Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Pólitík vísað til Hæstaréttar Fræðslustjóramálið svo- nefnda er enn á döfínni í sölum Alþingis. Undir forystu tveggja þingmanna Framsókn- arflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra hefur verið lagt fram frumvarp til laga um að Hæstiréttur skipi fimm manna nefnd utan Alþingis til að rannsaka deiluna, sem sprottið hefur vegna uppsagnar Sturlu Kristjánssonar, og hvort menntamálaráðherra hafí haft fullgildar ástæður til að víkja Sturlu úr starfí. Með framsókn- armönnunum tveimur eru þingmenn frá Alþýðubandalagi og Kvennalista flutningsmenn að þessu frumvarpi. Stefán Valgeirsson, þriðji þingmaður framsóknar úr Norðurlands- kjördæmi eystra, flutti í síðustu viku tillögu til þingsályktunar um að menntamálaráðherra skipi þriggja manna nefnd, sem Hæstiréttur tilnefnir til að rannsaka þetta sama mál. í sjálfu sér kemur ekki á óvart, að þingmenn telji bráð- nauðsjmlegt að setja þetta mál í nefnd eins og mörg önnur. Hitt er furðulegt, að Hæsta- rétti skuli blandað í málið. Líklega sækja þingmennimir fyrirmynd sína til þess, þegar Hæstarétti var falið að skipa þijá menn til að kanna við- skipti Utvegsbankans og Hafskips. Þar horfir allt öðru vísi við en í fræðslustjóramál- inu. Rannsóknarnefndin, sem Hæstiréttur skipaði, benti al- þingismönnum á, að þeir gætu ekki skotið sér undan ábyrgð á stjóm Útvegsbankans; sú ábyrgð verður á hinn bóginn ekki lögð að jöfnu við ábyrgð menntamálaráðherra í fræðslu- stjóramálinu. Ráðherra ber ábyrgð gagnvart Alþingi. Finn- ist þingmönnum ráðherra hafa farið rangt að í embættisfærslu sinni geta þeir lýst á hann van- trausti og þannig komið honum úr embætti. Fræðslustjóramálið er auð- vitað að öðrum þræði pólitískt. Þess vegna er eðlilegt að tekist sé á um það á pólitískum vett- vangi og gert út um pólitískan þátt þess þar. Þessi vettvangur er Alþingi. Þingmenn geta ekki skotið sér undan því með að vísa málinu til nefndar, er Hæstiréttur skipar. Þingmenn eiga sjálfír að hafa þrek og þor til að takast á við pólitíska hlið þessa máls. Réttarstaða opinberra starfsmanna er skýr að því er varðar öryggi þeirra í starfí. Telji þeir sig beitta rangindum hafa þeir ótvíræðan rétt til að leita halds og trausts hjá dóm- stólunum. Sverrir Hermanns- son, menntamálaráðherra, hefur eindregið hvatt til þess að á lögfræðilega hlið fræðslu- stjóramálsins reyni fyrir dómstólunum. Að sjálfsögðu getur ráðherrann ekki höfðað mál af þessu tagi. Hann hefur boðið Sturlu Kristjánssyni að reka slíkt mál sér að kostnaðar- lausu. Yrði sú leið farin væri unnt að fá niðurstöðu sjálfs Hæstaréttar en ekki álit nefnd- ar, sem skipuð yrði með hlutdeild réttarins. Þeir sem kjömir eru til setu á Alþingi hafa mörgum skyld- um að gegna. Meðal þess sem þeim ber að hafa í hávegum er virðing fyrir meginreglum stjómskipunarinnar og þeim stofnunum, sem komið hefur verið á fót á grundvelli þeirra reglna. Hugmyndimar um að blanda Hæstarétti í deilumar um fræðslustjóramálið með þeim hætti, sem þingmenn