Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987
35
Borgarbíó:
Nýr salur tekinn í notk-
un annan laugardag
NYI SALURINN í Borgarbíói
verður tekinn í notkun annan
iaugardag, að sögn Sigurðar
Arnfinnssonar, bíóstjóra.
„Nýi salurinn tekur 132 í sæti.
Sjónvarp
Akureyri
MIÐVIKUDAGUR
11. febrúar
§18.00 Félagarnir (Partners).
Bandarísk kvikmynd með Ryan
O'Neal, John Hurt, Kenneth
McMillan og Robyn Douglas i
aðalhlutverkum. Benson (O'Neal)
liðsforingi og Fred Kerwin (Hurt)
starfa báðir í lögreglunni í Los
Angeles. Gamansöm sakamála-
mynd.
19.35 Bjargvaetturinn (Equalizer).
Fyrrverandi eiginkona bjargvætt-
arins leitar aðstoðar hans vegna
hótana sem eiginmaður hennar
verður fyrir.
§20.40 Húsiöokkar(OurHouse).
Gamall vinur Gus úr sjóhernum
kemur i heimsókn og veldur miklu
fjaðrafoki.
§21.35 Los Angeles Jass. 4. og
síðasti þáttur. Þættir þessir eru
teknir upp í elsta jassklúbbi
Bandaríkjanna (Lighthouse Cafe í
Kaliforníu). I þáttunum koma fram
helstu stórstjörnur jassheimsins
um þessar mundir.
§22.40 Lamb. Bresk sjónvarps-
mynd. 10 ára dreng er komið fyrir
á afskekktu, kristilegu upptöku-
heimili. Presti sem þar kennir
ofbýður meðferðin á drengnum
og ákveður að taka ráðin í sínar
hendur. Óvæntur endir myndar-
innar vekur margar spurningar.
00.35 Dagskrárlok.
í nýja húsinu er einnig nýtt and-
dyri þar sem verður sælgætissala,
og sýningarklefi fyrir báða salina,“
sagði hann. Þegar nýi salurinn verð-
ur tekinn í notkun verður þeim
gamla lokað í einhvern tíma og
verða gerðar miklar breytingar á
honum. Honum verður „snúið við“
ef svo má að orði komast. Tjaldið
verður í framtíðinni þar sem inn-
gangurinn í hann er í dag, og
sýningarklefinn á svipuðum stað og
tjaldið er í dag - en úr klefanum
sýningum stjórnað í báða salina
eins og áður sagði. Sætum í gamla
salnum fækkar úr 297 í 246 við
breytinuna. „Við breikkum bilið á
milli þeirra og stöllum gólfið eins
og í nýja salnum."
Að sögn Sigurðar voru keypt öll
fullkomnustu tæki sem völ voru á
í nýja salinn, til dæmis Dolby hljóð-
kerfi. Tjaldið er 8,30 x 3,50 metrar
að stærð og sagði hann það stærsta
tjald á landinu miðað við stærð
salar. Enn einbreyting er sú að við
fatlaðir eiga nú að komast leiðar
sinnar í húsinu eins og aðrir, fullt
tillit var tekið til þarfa þeirra við
byggingu hússins.
Sigurður sagði þessa breytingu
á bíóinu skipta geysilegu máli fyrir
reksturinn. „Þetta gerir það að
verkum að við sýnum hveija mynd
lengur en hingað til hefur verið.
Við getum verið með fjórar myndir
í sýningu í einu í stað tveggja áð-
ur. Þá reiknum við með að frum-
sýna myndir hér annað slagið - það
ætti að takast með samningum við
Bíóhöllina í Reykjavík."
Ekki hefur verið ákveðið hvaða
mynd verður sýnd fyrst í nýja saln-
um.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Frá opnun kosningaskrifstofu Stefáns Valgeirssonar um helgina.
Pétur Þórarinsson er lengst til vinstri.
Sérframboð Stefáns Valgeirssonar:
Sameinast menn um að segja
sig úr framsóknarf élögunum?
Svar við því fæst væntanlega í kvöld
í KVÖLD verður væntanlega ákveðið hvort þeir sem standa að sér-
framboði Stefáns Valgeirssonar í Norðurlandskjördæmi eystra segja
sig úr Framsóknarflokknum, eða hvort gripið verður til „stærri
aðgerða," eins og þeirra að flokksfélögin segi sig úr kjördæmasam-
bandinu, eins og einn stuðningsmanna Stefáns sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær. Stuðningsmenn sérframboðsins funda í kvöld.
