Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 Morpfunblaðið/Loftur Ásgeirsso?» Sjúklingurinn fluttur f rá borði TWA þotunnar um borð í TF Sif, þyrlu Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær. r~ "■ mét Breiðþotu frá TWA með sjúkling innanborðs snúið til Keflavíkur: Þyrla Gæslunnar flutti manninn til Reykjavíkur BREIÐÞOTA af gerðinni Bo- eing 767, sem er tveggja hreyfla þota frá bandariska flugfélaginu Trans World Air- lines, lenti á Keflavikurflug- velli siðdegis i gær með sjúkling innanborðs sem hafði fengið heilablóðfall. TF Sif þyrla Landhelgisgæslunnar lenti þar um leið og flutti mann- inn að Borgarspítalanum í Reykjavík. Að sögn Haraldar Guðmunds- sonar vaktstjóra flugumferðar- stjóra í flugstjóm á Reykjavíkur- flugvelli, var vélin á leið frá Róm til Bandaríkjanna og var hún stað- sett um 520 sjómflur suðvestur af Keflavík, þegar flugstjóm í Gander hafði samband við Reykjavík og bað um heimild fyr- ir þotuna til Keflavíkur, sem var tafarlaust veitt. Þetta var kl. 15.15 í gær og var áætlaður kom- utími til Keflavíkur kl. 16.30. „Ég hafði þegar í stað samband við Landhelgisgæsluna og bað um að þyrlayrði tiltæk,“ sagði Haraldur. Þröstur Sigtryggsson skipherra hjá Landhelgisgæslunni sagði í samtali við Morgunblaðið að TF Sif, þyrla Gæslunnar hefði verið í eftirlitsflugi suður með landi og var hún nýlent í Vestmannaeyj- um, þegar beiðnin barst. Hún flaug þegar í stað áleiðis til Keflavíkiir og svo vel vildi til að læknir, Oskar Einarsson, var með um borð í þyrlunni. Á leiðinni til Keflavíkur kom flugstjórn í Reykjavík þyrlunni í samband við TWA þotuna og gat íslenski lækn- irinn þá ráðfært sig við þann lækni sem um borð var, en hann var bandarískur. Taldi bandaríski læknirinn að sjúklingurinn, ítali, hefði fengið slag tvisvar sinnum á leiðinni og brýnt væri að koma honum á sjúkrahús. Klukkan 16.26 í eftirmiðdaginn í gær lentu svo báðar vélamar í Keflavík og var sjúklingurinn fluttur um borð í þyrluna, sem flaug þegar áleiðis til Reykjavíkur og var hún lent á þyrluplaninu við Borgarspítalann kl. 17.00 í gær. Hann var skoðaður á Borg- arspítalanum en síðan lagður inn á gjörgæsludeild Landakotspítala. Hann mun nú vera á batavegi. Ragnar Borg aðalræðismaður Ítalíu á íslandi hafði milligöngu um að útvega ítalanum, Mario San Felippe og konu hans túlk, því þau eru ekki enskumælandi. Að sögn Ragnars eru hjónin bandarískir ríkisborgarar, sem voru í heimsókn hjá ættingjum í Palermo á Ítalíu, en vom á heim- leið, til San Diego. Hann sagði að þau töluðu svo til enga ensku, hún enga, og hann aðeins hrafl, þrátt fyrir 20 ára búsetu í Banda- ríkjunum, en skýringin væri sú að þau byggju á algjörlega ítalskri nýlendu. Því hefði verið nauðsyn- legt að útvega þeim túlk og Pétur Bjömsson hefði tekið þann starfa að sér. Afkoma Rásar 2 í fyrra: Tekjutap yfir 60% síð- ustu mánuði ársins TEKJUTAP Rásar 2 var um 64% síðustu fjóra mánuði fyrra árs, eða frá þeim tima sem Bylgjan hóf útsendingar, miðað við sama tíma árið áður. Þessar niðurstöð- ur koma fram i könnun sem gerð var á auglýsingatekjum Rásar 2 fyrir þetta tímabil á árunum 1986 og 1985. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur ríkisútvarpið enn- fremur látið gera áætlun um kostnað við lengingu útsendingar Rásar 2 í 24 tíma á sólarhring. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að kostnaður við lengingu útsendingar geti numið allt að 40 milljónum króna. Hörður Vilhjálmsson, ijármála- stjóri ríkisútvarpsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að könnun á kostn- aði við lengingu útsendingar Rásar 2 væri á vinnslustigi og því erfitt að segja nákvæmlega fyrir um hversu mikill hann yrði enda ekki fuilkannað hverjar tekjur gætu kom- ið þar á móti. Engar ákvarðanir hefðu enn verið teknar um dagskrár- liði og því gætu áætlaðar kostnaðar- tölur breyst þegar upp væri staðið. Hörður staðfesti þó, að þær hug- myndir sem nú lægju fyrir gerðu ráð fyrir að kostnaður gæti orðið um 40 milljónir, og inn í þeirri tölu væru m.a. afskriftir. Hörður staðfesti ennfremur, að tekjutap Rásar 2 hefði numið um 64% síðustu fjóra mánuði ársins 1986 miðað við sama tímabil árið áður. Þess bæri þó að geta að sú staða hefði batnað það sem af er þessu ári og að auglýsingatekjur Rásar 2 hefðu aukist aftur í janúar. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: „Tökum ekki mik- ið mark á vara- f ormanni Sj álf - stæðisflokksins “ ÞORSTEINN Pálsson fjármála- ráðherra segist ekki telja að opinberir starfsmenn muni not- færa sér verkfallsrétt sinn í pólitískum tilgangi í kosninga- mánuðinum og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segist ekki taka mikið mark á orðum Friðriks Sóphussonar varaformanns Sjálfstæðisflokks- ins i þá veru að kosningar gætu orðið fyrir 25. apríl, því kjara- deilur opinberra starfsmanna gætu leitt til þingrofs. Þetta sögðu ráðherrarnir er þeir voru spurðir álits á þessum ummælum Friðriks, sem greint var frá i Morgunblaðinu S gær. „Eg sé ekki ástæðu til þess að ætla, á þessu stigi málsins, að opin- berir starfsmenn muni notfæra sér verkfallsrétt sinn í pólitískum til- gangi, í kosningamánuðinum," sagði Þorsteinn Pálsson fjármáia- ráðherra. „Þetta er nú ósköp venjulegt, í mínum augum, við erum búnir að heyra svo margar svona yfirlýsing- ar frá Friðrik, síðan stjómin var rnynduð," sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra. Hann sagði að stjómin myndi ekki nú, frekar en fyrri daginn, hlaupa frá vandanum, „að minnsta kosti ekki Framsóknarflokkurinn," sagði for- sætisráðherra, og bætti við: „Við tökum ekki mikið mark á þessum yfírlýsingum varaformanns Sjálf- stæðisflokksins. “ Félagsmálaráðuneytið um skólamálaráð: Itrekar að borgar- stjóm fari að lögum FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hef- ur sent Davíð Oddssyni borgar- sljóra bréf þar sem ítrekuð eru fyrri tilmæli um að borgarstjórn fari að lögum varðandi starfsemi skólamálaráðs og fræðsluráðs. í bréfínu er bent tvö á atriði sem MAÐUR var stunginn þremur stungum með hníf i bijóstholið siðdegis í gær. Hann mun ekki vera talinn i lifshættu. Kona sem stödd var í íbúð í Hamarshúsinu við Tryggvagötu þar sem lögreglan kom að manninum, er í haldi lögreglunnar vegna gruns um verknaðinn. taka þarf til greina. í fyrsta iagi að felld verði úr samþykkt fyrir Skólamálaráð Reykjavíkur þau ákvæði, sem færa lögbundin verk- efni Fræðsluráðs Reykjavíkur til skólamálaráðs. Þá beri fræðsluráði á fundum sínum að fjalla efnislega um og afgreiða endanlega öll þau mál, sem undir ráðið heyra, lögum sam- kvæmt, að viðstöddum fræðslu- stjóra og fulltrúum kennara er hafa þar málfrelsi og tillögurétt skv. 4. mgr. 11. greinar grunnskólalaga. Orðrétt segir: „Þar eð verulegur misbrestur hefur verið á því að umræddum ákvæðum grunnskóla- laga hafí verið framfylgt er sú ábending ráðuneytisins að borgar- stjóm sjái til þess að fræðsluráð og skólamálaráð fari að lögum hvorki „óþörf“ né „án tilefnis". Maður stung- inn með hníf Jón Finnsson RE með fyrsta farm- inn —1.300 lestir NOKKUR kippur kom i loðnu- veiðina á miðvikudag. Loðnan var þá komin upp undir Hvítinga á 30 til 40 faðma dýpi og var veiðanleg allan sólarhringinn. Meðal þeirra skipa, sem fengu afla þá, var Jón Finnsson RE, en það er fyrsti farmurinn sem skip- ið fær. Það kom nýsmíðað tii landsins í lok síðustu viku. Auk þeirra skipa, sem áður hefur verið getið, tilkynnti Magnús NK um 300 lestir á þriðjudag og Albert GK um 600 lestir. Albert fór með aflann til Færeyja og er nú búinn með kvótann. Síðdegis á miðvikudag höfðu eft- irtalin skip tilkynnt um afla: Guðmundur Ólafur ÓF 610, Súlan EA 800, Hrafn GK 650 og er búinn með kvótann, Húnaröst ÁR 600, Gísli Ámi RE 640, Pétur Jónsson RE 720, Keflvíkingur KE 530, Gullberg VE 600, Þórður Jónasson EA 700, Fífill GK 240 og er búinn með kvótann, Sighvatur Bjamason VE 700, Guðmundur VE 900, Erl- ing KE 740, Huginn VE 600, Grindvíkingur GK 1.000, Jón Finns- son RE 1.300 ogBörkur NK 1.320. Allt rólegt við Kröflu GRUNUR leikur á að landris við Kröflu hafi hætt, að sögn Ey- steins Tryggvasonar jarðfræð- ings. Eysteinn sagði að land risi hægt við Kröflu og að veður gæti haft áhrif á mælitækin að vetrarlagi. Því væri ekki hægt að sjá nema á mjög löngum tíma hvort um landris væri að ræða og sagði hann að engar marktækar hreyfíngar hefðu mælst síðasta mánuðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.