vilja, ganga þvert á þessar meginreglur. Einungis á þeim formlegu forsendum er ástæða til að vara eindregið við þessum æfíngum þigmannanna. Raun- ar hlýtur sú spuming að rísa, hvort tillaga Stefáns Valgeirs- sonar sé þingleg, eins og sagt er, hvort forseta beri ekki að vísa henni frá. Uppsögn fræðslustjórans í Norðurlandskjördæmi eystra hefur verið rædd ítarlega á opinberum vettvangi. Hvað nýtt kæmi fram hjá rannsókn- amefnd? Hvaða fleti málsins geta þingmenn ekki sjálfír dregið fram með fyrirspumum til menntamálaráðherra? Eftir því sem frá hefur liðið hafa menn einkum deilt um aðferð ráðherrans og orðaval. Varla þarf sérstaka nefnd til að orð- taka yfírlýsingar menntamál- ráðherra um þetta mál? Um aðferðina yrði fjallað, ef upp- sögninni yrði skotið til dóm- stóla. Væri sú leið valin gæti Hæstiréttur átt síðasta orðið og þá fengist skorið úr álita- máli er varðar miklu fleiri en Sturlu Kristjánsson einan. Þótt kosningar séu í nánd og þótt Framsóknarflokkurinn í Norðurlandskjördæmi eystra sé klofínn í herðar niður mega þingmenn hans og annarra flokka ekki tapa áttum og gleyma meginreglum stjómar- skrárinnar. Stj ömustrí ðsáætlunin rakin til Eisenho wer-áranna eftir William J. Broad Leitin að leiðum til þess að skjóta niður eldflaugar andstæðingsins, en það er takmarkið með geimvarna- áætlun Reagans, „Stjömustríðs- áætluninni", er orðin meira en aldarfjórðungs gömul. Þetta kemur í ljós þegar gluggað er í skjöl frá sjötta áratugnum er nýlega hefur verið aflétt leynd á. Eisenhower forseti hratt þessu öllu af stað seint á sjötta áratugnum þegar hann lét he§a viðamikla rannsóknaáætlun sem kostaði milljarða dala og mörg þúsund af hæfustu vísindamönnum þjóðarinnar tóku þátt í. Árið 1972, þegar samningurinn um takmörkun gagnflauga (ABM- samningurinn) tók að mestu fyrir áframhald slíkra rannsókna, hafði þessi leit haft í för með sér fram- farir í hefðbundnum vamarbúnaði og einnig varðandi jafn furðuleg vopn og öreindageisla og leysi- geislavopn. Sagan af þessum uppmnalegu til-raunum hefur horfið í skuggann fyrir þeim látum sem áætlun Reag- ans, SDI-áætlunin (Strategic Defense Initiative), hefur valdið. Gagnrýnendur og fylgjendur „Stjömustríðsáætlunarinnar“ em sammála um að þessi lítt kunna saga sé bráðnauðsynleg til að skilja þá alþjóðlegu umræðu sem blossað hefur upp eftir Reykjavíkurfundinn. Fundurinn endaði án samkomulags þegar Reagan neitaði að fallast á kröfur Sovétmanna um takmarkan- ir á tilraunum í sambandi við geimvamaáætlunina. Umræðan núna beinist fyrst og fremst að túlkun á stuttum köflum samningsins frá 1972 en markmiðið með honum var að banna þjóðum að koma upp eldflaugavamakerf- um. Gagnrýnendur SDI, en sumir þeirra áttu þátt í að semja samning- inn frá 1972, segja að hann hafí rekið endahnútinn á margra ára misheppnaðar gagnflaugarann- sóknir. Þeir segja að gagnslaus eyðsla milljarða dala hafi sýnt að ekki væri hægt að ná markmiðinu, hvað sem liði tækniframförum. Með samningnum stóð til að fíarlægja bæði þau gagnflaugakerfí sem til væru og einnig þau sem menn sæju í hillingum. „Við sáum hvað var í vændum," sagði John B. Rhinelander, sem var lögfræðilegur ráðgjafi samninga- mannanna 1972 og er nú harður gagnrýnandi SDI. „Við reyndum að koma í veg fyrir þróun leysi- vopna og þess háttar hluta.