Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987
21
einstaklings 33 þúsund krónur á
mánuði. Launþegar greiða nú mán-
aðarlega þann skatt sem lagður er
á þá, 12 sinnum á ári, en eins og
kunnugt er, eru tveir mánuðir (jan-
úar og júlí) skattlausir mánuðir,
samkvæmt núverandi kerfi.
Til glöggvunar má setja upp eftir-
farandi dæmi:
1. Einstaklingur hefur 100.000
krónur á mánuði
Á hann er lagður 34,75% skattur
eða 34.750 krónur.
Persónufrádráttur einstaklingsins
er 11.500 krónur, sem dregst frá
34.750 krónunum og eftir stendur
að hann greiðir 23.250 krónur í
tekjuskatt og útsvar. Viðkomandi
heldur því eftir 76.750 krónum af
launum sínum.
Skatturinn skiptist þannig að
6.250 krónur renna til sveitarfélags
viðkomandi, en 17.000 krónur í ríkis-
sjóð.
2. Annað dæmi mætti taka af
hjónum sem vinna bæði utan heimil-
is og hafa samtals 150.000 krónur
í tekjur á mánuði, hann 100.000 og
hún 50.000.
Krónutalan sem hann greiðir í
opinber gjöld á mánuði verður þá
hin sama og í fyrsta dæminu, en
35,75% skattur hennar er 17.375
krónur.
Hún fær persónufrádrátt að upp-
hæð 11.500 krónur, sem dragast frá
17.375 krónum.
Eftir stendur að hún greiðir 5.875
krónur í gjöld.
Eftir halda þau 120.925 krónum.
3.1 þriðja tilvikinu má ímynda sér
að annað hjóna eða sambýlisfólks
sé heimavinnandi og þá má setja
upp eftirfarandi dæmi.
Útivinnandi aðilinn hefur 100.000
krónur í tekjur á mánuði. Hann fær
11.500 krónur í persónufrádrátt, en
auk þess getur hann vísað fram
skattakorti maka síns eða sambýlis-
konu/manns og nýtt sér til frádrátt-
ar 80% persónufrádráttar
viðkomandi. Frá 34.750 krónunum
sem hann er skattlagður dragast því
11.500 króna persónufrádráttur
þess útivinnandi, auk 9.200 króna
persónufrádráttur þess heimavinn-
andi. Skattlagningin nemur því
14.050 krónum. Eftir halda þau því
85.950 krónúr.
Loks má ímynda sér hjón sem eru
með samtals 80.000 krónur á mán-
uði, hann með 40.000 krónur og hún
með sömu upphæð. 34,75% af
40.000 krónum er 13.900 krónur og
þegar persónufrádrátturinn er dreg-
inn frá þeirri upphæð, þá standa
eftir 2.400 krónur, sem hvort þeirra
fyrir sig er skattlagt um, þannig að
eftir halda þau því 75.200 krónum.
Barnabætur einstæðra
foreldra tvöfaldar
Nú kann svo að vera að skatt-
greiðendurnir hafi fleiri frádráttar-
liði, en persónulega frádráttinn, og
þá lækkar álagningin í sjálfu sér,
þó ekki gerist það samhliða stað-
greiðslunni, heldur eftir á. Til dæmis
verður greiðsla barnabóta með sama
sniði og verið hefur og er reiknað
með að þær verði borgaðar út til
þeirra sem þær eiga að fá, eftir á,
líklega tvisvar á ári. Barnabætur til
einstæðra foreldra verða samkvæmt
nýja fyrirkomulaginu tvöfalt hærri
en til hjóna eða sambýlisfólks.
„Bamabætur skulu nema 12.625
krónum með fyrsta barni, en 18.910
krónum eð hveiju barni umfram eitt.
fyrir börn yngri en 7 ára í lok tekju-
ársins skulu barnabætur vera 12.625
krónum hærri en framangreindar
upphæðir og barnabætur með börn-
um einstæðra foreldra skulu ávallt
vera tvöfalt hærri en að framan
greinir." Svo segir m.a. í kaflanum
um bamabætur.
