Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 Bjartsýnn — en raunsær Rabbað við „fallbyssuna", „einræðisherrann" og „kraftaverkamanninn" Jón Hjaltalín Magnússon formann Handknattleikssambands íslands Morgunblaðið/Bjarni • Það er jafnan spenna utan vallar sem innan í mikilvsegum landleikjum. Þegar Island sigraði Rúmeníu á heimsmeistaramótinu í Sviss í fyrra höfðu Jón Hjaltalfn Magnússon, Formaður HSÍ, Bogdan Kowalcyzk, landsliðsþjálfari og Þórður Sigurðsson, gjaldkeri HSÍ, ríka ástœðu til að fagna eftir leikinn. Jón Hjaltalín Magnússon hefur verið formaður Hand- knattleikssambandsins síðan skömmu fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles 1984. Hand- boitinn hefur verið á mikilli , uppleið f formannstíð hans og áhugi á íslandsmótinu hef- ur aukist gríðarlega. Jón var kunnur landsliðsmaður á árum áður, talinn einn skot- fastasti leikmaður heims og oft kallaður „fallbyssan" þeg- ar hann var upp á sitt besta! Jón hefur verið nefndur ein- ræðisherra og kraftaver- kakarl þegar handboltinn er annars vegar — hann hefur verið umdeildur, en hvað sem því líður er Ijóst að hann hef- ur unnið gríðarlegt starf sem formaður HSÍ. Undirritaður ^ hitti Jón að máli á dögunum á heimili hans í Seljahverfinu, en þar býr hann ásamt eigin- konu sinni, Sonju Guðmunds- dóttur, og þremur börnum þeirra, Magnúsi Hjaltalín, 13 ára, Olafi Erni, 11 ára og Svövu Björk, 8 ára. Jón er fæddur í miðbænum í Reykjavík og byrjaði með Þrótti í handbolta. Eftir að hann fluttist í Bústaðahverfið gekk hann svo í Víking. Þá var hann í þriðja flokki - og lék hann með félaginu meðan hann var hér á landi. Ég byrjaði að leika í meistaraflokki 17 ára gamall, 1965, en fór svo utan til náms til Svíþjóðar 1969,“ sagði Jón. Hann var fyrst valinn í landsliðið árið 1966 fyrir leik við Vestur- Þjóðverja hér heima, þá 19 ára. „Ég hef leikið 54 landsleiki — það voru ekki spilaðir jafn margir lands- leikir þá og gert er í dag. Ég lék minn síðasta landsleik 1978,“ sagði Jón. Jón var við nám í Svíþjóð sem fyrr segir og lék með LUGI frá Lundi í níu ár, til 1978, við sérlega góðan orðstír, en að því loknu tók hann við þjálfun Malmö FF sem var í 3. deild. Jón lék einnig með liðinu og komst það upp í 2. deild. Þér gekk vel f Svíþjóð, var það ekki? „Jú, alveg þokkalega," sagði Jón hæversklega, en þegar sænskum dagblöðum frá þessum tíma er flett kemur í Ijós að Svíar hafa svo sannarlega kunnað að meta þenn- an snjalla handboltamann. Jón heldur áfram: „LUGI var í 2. deild þegar ég byrjaði en við fórum upp í 1. deild tveimur árum seinna og héldum okkur þar. Þá urðum við einu sinni Svíþjóðarmeistarar ut- anhúss og lékum til úrslita í Allsvenskan einu sinni en töpuðum fyrir DROTT og urðum í öðru sæti.“ Jón fluttist til íslands á ný sum- arið 1979 er honum bauðst starf hjá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Þá bjó fjölskyldan á Akranesi pg Jón tók einmitt að sér þjálfun ÍA-liðsins og lék með því í 3. deildarkeppninni. „Ég spil- aði með Skagamönnum í rúmt ár. Það var gaman, þetta gekk þokka- lega hjá okkur en herslumuninn vantaði að við kæmumst upp í 2. deild," sagði Jón. í Svíþjóð lærði hann rafeinda- verkfræði, var í háskólanum í Lundi irá 1969—73 og starfaði eftir nám- 1ð hjá Kockum-skipasmíðastöðinni í Málmey, á þróunar- og