“ Veijendur SDI eru ósammála og segja að framfarir í háleynilegri tækni hafí verið verulegar á sjötta og sjöunda áratugnum og í samn- ingnum frá 1972 hafi þróun og tilraunir með furðuvopn, eins og þau sem helst eru rædd í sambandi við SDI, verið sérstaklega undan- þegnar. „Samningurinn takmarkar ekki nýju tæknina," segir James T. Hackett, fyrrum embættismaður Reagan-stjómarinnar en núverandi starfsmaður Heritage Foundation, hægrisinnaðrar rannsóknastofnun- ar í Washington. Það var smuga í samningnum, sagði hann, „til að horfast í augu við þá staðreynd að það voru til leysigeislar." Hversu mjög sem sérfræðinga greinir á um ákvæði gagnflauga- samningsins eru báðir aðilar sammála um að þegar hann var gerður hafí gagnflaugatækni verið komin á mun hærra stig en menn gerðu sér almennt grein fyrir. Saga gagnflaugaþróunar varpar ljósi á stöðu og væntingar beggja aðila, segja þeir. Vonir bundnar við Bamba Sagan hefst seint á fímmta ára- tugnum þegar bandarískir hemað- arsérfræðingar lögðu sig í líma við að finna svar við þeirri ógn sem stafa myndi af langfleygum, sov- éskum sprengjuflugvélum er bæm kjamavopn. Ein tegund vamar- vopna sem komið var fyrir víða í Bandaríkjunum skömmu eftir 1950 var Nike-flaugin, nefnd í höfuðið á hinni vængjuðu, grísku sigurgyðju. Nike átti að sprengja aðvífandi sprengjuvélar í tætlur. Um miðjan sjötta áratuginn var kostnaðurinn við slíkar loftvama- flaugar orðinn 30 milljarðar dala á ári. Síðan gerðist það árið 1957 að Sovétmenn gerðu tilraun með sína fyrstu langdrægu landeldflaug. Ekkert vamarvopn var nægilega hraðskreitt eða nákvæmt til að stöðva árásarvopn sem kom utan úr geimnum. Til að bregðast við hættunni af langdrægum eldflaugum skar Eis- enhower-stjómin niður fíárveiting- ar til vama gegn sprengjuflugvélum og hófst handa um heljarmikla, tvíhliða áætlun um gagnflauga- rannsóknir. Önnur hlið hennar fólst í því að endurbæta Nike-flaugar, ratsjár og tölvur til að reyna að fínna vamir gegn þessari nýju ógn. Hin hliðin, er nefndist project De- fender, sneri að rannsóknum á nýrri og furðulegri gagnflaugatækni og tilheyrandi búnaði. Project Defender fór af stað 1958 sem háleynileg, margra milljóna dala framkvæmd sem í tóku þátt mörg þúsund af færustu vísinda- mönnum þjóðarinnar. Ein tillaga þeirra fól í sér að eyðileggja sov- éskar eldflaugar skömmu eftir flugtak með gagnvopni er nefndist Ballistic Missile Boost Intercept — öðm nafni Bambi. Geimvopn sem ætlað var að granda óvinaeldflaugum með sveip af stál- kúlumávirþræði. Vísindamennimir sáu fyrir sér að Bambi yrði myndaður af nokkur hundruð orrustustöðvum úti í geimnum og skyldu þær nota inn- rauða skynjara til að finna hitann í útblæstri óvinaeldflauga. Vopnið sjálft, Bambi, átti að vera knúið eldflaugum og var ætlað að