Snorri Finnlaugsson, formaður í Degi á föstudaginn að Kjördæmis-
Kjördæmissambands framsóknar- sambandið myndi ekki standa fyrir
manna í kjördæminu, lýsti því yfir því „að nokkur maður verði rekinn
Fjölmennt námskeið í lyftingum
LYFTINGARÁÐ Akureyrar
gengst þessa dagana fyrir lyft-
inganámskeiði fyrir stráka á
aldrinum 10-15 ára. Námskeið
þetta stendur yfir í þijár vikur
og Iýkur því með móti sem hald-
ið verður í Dynheimum 22.
þessa mánaðar.
Þar verður keppt í bekkpressu -
en aðaláhersla er einmitt lögð á
þá grein á námskeiðinu. Að sögn
Flosa Jónssonar, formanns LRA,
er aðsóknnin mjöggóð, 150 strák-
ar sækji námskeiðið og sé það í
raun mun meira en aðstandendur
þess hefðu þorað að vona. Leið-
beinendur á námskeiðinu eru Flosi
og Kári Elíson, auk þess sem
„sterkasti maður heims“ Jón Páll
Sigmarsson kom í heimsókn í
tæpa viku og kenndi strákunum
sitt af hverju. Vakti það miklu
lukku að hann skyldi mæta á stað-
inn, að sögn Flosa, og er von á
Jóni Páli norður á ný þegar mótið
verður haldið í Dynheimum. Eins
og áður sagði er aðaláhersla lögð
á bekkpressu á þessu námskeiði,
en einnig á alhliða þrekþjálfun.
Þetta er í fyrsta skipti sem LRA
gengst fyrir námskeiði fyrir
stráka á þessum aldrei en að sögn
Flosa er möguleiki á að það verði
gert aftur vegna þess mikla áhuga
sem strákar hafa sýnt íþróttinni.
„Það er fullt af efnilegum strákum
á námskeiðinu og einhveijir þeirra
munu örugglega halda áfram í
lyftingunum eftir þetta námskeið-
um,“ sagði Flosi Jónsson í samtali
við Morgunblaðið.
úr Framsóknarflokknum." Hann
segir einnig: „Við höfum alltaf lagt
áherslu á það að þó menn styðji
þetta framboð þá þýði það ekki
úrsögn úr flokknum." Snorri segir
ennfremur að framsóknarfélög geti
ekki gengið úr kjördæmasamband-
inu. „Það gengur ekkert félag í
kjördæmasambandið og því getur
ekkert félag gengið úr því. Meðan
framsóknarfélögin eru til þá eru
þau sjálfkrafa í kjördæmissam-
bandinu,“ segir hann.
Séra Pétur Þórarinsson á Möðru-
völlum í Hörgárdal, sem skipar
annað sæti á lista Stefáns, sagði í
samtali við Morgunblaðið að um-
mæli Snorra Finnlaugssonar væru
hálf hlægileg. „Við teljum að búið
sé að neita því að við förum fram
sem Framsóknarmenn þar sem við
fengum ekki að nota BB. En auðvit-
að tekur enginn sannfæringuna frá
manni, við erum stjórnmálamenn
af sannfæringu en ekki eins og ein-
hver segir okkur að vera. Snorri
er þarna í Degi að segja okkur að
strax eftir að kosningabaráttunni
lýkur getum við orðið framsóknar-
menn á ný. Hann er að reyna slæva
broddinn úr framboðinu og það
sama er hægt að segja með Pál
Pétursson í Tímanum," sagði Pétur
Þórarinsson.
Pétur sagði marga í stuðnings-
mannahópi Stefáns Valgeirssonar
viðkvæma fyrir því að fara ekki í
kosningabaráttuna sem framsókn-
armenn því þeir hefðu verið það í
áratugi - en samt væru þeir sárir
yfir því að fá ekki að nota BB, og
því væri spumingin hvort menn
vildu láta kné fyljga kviði og sam-
einast um að segja sig úr framsókn-
arfélögunum. Svar við þeirri
spumingu fæst að líkindum í kvöld.