tölvudeild sem verið var að stofna. „Ég starf- aði hjá Kockum í rúm tvö ár en þá stofnaði Kockum sérstakt fyrir- tæki sem átti að sjá um tölvubúnað fyrir skip og ég fór að vinna þar. Við vorum mjög framarlega á sviði tölvutækni fyrir stór olíuflutninga- skip. Þegar ég kom úr skóla voru örtölvurnar nýkomnar á markaðinn og eitt fyrsta verkefnið sem ég fékk var að hanna tölvubúnað í stór olíuflutningaskip — sem voru eins og fjórir fótboltavellir á stærð — og settum við víst fyrstu örtölv- una um borð í skip 1974. Þá vann ég að markaösfærslu þessara tölvukerfa víða um heim." Valdi tæki og sá um uppsetningu á Lottó- inu Eftir að hafa starfað í tvö ár á Grundartanga fluttist Jón með fjöl- skyldu sína til Reykjavíkur og síðan hefur hann rekið verkfræði- og við- skiptafyrirtækið JHM-almenn tækniþjónusta. „Ég starfa sjálf- stætt eins og sagt er og tek að mér ýmis verkefni. Á síðastliðnu ári valdi ég til dæmis tækjabúnað og sá um uppsetningu á tölvukerf- inu fyrir Lottó 5/32 og sá um eftirlit með uppsetningu og samdi við bandaríska seljendur tækjanna. Þá hef ég unnið ýmis áætlunarstörf fyrir atvinnumálanefnd Reykjavíkur um eflingu hátækniiðnaðar, verið verkefnisstjóri fyrir fyrirtæki í raf- eindaiðnaði um eflingu rafeinda- iðnaðar og síðan hef ég verið að aðstoða Háskóla íslands við stofn- un ýmissa þróunarfyrirtækja og eflingu líftækniiðnaðar hérlendis. Það sem ég hef lagt áherslu á er tækniiðnaður, notkun sjálfvirkni- búnaðar, verkefnastjórnun, vöru- þróun og viðskiptaþjónusta, en ég er stundakennari á sviöi vöruþró- unar við verkfræðideild háskól- ans.“ Hvernig kom það svo til að þú komst til starfa fyrir Handknatt- leikssambandið? „Rétt fyrir Ólympíuleikana 1984, þegar Ijóst var að ísland myndi fá þar sæti, var ég beðinn að taka að mér formennsku í stjórn HSÍ. Mér fannst þetta áhugavert verk- efni. Liðið var gott og sem gamall landsliðsmaöur hafði ég áhuga á að hjálpa til fyrst leitað var til mín. Síðan hefur þetta verið mitt aðal áhugamál." Jón hafði ekki áður starfað í stjórn HSÍ. „Ég þekkti þó handknattleikinn frá leikvellinum og einnig þekkti ég marga í Al- þjóðahandknattleikssambandinu — sumir þeirra eru góðir vinir mínir frá því ég var í Svíþjóð, og það auðveldaði ýmislegt varðandi al- þjóðasamskiptin." íslendingum og Svíum virðist aldrei hafa verið sérlega vel til vina þegar handknattleikur er annars vegar. Varstu kunnugur forystumönnum þar eins og til dæmis Kurt Wadmark sem í gegnum árin virðist ekki hafa verið vinsamlegur ísienskum handboltamönnum? „Já, óg þekkti hann vel. Svíarnir eru mjög ákveðnir, en ég tel að þeir hafi gert ákveðin mistök og hef verið óhræddur við að segja þeim það. Menn geta verið vinir þó þeir deili og við í HSÍ erum óhræddir við að segja okkar skoð- anir.“ Meira hlustað á okkur þegar vel gengur Nú er ísland komið vel inn á landakort handboltamanna með góðum árangri. Hvernig lýst þér á framtíðina? „Já, það vekur mikla athygli hjá handboltaforystumönnum erlend- is hve landslið okkar eru sterk. Það er meira hlustað á okkur á þingum Alþjóðahandknattleikssambands- ins þegar okkar gengur svona vel í keppni og margar áhugaverðar tillögur okkar eru teknar til greina. Við erum með mjög gott landslið, handboltinn er ein alvinsælasta íþróttagreinin á íslandi, þannig að við hljótum