rekast einfaldlega á óvinaflaug á uppleið. Til að auka marksæknina átti Bambi að vera útbúinn 60 feta vímeti er átti að snúast og vera alsett kraftmiklum fallbyssukúlum úr stáli. Hlutar vopnsins vom reyndir með Atlas- og Titan-eld- flaugum. „Við náðum langt, á skömmum tíma, með fmmstæðan iðnað að bakhjarli. Þess vegna þori ég ekki að fullyrða hve langt við gætum náð núna,“ sagði John T. Bosma, sérfræðingur við Project Defender. Hann tók þátt í High Frontier- könnuninni 1982 sem átti sinn þátt í að koma SDI á laggimar. í könn- uninni var mjög stuðst við Bambi- tillöguna. Leysigeislinn Árið 1959 ákváðu embættismenn hjá rannsóknaskrifstofu Pentagons, ARPA, að láta kanna það sem þeir álitu ótrúlegasta framtíðarvopnið af öllum, nýja uppfinningu er nefnd- ist leysir. „Állir hjá ARPA vom frá sér numdir af tilhugsuninni um að geta búið til og haft vald á svo kraftmiklum ljósgeisla," sagði dr. Gordon Gould, vísindamaður, en honum heppnaðist að búa til einn fyrsta leysigeislann árið 1961, þeg- ar hann starfaði með háleynilegum hætti fyrir ARPA. Hann sagði að Pentagon hefði viljað vita hvort hægt væri að nota leysigeisla eins og ratsjá sem gæti fundið óvina- flaugar með mikilli nákvæmni og sem Ijósgeislabyssur. í mars 1962 spáði Curtis E. LeMay, hershöfðingi og yfirmaður bandaríska flughersins, því að þró- uð yrðu „orkuvopn“ á borð við leysigeisla sem myndu „gera árás með ljóshraða" til að eyðileggja eld- flaugar. Á meðan gagnflaugarannsóknir mddu sér til rúms snemma á sjö- unda áratugnum undirbjuggu skipuleggjendur Pentagons mann- aðar geimferðir þar sem hægt væri að annast eftirlit og árásir. Farar- tækið sem varð fyrir valinu 1960, vængjaður fyrirrennari geimskutl- unnar, var kallað Dynasoar (Dyn- amic Soaring) og 1962 vom sex herflugmenn valdir til að reynslu- fljúga því. Rétt eins og geimskutl- unni var Dynasoar og afkomendum hennar ætlað að geta flutt fyrirferð- armikinn gagnflaugabúnað út í geiminn. Skipuleggjendur Pentagons settu einnig á flot Satellite Inspection- áætlunina (Saint), en samkvæmt henni átti að skjóta rafeindageisla frá ómönnuðum Saint-gervihnetti á óvinaskotmark. Útgeislun frá skot- markinu átti að sýna hvort það flytti vetnissprengju. Hugmyndin var fullunnin 1962 og leynd yfír henni aflétt 1982. Á meðan sumir vísindamenn unnu af kappi við jafn furðulega hluti og Bambi og Saint vom aðrir sem störfuðu að hefðbundnari verk- efnum eins og að fullkomna gagnflaugar á jörðu niðri. Ein þeirra var Nike-Zeus. Hún átti að bera eins megatonns sprengjuodd, sem myndi gera henni auðvelt að granda óvinaeldflaugum. Aðalverk- takinn var hin mikilsmetna Bell- rannsóknastofa AT&T-fyrirtækis- ins. Rannsóknastofan sá um erfíðasta verkefnið: Að fínna leið til að leiðbeina Nike-Zeus-gagn- flaugunum að skotmarkinu. Um þriðjungur tilraunaskotanna hafði misheppnast. Fyrsta tiiraunin 1962 var leitin að gagnvopnum harðlega gagnrýnd af mönnum sem sögðu að hún væri byggð á gmnd- vallarskekkju. Þeir sögðu að fíand- mennimir myndu, í staðinn fyrir að koma upp