í stað sérstaks vaxtafrádráttar til
húsbyggjenda, eða kaupenda er nú
gert ráð fyrir að þeir sem em að
kaupa eða byggja í fýrsta sinn, fái
sérstakar húsnæðisbætur, að upp-
hæð 55 þúsund krónur og fá þeir
þessar bætur í 6 ár.
í stað sjómannafrádrátts, sam-
kvæmt núverandi fyrirkomulagi
kemur til sérstakur sjómannaafslátt-
ur til sjómanna, 150 krónur fyrir
hvem lögskráningardag, og kemur
þessi upphæð til endurgreiðslu úr
ríkissjóði, ársfjórðungslega.
Þá gerir frumvarpið ráð fyrir því
að allar greiðslur úr ríkissjóði, svo
sem þær bætur sem hér að fráman
greinir og persónufrádrátturinn
verði verðtryggðar og verði fram-
reiknaðar tvisvar á ári, miðað við
lánskjaravísitölu. Við ársuppgjör hjá
hveijum einstaklingi samkvæmt
framtali, að loknu staðgreiðsluári, á
verður sömuleiðis um það að ræða,
að ef einstaklingurinn hefur verið
látinn greiða of mikil opinber gjöld,
þá fær hann endurgreiðslu úr ríkis-
sjóði, ásamt verðbótum á upphæð-
inni. Það sama gildir hafi einstakl-
ingur ekki greitt' þau gjöld sem
honum bar, þá ber honum að greiða
verðbætur á mismuninn.
I heild gera reiknimeistarar fjár-
málaráðuneytisins að þetta nýja
skattafyrirkomulag komi til með að
draga heldur úr tekjum ríkissjóðs.
Telja þeir að skattbyrði verði mjög
svipuð og samkvæmt núverandi fyr-
irkomulagi, en þó lægri. Er það
mismunandi eftir tekjum, hversu
mikil breyting verður. Þeir segja að
skattbyrðin lækki mest hjá þeim sem
í lægstu tekjuhópunum eru, enda
hækki skattleysismörkin, en um mið-
bik launaskalans sé hún svipuð, en
þó heldur lægri. Skattbyrði ein-
stæðra foreldra mun þó í öllum
tilfellum lækka.
Þeir sem unnið hafa að.gerð þess-
ara frumvarpa á vegum fjármála-
ráðuneytisins undanfarnar vikur,
telja að hér verði um mikla einföldun
að ræða í skattheimtunni, og þar
af leiðandi að eftirlit skattayfirvalda
eigi eftir að verða bæði virkara,
betra og áhrifaríkara.
honum hafa starfað. Hópurinn hefur
átt ágætt samstarf við ASÍ og VSÍ
um málið sem og fulltrúa frá Sam-
bandi sveitarfélaga og félagsmála-
ráðuneytið um þann þátt þess, sem
að sveitarfélögunum snýr.
Helztu þættir skatt-
kerfisbreytinganna
í frumvarpi þessu og hliðarfrum-
vörpum með því er gert ráð fyrir
að lagður verði á einn tekjuskattur
til ríkisins sem kemur í stað núver-
andi tekjuskatts, sjúkratrygginga-
gjalds, gjalds til framkvæmdasjóðs
aldraðra, sóknargjalds og kirkju-
garðsgjalds. Þessi tekjuskattur
innheimtist ásamt tekjuútsvari til
sveitarfélags, þannig að í reynd er
um að ræða eitt innheimtuhlutfall
fyrir alla launþega. Frávik í útsvars-
álagningu milli einstakra sveitarfé-
laga kæmi fram við eftirá uppgjör.
Þeim aðilum, sem nú njóta tekna
af þeim sérsköttum er hverfa, er
tryggð hlutdeild í hinum sameinaða
skatti.
