Morgunblaðið - 11.02.1987, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987
Minning:
Tómas Hallgríms-
son frá Siglufirði
Fæddur 25.júlí 1911
Dáinn 19. janúar 1987
Hetjulegri baráttu gegn þeim
örlagavaldi, sem oftast fer með sig-
ur af hólmi, er nú lokið. Minn góði
vinur Tómas er nú allur, eftir mikið
hugrekki og baráttuvilja í löngu
sjúkdómsstríði. Við vinir hans vor-
um að vona að enn um sinn tækist
honum að halda velli — vinna enn
einn sigur — þó lokaorrustan væri
fyrirfram töpuð, en sú von brást.
í þessum þrengingum hafði hann
við hlið sé sína elskulegu konu,
Björk, sem reyndi eftir mætti að
létta undir með honum í hvívetna
með sinni nærfæmi og hlýju. Marg-
ar vom ferðimar, sem hún fylgdi
honum til Reykjavíkur til læknis-
meðferðar. Það hlýtur að þurfa
mikið sálarþrek að horfa upp á ást-
vin sinn beijast gegn þessum
ógnvaldi, sem þessi sjúkdómur er.
En það er eins og sá sem öllu ræð-
ur gefí fólki styrk til að bera svo
þungar byrðar, sem veikindi og
dauði er alla jafna.
Tómas var fæddur 25. júlí 1911,
elstur sex systkina, sem em: Mar-
grét Þorbjörg, Thor Jensen, Ásta
Júlía, Eugenía Jakobína og yngstur
var Olafur, er lézt 21. maí 1968
langt um aldur fram. Foreldrar
þeira vom Guðmundur T. Hall-
grímsson læknir, sonur Tómasar
Hallgrímssonar læknis og Ástu
Júlíu G. Thorgrímsen, og Camilla
Theresa, dóttir hins velkunna at-
hafnamanns Thors Jensen og konu
hans, Margrétar Þorbjargar Krist-
jánsdóttur.
Heimili Tómasar og systkina
hans var hið mesta myndarheimili.
Faðirinn fjölfróður gáfumaður og
móðirin elskulegur persónuleiki,
sem stjómaði heimilinu af röggsemi
og hlýju. Á þetta heimili var gott
að koma og þar áttum við, vinir
Tómasar, margar ánægjulegar
stundir við söng og hljóðfæraleik.
Tómas kvæntist eftirlifandi konu
sinni, Björk Jónsdóttur, skipstjóra
og útgerðarmanns Jóhannssonar og
konu hans, Maríu Hjálmarsdóttur,
þann 31. desember 1955. Óhætt er
að fullyrða að þar hafi Tómas stig-
ið sitt mesta gæfuspor. Þau áttu
fallegt heimili að Lindargötu 26 hér
í bæ, sem var æskuheimili Bjarkar.
Þau virtu hvort annað og dáðu og
voru alltaf sem nýtrúlofuð.
Tómas — eða Tommi — eins og
vinir hans kölluðu hann jafnan,
hlaut í vöggugjöf góðar gáfur, sem
opnuðu margar leiðir en sem geta
oft á tíðum gert slíkum mönnum
erfítt fyrir í framtíðaráætlunum
sínum, varðandi val á lífsstarfi, og
ég hygg að Tómas hafi átt erfitt
með slíkt val. Hann var músíkalsk-
ur vel, spilaði á píanó og stofnaði
hér fyrr á árum hljómsveitir, sem
léku fyrir dansleikjum og á kaffi-
húsum hér og úti á landi. Spilaði á
Hótel Hvanneyri og stofnaði klúbb
sem naut mikilia vinsælda á þeim
tíma. Þá stofnaði hann oft söng-
kvartetta sem sungu á skemmtun-
um hér. Ég held, þegar ég lít til
baka, að músíkin hafi verið honum
hvað hjartfólgnust.
Það gerðist margt skemmtilegt
í þessum „bransa", sem ekki verður
tíundað hér, en oft lá leið okkar
vinanna til Tomma til að hlusta á
hann leika á píanóið eða taka lagið.