vamarbúnaði, alltaf telja það ódýrara og auðveldara að snúa á gagnvopnakerfi — einfald- lega með þvi t.d. að koma fyrir margfaldri tálbeitu meðal árásar- vopnanna. Gagnrýnendumir réðust einkum gegn Nike-Zeus. „Þegar hún verður tilbúin getur verið að árásartækni hafí fleygt svo fram að vamarvopnið verði þegar úrelt,“ sagði dr. Ralph E. Lapp, eðlisfræðingur og ráðgjafí hjá Pentagon, í bók sinni Kill and Over- kill, sem út kom 1962. Hann sagði að það myndi kosta 60 milljarða dala að koma Nike-Zeus-flaugunum fyrir en þeir sem myndu aðallega hagnast væm 80 geimtæknifyrir- tæki. Það var að verða ljóst að það myndi reynast erfiðara en menn höfðu haldið að leita uppi eldflaug- ar í geimnum. Ein lausnin var að taka burt vímet Bambi og setja í Tak- markanir á „STJÖRNU- STRÍÐS“- tilraunum Samningurinn um gagnflaugar (ABM) takmarkar tilraunir með slík vopn. Höfundar samningsins segja vopnatilraunir leyfilegar á tilraunastof- um og á ákveðnum tilraunastöðum eins og t.d. í Nýju-Mexíkó og á suðurhafseyjum. Höfundar segja ennfremur að tilraunir á hafinu og úti í geimnum séu bannaðar, þar með taldar tilraunir sem styðjast við tæki úti í geimnum eins og leysar á jörðu niðri sem varpað er á spegla á braut umhverfis jörðu. staðinn kjamasprengjuodda. Sprenging þeirra úti í geimnum myndi eyðileggja skotmörk í margra mílna fjarlægð. í könnun sem gerð var á vegum Lockheed- verksmiðjanna sáu menn fyrir sér 3.000 orrustustöðvar á braut um- hverfís jörðu, búnar kjamavopnum, hver þeirra vopnuð fíögurra mega- tonna sprengjuoddi. „Við vildum vera vissir um að við gerðum raunverulega út af við þá,“ sagði Saunders B. Kramer, fyrmm verkfræðingur hjá Lock- heed. En vísindamenn er rannsökuðu gagnvopn rákust fljótt á nýtt og sérkennilegt vandamál. Á hlýju kvöldi í júlí 1962 sprengdu Banda- ríkjamenn 1,4 megatonna kjama- sprengjuodd 248 mflur fyrir ofan Johnston-kóraleyna, smásker í Kyrrahafi um 800 mflur suðvestur af Hawaii. Þetta var fyrsta stóra gagneldflaugatilraunin, þar sem beitt var kjamahleðslu. „Allt í einu lýsti grænhvítur bjarmi upp allar Hawaii-eyjar," seg- ir vitni að atburðinum. „Himinninn varð bleikur, þá appelsínugulur, síðan rauður. Yfír öllu hvfldi skelfí- leg birta.“ Götuljós og raforkulínur fóm skyndilega úr sambandi og þjófa- vamakerfi fóm í gang. Raforku- kerfí Hawaii var farið úr skorðum. Seinna nefndu vísindamenn fyrir- brigðið EMP (the Electromagnetic Pulse). Sprengja sem sprengd yrði hátt í lofti yfír Nebraska sögðu þeir að myndi valda EMP um öll Bandaríkin, stöðva tölvur, ratsjár og fjarskipti. Sprengjur sem sprengdar em við jörðu valda eng- um slíkum vandræðum. Þessi vandkvæði, ásamt öðmm, leiddu til þess árið 1963 að Penta- gon hægði á ferðinni. Dynasoar- áætluninni var aflýst, einnig nokkmm öðmm óvenjulegum gagn- flaugatilraunum. Nike-Zeus-flaug- amar urðu nú hluti af Nike-x- áætluninni, sem stefndi að því að granda óvinavopnum í andrúmsloft- inu, ekki í geimnum, eftir að léttari tálbeitu-flaugamEu- hefðu mögulega bmnnið upp. Aform John- son-stj órnarinnar En 