að hafa gert margt rétt við það að byggja upp hand- knattleiksáhugann hér á íslandi." Handknattleikurinn er nú í gífurlegri sókn hér á landi aftur. Breyttuð þið einhverju í áróðurs- starfsemi ykkar? „Eitthvað breyttum við starfs- háttum, já. Ég hef starfað mikið að vöruþróun og markaðsmálum víða um heim — og þegar farið er af stað við slíkt athugar maður fyrst hvað maður hefur í höndun- um, hver markaðurinn er og hvernig eigi að kynna og selja vör- una. Hér höfum við mjög góðan handbolta og mikinn áhuga, en það var Ijóst að áhuginn var að dvína um það leyti sem ég varð formaður 1984. Menn voru á þeirri skoðun vegna lélegrar aðsóknar að 1. deildarleikjum og vegna þess að við vorum B-þjóð í handbolta. Landsliðið fékk síðan tækifæri til að taka þátt í Ólympíuleikunum og þá mátum við í stjórninni stöðuna þannig, að við ættum að leggja aðaláherslu á að byggja upp gríðarlega gott landslið. Við töld- um að ef okkur tækist það myndi áhugi almennings aukast á ný og þar með aðsókn að 1. deildarleikj- um aukast og unglingar fara meira á handboltaæfingar. Við lögðum allt undir til þess að komast beint af Ólympíuleikunum í A-heims- meistarakeppnina og hugsuðum ekkert um B-keppnina í Noregi 1985. Þetta tókst og síðan endurt- ók sagan sig. Við lögðum allt undir í Sviss til að komast beint á Ólympíuleikana í Seoul og hugsuð- um ekkert um B-keppnina sem senn hefst á Ítalíu. Þá vorum við gagnrýndir fyrir nokkuð mikla bjartsýni, en markmið okkar náðist og áhugi almennings á handbolt- anum hefur stóraukist. Við sjáum að á flestum leikjum er full höll á Akureyri og annars staðar úti á landi hefur aðsókn stóraukist. Að- sókn hefur líka aukist í Reykjavík þar sem hún var orðin mjög léleg verð ég að segja." Nú hefur verið lögð gffurleg vinna i að byggja upp iandsliöið undanfarin ár. Getum við vænst þess að eiga gott og „stabflt11 landslið um ókomin ár, að þínu mati? „Við stefnum markvisst að því. Við höfum alltaf haft gott unglinga- starf hjá HSÍ — nú erum við með 16 ára, 18 ára og 21 árs landslið hjá piltum og erum að efla kvenna- handknattleikinn líka, sérstaklega hjá ungu stúlkunum, og það er alveg Ijóst, eins og þú sást í des- ember á Flugleiðamótinu, að 21 árs landsliðið stóð nokkuð vel í A-landsliðinu okkar og sigraði Finna og Bandaríkjamenn! Ég tel að við þurfum ekki að kvíða framtí- ðinni.Ég hef líka séð að yngri flokkarnir hér á landi eru í mjög góðri æfingu. Við eigum góða þjálf- ara sem hafa spilað handbolta og þekkja hann vel. HSÍ hefur nú mik- inn áhuga á að efla fræðslustarf- semina og auka áhuga unglinga á íþróttum. Aðalvandamálið er skortur á húsrými því við höfum alltof fáa tíma til æfinga. En ég kvíði alls ekki framtíðinni, eftir að hafa fylgst með þessu undanfarin tvö ár. Hvernig er fjárhagsleg staða HSfídag? „Á síðasta ári var veltan tæpar 30 milljónir og rekstrarhagnaður um 3 milljónir króna og mér sýnist að þetta ár verði allgott og við ættum að geta skilað hagnaði aft- ur. Það er Ijóst að þegar vel gengur hjá landsliðinu vilja mörg fyrirtæki hjálpa okkur — telja það um leið hafa auglýsingagildi fyrir þau að við komum þeirra vöru og þjónustu á framfæri. Við teljum einnig að landslið okkar sé góð landkynning erlendis því oft er mikil umfjöllun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.