Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 27 íransmálið: Kanna áhrif bandarískra vopna á Persaflóastríðið Margt bendir til, að McFarlane hafi ætlað að svipta sig lífi Washington. AP. ÆÐSTU menn í Bandaríkjaher eru nú að athuga hvaða áhrif vopnasalan til Irans kunni að hafa haft á gang Persaflóastriðs- ins. Robert McFarlane, fyrrum ráðgjafi öryggisráðsins, er nú á batavegi en hann var hætt kom- inn eftir að hann hafði tekið of stóran skammt af valíum. William J. Crowe, aðmíráll, sagði á blaðamannafundi í fyrradag, að yfírmenn allra greina hersins væru nú að kanna hvaða áhrif bandarísk vopn hefðu haft í stríðinu milli ír- ana og íraka. Sagði hann, að raunar væri erfitt að meta þau og yrði ekki gert nema langur tími væri hafður í huga. Lagði hann einnig áherslu á, að hvorki hann né aðrir yfírmenn hersins hefðu verið hafðir með í ráðum þegar vopnasalan til Irans var ákveðin. Robert McFarlane, fyrrum ráð- gjafí öryggisráðsins, er enn á sjúkrahúsi eftir að hafa tekið hættulega stóran skammt af valí- um. Er hann óðum að ná sér en lögreglan er að kanna hvort hann hafi ætlað að stytta sér aldur. Dag- blaðið The Washington Post sagði í gær, að fjölskylda McFarlanes hefði fundið bréf, sem virtist tengt valíumtökunni, en það hefur ekki verið gert opinbert. Þá sagði blaðið einnig, að í gær hefði McFarlane átt að mæta fyrir Tower-nefndinni, sem Reagan forseti skipaði til að kanna þátt öryggisráðsins í vopna- sölunni til írans. Haft er eftir einum lögreglumannanna, sem rannsaka málið, að McFarlane hafí tekið inn 25-30 töflur og eftir öðrum heimild- um er haft, að læknar telji, að hann hafí ætlað að svipta sig lífi. V estur-Þýskaland: Josef „Joschka“ Fischer (t.v.), sem rekinn var úr embætti málaráðherra í Hessen, á blaðamannafundi græningja i Reuter umhverfis- gær. Stjórnarslit í Hessen eru áfall fyrir jafnaðarmenn Bonn, Reuter. Samsteypustjórn græningja og jafnaðarmanna (SPD) í Hessen í Vestur-Þýskalandi er fallin og þykkja það slæm tíðindi fyrir vinstri menn þar í landi. Þeir hafa bundið vonir sínar við að samstarf þess- ara tveggja flokka sé eina leiðin til að storka ríkisstjórn kristilegra demókrata (CDU/CSU) og fijálsra demókrata (FDP) í Bonn. Á mánudag slitnaði upp úr sam- starfi SPD og umhverfisverndar- flokksins í Hessen vegna ágreinings Róm: „Síðasti tang,óinní< af bannlista Dómarinní Róm aflýsti á mánudaginn 11 ára banni á myndinni „Síðasti tangóinn í París“. Árið 1976 var myndinn bönnuð vegna þess að hún þótti ganga þvert á siðgæðisvitund manna. Paolo Colella kvað upp dóm sinn á mánudaginn jafnframt því sem hann lét mál niður falla sem höfðað hafði verið á hendur fimm manns, þar á meðal leikstjóra myndarinnar, Bemardo Bertolucci. Árið 1982 höfðu Þau höfðu verið ákærð fyrir að sýna myndina opinberlega þrátt fyrir bann yfirvalda. Colella sagði að „Síðasti tangóinn í París „ með Marlon Brando og Maria Schneider í aðalhlutverkum, særði ekki lengur siðferðiskennd almennings. Hann sagðist hafa tekið ákvörðun um þetta eftir að hann hefði talað við kvik- myndasérfræðinga, sem álitu að þetta væri listrænt verk og að kynlífssenurnar í myndinni flokkuð- ust ekki undir klám. um það hvort reisa skyldi endur- vinnslustöð fyrir kjarnorkuúrgang. „Þegar