Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 35 Borgarbíó: Nýr salur tekinn í notk- un annan laugardag NYI SALURINN í Borgarbíói verður tekinn í notkun annan iaugardag, að sögn Sigurðar Arnfinnssonar, bíóstjóra. „Nýi salurinn tekur 132 í sæti. Sjónvarp Akureyri MIÐVIKUDAGUR 11. febrúar §18.00 Félagarnir (Partners). Bandarísk kvikmynd með Ryan O'Neal, John Hurt, Kenneth McMillan og Robyn Douglas i aðalhlutverkum. Benson (O'Neal) liðsforingi og Fred Kerwin (Hurt) starfa báðir í lögreglunni í Los Angeles. Gamansöm sakamála- mynd. 19.35 Bjargvaetturinn (Equalizer). Fyrrverandi eiginkona bjargvætt- arins leitar aðstoðar hans vegna hótana sem eiginmaður hennar verður fyrir. §20.40 Húsiöokkar(OurHouse). Gamall vinur Gus úr sjóhernum kemur i heimsókn og veldur miklu fjaðrafoki. §21.35 Los Angeles Jass. 4. og síðasti þáttur. Þættir þessir eru teknir upp í elsta jassklúbbi Bandaríkjanna (Lighthouse Cafe í Kaliforníu). I þáttunum koma fram helstu stórstjörnur jassheimsins um þessar mundir. §22.40 Lamb. Bresk sjónvarps- mynd. 10 ára dreng er komið fyrir á afskekktu, kristilegu upptöku- heimili. Presti sem þar kennir ofbýður meðferðin á drengnum og ákveður að taka ráðin í sínar hendur. Óvæntur endir myndar- innar vekur margar spurningar. 00.35 Dagskrárlok. í nýja húsinu er einnig nýtt and- dyri þar sem verður sælgætissala, og sýningarklefi fyrir báða salina,“ sagði hann. Þegar nýi salurinn verð- ur tekinn í notkun verður þeim gamla lokað í einhvern tíma og verða gerðar miklar breytingar á honum. Honum verður „snúið við“ ef svo má að orði komast. Tjaldið verður í framtíðinni þar sem inn- gangurinn í hann er í dag, og sýningarklefinn á svipuðum stað og tjaldið er í dag - en úr klefanum sýningum stjórnað í báða salina eins og áður sagði. Sætum í gamla salnum fækkar úr 297 í 246 við breytinuna. „Við breikkum bilið á milli þeirra og stöllum gólfið eins og í nýja salnum." Að sögn Sigurðar voru keypt öll fullkomnustu tæki sem völ voru á í nýja salinn, til dæmis Dolby hljóð- kerfi. Tjaldið er 8,30 x 3,50 metrar að stærð og sagði hann það stærsta tjald á landinu miðað við stærð salar. Enn einbreyting er sú að við fatlaðir eiga nú að komast leiðar sinnar í húsinu eins og aðrir, fullt tillit var tekið til þarfa þeirra við byggingu hússins. Sigurður sagði þessa breytingu á bíóinu skipta geysilegu máli fyrir reksturinn. „Þetta gerir það að verkum að við sýnum hveija mynd lengur en hingað til hefur verið. Við getum verið með fjórar myndir í sýningu í einu í stað tveggja áð- ur. Þá reiknum við með að frum- sýna myndir hér annað slagið - það ætti að takast með samningum við Bíóhöllina í Reykjavík." Ekki hefur verið ákveðið hvaða mynd verður sýnd fyrst í nýja saln- um. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Frá opnun kosningaskrifstofu Stefáns Valgeirssonar um helgina. Pétur Þórarinsson er lengst til vinstri. Sérframboð Stefáns Valgeirssonar: Sameinast menn um að segja sig úr framsóknarf élögunum? Svar við því fæst væntanlega í kvöld í KVÖLD verður væntanlega ákveðið hvort þeir sem standa að sér- framboði Stefáns Valgeirssonar í Norðurlandskjördæmi eystra segja sig úr Framsóknarflokknum, eða hvort gripið verður til „stærri aðgerða," eins og þeirra að flokksfélögin segi sig úr kjördæmasam- bandinu, eins og einn stuðningsmanna Stefáns sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Stuðningsmenn sérframboðsins funda í kvöld. Snorri Finnlaugsson, formaður í Degi á föstudaginn að Kjördæmis- Kjördæmissambands framsóknar- sambandið myndi ekki standa fyrir manna í kjördæminu, lýsti því yfir því „að nokkur maður verði rekinn Fjölmennt námskeið í lyftingum LYFTINGARÁÐ Akureyrar gengst þessa dagana fyrir lyft- inganámskeiði fyrir stráka á aldrinum 10-15 ára. Námskeið þetta stendur yfir í þijár vikur og Iýkur því með móti sem hald- ið verður í Dynheimum 22. þessa mánaðar. Þar verður keppt í bekkpressu - en aðaláhersla er einmitt lögð á þá grein á námskeiðinu. Að sögn Flosa Jónssonar, formanns LRA, er aðsóknnin mjöggóð, 150 strák- ar sækji námskeiðið og sé það í raun mun meira en aðstandendur þess hefðu þorað að vona. Leið- beinendur á námskeiðinu eru Flosi og Kári Elíson, auk þess sem „sterkasti maður heims“ Jón Páll Sigmarsson kom í heimsókn í tæpa viku og kenndi strákunum sitt af hverju. Vakti það miklu lukku að hann skyldi mæta á stað- inn, að sögn Flosa, og er von á Jóni Páli norður á ný þegar mótið verður haldið í Dynheimum. Eins og áður sagði er aðaláhersla lögð á bekkpressu á þessu námskeiði, en einnig á alhliða þrekþjálfun. Þetta er í fyrsta skipti sem LRA gengst fyrir námskeiði fyrir stráka á þessum aldrei en að sögn Flosa er möguleiki á að það verði gert aftur vegna þess mikla áhuga sem strákar hafa sýnt íþróttinni. „Það er fullt af efnilegum strákum á námskeiðinu og einhveijir þeirra munu örugglega halda áfram í lyftingunum eftir þetta námskeið- um,“ sagði Flosi Jónsson í samtali við Morgunblaðið. úr Framsóknarflokknum." Hann segir einnig: „Við höfum alltaf lagt áherslu á það að þó menn styðji þetta framboð þá þýði það ekki úrsögn úr flokknum." Snorri segir ennfremur að framsóknarfélög geti ekki gengið úr kjördæmasamband- inu. „Það gengur ekkert félag í kjördæmasambandið og því getur ekkert félag gengið úr því. Meðan framsóknarfélögin eru til þá eru þau sjálfkrafa í kjördæmissam- bandinu,“ segir hann. Séra Pétur Þórarinsson á Möðru- völlum í Hörgárdal, sem skipar annað sæti á lista Stefáns, sagði í samtali við Morgunblaðið að um- mæli Snorra Finnlaugssonar væru hálf hlægileg. „Við teljum að búið sé að neita því að við förum fram sem Framsóknarmenn þar sem við fengum ekki að nota BB. En auðvit- að tekur enginn sannfæringuna frá manni, við erum stjórnmálamenn af sannfæringu en ekki eins og ein- hver segir okkur að vera. Snorri er þarna í Degi að segja okkur að strax eftir að kosningabaráttunni lýkur getum við orðið framsóknar- menn á ný. Hann er að reyna slæva broddinn úr framboðinu og það sama er hægt að segja með Pál Pétursson í Tímanum," sagði Pétur Þórarinsson. Pétur sagði marga í stuðnings- mannahópi Stefáns Valgeirssonar viðkvæma fyrir því að fara ekki í kosningabaráttuna sem framsókn- armenn því þeir hefðu verið það í áratugi - en samt væru þeir sárir yfir því að fá ekki að nota BB, og því væri spumingin hvort menn vildu láta kné fyljga kviði og