Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 58 1. deild kvenna í handknattieik: Sigur hjá toppliðunum Erna Lúðvíksdóttir skoraði 11 mörk fyrir Val UM HELGINA voru leiknir fimm leikir í 1. deild kvenna í hand- knattleik. Á föstudagskvöldiA spiluðu í Seljaskóla KR og Ár- mann og sigruðu KR-stúlkur. Á laugardaginn voru tveir leikir í Laugardalshöll, Stjarnan vann - Val og Fram vann Víking. í Hafn- arfirði vann FH lið ÍBV og á sunnudaginn spiluðu I Laugar- dalshöll Ármann og ÍBV og endaði leikurinn með jafntefli. KR — Ármann 22—9 KR-stúlkur unnu stórsigur á Ár- mannsliðinu. í fyrri hálfleik var frekar jafnt á með liðunum og voru aðeins þrjú mörk sem skildu í leik- hléi, 6—3. í síðari hálfleik fóru KR-ingar á kostum og skoruðu hvert markið á faetur öðru, leiknum lauk með sigri KR, 22—9. í KR-liðinu spiluðu þær Sigur- björg Sigþórsdóttir og Karólína Jónsdóttir ekki með en það kom þó ekki að sök. Mörk KR: Aldis Arthúrsdóttir 6, Elsa Ævarsdóttir 5, Olga Garðarsdóttir 4, Snjó- laug Benjamínsdóttir 4, Arna Garðars- dóttir 2 og Valgeröur Skúladóttir eitt mark. Mörk Ármanns: Margrét Hafsteinsdóttir 3, Bryndis Guðmundsdóttir og Guðbjörg Ágústsdóttir tvö mörk hvor og þaer Ellen Einarsdóttir og Elísabet Albertsdóttir eitt mark hvor. Valur — Stjarnan 24—25 Stjarnan, sem er eitt af topplið- um deildarinnar, vann góðan sigur á Val. Leikurinn var jafn framan af í fyrri hálfleik og skiptust liðin á um að hafa forystuna. Um miðjan fyrri hálfleik sigu Stjörnustúlkurnar fram úr og voru yfir í leikhléi 12—8. ( síðari hálfleik náði Stjarnan sex marka forystu og virtist allt stefna í stórsigur hjá þeim. Valsstúlkur náðu þó aðeins að hrista af sér slenið síðustu 10 mínútur leiksins. Valsliðið var lélegt í þessum leik og fer sem horfir blasir fallbaráttan viö! Eina sem gladdi augað var stórleikur fyrirliðans, Ernu Lúðvíksdóttur. í Stjörnuliðinu áttu þær Erla Rafnsdóttir og Hrund Grétars- dóttir góðan leik. Mörk Vals: Erna Lúðvíksdóttir 11, Guðrún Kristjánsdóttir 4, Harpa Sigurðar- dóttir 3, Soffia Hreinsdóttir 2, Magnea Friðriksdóttir 2, Katrin Friðriksen og Guðný Guðjónsdóttir eitt mark hvor. Mörk Stjörnunnar: Erla Rafnsdóttir 8, Hrund Grétarsdóttir 5, Margrét Theódórs- dóttir 5, Brynhildur Magnúsdóttir 4, Anna Guðjónsdóttir 2, Steinunn Þorsteinsdóttir eitt mark. Fram — Víkingur 20—10 Fram, sem ertopplið deildarinn- ar, hélt áfram sigurgöngu sinni um helgina. Þær unnu mjög öruggan sigur á Víkingsliðinu, þrátt fyrir að Guðríður Guðjónsdóttir spilaði ekki með vegna veikinda. Oddný Sigsteinsdóttir spilaði með á ný eftir tveggja ára fjarveru. Hún fókk þó ekki að sýna hvað í henni býr, því Víkingsliðið brá á það ráð að taka hana úr umferð frá fyrstu mínútu. Það virtist ætla að ná til- ætluðum árangri því Víkingsstúlk- ur komust í 4—1 í upphafi leiksins. Framliðið var þó ekki lengi að jafna leikinn og var staðan í leikhléi 9—5 fyrir Fram. Seinni hálfleikur var síðan einstefna á mark Víkings og lauk leiknum með stórum sigri Fram, 20—10. Framliðið vann þennan stóra sigur fyrst og fremst á góðum varnarleik, og voru þær sérstak- lega öruggar Jóhanna Halldórs- dóttir og Ingunn Bernódusdóttir. Þá var Kolbrún Jóhannsdóttir geysisterk í markinu að vanda. Einnig voru þær snöggar fram í hraðaupphlaup og