Morgunblaðið - 11.02.1987, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 11.02.1987, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 Búnaðarfélag Islands 150 ára Breyttar áherslur og tölvuvæðing leið- beiningaþjónustunnar Rætt við Jónas Jónsson búnaðarmálastjóra um breyt- ingar á starfsemi Búnaðarfélagsins vegna breyttra aðstæðna 1 landbúnaði „Leiðbeiningaþjónustan gegn- ir alltaf ákaflega mikilvægu hlutverki í þróun búskaparins, ekki síst þegar þarf að breyta til,“ sagði Jónas Jónsson búnað- armálastjóri þegar rætt var við hann um breytingar á starfi Bún- aðarfélags Islands í ljósi breyttra aðstæðna i atvinnugreininni. Byggð upp þjónusta við loðdýraræktina Jónas skýrði þetta með nokkrum dæmum: „Þegar loðdýraræktin hófst hér upp úr 1970 voru búin fá en stór. Þá fékk Búnaðarfélagið mann til að kynna sér þessa grein og réði hann síðan sem ráðunaut í loðdýrarækt. Hann starfaði einn að leiðbeiningum í loðdýraræktinni í áratug. Um 1979 byijuðu almennir bændur á refarækt. Þeim fjölgaði stöðugt og nokkuð ört og varð þá mikil þörf fyrir leiðbeiningar í grein- inni. Aður höfðu héraðsráðunaut- amir ekki haft tækifæri til að leiðbeina í loðdýraræktinni en upp úr 1980 var farið að vinna skipu- lega að þjálfun þeirra með þeim árangri að nú eru ráðunautar, sem kynnt hafa sér loðdýrarækt sérstak- lega, starfandi í nær öllum loðdýra- ræktarhéruðunum. Þá hefur Búnaðarfélagið ráðið sérstakan fóð- urráðunaut, sem sinnir nær ein- göngu leiðbeiningum í loðdýrarækt- inni, auk þess sem ýmsir ráðunautar Búnaðarfélagsins veija miklum tíma, sumir meirihluta starfstíma síns, í þágu loðdýraræktarinnar. Má í því sambandi nefna bygginga- og bútækniráðunautinn og hag- fræðiráðunautinn. Hjá Sambandi íslenskra loðdýraræktenda starfaði einnig á síðasta ári skinnaráðunaut- ur. Þetta er dæmi um þá áherslu- breytingu sem orðið hefur í leið- beiningaþjónustunni og reyndar einnig kennslu og rannsóknum hjá Búnaðarfélagi Islands, bændaskól- unum og Rannsóknastofnun land- búnaðarins. Þetta hefur verið gert hér innanhúss, án þess að til hafi komið teljandi auknar fjárveitingar. Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefur þó stutt þessa fræðslustarf- semi og með því gert hana mögu- lega. Leiðbeininga- þörfin mikil Nauðsynlegt er að geta þess að þegar um nýbúgreinar er að ræða, þar sem allir eru byijendur og hóp- urinn stór; er leiðbeiningaþörfín gífurleg. Arangurinn er líka að miklu leyti kominn undir þjálfun og reynslu bændanna. í þeim héruð- um sem loðdýraræktin er komin vel af stað öðlast bændumir þessa þekkingu að töluverðu leyti frá nágrönnum sínum sem þegar eru komnir af stað. Mikilvægt er að ráðunautarnir séu með á nótunum þannig að hægt sé að miðla upplýs- ingum um það besta sem þeir reyndu gera til byijendanna. Loðdýraræktin er á engan hátt vandasamari búgrein en til dæmis sauðfjárræktin. Munurinn er hins Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri. Morgunblaðið/ói.K.M. vegar sá að allir þeir sem alast upp í sveit hafa reynslu aldanna til að byggja á í sauðfjárrækt og þeir sem koma nýir inn í greinina njóta reynslu nágranna sinna og taka þá meðvitað eða ómeðvitað til fyrir- myndar. Þessu er ekki að heilsa í loðdýraræktinni og er þörfin fyrir fræðslustarfsemi því mikil, ekki síst í ljósi þess hve dýrt það er að Iáta alla læra af mistökum sínum. Eg sé mikla möguleika fyrir bændur að vera með í fiskeldinu. Það getur orðið á einstökum býlum og bændur geta einnig sameinast um stærri og smærri stöðvar. Eg er þó alveg viss um að forsenda þessa er að ráðunautastarfsemi, hliðstæð þeirri sem reynt hefur ver- ið að byggja upp í loðdýraræktinni, verði komið upp í fiskeldinu. Það sama gildir raunar um aðrar nýbú- greinar." Tölvuvætt bænda- bókhald „Annað svið sem Búnaðarfélag Seljum með verulega góðum afslœtti takmarkað magn af eldhúsvélum, innbyggingarofnum, helluborðum, viftum og kœliskápum sem verið hafa í útstillingareldhúsum. Einnig nokkurt magn af lítið útlitsgölluðum heimilistœkjum. Nú er lag að gera góð kaup — 10-30% afsláttur Góðir greiðsluskilmálar. EINAR FARESTVEIT &. CO. HF. BERGSTAÐASTRATI I0A - SlMI 16995 Blomberq þau gerast ekki betri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.