Allan þennan hávaða þoldu foreldr-
ar hans með bros á vör og ótrúlegu
jafnaðargeði.
Erlend tungumál var hann fljótur
að tileinka sér. Hann var vel ritfær
og málsnjall. Hann lét ógjaman
hlut sinn fyrir neinum ef hann taldi
sig hafa á réttu að standa, gat þá
verið tannhvass og beinskeyttur.
En hann átti líka gamansemi í
ríkum mæli og gat komið mönnum
skemmtilega á óvart með uppátækj-
um sínum, sem þó öll vom græsku-
laus. Ég get stundum hlegið með
sjálfum mér er ég minnist ýmissa
kátlegra atvika frá þessum tíma.
Hann lét sig félagsmál allmiklu
skipta og var þar yfirleitt tillögu-
góður. Hann var góður íþróttamað-
ur og var knattspyman hans
uppáhaldsíþrótt. Hann var félagi í
KS og tók þátt í mörgum kappleikj-
um fyrir félag sitt. Á fullorðinsárum
gerðist hann formaður KS, sem þá
var í miklum erfiðleikum. Tómasi
tókst með dugnaði og bjartsýni að
lyfta félaginu upp úr öldudalnum.
Hann var einn stofnanda skátafé-
lagsins Smára og seinna skátafé-
lagsins Fylkis. Hann var og
formaður Verslunarmannafélags
Siglufjarðar um langt árabil.
Hann var eindreginn sjálfstæðis-
maður og starfaði mikið fyrir
Sjálfstæðisflokkinn hér. Þegar
kosningar vom framundan stjóm-
aði hann oft kosningaskrifstofu
flokksins og gerði það með mikilli
prýði og vil ég þakka þessi störf
fyrir hönd sjálfstæðismanna hér og
flokksins í heild.
Hann vann á unglingsárum
sínum flest þau störf er siglfírskir
unglingar unnu jafiian, eða við
síldariðnaðinn. Hann var vel á sig
kominn líkamlega, snöggur í hreyf-
ingum og bar sig vel. Allsstaðar sem
hann kom fylgdi honum kraftur og
ferskleiki. Þegar unglingsárin vom
að baki, vann hann við verslunar-
störf alllengi en gerðist svo starfs-
maður hjá Síldarútvegsnefnd um
langt árabil, þar til nefndin flutti
skrifstofuhald sitt til Reykjavíkur.
Eftir það gerðist Tómas verðgæslu-
maður fyrir Verðlagseftirlitið í
nokkur ár.
Nú síðustu árin tók hann að sér
að safna og rita niðjatal Thors-
ættarinnar. Var það viðbætir við
þá niðjaskrá er Ólafur bróðir hans
hafði skráð á 100 ára afmæli Thors
Jensen. Var þetta allviðamikið
starf, því ættmennin em dreifð um
allar jarðir og miklar bréfaskriftir
því óhjákvæmilegar. Þetta niðjatal
kom svo út árið 1983 og virðist hið
vandaðasta.
Tómas andaðist 19. janúar sl. og
jarðarför hans var gerð þann 28.
janúar sl. frá Fossvogskirkju. Það
er margra ljúfra stunda að minnast
frá unglingsárunum og Tómas vin-
ur minn var hluti af þeim minning-
um og sameiginlegir vinir okkar
taka ábyggilega undir þau ummæli
og þakka honum samfylgdina og
alla vináttu fyrr og síðar.
Kæra Björk, við biðjum Guð að
styðja þig og styrkja og sendum
einlægar samúðarkveðjur til þín og
systkina þinna.
Blessuð sé minning Tómasar
Hallgrímssonar.
Óli J. Blöndal
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar ftumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.