skoruðu mörg falleg mörk þannig. Víkingsliðið átti fremur dapran dag, og var það helst markvörður- inn Sigrún Ólafsdóttir sem stóð upp úr. Þegar líða tók á leikinn klipptu þær bæði Oddnýju Sig- steinsdóttur og Örnu Steinsen út úr spilinu, en eftirleikurinn var auð- veldur hjá Fram, þar sem þær spiluðu fjórar á móti slakri vörn Víkings. Mörk Fram: Arna Steinsen 5/2, Jó- hanna Halldórsdóttir 4, Margrét Blöndal, Ingunn Bernódusdóttir og Ósk Víðisdóttir 3 mörk hver, Hafdís Guðjónsdóttir og Helga Gunnarsdóttir eitt mark hvor. Mörk Víkings: Svava Baldvinsdóttir 3, Inga Lára Þórarinsdóttir 3/1, Eiríka Ás- grimsdóttir 2/1, Valdís Birgisdóttir og Sigurrós Björnsdóttir eitt mark hvor. FH — ÍBV 38—14 FH-liðið fór á kostum í þessum leik, eins og tölur bera með sér. í fyrri hálfleik var nánast bara eitt lið á vellinum og náðu Vestmanna- stúlkur aðeins að skora 2 mörk á móti 18 mörkum FH—inga. FH-liðiö skoraði meirihluta marka sinna í leiknum úr hraðaupphlaup- um. í liði FH áttu nánast allar góðan leik, sérstaklega þær Kristín Pét- ursdóttir, Rut Baldursdóttir, Heiða Einarsdóttir og María Sigurðar- dóttir. Hjá liði ÍBV stóð engin upp úr, og vilja þær eflaust gleyma þess- um leik sem fyrst. Mörk FH: Kristín Pétursdóttir 10, Rut Baldursdóttir 8, Heiða Einarsdóttir 5, Sig- urborg Eyjólfsdóttir 3, Helga Sigurðar- Körfubolta- hátíð á Selfossi KÖRFUBOLTAHÁTÍÐ verður á vegum KKÍ í íþróttahúsinu á Sel- fossi í kvöld. Þar munu meðal annars A-landslið íslands og U-21 árs liðið leiða saman hesta sín. Gamlir landsliðsmenn eins og Jón Sigurðsson, Kristinn Jörundsson, Bjarni Jóhannesson og Kolbeinn Kristinsson munu spreyta sig í leik gegn HSK. Selfoss og Hveragerði munu eigast við í innanhússknatt- spyrnu. Hátíðin hefst kl. 20. dóttir 4, Arndís Aradóttir, Inga Einars- dóttir og María Sigurðardóttir 2 mörk hver, Berglind Hreinsdóttir og Linda Loftsdóttir eitt mark hvor. Mörk (BV: Anna Jóhannsdóttir 5, Ólöf Elíasdóttir 3, Stefania Guðmundsdóttir 3, Unnur Sigmarsdóttir, Ásta Kristjáns- dóttir og Elísabet Benónýsdóttir eitt mark hver. Ármann — ÍBV 18—18 Botniið deildarinnar áttust við á sunnudag og voru þau bæði að spila sinn annan leik um helgina. Fyrri hálfleikur var jafn framan af, en þegar hann var hálfnaður var Ármannsliðið komið með þriggja marka forystu, mest vegna góðrar frammistöðu Guðbjargar Ágústs- dóttur. Staðan í leikhléi var 11 —8 fyrir Ármann. ÍBV-stúlkur mættu heldur hressari til leiks í seinni hálfleik og náðu að jafna leikinn þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínútur leiksins voru mjög spennandi þar sem liðin skiptust á um að vera yfir. ÍBV náði tveggja marka forystu þegar um 7 mínútur voru eftir, en Ármann jafnaði á 26. mínútu, 18—18. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum þrátt fyrir að síðustu tvær mínúturnar spil- uðu ÍBV-stúlkur 4 á móti 5 í Ármannsliðinu. Þegar leiktíminn var úti, fengu Armannsstúlkur víti, en skutu í stöng. A-LIÐ TBR sigraði ( deildar- keppni Badmintonsambands íslands sem fram fór í TBR- húsinu um helgina. B-lið ÍA féll í 2. deild og sæti þeirra tekur A-lið KR-inga. Alls tóku 20 lið þátt í keppn- inni, sex í fyrstu deild og 14 í annari deild. í 2. deild var keppt í tveimur riðlum. í A-riðli sigraði A-lið Víkings og i B-riðli