sam- einast um að segja sig úr framsókn- arfélögunum. Svar við þeirri spumingu fæst að líkindum í kvöld. Enn hefur ekki verið ákveðið nafn á framboð Stefáns, en Stefán sagði að það yrði „tengt jafnrétti í víðum skilningi." Um síðustu helgi var opnuð kosningaskrifstofa í Gler- árgötu 20 þar sem Haraldur M. Sigurðsson, kosningastjóri, hefur aðsetur og að hans sögn kom fjöldi manns í heimsókn fyrsta daginn. Þess má geta að Framsóknarflokk- urinn hefur einnig opnað kosninga- skrifstofu fyrir komandi alþingis- kosningar. Hún er að Hafnarstræti 96. Þar ræður ríkjum Sigurður Haraldsson kosningastjóri, en hann er sonur Haraldar, kosningastjóra Stefáns. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Gestur rafvirkjam. — S. 19637. I.O.O.F. 9 = 1682118 ’/s = □ Helgafell 59872117 IV/V - 2 □ Glitnir 59872117 = 5 1927 60 ára 1987 FERÐAFÉpG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Myndakvöld F.í. Miðvikudaginn 11. febrúar efnir Ferðafélagið til myndakvölds í Risinu, Hverfisgötu 105 og hefst það stundvíslega kl. 20.30. Efni: Sveinn Ólafsson sýnir myndir úr fjömnni og umhverfi hennar. Lífríki fjörunnar er mörgum hug- leikið. Missiö ekki af þessu einstaka tækifæri til þess að sjá og heyra um lífið í fjörunni og umhverfi hennar. Einnig verða sýndar myndir frá dagsferð i Þórisdal sl. sumar. Eftir hló verða sýndar myndir úr siöustu áramótaferð til Þórs- merkur, myndir úr vinnuferð til Landmannalauga (nýtt tjald- svæði) og nokkrar myndir úr dagsferðum. Allir velkomnir, félagar og aðrir. Veitinqar í hléi. Aögangur kr. 100. Ath. Óskjur fyrir Árbækurnar eru komnar aftur. Ferðafélag íslands. UTIVISTARFERÐIR Myndakvöld Útivistar fimmtud. 12. feb. kl. 20.30 í Fóstbræðraheimilinu, Lang- holtsvegi 109. Efni: Fyrir hlé mun Guðrútl Guð- varöardóttir sýna myndir frá Vestfjörðum m.a. frá Dýrafiröi, Önundarfirði, Ingjaldssandi, Geirþjófsfirði og Tálknafirði og segja frá ferðum sinum þangað. Eftir hlé veröur sýnt frá sumar- leyfisferðinni frá í ágúst: Lakagígar — Leiðólfsfell — Eldgjá og mun Þorleifur Guð- mundsson segja frá ferðinni. Einnig er stutt syrpa frá þorra- blótsferðinni. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. og farm. á skrifst., Grófinni 1, simar 14606 og 23732. Tunglskinsganga og fjörubál á föstudagskvöldið kl. 20. Sjáumst! Útivist, feröafélag. Hörgshlíð 12 Samkoma i kvöld, miðvikudags- kvöld, kl. 20.00. ÚTIVISTARFERÐIR Helgarferðlr 13.-16. febr. 1. Tindfjöll f tunglsklnl. Gist í Tindfjallaseli. Gengið á Tind- fjallajökul. 2. Þorraferð í Þórsmörk. Gist i Útivistarskálunum Básum. Gönguferöir við allra hæfi. Tunglskinsferö. Góð færð. Uppl. Frá Sálarrannsóknar- félaginu í Hafnarfirði Fundurveröurfimmtudaginn 12. febrúar nk. í Góötemplarahúsinu og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Steinar J. Lúðvíksson rithöfund- ur flytur ræöu. Tónlist. Stjórnin. Kristniboðsvika Kristniboðsdeíld KFUM og K, Hafnarfirði. Samkomur á hverju kvöldi 8.-15. febrúar í húsi félaganna, Hverfis- götu 15. Miðvikud. 11. feb. Ræða: Ragnar Gunnarsson. Kristniboðsþ.: Dagur i lífi Pókoptkonu — Hrönn Sigurðard. Söngur: U.d. KFUM og K.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.