fram í sækir munu bæði jafnaðarmenn og græningjar gera sér grein fyrir því að um tvennt er að ræða: annað hvort halda þeir saman eins og í Hessen, eða þeirra bíður ekki neitt,“ sagði í dagblaðinu Frankfurter Rundschau, sem er vinstri blað. Samstarf flokkanna í Hessen stóð í fjórtán mánuði og töldu ýms- ir í báðum flokkum að þar væri komið fordæmi fyrir samstarfi í ríkisstjórn. Jafnaðarmenn hafa ætíð þurft að starfa með öðrum flokki til að geta myndað stjóm. Flokkur- inn tapaði 600 þúsund atkvæðum til græningja í þingkosningunum, sem haldnar voru 25. janúar. Stjóm Helmuts Kohl kanslara hélt þá velli. Slys og skakkaf öll í geim- ferðaáætlun Sovétmanna - segir í bandarísku vísindatimariti Washington, Reuter. SOVETMENN hafa orðið fyrir tveimur stórslysum í geimferða- áætlun sinni undanfarnar vikur, að þvi er sagði i virtu bandarisku vikuriti um geimferðir á mánudag. í blaðinu Aviation Week and Kettelring geimvísindastofnunar- Space Technoiogy Magazine sagði að 770 tonna SL-12 Proton eld- flaug, sem er sú kraftmesta í eigu Sovétmanna, hefði bilað þegar henni var skotið á loft 30. janúar, rétt rúmu ári eftir að bandaríska geimfeijan Challenger sprakk í loft upp í flugtaki frá Canaveral- höfða í Florida. Proton-flauginni var skotið á loft frá geimvísindastofnun Sovét- manna í Tyuratam, en þaðan voru tveir geimfarar sendir til geim- stöðvarinnar Mir í síðustu viku. Vikuritið vitnar í heimildar- menn innan bandarísku leyniþjón- ustunnar CIA og skýrgreiningu eftir Geoffrey Perry, yfirmann innar á Bretlandi. í blaðinu er sagt að einnig hafi farið illa hjá Sovétmönnum þegar þeir neyddust til að eyða Cosmos- gervihnetti, sem nota átti til að safna hernaðarlegum upplýsing- um, 29. janúar til að koma í veg fyrir að hann félli í hendur Banda- ríkjamönnum. Hnettinum var skotið á loft frá Plesetsk 15. jan- úar og átti hann að fara á sporbaug umhverfis jörðu í tvær vikur til að taka myndir af ýmsum svæðum. En hnötturinn bilaði og sneri ekki aftur eins og ætlað var. Sovétmenn kusu fremur að sprengja gervihnöttinn í loft upp en að taka áhættu á því að hann félli til jarðar í byggð, eða að Bandaríkjamenn kæmu höndum yfir hann. Segir í blaðinu að Sovétmenn hafí misst Proton-eldflaugina vegna þess að hún bilaði á ijórða stigi flugtaks og sérstakir hreyfl- ar fóru ekki í gang. Gervihnöttur var um borð í flauginni og átti að skjóta honum á loft. Sovéska stjórnin hefur sett Proton-flaugamar til þess að skjóta gervihnöttum á braut um- hverfís jörðu á markað og eru í samkeppni við Bandaríkjamenn, Evrópuríki og Kínveija. Þær eru 62 m langar og geta flutt tveggja tonna farm. Þrátt fyrir þetta mótlæti senda Sovétmenn nú það margar eld- flaugar út í geiminn að haldi fram sem horfír munu þeir í lok þessa mánaðar hafa skotið fleiri flaug- um á loft frá áramótum en Bandaríkjamenn hyggjast gera á þessu ári, segir í blaðinu. SPD hlaut 37 prósent atkvæða og hafa ekki notið minna fylgis í aldarfjórðung. Slit stjómarsam- starfsins í Hessen hefur í för með sér að ganga þarf til kosninga þar á undan áætlun. Gengið verður til kosninga í þremur fylkjum öðmm í Vestur-Þýskalandi á þessu ári, en jafnaðarmönnum er nauðsynlegt að halda vödlum í Hessen ætli þeir að eiga þess kost