sigraði A-lið KR. Þessi tvö lið léku síðan til úrslita um 1. deildarsætið og unnu KR-ingar örugglega, 7:1. Mjög jöfn og spennandi keppni var um tvö efstu sætin milli A- og C-liðs TBR. Þegar upp Þess má geta að í byrjun seinni hálfleiks slasaðist fyrirliði ÍBV, Ragna Birgisdóttir, illa og kom ekki meira við sögu í leiknum. ( hennar stað kom ung og efnileg stúlka, Stefanía Guðjónsdóttir, og stóð sig vel. Mörk Ármanns: Margrét Haf- steinsdóttir 8/2, Guðbjörg Ágústs- dóttir 3, Ellen Einarsdóttir 3/1, Elísabet Albertsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir tvö mörk hvor. Mörk (BV: Anna Jóhannsdóttir og Unnur Sigmarsdóttir fjögur mörk hvor, Ingibjörg Jónsdóttir og Stefanía Guöjónsdóttir þrjú mörk hvor, Ragna Birgisdóttir 2, Ólöf Einarsdóttir og Ásta Kristjáns- dóttir eitt mark hvor. KF/AS Staðan Fram 14 13 0 1 312-222 26 FH 14 11 0 3 314-215 22 Stjarnan 13 9 0 4 310-231 18 KR 14 6 2 6 248-261 14 Vfkingur 14 6 1 7 262-245 13 Valur 13 5 1 7 272-247 11 ÍBV 12 1 1 10 171-273 3 Ármann 14 0 1 13 200-401 1 Markahæstar: Guðrfður Guðjónsdóttir, Fram103 Erla Rafnsdóttir, Stjörnunni 96 Margr. Theodórsd., Stjörnunni 76 Sigurbjörg Sigþórsdóttir, KR 75 Rut Baldursdóttir, FH 64 var staðið voru þau jöfn að stig- um en A-liðið vann einnum leik meira. B-liö TBR varð í þriðja sæti, D-lið TBR í fjórða, A-lið IA í fimmta og B-lið IA rak lestina í sjötta og leikur í 2. deild að ári. í A-liði TBR voru þau Árni Þór Hallgrímsson, Snorri Ingvarsson, Ármann Þorvaldsson, Gunnar Björgvinsson, Ásta Pálsdóttir og Guðrún Júlíusdóttir. Næsta ár verður fjölgað um eina deild og falla fjögur neðsu liðin í hvorum riðli í 2. deild niður í 3. deild. Þau eru: B-lið TBR, B-lið HSK, TBA, BH, UMSB, B-liö Víkings, F-lið TBR og UMFA. Firmakeppni Opin firmakeppni í knattspyrnu verður haldin í íþróttahúsinu Borgarnesi dagana 21.—22. mars. Dansleikur á Hótel Borgarnesi laugardagskvöld. Gisting á hótelinu. Tilvalin skemmtiferð. Nánari uppl. gefa eftir kl. 19 Jón í síma: 93-7757, Ragnar 93-7535 og Þórður í síma 93-7678. getrsuna VINNINGAR! 25. leikvika - 7. febrúar 1987 Vinningsröð: 2X 1 - 1 X2-X 1 2-1 X 1 1. vinningur: 11 róttir, kr. 88.185,- 9217+ 18523 47421(4/10) 52564(4/10) 130520(6/10) 564347 52864(2/11,6/10) 2. vinningur: o 1 kr. 3. 1 17,- 562 9094 18531 53520* 102882 188689 2776 12676 18548 55286 125423 214537 3411 12677 40017 56892+ 125470* 219982 3873+ 13830+ 41589* 58924+ 125949+ 564193 4167 15413 42464* 61686 125953+ 564245 4330 15666 44266 63722 125960+ 564344 5610 15734 47063* 96919* 126223* 564352 5735 16137 49345 98586 130521 564434 6294 16178 49672 100196 130522 616345 7044 18056 50976* 10083 130542 616347 7121 18422 51823** 101980 188688 617956 * = 2/10 ** =4/10 Kærufrestur er til mánudagsins 2. mars 1987 kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni I Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Islenskra Getrauna fyrir lok kaarufrests. íslenskar Getraunir, íþróttamiðstöðinni v/Sigtún, Reykjavík • A-lið TBR sigraði í deildarkeppni BSÍ sem fram fór um helgina. í sigurliðinu voru þau Snorri Ingvarsson, Árni Þór Hallgrímsson, Ármann Þorvaldsson, Gunnar Björgvinsson, Ásta Pálsdóttir og Guðrún Júlíusdóttir. Badminton: TBR sigraði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.