLUTNINGUR á frystri rækju á síðasta ári nam alls 12.389 lest- um að verðmæti 3,67 milljarðar króna. Árið 1985 voru fluttar utan 8.461 lest að verðmæti 1,8 millj- arður króna. Verðmæti hefur því tvöfaldazt og magn aukizt um 46,4%. Frá því 1982 hefur útflutn- ingur á rækju og verðmæti hans margfaldazt. Fiskifélag íslands hefur tekið saman yfirlit yfir útflutning frystrar rækju á síðasta ári. Af skelflettri rækju vom þá fluttar utan 8.001 lest að verðmæti 2,9 milljarðar króna. Mest var flutt til Bretlands, 3.957 lestir að verðmæti 1,6 millj- arður króna og til Danmerkur 1.775 lestir að verðmæti 671,5 milljónir króna. Mikið af skelflettri rækju var einnig flutt til Noregs, Banda- ríkjanna og Vestur-Þýzkalands. Af óskelflettri rækju vom fluttar utan 4.387 lestir að verðmæti 733,5 milljónir króna. Mest var flutt til Japans,' 2.091 lest að verðmæti 463,4 milljónir og Noregs, 1.877 lestir að verðmæti 210,4 milljónir. Meðalverð fyrir skelfletta rækju var 362,79 krónur á hvert kíló, en fyrir óskelfletta rækju 167,17 krónur. Árið 1982 voru fluttar utan 1.639,2 lestír að verðmæti 123,2 milljónir króna. Árið 1983 vom flutt- ar utan 2.788,3 lestir að verðmæti 505.1 milljón króna. 1984 vom flutt- ar utan 5.373,7 lestir að verðmæti 839.1 milljón og árið 1985 vom flutt- ar út 8.416,3 lestir að verðmæti 1,8 milljarður króna. Grunaðir um að- ild að innbrotum TVEIR ungir menn voru hand- teknir í gær vegna rannsóknar á nokkrum innbrotum og skemmd- arverkum, sem framin hafa verið á höfuðborgarsvæðinu að undan- förnu. Mikið hefur verið um innbrot og skemmdarverk á höfuðborgarsvæð- inu síðan um síðustu helgi og keyrði um þverbak á mánudagskvöld og aðfaranótt þriðjudagsins. Sjá frétt á bls. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.