1967 lýsti Johnson-stjómin því yfir að sett yrði á fót Sentinel- gagnflaugakerfið sem byggðist á eldflaugum á jörðu búnum kjarna- oddum. Þetta var að nokkru andsvar við þróun gagnflauga í Sovétríkjunum. Þetta var í fyrsta sinn sem forseti gerði tillögu um varnakerfi fyrir allt landið. Skipu- leggjendur þess viðurkenndu að kerfið gæti aðeins að litlu leyti kom- ið að gagni gegn alisheijarárás Sovétmanna en töldu það geta tafið -— FYRIRHUGAÐ 1960: DYNASOAR Mönnuð geimflaug sem ætlaö var að stundanjósnirog flytja á loft gagnvopn. 1962: SAINT Vélmenni varætlaðað elta uppi vetnis- sprengjuróvinanna og hæfa skotmarkið með rafeindageisla. Núverandi fjárveitingar bornar saman við fyrri ár Tilraunir til að búa til gagnflaugakerfi samsett af leysum og öðrum tækni undrum ásamt hefðbundnum vopnabúnaði hófust þegar Sovétmenn komu sér upp fyrstu langdrægu landeldflaugunum og þær náðu hámarki rétt fyrir undirritun samnings um takmörkun gagnflauga 1972 (ABM-samningurinn). Þá snarminnkuðu fjárveitingar en tilraunirnartóku nýjan fjörkipp eftir ræðu Reagans þar sem hann lýsti áætlunum um eldflaugaskjöld. 1 o o I §; £ Oq 1958 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 EISENHOWER KENNEDY JOHNSON NIXON FORD CARTER REAGAN fyrir „minni háttar“ árás. Fram- kvæmdin vará vegum landhersins. 1967 hófflotinn einnig að athuga kerfi sem nefnt var Sabmis (Sea- bome Anti-Ballistic Missile Inter- cept System). Gagnflaugunum skyldi skotið frá skipum og kaf- bátum sem næst heimsskauts- baugnum og áttu þær að granda óvinaflaugum þegar þær flygju jrfir Norðurpólinn. Til að láta ekki skáka sér út í hom byijaði flugherinn árið 1968 að rannsaka gagnflaugar sem skot- ið skyldi frá Lockheed C-5A-flutn- ingaflugvélum til að veija bandarískar strandborgir gegn ár- ásum af hálfu óvinakafbáta. Árið 1969 stöðvaði Nixon-stjóm- in keppnina milli aðila landvama með því að varpa fyrir róða öllum hugmyndum um að reyna að veija borgir. f staðinn var Sentinel-áætl- un landhersins breytt þannig að gagnflaugunum var fengið það hlutverk að veija eingöngu eld- flaugabyrgi. Nýja áætlunin var nefnd Safeguard. Fram til þessa höfðu hugmyndir um gagnvopn allar verið á stigi rannsókna og þróunar, tilrauna og líkana, vona og drauma. En árið 1970 fóru verkfræðingamir að búa sig undir framleiðslustigið. Viðræður hefjast Um sama leyti vom hafnar við- ræður milli Bandaríkjamanna og Sovétmanna um að stöðva gagn- flaugakapphlaupið. Þrátt fyrir framfarir á öllum sviðum vopnabún- aðar höfðu bæði risaveldin slegið því föstu að gagnflaugakerfí væra gagnslaus, dýr og ögrandi. í fyrsta lagi, var sagt, er tæknin ófullnægj- andi. í öðra lagi, áhersla á gagn- flaugakerfí myndi hleypa af stokkunum nýjum tegundum árás- arvopna sem ætlað væri að bijótast í gegnum vamakerfín. Að lokum var svo hættan á að vamakerfin myndu raska því ógnaijafnvægi sem lengi hafði verið undirstaða ótryggs friðar milli austurs og vest- urs. Af bandarískri hálfu virtist fram- kvöðlum samningsins að lítils væri að vænta af þeim hátæknilegu