Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987
27
íransmálið:
Kanna áhrif bandarískra
vopna á Persaflóastríðið
Margt bendir til, að McFarlane hafi ætlað að svipta sig lífi
Washington. AP.
ÆÐSTU menn í Bandaríkjaher
eru nú að athuga hvaða áhrif
vopnasalan til Irans kunni að
hafa haft á gang Persaflóastriðs-
ins. Robert McFarlane, fyrrum
ráðgjafi öryggisráðsins, er nú á
batavegi en hann var hætt kom-
inn eftir að hann hafði tekið of
stóran skammt af valíum.
William J. Crowe, aðmíráll, sagði
á blaðamannafundi í fyrradag, að
yfírmenn allra greina hersins væru
nú að kanna hvaða áhrif bandarísk
vopn hefðu haft í stríðinu milli ír-
ana og íraka. Sagði hann, að raunar
væri erfitt að meta þau og yrði
ekki gert nema langur tími væri
hafður í huga. Lagði hann einnig
áherslu á, að hvorki hann né aðrir
yfírmenn hersins hefðu verið hafðir
með í ráðum þegar vopnasalan til
Irans var ákveðin.
Robert McFarlane, fyrrum ráð-
gjafí öryggisráðsins, er enn á
sjúkrahúsi eftir að hafa tekið
hættulega stóran skammt af valí-
um. Er hann óðum að ná sér en
lögreglan er að kanna hvort hann
hafi ætlað að stytta sér aldur. Dag-
blaðið The Washington Post sagði
í gær, að fjölskylda McFarlanes
hefði fundið bréf, sem virtist tengt
valíumtökunni, en það hefur ekki
verið gert opinbert. Þá sagði blaðið
einnig, að í gær hefði McFarlane
átt að mæta fyrir Tower-nefndinni,
sem Reagan forseti skipaði til að
kanna þátt öryggisráðsins í vopna-
sölunni til írans. Haft er eftir einum
lögreglumannanna, sem rannsaka
málið, að McFarlane hafí tekið inn
25-30 töflur og eftir öðrum heimild-
um er haft, að læknar telji, að hann
hafí ætlað að svipta sig lífi.
V estur-Þýskaland:
Josef „Joschka“ Fischer (t.v.), sem rekinn var úr embætti
málaráðherra í Hessen, á blaðamannafundi græningja i
Reuter
umhverfis-
gær.
Stjórnarslit í Hessen eru
áfall fyrir jafnaðarmenn
Bonn, Reuter.
Samsteypustjórn græningja og jafnaðarmanna (SPD) í Hessen í
Vestur-Þýskalandi er fallin og þykkja það slæm tíðindi fyrir vinstri
menn þar í landi. Þeir hafa bundið vonir sínar við að samstarf þess-
ara tveggja flokka sé eina leiðin til að storka ríkisstjórn kristilegra
demókrata (CDU/CSU) og fijálsra demókrata (FDP) í Bonn.
Á mánudag slitnaði upp úr sam-
starfi SPD og umhverfisverndar-
flokksins í Hessen vegna ágreinings
Róm:
„Síðasti tang,óinní< af bannlista
Dómarinní Róm aflýsti á mánudaginn 11 ára banni á myndinni „Síðasti
tangóinn í París“. Árið 1976 var myndinn bönnuð vegna þess að hún
þótti ganga þvert á siðgæðisvitund manna.
Paolo Colella kvað upp dóm sinn
á mánudaginn jafnframt því sem
hann lét mál niður falla sem höfðað
hafði verið á hendur fimm manns,
þar á meðal leikstjóra myndarinnar,
Bemardo Bertolucci. Árið 1982
höfðu Þau höfðu verið ákærð fyrir
að sýna myndina opinberlega þrátt
fyrir bann yfirvalda. Colella sagði
að „Síðasti tangóinn í París „ með
Marlon Brando og Maria Schneider
í aðalhlutverkum, særði ekki lengur
siðferðiskennd almennings. Hann
sagðist hafa tekið ákvörðun um þetta
eftir að hann hefði talað við kvik-
myndasérfræðinga, sem álitu að
þetta væri listrænt verk og að
kynlífssenurnar í myndinni flokkuð-
ust ekki undir klám.
um það hvort reisa skyldi endur-
vinnslustöð fyrir kjarnorkuúrgang.