Gert er ráð fyrir að innheimtu-
hlutfallið verði aldrei hærra en
35,5%. Til samanburðar má geta
þess að staðgrciðsluígildi hæsta
þreps tekjuskatts, útsvars og
hinna smærri skatta, sem nú
hverfa, hefur verið um 40% sam-
tals undanfarin ár. Af hinu
sameiginlega innheimtuhlutf alli
renna 28,5% til ríkisins, en skatt-
urinn verður þó í raun lægra
hlutfall af tekjum vegiia skattaf-
sláttar og einstaklingsbundinna
greiðslna eins og barnabóta og
húsnæðisbóta. í frumvarpinu til
laga um tekjustofna sveitarfélaga
er ákvæði um 7% hámarksútsvar
í stað 11% nú.
Útreikningar sýna að tekjur ríkis-
ins af hinum sameiginlega skatti
verða ívið lægri en verið hefði að
óbreyttu kerfi. Tekjur flestra sveit-
arfélaga yrðu óbreyttar við um
6,25% útsvaf. Því Slá vsenta þess
að innheimtuhlutfallið 1988, á
fyrsta ári staðgreiðslukerfisins,
verði 34,75% og þar af renni
28,5% til ríkis en 6,25% til sveitar-
félags.
Skattstofn er vergar greiðslur
vinnveitanda til launþega, þ.e. allar
launagreiðslur auk ýmissa sérstakra
liða svo sem bifreiðastyrkja, dag-
peninga og annarra starfstengdra
greiðslna, fríðinda og hlunninda. Þó
er gert ráð fyrir að unnt verði, með
sérstökum reglum er fjármálaráð-
herra setur, að undanþiggja stað-
greiðslu tilteknar greiðslur, þegar
öruggt telst að þær séu eingöngu
inntar af hendi til þess að greiða
kostnað í þágu launagreiðanda.
Gert er ráð fyrir sérstökum per-
sónuafslætti frá skatti að fjárhæð
11.500 kr. á mánuði miðað við verð-
lag í febrúar 1987. Persónuafsláttur-
inn verður millifæranlegur til maka
að þremur fjórðu hlutum og hækkar
tvisvar á ári til samræmis við breyt-
ingar verðlags.
I athugasemdum með frumvarpi
til laga um breytingar á lögum um
tekjuskatt og eignarskatt segir nán-
ar frá þessum atriðum svo og
breytingum á greiðslum barnabóta,
sjómannafrádrætti og vaxtafrá-
drætti húsbyggjenda. Gert er ráð
fyrir að í stað þessara frádráttarliða
komi sérstakir afslættir frá skatti,
annars vegar sjómannaafsláttur og
hins vegar húsnæðisbætur, sem
verði útborganlegar séu þær hærri
en álagður skattur viðkomandi.
Staðgreiðsla tekjuskatts sam-
kvæmt frumvarpi þessu nær til
almennra launþega og einstaklinga
með atvinnurekstur. Hinum síðar-
nefndu ber að reikna sér endurgjald
í samræmi við viðmiðunarreglur
ríkisskattstjóra og miðast mánaðar-
legar skattgreiðslur þeirra við þær
tekjur. Ríkisskattstjóri ákveður lág-
mark reiknaðs endurgjalds fyrir
upphaf staðgreiðsluárs.
Framkvæmd stað-
greiðslukerfisins
Það staðgreiðslukerfi sem frum-
varp þetta gerir ráð fyrir byggir á
tiltölulega einföldum grunni, þar
sem sömu afdráttarreglur gilda um
aiia iaUBamenn. Einstaklingsbundin
frávik koma til afgi'eiðsiu viö éítifá-
uppgjör þegar framtali staðgreiðslu-
ársins á undan hefur verið skilað.
Þá koma skattar á eignir einnig til
álagningar.
Sérstakir afsláttarliðir, eins og
sjómannaafsláttur og húsnæðis-
bætur koma til útreiknings utan við
staðgreiðslukerfið. Sama er að segja
um barnabætur, sem greiddar verða
hlutaðeigandi beint.