Vinninoar í ^ íiaasBfsw
“ •• •• mmm I^WI m “ I" vænlegast til vinnings
VINNINGAR I 2. FLOKKI '87
UTDRATTUR 10. 2. 'B7
KR. 1000.000
46914
AUKAVINNINGAR KR 20.000
46913 46915
KR. 100.000
20380 27036
KR. 20. 000 133 12628 20616 32745 42738
2516 16423 22312 39935 47081
9314 18496 28079 41189 58282
KR. 10. 000
1124 8583 14094 17674 18252 20014 22587 34237 40584 44902 47902 54956
3861 9859 14987 18038 18274 20472 25885 34451 42597 46177 49Ö10 55058
4677 13839 17020 18208 19526 20941 30543 36173 43290 46832 53013
31 KR. 4055 5. 000 9074 14406 18873 22993 27530 31384 35274 39104 43656 47310 52147 56678
39 4088 9130 14408 18917 23023 27623 31412 35382 39222 43660 47563 52211 56699
62 4114 9178 14441 18956 23134 27637 31550 35476 39260 43703 47600 52312 56730
99 4214 9548 14459 18964 23142 27794 31606 35547 39281 43704 47682 52335 56775
152 4357 9626 14464 19048 23183 27837 31658 35621 39311 43725 47794 52389 56807
213 4488 9689 14494 19057 23191 28106 31802 35843 39337 43761 47829 52411 56834
237 4543 9775 14538 19080 23201 28132 31806 35887 39413 43762 47864 52430 56872
44B 4597 9776 14665 19307 23265 28150 31828 36111 39508 44035 47865 52442 57139
460 4723 9835 14724 19326 23315 28178 31923 36149 39752 44044 47901 52565 57214
554 4793 9881 14750 19359 23358 28183 32002 36150 39794 44115 47986 52599 57243
565 4830 9927 14819 19413 23427 28213 32105 36268 40005 44120 48090 52649 57251
610 4937 9981 14850 19415 23658 28242 32116 36318 40120 44305 48144 52775 57260
848 4942 10037 14897 19462 23817 28265 32193 36339 40143 44338 48281 52813 57261
863 4952 10090 14906 19505 23896 28319 32216 36349 40188 44384 48338 52820 57392
913 5047 10131 15264 19583 23903 28377 32246 36411 40224 44450 48467 52968 57406
915 5274 10132 15323 19705 23968 28442 32412 36443 40359 44502 48497 53121 57437
925 5298 10396 15358 19800 24055 28496 32419 36456 40409 44524 48532 53137 57487
934 5367 10401 15379 19828 24069 28534 32440 36536 40436 44598 48683 53300 57573
965 5384 10507 15410 19915 24077 28584 32542 36582 40469 44648 48698 53336 57602
999 5390 10623 15415 19983 24417 28655 32594 36615 40477 44657 48735 53355 57804
1070 5640 10651 15612 20022 24450 28746 32724 36616 40478 44757 48813 53390 57814
1107 5739 10684 15706 20069 24480 28793 32756 36665 40492 44920 48895 53414 57859
1128 5806 10711 15727 20157 24620 28857 32771 36706 40627 45001 48960 53428 57906
1322 5940 10713 15801 20162 24777 28935 32788 36710 40679 45003 49081 53471 57920
1470 5941 10910 15897 20163 24897 28979 32826 36741 40715 45009 49085 53517 58004
1522 6017 10962 15907 20171 24995 29186 32914 36885 40739 45043 49111 53549 58073
1549 6025 11010 15993 20216 25033 29213 32937 36931 40757 45075 49162 53620 58105
1559 6050 11018 16020 20265 25060 29220 32973 37073 40761 45118 49193 53631 58151
1574 6100 11133 16021 20271 25066 29275 33141 37134 40881 45126 49373 53647 58193
1669 6186 11197 16159 20358 25078 29390 33192 37231 40891 45191 49411 53749 58202
1703 6387 11257 16173 20456 25107 29464 33226 37302 41067 45245 49427 53810 58218
1729 6423 11324 16314 20500 25117 29502 33260 37337 41122 45271 49476 53893 58292
1773 6500 11395 16316 20564 25118 29510 33335 37365 41126 45298 49508 53923 5B338
