Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 47
47
benti á að stefnan í rekstri fyrirtæk-
isins hefði ekki gengið upp og það
væri á ábyrgð stjómar þess og
meirihluta hreppsnefndar. Bæjar-
rekstur skilaði ekki sama árangri í
þessari grein og einkarekstur með
aðhaldi frá öðrum félagsformum.
Það væri rétt að líta á þetta í sam-
hengi hlutanna þegar staðan væri
metin.
Ámi benti á að fyrir frumkvæði
1. þingmanns Sunnlendinga væri
nú heimild í Byggðastofnun til
kaupa á skipi inn á svæðið. Hann
benti á að ýmsir möguleikar væru
fyrir hendi ef menn kæmust úr hjól-
farinu, eins og hann orðaði það.
Það væri rétt fyrir stjómendur að
líta á þann möguleika að nýta hús
frystihússins að hluta undir aðra
starfsemi. Taka þyrfti tíma til að
kanna alla möguleika en síðan
þyrfti fmmkvæðið að koma heiman-
að. Hann sagði að mikilvægt væri
að samstaða næðist um málefnið
og að hægt væri að nota velvild
allra. Sjálfur kvaðst hann tilbúinn
í slaginn.
Togarinn Bjami Heijólfsson, sem
var fyrsti togarinn sem seldur var
á uppboði, kom nokkuð til umræðu.
Þá kom fram að samstöðu hefði
skort hjá eignaraðilum til að halda
togaranum. Einnig hefðu verið á
togaranum miklar fjámámskröfur
og mál hans öðmvísi en annarra
togara.
Séra Úlfar Guðmundsson sóknar-
prestur flutti lokaávarpið á fundin-
um og ábendingar um nauðsyn á
samstöðu byggðarlaga og manna á
meðal. Stjómun fyrirtækja þyrfti
að vera í lagi og framkvæmd af
heilindum. Það skipti ekki máli hver
ætti fjármagnið ef menn vildu að
það nýttist byggðarlaginu en vand-
inn væri sá að menn vildu ekki
alltaf jafn vel við aðra og við sjálfa
sig. Það vantaði meiri kraft og sam-
stöðu fyrir byggðarlagið. Smákritur
og deilur gerðu illt verra og eyði-
legðu samstöðuna.
Sig.Jóns.
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987
Anna Þóra Karlsdóttir ásamt verkum sínum.
Sýnir í Gallerí Hallgerði
ANNA Þóra Karlsdóttir opnaði einnig við Konstfackskolan í Stokk-
31. janúar sl. sýningu í Gallerí hólmi og hefur á síðustu ámm tekið
Hallgerði að Bókhlöðustíg 2. þátt í ýmsum samsýningum.
Anna Þóra stundaði nám í Mjmd- Sýningin er opin frá kl. 14.00 til
lista- og handíðaskóla íslands, 18.00 daglega til 15. febrúar.
Grindavík:
Ufsinn er brellinn
Grindavík.
AFLI hjá Grindavíkurbátum var
nokkuð góður i janúar, sérstak-
lega hjá þeim sem byrjuð strax
eftir verkfall.
Sigurður Þorleifsson GK var
hæstur um mánaðamótin með 174
tonn, aðallega ufsa, sem fékkst á
Reykjanesgmnninu. Næstir vom
Vörður ÞH með 153 tonn og Þor-
steinn GK með 151 tonn. Stóm
bátamir em flestir komnir í „Villta
vestrið" en þar er helst von um
ufsa á þessum árstíma. Á miðviku-
daginn í síðustu viku gaf hann sig
til en þá kom Hafbergið GK með
32 tonn og Hópsnesið GK með 29
tonn en aðrir bátar í kringum 20
tonn. Daginn eftir datt aflinn niður
í nánast ekki neitt, m.a. kom Hóps-
nesjð með 2 tonn.
Á næstunni ætti að koma í ljós
hvert framhaldið verður því nú er
að kvikna nýr straumur.
Litlu bátamir em nær landinu
en þar er aflinn mjög tregur, 3 til
4 tonn af þorski í róðri og upp í 6
tonn.
Kr.Ben.
NÁMSGAGNASTOFNUN
PÓSTHÓLF 5192 • 125 REYKJAVÍK ■ SlMI 28088 ^
SAMKEPPNI UM RITUN BARNABÓKA
Námsgagnastofnun hefur ákveöið að hefja útgáfu nýrra
lesbóka handa 6-9 ára börnum og efnir íþvískyni til sam-
keppni um gerð slíkra bóka.
Samkeppninni verður þannig hagað að hún mun standa
næstu tvö til þrjú ár með þeim hætti að skil handrita
verða þrisvar á ári, 1. maí, 1. september og 1. janúar. í
fyrstu verður lögð áhersla á bækur handa 6-7 ára
börnum. Allt aðþrenn verðlaun verða veitt hverju sinni,
fyrir texta og/eða myndefni, að upphæð kr. 30.000.00
hver. Auk þessa verða veittar sérstakar viðurkenningar
fyrir verk sem þykja álitleg. Ráðgert er að dómnefnd skili
áliti eigi síðar en mánuði eftir skiladag hverju sinni.
Handritum skal skila með tillögum að myndefni en einnig
kemur til greina að myndlistarmenn og höfundar texta
vinni saman að samningu.
Námsgagnastofnun áskilur sér rétt til að gefa út þau verk
sem verðlaun og viðurkenningu hljóta og verður þá gerð-
ur um það sérstakur samningur.
Ýtarlegar upplýsingar sem nauðsynlegar eru fyrir vænt-
anlega þátttakendur, m.a. um lengd, þyngd, hlut mynd-
efnis og efnissvið, er að finna í fjölriti hjá Ingibjörgu
Ásgeirsdóttur, Námsgagnastofnun, Laugavegi 166
Reykjavík og Guðmundi B. Kristmundssyni, Æfinga-
og tilraunaskóla K.H.Í.
1. skiladagur er 1. maí 1987.
Við fögnum hækkandi sól
og bregðum á leik með
20%
staðgreiðsluafslætti af öllum vörum.
/
Notaðu J
tækifærið — Gerðu kjarakaup í
r^jr ~r r.
Kosi rA ÖO DA
Bankastræti 10, símar 13122 og 621812.