„Þegar fram í sækir munu bæði
jafnaðarmenn og græningjar gera
sér grein fyrir því að um tvennt er
að ræða: annað hvort halda þeir
saman eins og í Hessen, eða þeirra
bíður ekki neitt,“ sagði í dagblaðinu
Frankfurter Rundschau, sem er
vinstri blað.
Samstarf flokkanna í Hessen
stóð í fjórtán mánuði og töldu ýms-
ir í báðum flokkum að þar væri
komið fordæmi fyrir samstarfi í
ríkisstjórn. Jafnaðarmenn hafa ætíð
þurft að starfa með öðrum flokki
til að geta myndað stjóm. Flokkur-
inn tapaði 600 þúsund atkvæðum
til græningja í þingkosningunum,
sem haldnar voru 25. janúar. Stjóm
Helmuts Kohl kanslara hélt þá velli.
Slys og skakkaf öll í geim-
ferðaáætlun Sovétmanna
- segir í bandarísku vísindatimariti
Washington, Reuter.
SOVETMENN hafa orðið fyrir tveimur stórslysum í geimferða-
áætlun sinni undanfarnar vikur, að þvi er sagði i virtu bandarisku
vikuriti um geimferðir á mánudag.
í blaðinu Aviation Week and Kettelring geimvísindastofnunar-
Space Technoiogy Magazine sagði
að 770 tonna SL-12 Proton eld-
flaug, sem er sú kraftmesta í eigu
Sovétmanna, hefði bilað þegar
henni var skotið á loft 30. janúar,
rétt rúmu ári eftir að bandaríska
geimfeijan Challenger sprakk í
loft upp í flugtaki frá Canaveral-
höfða í Florida.
Proton-flauginni var skotið á
loft frá geimvísindastofnun Sovét-
manna í Tyuratam, en þaðan voru
tveir geimfarar sendir til geim-
stöðvarinnar Mir í síðustu viku.
Vikuritið vitnar í heimildar-
menn innan bandarísku leyniþjón-
ustunnar CIA og skýrgreiningu
eftir Geoffrey Perry, yfirmann
innar á Bretlandi.
í blaðinu er sagt að einnig hafi
farið illa hjá Sovétmönnum þegar
þeir neyddust til að eyða Cosmos-
gervihnetti, sem nota átti til að
safna hernaðarlegum upplýsing-
um, 29. janúar til að koma í veg
fyrir að hann félli í hendur Banda-
ríkjamönnum. Hnettinum var
skotið á loft frá Plesetsk 15. jan-
úar og átti hann að fara á
sporbaug umhverfis jörðu í tvær
vikur til að taka myndir af ýmsum
svæðum. En hnötturinn bilaði og
sneri ekki aftur eins og ætlað
var. Sovétmenn kusu fremur að
sprengja gervihnöttinn í loft upp
en að taka áhættu á því að hann
félli til jarðar í byggð, eða að
Bandaríkjamenn kæmu höndum
yfir hann.
Segir í blaðinu að Sovétmenn
hafí misst Proton-eldflaugina
vegna þess að hún bilaði á ijórða
stigi flugtaks og sérstakir hreyfl-
ar fóru ekki í gang. Gervihnöttur
var um borð í flauginni og átti
að skjóta honum á loft.
Sovéska stjórnin hefur sett
Proton-flaugamar til þess að
skjóta gervihnöttum á braut um-
hverfís jörðu á markað og eru í
samkeppni við Bandaríkjamenn,
Evrópuríki og Kínveija. Þær eru
62 m langar og geta flutt tveggja
tonna farm.
Þrátt fyrir þetta mótlæti senda
Sovétmenn nú það margar eld-
flaugar út í geiminn að haldi fram
sem horfír munu þeir í lok þessa
mánaðar hafa skotið fleiri flaug-
um á loft frá áramótum en
Bandaríkjamenn hyggjast gera á
þessu ári, segir í blaðinu.
SPD hlaut 37 prósent atkvæða
og hafa ekki notið minna fylgis í
aldarfjórðung. Slit stjómarsam-
starfsins í Hessen hefur í för með
sér að ganga þarf til kosninga þar
á undan áætlun. Gengið verður til
kosninga í þremur fylkjum öðmm
í Vestur-Þýskalandi á þessu ári, en
jafnaðarmönnum er nauðsynlegt að
halda vödlum í Hessen ætli þeir að
eiga þess kost binda enda á veldi
CDU/CSU og FDP í efri deild sam-
bandsþingsins í Bonn. Efri deildin
getur staðið í vegi fyrir lagasetn-
ingu.