Enn hefur ekki verið ákveðið
nafn á framboð Stefáns, en Stefán
sagði að það yrði „tengt jafnrétti í
víðum skilningi." Um síðustu helgi
var opnuð kosningaskrifstofa í Gler-
árgötu 20 þar sem Haraldur M.
Sigurðsson, kosningastjóri, hefur
aðsetur og að hans sögn kom fjöldi
manns í heimsókn fyrsta daginn.
Þess má geta að Framsóknarflokk-
urinn hefur einnig opnað kosninga-
skrifstofu fyrir komandi alþingis-
kosningar. Hún er að Hafnarstræti
96. Þar ræður ríkjum Sigurður
Haraldsson kosningastjóri, en hann
er sonur Haraldar, kosningastjóra
Stefáns.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Gestur rafvirkjam. — S. 19637.
I.O.O.F. 9 = 1682118 ’/s =
□ Helgafell 59872117 IV/V - 2
□ Glitnir 59872117 = 5
1927 60 ára 1987
FERÐAFÉpG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Myndakvöld F.í.
Miðvikudaginn 11. febrúar efnir
Ferðafélagið til myndakvölds í
Risinu, Hverfisgötu 105 og hefst
það stundvíslega kl. 20.30.
Efni:
Sveinn Ólafsson sýnir myndir úr
fjömnni og umhverfi hennar.
Lífríki fjörunnar er mörgum hug-
leikið. Missiö ekki af þessu
einstaka tækifæri til þess að sjá
og heyra um lífið í fjörunni og
umhverfi hennar.
Einnig verða sýndar myndir frá
dagsferð i Þórisdal sl. sumar.
Eftir hló verða sýndar myndir úr
siöustu áramótaferð til Þórs-
merkur, myndir úr vinnuferð til
Landmannalauga (nýtt tjald-
svæði) og nokkrar myndir úr
dagsferðum.
Allir velkomnir, félagar og aðrir.
Veitinqar í hléi. Aögangur kr. 100.
Ath. Óskjur fyrir Árbækurnar
eru komnar aftur.
Ferðafélag íslands.
UTIVISTARFERÐIR
Myndakvöld Útivistar
fimmtud. 12. feb. kl. 20.30 í
Fóstbræðraheimilinu, Lang-
holtsvegi 109.
Efni: Fyrir hlé mun Guðrútl Guð-
varöardóttir sýna myndir frá
Vestfjörðum m.a. frá Dýrafiröi,
Önundarfirði, Ingjaldssandi,
Geirþjófsfirði og Tálknafirði og
segja frá ferðum sinum þangað.
Eftir hlé veröur sýnt frá sumar-
leyfisferðinni frá í ágúst:
Lakagígar — Leiðólfsfell —
Eldgjá og mun Þorleifur Guð-
mundsson segja frá ferðinni.
Einnig er stutt syrpa frá þorra-
blótsferðinni. Kaffiveitingar.
Allir velkomnir. Sjáumst!
Útivist, ferðafélag.
og farm. á skrifst., Grófinni 1,
simar 14606 og 23732.
Tunglskinsganga og fjörubál á
föstudagskvöldið kl. 20.
Sjáumst!
Útivist, feröafélag.
Hörgshlíð 12
Samkoma i kvöld, miðvikudags-
kvöld, kl. 20.00.
ÚTIVISTARFERÐIR
Helgarferðlr 13.-16. febr.
1. Tindfjöll f tunglsklnl. Gist í
Tindfjallaseli. Gengið á Tind-
fjallajökul.
2. Þorraferð í Þórsmörk. Gist i
Útivistarskálunum Básum.
Gönguferöir við allra hæfi.
Tunglskinsferö. Góð færð. Uppl.
Frá Sálarrannsóknar-
félaginu í Hafnarfirði
Fundurveröurfimmtudaginn 12.
febrúar nk. í Góötemplarahúsinu
og hefst kl. 20.30. Dagskrá:
Steinar J. Lúðvíksson rithöfund-
ur flytur ræöu. Tónlist.
Stjórnin.
Kristniboðsvika
Kristniboðsdeíld KFUM og K,
Hafnarfirði.
Samkomur á hverju kvöldi 8.-15.
febrúar í húsi félaganna, Hverfis-
götu 15.
Miðvikud. 11. feb.
Ræða: Ragnar Gunnarsson.
Kristniboðsþ.: Dagur i lífi
Pókoptkonu — Hrönn Sigurðard.
Söngur: U.d. KFUM og K.