I aðalatriðum gengur kerfið þann-
ig fyrir sig, að launþegi afhendir
aðallaunagreiðanda sínum skattkort
sitt í upphafi árs eða þegar hann
hefur störf. Á skattkortinu koma
fram persónubUndnar upplýsingar
um viðkomandi, upplýsingar um
skatthlutföll og staðfesting ríkis-
skattstjóra á því að hlutaðeigandi
eigi rétt á persónuafslætti. Stundi
maki launþegans ekki launað starf
er heimilt að leggja skattkort hans
inn hjá launagreiðanda hins makans
og kemur persónuafsláttur tekju-
lausa makans til frádráttar skatti
hins að þremur fjórðu hlutum.
Aðeins aðallaunagreiðanda, þ.e.
þeim iaunagreiðanda sem afhent
hefur verið skattkort launþegans,
er heimilt að draga persónuafslátt
launþegans frá skatti hans.
Þegar laun eru greidd reiknar lau-
nagreiðandinn skatt af launum
viðkomandi og dregur frá persónuaf-
sláttinn og þijá fjórðu af afslætti
maka, ef því er að skipta. Skatturinn
skiptist milli sveitarfélagsins og
ríkisins í þeim hlutföllum sem lögin
gera ráð fyrir, og leggjast greiðsl-
urnar inn á tilgi-eindan reikning eða
reikninga í bankastofnun eða póst-
stöð ásamt skilagrein. Nánari reglur
verða settar um skiptingu á inn-
heimtufé staðgreiðslu milli ríkissjóðs
og sveitarfélaga.
Eftir að staðgreiðsluárinu er lokið
fer fram endanleg álagning tekju-
skatts og útsvars. Kemur þá i ljós
hvort munur er á álögðum skatti og
þeim skatti, sem inntur hefur verið
af hendi með staðgreiðslunni. Eigi
gjaldandi inni eftirstöðvar af stað-
greiðslu, ganga þær fyrst til skulda-
jöfnunar öðrum ógoldnum en
gjaldföllnum opinberum gjöldum, en
eru ella endurgreiddar með verð-
bótum. Skuldi gjaldandi hins vegar
te.kiuskatt og útsvar koma þau til
innheimtu meö veftjbotuui SS^mt
öðrum opinberum gjöldum, eins og
t.d. eignarskatti, sem lögð kunna
að vera á viðkomandi."
Rætt um ullarvörur og fisk í Moskvu:
Búiztvið sölu-
saniningnm í
vikulokin
VIÐRÆÐUR við Sovétmenn um kaup á ullarvörum og fiski
standa nú yfir í Moskvu. Ekki hefur verið gengið frá sölu-
samning-um, en búizt við því, að svo geti orðið í lok vikunnar.
Nú skortir um 6.000 lestir upp á að íslendingar hafi stað-
ið við fisksölusamninga síðasta árs og setur það mark sitt
á viðræðurnar. Hins vegar voru ullarvörukaup Sovétmanna
héðan á síðasta ári mun minni en segir til um í viðskipta-
samningi landanna.
Á síðasta ári var samið um sölu
á 20.000 lestum af frystum flökum
og 6.000 lestum af heilfrystum fiski
héðan. Vegna óhagstæðrar þróun-
ar dalsins var óhagkvæmt að
framleiða fisk fyrir Sovétríkin og
meðal annars vegna þess skortir
um 6.000 lestir upp á að staðið
hafi verið við samninginn um sölu
flaka. Hins vegar hefur nánast
verið staðið við sölu á heilfrystum
fiski. Friðrik Pálsson, forstjóri
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að fundað hefði verið á mánudag
og þriðjudag. Þá hefðu ýmsar þreif-
ingar verið í gangi, en búizt væri
við því að eiginlegar samningavið-
ræður hæfust í dag, miðvikudag.
Að öðru leyti vildi hann ekki tjá
sig um viðræðurnar. Hins vegar
virðist það Ijóst að ná verður sam-
komulagi um það, hvernig við
uppfyllum flakasamninginn, áður
en farið verður að ræða um sér-
stakan sölusamning fyrir þetta ár.