SPD hefur færst til vinstri eftir
útreiðina í kosningunum. Flokkur-
inn vill ekki nota kjamorku og
hyggst beita sér í umhverfisvemd-
armálum. Ætla jafnaðarmenn með
þessum hætti að lokka til sín kjós-
endur, sem gengu á hönd græningj-
um.
Leiðtogi vinstra vængs SPD,
Oskar Lafontain, sem talið er að
taki við formennsku flokksins af
Willy Brandt, kveðst vera hlynntur
samstarfi við græningja. Þeir tvö-
földuðu nánast fylgi sitt í kosning-
unum og hlutu 8,3 prósent atkvæða.
SPD hefur skuldbundið sig til að
loka kjarnorkuverum í Vestur-
Þýskalandi innan tíu ára, ef flokk-
urinn kemst til valda. En
græningjum fínnst mörgum mál-
flutningur jafnaðarmanna lítt
trúverðugur og vilja þeir að vemn-
um verði lokað fyrirvaralaust. Þó
em ýmsir leiðtogar græningjar
reiðubúnir til samstarfs með jafnað-
armönnum.
Helsti leiðtogi þess arms græn-
ingja, sem kennir sig við raunsæi,
var Joschka Fischer. Hann var rek-
inn úr embætti umhverfismálaráð-
herra í Hessen á mánudag. Fischer
hafði áður lýst yfir því á þingi græn-
ingja að hann myndi segja af sér
ef stjómin í Hessen drægi ekki til
baka leyfi til að nota plútóníum í
takmörkuðum mæli í verksmiðju,
sem framleiðir eldsneytisstangir í
kjarnaofna. Jafnaðarmenn veittu
leyfið í samræmi við þá stefnu sína
að Þyggja til skamms tíma á kjam-
orku. En þetta vildu græningjar
ekki sætta sig við.
Jafnaðarmaðurinn Holger Böm-
er, sem hefur verið við völd í Hessen
síðan 1976, tilkynnti í gær að hann
ætlaði ekki að bjóða sig fram í
kosningunum, sem þar verða haldn-
ar í apríl, og þykir ákvörðun hans
enn eitt áfall fyrir SPD. Bömer
kvaðst ætla að hætta afskiptum af
stjómmálum af heilsufarsástæðum
og útnefndi varamann sinn, Hans
Krollmann, til að veita flokknum
forystu í kosningunum.
Walter Wallmann, umhverfis-
málaráðherra í Bonn, kveðst reiðu-
búinn til að bjóða sig fram fyrir
CDU í kosningunum. Hann gegndi
áður embætti borgarstjóra í Frank-
furt og naut þá mikilla vinsælda.
Kínverjar samþykkja kjarn-
orkuvopnalaust S-Kyrrahaf
Suva, Reuter. **
KlNVERJAR undirrituðu í gær sáttmála, sem kveður á um að Suð-
ur-Kyrrahaf verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði, en áskildu sér
rétt til að endurskoða sáttmálann.
Ji Chaozhu, sendiherra Kínveija staðsetja, eiga, nota, eða gera til-
á Fiji, sagði að svæðið yrði þá og
því aðeins kjamorkuvopnalaust ef
önnur stórveldi „axla ábyrgð sína“.
Ji sagði að Kínvetjar myndu end-
urskoða afstöðu sína ef önnur
Iq'amorkuveldi gripu til aðgerða,
sem breyttu hlutverki kjamorku-
vopnalausa svæðisins eða stefndu
hagsmunum Kínveija í hættu. Sov-
étmenn hafa einnig skrifað undir
sáttmálann.
Þar er kveðið á um að ekki megi
raunir með kjamorkuvopn í Suður-
Kyrrahafi. Einnig er bannað að
varpa kjarnorkuúrgangi í hafíð, en
leyfilegt er að sigla kjarnorkuknún-
um skipum að sigla þar um og koma
til hafnar.
Bandaríkjamenn og Frakkar hafa
neitað að skrifa undir sáttmálann,
en Bretar hafa tekið sér umhugsun-
arfrest. Þrettán aðildarríki Suður-
Kyrrahafsþingsins samþykktu
sáttmálann á síðasta ári.