1889 6650 11649 16413 20594 25173 29545 33349 37381 41135 45310 49600 54023 58341
1994 6688 11915 16526 20597 25330 29564 33354 37407 41180 45354 49618 54067 58360
2061 6712 12134 16531 20757 25331 29572 33507 37423 41203 45376 49622 54130 58462
2152 6734 12144 16600 20759 25358 29604 33527 37470 41208 45490 49645 54229 58532
2206 6739 12156 16639 20820 25392 29654 33574 37493 41211 45606 49667 54269 58555
2284 6759 12318 16805 20986 25396 29671 33578 37513 41234 45751 49742 54418 58744
2360 6770 12326 16819 21014 25408 29703 33717 37694 41297 45768 49893 54422 58811
2424 6855 12350 16858 21031 25501 29721 33813 37827 41414 45826 49996 54632 58860
2449 6873 12493 16938 21170 25521 29777 33845 37853 41492 45848 50126 54750 50867
2459 7092 12629 17047 21216 25534 29804 33917 37935 41560 45924 50176 54879 58889
2487 7188 12635 17080 21236 25600 29828 34043 37989 41695 45962 50348 54882 58968
2630 7242 12671 17160 21241 25676 29998 34155 38092 41877 45971 50352 54961 59002
2711 7309 12941 17265 21414 25751 30053 34241 38104 41904 46037 50366 54964 59064
2725 7325 12976 17306 21472 25777 30255 34243 38112 42012 46059 50371 55071 59072
2759 7451 13064 17573 21483 25884 30287 34284 38119 42032 46106 -50402 55129 59172
2798 7477 13172 17598 21576 25920 30437 34290 38207 42125 46127 50478 55247 59185
2822 7482 13303 17639 21618 25982 30457 34308 38343 42128 46153 50493 55260 59333
2861 7634 13384 17658 21653 26003 30458 34317 38376 42215 46195 50503 55291 59397
3086 7655 13588 17684 21739 26044 30470 34390 38432 42342 46281 50539 55293 59496
3091 7687 13592 17714 21884 26047 30541 34448 38529 42366 46322 50624 55319 59536
3108 7690 13596 17753 21905 26078 30606 34651 38547 42383 46384 50693 55459 59548
3180 7709 13629 17782 21929 26107 30617 34655 38566 42483 46421 50703 55511 59589
3228 7840 13637 18058 22020 26343 30666 34715 38606 42544 46470 50837 55555 59600
3262 7933 13651 1B151 22046 26389 30778 34721 38658 42607 46477 50941 55569 59678
3305 7972 13660 18195 22067 26407 30853 34735 38685 42608 46405 51062 55595 59747
3312 8147 13738 18237 22076 26462 30871 34766 38695 42631 46507 51108• 55603 59795
3374 8152 13778 18253 22115 26492 30898 34770 38711 42771 46565 51299 55683 59916
3417 8304 13783 18295 22120 26596 30903 347B3 38787 42775 46730 51528 55693 59968
3442 8320 13788 18380 22235 26665 30962 34826 38837 42872 46762 51572 55732
3537 8323 13825 18389 22351 26835 30994 34849 38850 43120 46782 51607 55829
3686 8325 13844 16403 22383 26853 31025 34866 38873 43295 46820 51611 55835
3705 8410 13859 18418 22411 26913 31046 34963 38876 43316 46845 51803 55836
3731 8627 13905 18481 22519 27141 31128 35082 38906 43336 46865 51910 55992
3806 B729 14025 18486 22565 27158 31207 35182 38924 43348 46073 51921 56200
3843 8824 14035 18593 22573 27274 31241 35190 38977 43423 46931 51937 56222
3855 8891 14158 1874B 22706 27308 31266 35194 38980 43571 46963 52023 56267
3905 8949 14211 18854 22733 27316 31296 35210 39033 43598 46980 52055 56500
4003 8950 14244 18864 22878 27331 31350 35218 39037 43606 47169 52094 56563
4012 8990 14308 18B69 22954 27392 31375 35245 39041 43617 47223 52101 56605