Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 17 Kammersveit Reykja- víkur minnist 100 ára afmælis Villa-Lobos Heitor Villa-Lobos eftirAtla Heimi Sveinsson Þetta greinarkom er ritað til að vekja athygli á næstu tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur sem haldnir verða á Kjarvalsstöðum nk. fímmtudag, þann 12. febrúar, kl. 20.30. Þar verður minnst 100 ára af- mælis brasilíska tónskáldsins Heitor Villa-Lobos (1887—1959). Á síðustu áratugum hafa bók- menntir frá Mið- og Suður- Ameríku vakið verðskuldaða athygli um heim allan. Og ekki síst hér á íslandi, þökk sé snilldar- þýðingum Guðbergs Bergssonar og fleiri góðra manna. Hafa þessar miklu bókmenntir opnað okkur sýn inn í heillandi menningarheim fjöl- skrúðugs mannlífs, mikils tilfínn- ingahita, ástríðna og þjóðfélags- hræringa. Tónlist latnesku Ameríku er minna þekkt, en hún býr yfír sömu einkennum og bók-. menntimar. Villa-Lobos er þekkt- astur tónskálda í þessum heimshluta. Þar er þjóðlagahefðin lifandi og sterk, alþýðutónlist í orðsins bestu merkingu, sem sprottin er upp úr leik og vinnu, söng og dansi. Tónlist frumbyggj- anna er enn við lýði — ósvikin indíánatónlist — og blandast hún við tónlistarhefð aðkomumanna frá Afríku, Ítalíu, Frakklandi og Spáni. Einnig barst klassísk tónlist Evrópu snemma yfír hafíð, einkum óperutónlist. Þetta var sá grunnur sem Villa- Lobos óx upp úr. Hann kom frá Rio de Janeiro, var sjálfmenntað- ur, kynntist franska tónskáldinu Dariusi Milhaud, sem þá bjó í Bras- ilíu, og fluttist til Parísar að áeggjan hans og stundaði þar nám. En hann kom aftur heim og var margra manna maki í uppbygg- ingu tónlistarlífs, þjóðlagasöfnun og -rannsókna. Svo kenndi hann og samdi nær 2.000 tónverk, þar á meðal fjórar óperur, þrettán sin- fóníur, balletta ogönnur stórverk. En Bach var uppáhald hans og fyrirmynd. Villa-Lobos reyndi að bræða saman tónamál Baehs við brasilíska þjóðlagatónlist. Þennan verkabálk kallar hann Bachianas Brasileiras og eru það sennilega vinsælustu og þekktustu verk hans. Kammersveitin flytur tvö þeirra, númer eitt og fimm, fyrir átta selló og söngrödd. Onnur verkaröð er Choros, fjórtán verk, og verður eítt af þeim flutt, sem samið er fyrir blásarakvintett. Og svo — líkt og til bragðbætis — verður fluttur sextett fyrir píanó og blásara eftir franska tónskáldið Francis Poulenc (1899—1963), einn „sexmenninganna" svoköll- uðu, en músík hans er „létt“ án þess að vera ómerkileg, þægileg, fjörug, aðgengileg og um leið andrík. Það er óhætt að mæla með þess- um tónleikum. Efnisskráin er einkar áhugaverð og flutningur Kammersveitarinnar er ávallt í gæðaflokki. Höfundur er tónskáld. Junckers Blitsa lökk á parketið og korkinn Níðsterk gölflökk í sérflokkí. Vandbaseret ^gni-vlak 222 Jnncken iSOBUTSá ! ÍUTSAnr Spurðu fagmanninn, haxm þekkir Blitsa lökk. Þú færð Blitsa lökk hjá: Byko, Kópavogi, Byko, líafnarlirói, Húsasmiöjunni, Lítnum, Litaveri, Málaranum, Dúkalandi, Pétri Hjaltested, Dropanum, Keflavík, Skafta, Akureyrí, Penslinum, ísafiröi, S.G. Búðinn Selfossi Málningarvörum hf., Málningarþjónustunni, Kaupfélöginn um allt land. EGILLÁRNASONHF. PARKETVAL SKEIFUNNI 3, SÍMI 91-82111 Hrcínar, faflegar og jafnstórar píffTííT liTTfíTTr rrrrp- ifn |inj inifiiir imjim TfTTfmT miflm CsJ 52 3= to CD t Hi.l.iu.1. imlin.i HlllllU iLnluii JlUli.ll!- UII-lllU II [i liiil - <X) 3 < PÖKKUN OG DREIFING: ÞYKKVABÆJARKARTÖFLUR HF, GILSBÚÐ 5, GARÐABÆ. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.