binda enda á veldi CDU/CSU og FDP í efri deild sam- bandsþingsins í Bonn. Efri deildin getur staðið í vegi fyrir lagasetn- ingu. SPD hefur færst til vinstri eftir útreiðina í kosningunum. Flokkur- inn vill ekki nota kjamorku og hyggst beita sér í umhverfisvemd- armálum. Ætla jafnaðarmenn með þessum hætti að lokka til sín kjós- endur, sem gengu á hönd græningj- um. Leiðtogi vinstra vængs SPD, Oskar Lafontain, sem talið er að taki við formennsku flokksins af Willy Brandt, kveðst vera hlynntur samstarfi við græningja. Þeir tvö- földuðu nánast fylgi sitt í kosning- unum og hlutu 8,3 prósent atkvæða. SPD hefur skuldbundið sig til að loka kjarnorkuverum í Vestur- Þýskalandi innan tíu ára, ef flokk- urinn kemst til valda. En græningjum fínnst mörgum mál- flutningur jafnaðarmanna lítt trúverðugur og vilja þeir að vemn- um verði lokað fyrirvaralaust. Þó em ýmsir leiðtogar græningjar reiðubúnir til samstarfs með jafnað- armönnum. Helsti leiðtogi þess arms græn- ingja, sem kennir sig við raunsæi, var Joschka Fischer. Hann var rek- inn úr embætti umhverfismálaráð- herra í Hessen á mánudag. Fischer hafði áður lýst yfir því á þingi græn- ingja að hann myndi segja af sér ef stjómin í Hessen drægi ekki til baka leyfi til að nota plútóníum í takmörkuðum mæli í verksmiðju, sem framleiðir eldsneytisstangir í kjarnaofna. Jafnaðarmenn veittu leyfið í samræmi við þá stefnu sína að Þyggja til skamms tíma á kjam- orku. En þetta vildu græningjar ekki sætta sig við. Jafnaðarmaðurinn Holger Böm- er, sem hefur verið við völd í Hessen síðan 1976, tilkynnti í gær að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram í kosningunum, sem þar verða haldn- ar í apríl, og þykir ákvörðun hans enn eitt áfall fyrir SPD. Bömer kvaðst ætla að hætta afskiptum af stjómmálum af heilsufarsástæðum og útnefndi varamann sinn, Hans Krollmann, til að veita flokknum forystu í kosningunum. Walter Wallmann, umhverfis- málaráðherra í Bonn, kveðst reiðu- búinn til að bjóða sig fram fyrir CDU í kosningunum. Hann gegndi áður embætti borgarstjóra í Frank- furt og naut þá mikilla vinsælda. Kínverjar samþykkja kjarn- orkuvopnalaust S-Kyrrahaf Suva, Reuter. ** KlNVERJAR undirrituðu í gær sáttmála, sem kveður á um að Suð- ur-Kyrrahaf verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði, en áskildu sér rétt til að endurskoða sáttmálann. Ji Chaozhu, sendiherra Kínveija staðsetja, eiga, nota, eða gera til- á Fiji, sagði að svæðið yrði þá og því aðeins kjamorkuvopnalaust ef önnur stórveldi „axla ábyrgð sína“. Ji sagði að Kínvetjar myndu end- urskoða afstöðu sína ef önnur Iq'amorkuveldi gripu til aðgerða, sem breyttu hlutverki kjamorku- vopnalausa svæðisins eða stefndu hagsmunum Kínveija í hættu. Sov- étmenn hafa einnig skrifað undir sáttmálann. Þar er kveðið á um að ekki megi raunir með kjamorkuvopn í Suður- Kyrrahafi. Einnig er bannað að varpa kjarnorkuúrgangi í hafíð, en leyfilegt er að sigla kjarnorkuknún- um skipum að sigla þar um og koma til hafnar. Bandaríkjamenn og Frakkar hafa neitað að skrifa undir sáttmálann, en Bretar hafa tekið sér umhugsun- arfrest. Þrettán aðildarríki Suður- Kyrrahafsþingsins samþykktu sáttmálann á síðasta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.