rannsóknum sem vora stundaðar; loforð tæknimannanna virtust stöð- ugt vera yst við sjónarrönd. „Grundvallarhugmyndin að baki öreindageislum var þekkt þegar á sjöunda áratugnum," sagði Spurge- on M. Keeny, embættismaður Nixon-stjómarinnar og þátttakandi í viðræðunum um gagnvopn. Samningurinn frá 1972 skuld- batt Bandaríkjamenn og Sovét- menn til að eiga í mesta lagi 200 gagnflaugar hvor aðili og skyldi flaugunum skipt jafnt milli tveggja staða. Tveim áram síðar urðu ríkin ásátt um enn meiri takmörkun; hvort ríki mátti ráða yfír 100 flaug- um. 1975 var sprengjuoddum komið fyrir í tijónum gagnflauga Safe- guard-kerfisins er kostaði alls 7 milljarða dala. Kerfíð hafði verið sett niður nyrst í Norður-Dakota og var tekið í notkun 1. aprfl. Skömmu eftir að Safeguard- kerfíð var tekið í notkun samþykkti þingið að leggja það niður þar sem það væri of dýrt og sömuleiðis gagnslítið. Það var lagt niður 1976. Sovétmenn hafa ekki lagt sitt kerfí niður en það umlykur Moskvu. Áhugi vaknar að nýju Seint á áttunda áratugnum varð hins vegar ýmislegt til að endur- vekja áhugann á viðamiklum vamakerfum. í fyrsta lagi óttuðust , herforingjar sífellt meir að lang- drægar landeldflaugar Bandaríkja- manna væra að verða viðkvæmar gagnvart sovéskri skyndiárás og töldu að gagnflaugakerfi gætu að minnsta kosti vemdað nokkrar bandarískar eldflaugar. í öðra lagi, á meðan andmælendur gagnflauga- kerfa héldu áfram að segja að á kerfunum hlytu að verða brotalam- ir og þau yrðu dýr og hættuleg þá héldu vopnasérfræðingar áfram að segja frá stöðugum tæknifram- föram í smíði leysa, öreindageisla- tækja og öðram tækniundram. Þessi áhugi náði hámarki með ræðu Reagans forseta, „Stjömu- stríðsræðunni", þann 23. mars 1983. í henni hvatti hann vísinda- menn þjóðarinnar til að blása nýju lífi í leitina að gagnvopnum. Til- raunum fór brátt fjölgandi. 1984 gerði landherinn tilraun er kölluð var HOE (Homing Overlay Experi- ment). Gagnflaug á jörðu var skotið að gerviskotmarki og eyðilagði það með vopni sem minnti á Bambi. Gagnflauginni var skotið frá til- raunasvæði fyrir gagnflaugar í samræmi við gagpieldflaugasamn- inginn frá 1972. Árið 1985 hófust þó harðar deil- ur um það hve langt ríkisstjómin gæti gengið varðandi tilraunir með ný gagnvopn án þess að bijóta ákvæði samningsins en í honum s sagði, að samningsaðilar hétu því að „þróa ekki, gera ekki tilraunir með eða koma fyrir gagnflauga- kerfum eða hlutum slíkra kerfa, hvort sem um væri að ræða hluti á hafinu, í lofti, í geimnum, eða á hreyfanlegum undirstöðum á landi". Bandaríkjamennimir sem unnu að samningnum sögðu að hann úti- lokaði tilraunir úti í geimnum með vopn á borð við Bambi. En sérfræðingar í ráðuneytum utanríkismála og landvama notuðu það sem þeir kölluðu „víðtæka" túlkun og lögðu aðaláhersluna á „D-yfírlýsinguna“ í samningnum. „Aðilar era sammála um,“ segir í D-yfírlýsingunni; „að verði búin til gagnvopnakerfí í framtíðinni, er byggjast á öðram eðlisfræðilögmál- Sjá næstu siðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.