Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 «e&AMin „ É9 hclt aS þer þsetti þetta ilmvatn 9ott!" /d. TM Rag. U.S. Pat Otl.-iH riflhts rasMWd i e 1906 Los Angstes Tknts Syndtcatt Stillimyndin svíkur aldrei, það er á hreinu ... Auðvitað hef ég meðmæli frá fyrri húsbónda mínum. Hann benti mér á að sækja um vinnu hér ... Tilheyra tennur ekki líkamanum? Skattgreiðandi skrifar: „Þínar tennur, þitt að velja“ er jrfirskrift svokallaðs tannvemdar- dags, sem haldinn er að tilstuðlan heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis og tannvemdarráðs. Allt er gott um það að segja og má fullyrða að núverandi heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra hefur gert mikið átak í forvamarstarfi gegn tann- skemmdum. Það er hins vegar með eindæm- um, hvemig búið hefur verið um hnútana í tryggingakerfí okkar gegnum tíðina varðandi viðgerðir og viðhald á tönnum. Eftir að menn komast til fullorðinsára lýkur þátt- töku hins opinbera í hvers konar viðgerðum og viðhaldi tannanna. Ef menn nefbrotna, tábrotna, fótbrotna eða verða fyrir skakka- föllum á líkama eða sál, þá þykir sjálfsagt að tryggingar greiði að fullu hvers konar lækningu. Hvað er svona sérstakt við tennumar, eru þær ekki hluti af líkama mannsins? Þar sem tryggingakerfi er við lýði á annað borð í læknisþjónustu, a.m.k. á Norðurlöndunum og flest- um Evrópulöndum, þar sem trygg- ingar á annað borð taka til læknisþjónustu eru tennur manna ekki undanskildar. Það hlýtur nú að vera tímabært að upplýsa almenning um það, hver það er eða hveijir, sem halda fast í þetta úrelta kerfi að undanskilja tannviðgerðir manna í trygginga- kerfinu. Auðvitað eru tannviðgerðir al- gengari, en t.d. viðgerðir á hjarta eða æðakerfi, en engu að síður nauðsynlegar. Það er því engin frambærileg ástæða til þess að halda tannviðgerðum utan allrar þeirrar læknisþjónustu, sem menn njóta. „Þínar tennur, þitt að velja" er gott slagorð sem slíkt, en það er einhvem veginn utan og ofan við skilning margra, að taka tennur sérstaklega fyrir, fremur en til dæmis „þínir þarmar, þitt að velja“. Margir eta sér til óbóta og verða að fara í megrun og fá frítt á spítala eða í Hveragerði, á meðan þeir jafna sig og létta. Eða fætumir, sem flestir íslend- ingar eiga í erfíðleikum með er þeir eldast, vegna þess að þeir hafa ekki hirt þá nógu vel og ganga auk þess í skótaui sem er alltof lint og heldur ekki að fótunum. Algengasta skótau landsins er ýmist strigaskór eða töfflur og ilskór hvers konar. Algengt að sjá fólk á skrifstofum eða vinnustöðum fara í inni-töfflur þegar það mætir í vinnu. Heldur sennilega, að það sé að gera fótum sínum gott með þessu, — ef til vill að fá loft í fætuma! Þetta er þó allt hin mesta Qarstæða, því besta skótauið em skór sem halda við ökklann, t.d. reimaðir skór, að því tilskildu, að fólk hreinsi og þvoi fætuma reglulega (sem er ekki sjálfgefíð hjá landanum). Það er ekki að ástæðulausu, að hermenn og þeir sem þurfa að treysta mjög á fætuma em látnir ganga í reimuð- um skóm, gjaman uppháum, enda em hermenn sjaldnast haltir (utan þeir er verða fyrir óhöppum). En þetta var nú langur útúrdúr frá tönnunum, sem auðvitað á að I.K.skrifar: „Á baksíðu Morgunblaðsins 11. jan. sl. birtist undarleg grein um refadráp, þar sem saklaus tófuræf- ill var grýttur í hel. Mig langar til að taka undir með þeim sem hafa skrifað Velvakanda og fordæmt þann verknað sem þar er lýst. Því miður held ég að það sé talsvert algengt að menn taki að sér slík verk óumbeðnir og álíti sig meiri fyrir bragðið. Hitt kemur þó meira á óvart að Morgunblaðið skuli leggj- ast svo lágt að fjalla um þetta sem hetjudáð og sveipa ódæðismennina hálfgerðum dýrðarljóma, líkt og íþróttmenn á verðlaunapalli. Þvílíkar hetjur! Við ættum heldur að gleðjast yfír þeim fáu dýrateg- undum sem ganga villtar á þessu landi. Satt að segja fínnst mér þessi atburður vera dæmigerður fyrir virðingarleysi íslendinga gagnvart „Skattgreiðandi“ telur það með ólíkindum hvernig í gegnum tíðina hefur verið búið um hnút- ana í tryggingakerfinu hvað varðar tannviðgerðir og viðhald á tönnum. setja inn í tryggingakerfíð, til jafns við aðra líkamshluta. Annað er óhæfa í menningarþjóðfélagi, sem vill státa af góðu tryggingakerfí. náttúrunni, sem birtist á flestum sviðum. Nokkur dæmi eru: Almennt hatur á refum. Gegndarlaus ofbeit á afréttum og heiðum landsins, samhliða fjársvelti Landgræðslunn- ar. Þijóska í hvalveiðimálum. Akstur utan vega á hálendinu. Ómarkviss stefna í mengunarmál- um, hvort heldur er mengun lofts eða sjávar. Fáránlegur frágangur skólplagna, t.d. umhverfís Reykjavík, þar sem beinlínis er hægt að horfa á skólpið renna í sjóinn. Allt þetta stingur nokkuð í stúf, þar sem lífsafkoma okkar er undir náttúruauðlindum landsins komin, og auk þess reynum við að laða að ferðamenn undir slagorðum svo sem ómenguð náttúra o.s.frv. Með von um að umhverfísvitund okkar og þroski megi aukast. Ekki mun af veita." Virðingarleysi gagn- vart náttúrunni Víkveiji skrifar HÖGNI HREKKVÍSI Fari menn á skíði til dæmis í Bláíjöllunum geta þeir keypt svokallað vetrarkort, sem veitir þeim aðgang að lyftunum. Þeir þurfa ekki annað en sýna kortið og þá fá þeir að nota þá þjónustu, sem í boði er. Hvers vegna er ekki sama fyrirkomulag haft á annarri þjón- ustu af svipuðu tagi? Hvers vegna geta þeir, sem nota strætisvagna Reykjavíkur eða sundstaði Reykjavíkur ekki fengið að kaupa árskort eða hálfs-árskort? Nýlega var hafín sala á nýjum kortum í sundstöðum höfuðborgar- innar. Þar geta menn keypt 30 skipti, nú fyrir 1000 krónur en upphaflega fyrir 870 krónur. Þessi kort eru þannig úr garði gerð, að afgreiðslufólkið þarf að hafa tæki undir höndunum til að gera gat á þau í hvert skipti, sem sundgestur kemur til að stunda heilsuræktina. Er Víkveiji næstum viss um, að þessir starfshættir eru einstæðir. Fyrirtæki sem byggja á stöðug- um og samfelldum viðskiptum við sama fólk mánuð eftir mánuð, ár eftir ár og jafnvel áratug eftir ára- tug reyna að sjálfsögðu að auðvelda viðskiptavinum og starfsfólki sam- skiptin. Úr því að unnt er að selja vetrarkort í lyftumar í Bláfjöllum ætti að vera framkvæmanlegt að taka upp samskonar starfshætti annars staðar. XXX egar Víkveiji reifaði þetta mál við kunningja sinn á dögunum og leitaði álits hans á þeirri skipan, sem höfð er á sölu vetrarkortanna f Bláfjöllum, þá hafði hann á orði, að auðvitað ættu þessi skíðakort að vera þannig úr garði í gerð, að þau giitu ekki aðeins í Bláfjalla- brekkunum. Menn ættu til dæmis að geta notað sama kortið í lyftun- um í Skálafelli. Víkveiji maldaði eitthvað í móinn af alkunnri skammsýni og kerfís- hyggju en fékk þá jrfír sig, að í Sviss væri skipulagið á þessum hlutum til fyrirmyndar eins og öðr- um. Þar gætu menn látið draga sig upp í fjallaskörð í Sviss og rennt sér niður í Ítalíu og komist aftur upp í fyftum þar á sama kortinu. Ef þetta væri unnt í samskiptum milli landa ætti að vera hægt að koma á samræmi á milli skíðasvæða í nágrenni Reykjavíkur. Kemur Víkveiji þessari hugmynd hérmeð á framfæri í von um, að hún verði framkvæmd skíðaunn- endum til ánægju og þæginda. XXX A Inýlegum tölum frá Noregi kem- ur fram, að Spánn var vinsælasta ferðamannaland Norðmanna á síðasta ári eins og oft áður. Flutn- ingur með leiguflugi til Spánar frá Noregi jókst um 24% 1986. Fjöldi Norðmanna, sem sótti Spán heim var 335.000, það er 64.900 fleiri en á árinu 1985. Næst vinsælasta landið hjá sólar- þyrstum Norðmönnum er Grikkland og grísku eyjamar. Þangað höfðu 127.000 Norðmenn lagt leið sína undir árslok 1986 eða 6,8% fleiri en 1985. Bretlandseyjar hafa löngum verið vinsælt ferðamannaland hjá Norð- mönnum. En á síðasta ári urðu þær að víkja úr þriðja sætinu á vinsælda- listanum fyrir Kýpur. Farþegum í leiguflugi frá Noregi til Kýpur fjölg- aði um 43,1%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.