Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 „Bjartsýnn á góða göngu“ - segir Einar Ólafsson sem keppir í 30 km göngu á Heimsmeistaramótinu í dag EINAR Ólafsson skíðagöngumað- ur frá ísafirði keppir f 30 km göngu á heimsmeistaramótinu í . norrænugreinum í dag. Mótið var sett í vestur-þýska bænum Oberstdorf i gær. Einar er eini fslenski keppandinn á mótinu og mun hann keppa f 15, 30 og 50 km göngu. Einar Ólafsson hefur dvalið við æfingar og nám í Svíþjóð síðustu fjögur árin. Hann hefur verið í sér- flokki íslenskra skíðagöngumanna í nokkur ár. „Ég er þokkalega bjartsýnn fyrir þetta mót,“ sagði Einar Ólafsson í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég kom hingað til Oberstdorf á sunnudaginn og er búinn að skoða brautina sem keppt verður í á morgun. Það verður að segjast eins og er að ég hef aldrei sé ann- að eins. Hún er rosalega erfið, langar og brattar brekkur." Einar var einnig meðal þátttak- enda á síðasta heimsmeistaramóti sem fram fór í Seefeld í Austurríki 1985. Þar varð hann í 50. sæti, af 100 keppendum, í 30 km göngu. Hann sagðist ætla að gera betur núna, innan við 40 er ekki óraun- hæft og ef allt gengi að óskum ætti hann von á að verða innan við 30. Keppendur í 30 km göngunni í dag verða um hundrað og verður gengiö með venjulegri aðferð. „Það kemur einnig til með að skipta miklu máli hvernig færið verður, því það er spáð snjókomu Símamynd/Rauter INIý hárgreiðsla hjá Evrópumeistaranum Austur-þýska stúlkan, Katarina With, varð sigurvegari f list- hlaupi kvenna á skautum á Evrópumeistaramótinu sem fram í Sarajevo í Júgóslavfu um sfðustu helgi. Hér er hún f frjálsum dansi á mótinu og vakti hárgreiðsla hennar mikla athygli. í miðri göngu. Núna er kiísturfæri og gæti það reynst erfitt ef það snjóar eftir að keppendur hafa verið ræstir af stað,“ sagði Einar. -Hvernig hafa æfingar gengið hjá þér að undanförnu? „Eg hef æft mjög vel en ekki keppt mikið. Ég var óheppinn að veikjast rétt fyrir sænska meistara- mótið í lok janúar og náði mér því ekki vel á stirk þar. Núna hef ég náð mér upp aftur og er nokkuö léttur og því bjarsýnn á góða göngu á morgun." Eins og áður segir keppir Einar í 30 km göngu í dag, fimmtudag, á sunnudaginn í 15 km og 21. fe- brúar í 50 km. Þjálfari hans er Sigurður Aðalsteinsson og farar- stjóri er Þröstur Jóhannesson. Hreggviður Jónsson, formaður SKÍ, er einnig staddur í Oberst- dorf. . Vajo JÚS !n I; Morgunblaölö/Bjami Eiríksson • Einar Ólafsson keppir í 30 km göngu á heimsmeistaramótinu í Oberstdorf f dag. Knattspyrna: Everton sigraði Bordeaux EVERTON sigraði franska liðið Bordeaux, 2:1, f æfingaleik í knattspyrnu f fyrra kvöld. Þetta var f fyrsta skipit sem enskt lið leikur f Frakklandi eftir harmleik- inn á Heysel-leikvanginum f Brussel 1985. Franski landsliðsmiöherjinn, Je- an Marc Ferreri, kom Bordeaux yfir á 30. mínútu. Adridan Heath og lan Snodin skoruðu síðan fyrir Everton í seinni hálfleik. Forseti UEFA, Jacques Georges frá Frakklandi, sagði eftir leikinn að ensk lið gætu ekki endalaust verið út í kuldanum. „Við bjóðum ensku liðin velkomin um leið og þeir hafa náð að stöðva ólæti á áhorfendapöllunum." Á leiknum í Bordeaux voru eng- in ólæti vegna áhorfenda. Veggtennismót NYLEGA opnaði f Sigtúni í Reykjavfk aðstaða fyrir veggtenn- is. Hér er um að ræða hús Dansstúdfó Sóleyjar, en þar eru nú fjórir nýir veggtennisvellir. Veggtennis er ung íþrótt hér á landi og hæfir fólki á öllum aldri. Á sunnudaginn verður haldið fyrsta veggtennismótið í þessu nýja húsnæði. Skráning keppenda fer fram hjá Dansstúdíó Sóleyjar og er hægt að skrá sig fram til kl. 15. á laugar- daginn. Coca Cola gefur öll verð- laun í mótinu. Breland heimsmeistari í veltivigt BANDARÍSKI hnefaleikarinn, Mark Breland, varð heimsmeistari f veltivigt , sem er þyngdarflokkur hnefaleikara frá 61 til 67 kg, með þvf að sigra Harold Volbrecht frá Suður-Afríku. Dómarinn varð að stöðva keppnina eftir sjö lotur. Breland gefur Volbrecht hór eitt af mörgum höggum í keppninni þar sem hann hafði mikla yfirburði. Keppnin fór fram í Atlanta í Bandaríkjunum. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.