Ennfremur er ljóst að verð verður
að hækka verulega til þess, að
framleiðeindur hér heima sjái sér
hag í því að frysta fisk fyrir Sov-
étríkin.
Á síðasta ári keyptu Sovétmenn
ullarvörur sem svaraði til um eins
fjórða hluta neðri marka kvótans
í viðskiptasamningnum. í honum
segir að Sovétmenn skuli kaupa
af okkur ullarvörur fyrir 5 til 6,5
milljónir dala, en kaupin námu að-
eins rúmri einni milljón á síðasta
ári. Árin þar áður voru mörkin 4
til 4,9 milljónir dala og voru kaup
Sovétmanna í samræmi við þau.
Talið er að Sovétmenn séu tilbúnir
til að kaupa ullarvörur á þessu ári
fyrir sömu upphæð og á því síðasta.
Málin hafa hins vegar verið vel
undirbúin að sögn samningamanna
og verið rædd á æðstu stöðum.
Meðal annars af þeim sökum ríkir
vinsamlegt andrúmsloft á samn-
ingafundunum og vonast menn til
að þau leysist farsællega í lok vi-
kunnar.
Ofnasmiðja Suðurnesja:
Sérsmíðar 350 ofna sem
fara eiga til Póllands
Keflavík.
OFNASMIÐJA Suðurnesja hefur
að undanförnu unnið að nokkru
sérstöku verkefni. Hér er um að
ræða 350 ofna sem fara eiga nið-
ur í 7 íslcnsk fiskiskip sem verða
lengd í Póllandi á næstunni. Tog-
arinn Ólafur Bekkur frá Ólafs-
firði fór til Póllands fyrir nokkru
og fór hluti af ofnunum með
honum.
„Smíði þessara ofna var boðin
út og við áttum lægsta boð,“ sagði
Steinþór Jónsson framkvæmda-
stjóri Ofnasmiðjunnar. Steinþór
sagði að pólveijar hefðu ekki getað
keppt við Ofnasmiðjuna og reyndar
ekki önnur Evrópulönd. Hér væri
um sérsmíðaða ofna að ræða sem
ættu að þola töluvert meira en
venjulegir ofnar. Og það hefði trú-
lega fyrst og fremst ráðið að þeir
hefðu getað keppt við erlenda aðila.
Steinþór sagði að Grænlendingar
hefðu sýnt áhuga á að kaupa ofna
frá Ofnasmiðjunni og það dæmi liti
vel út nema að einu leyti. Það væri
flutningurinn til Grænlands. Fyrst
þyrfti að flytja ofnana til Dan-
merkur og þaðan til Grænlands, því
tmm
Morgunbladið/Bjöm Blöndal
Unnið við smíði ofnanna sem
sendir verða til Póllands.
skip sem sigldu á Grænland Kæmu
ekki við hér á landi á leið sinni frá
Danmörku. En þeir væru að kanna
hvort ekki mætti finna lausn á þess-
um vanda.
- BB
Keflavík:
Tveir menn játuðu bíl-
þjófnað og skemmdarverk
TVEIR menn voru handteknir í Keflavík á sunnudag grunaðir um
að hafa stolið bíl og skemmt nokkra aðra í porti bílasölunnar Bílvangs
í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins. Við yfirheyrslu hjá rannsóknar-
lögreglunni í Keflavík játuðu mennirnir aðild sína að þessum
verknaði.
Mennirnir brutust inn í portið
umrædda nótt, brutu rúður í nokkr-
mn bílum og tóku síðan einn bíl
traustataki. Þeir óku hGnUm f gep-
um ramgert hlið á portinu og héldu
síðan til Grindavíkur og þaðan til
Keflavíkur þar sem þeir voru tekn-
ir. Mennirnir voru jafnframt
grunaðir um innbrot, sem framið
var í verslun í Grindavík þessa sömu
nótt og tilraun til innbrots í aðra
versiun á SÍSðnum, en þeir hafa
neitað að eiga aðild að þeim máluíTi.