Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 21
f MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 21 Mikið fjölmenni var við vígslu hins nýja húss þann 31. janúar s.l. Morgunblaðið/Ól.K.Mag. en auðvitað þurftum við töluvert lánsfé. Hins vegar kemur það til með að kosta tíu til fimmtán ára þrotlausa vinnu að greiða þetta hús.“ Og Helgi tekur við af bróður sínum og segir að lánastofnanir og aðrir hafi sýnt mikinn skilning og áhuga á því sem þau eru að gera og einnig mikið traust. „Þessir aðil- ar eiga mikla þökk skilið fyrir að hafa gert okkur þetta kleift. Menn sáu að verið var að koma upp ein- hverju sem ekki var til og mikil þörf er fyrir. Við viljum meina að við höfum rétt fyrir okkur og nú þegar fara um 1400 manns í gegn- um húsið i hverri viku og það eitt sannar áþreifanlega þörfina fyrir stað og starfsemi sem þessa.“ KÁ. ; anddyri Dansstúdíós Sóleyjar sem er allt í senn, setustofa, veitinga- salur og sýningasalur. Listi Alþýðu- f lokks á Norðurlandi vestra ákveðinn FRAMBOÐSLISTI Alþýðu- flokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra verður þannig skipaður við Alþingiskosning- arnar í vor: 1. Jón Sæmundur Sigutjónsson, hagfræðingur, Siglufirði 2. Birgir Dýrfyörð, rafvirki, Kópa- vogi 3. Helga Hannesdóttir, verslunar- maður, Sauðárkróki 4. Þorvaldur Skaftason, sjómað- ur, Skagaströnd 5. Agnes Gamalíelsdóttir, form. verkalýðsfél. Ársæls, Hofsósi 6. Friðrik Friðriksson, skipstjóri, Hvammstanga 7. Sigurlaug Ragnarsdóttir, full- trúi, Blönduósi 8. Pétur Emilsson, skólastjóri, Vestur-Hópi 9. Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Sauðárkróki 10. Jakob Bjarnason, skrifstofu- maður, Hvammstanga ^terKur og kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! TVÖ NYÞREP úr bemhöróumpeninmm Kjörbókin hefur tryggt sparifjár- eigendum hæstu ávöxtun sem fáanleg hefur verið af óbundnu sparifé. Og nú bætum við enn um betur : Þegar innstæða hefur legið á Kjörbókinni í 16 mánuði hækka vextir í 20,9% allt frá innleggs- degi og í 21,5% að loknum 24 mánuðum. Vaxtaþrepin gilda frá 1. janúar 1987. Við minnum á aðra helstu kosti Kjörbókarinnar: - Háir vextir, og lagðir við höfuð- stól tvisvar á ári. - Innstæðan er algjörlega óbundin. - Ársfjóðungslegur samanburður við ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðra reikninga tryggir hagstæðustu kjör. Ef ávöxtun verðtryggðu reikninganna reynist hærri er greidd uppbót. Hún greiðist einnig ofan á 16 og 24 mánaða vaxtaþrcpin. - Vaxtaleiðrétting við úttekt reiknast eingöngu af úttektar- upphæðinni, þó ekki af vöxtum síðustu tveggja vaxtatímabila. - Úttektir lækka ekki vextina á þeirri fjárhæð sem eftir stendur. - I Landsbankanum er stöðugt haft auga með öllum hræringum á vaxtamarkaðnum, því að Kjörbókinni er ætlað að vera í fararbroddi. Ársávöxtun á Kjörbók varð 20,62% árið 1986, sem jafngildir verðtryggðum reikningi með 5,51% nafnvöxtum. Þú færð nánari upplýsingar um Kjörbókina þína í næstu spari- sjóðsdeild bankans. Taktu nœstu tvö skref í beinhörðum peningum. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Umbótamaður er sá sem fyrst bætir sjálfan sig, því sannar umbætur befjast ætíð innan frá. Það er ekki úr vegi að heíja eigin „sálaryfirbót" með einhveiju sem gott bragð er að. Meðfylgjandi rétt- ur, sem rekur ættir til meginlands- ins, er kjörinn til að létta mönnum átakið. Kjúklingur í tómatkrydd- jurtasósu 1 kjúklingur (1.200—1.300 g) 3 msk. matarolía 4—6 litlir laukar 1 hvítlauksrif 1 dós niðursoðnir tómatar V2 tsk. tarragon (estragon) 'A tsk. tímían Va lárberjablað 1 ten. kjúklingakraftur nokkrar nálar fínmulið rósmarín salt 1. Ofninn er hitaður í 200 gráð- ur. Kjúklingurinn er bakaður í eldföstu móti í ofni og er ágætt að setja mótið í ofninn strax í upphafi matargerðar, svo það nái að hitna í gegn áður en kjötið er sett í það. Þannig er hægt að spara 10 mín. baksturstíma, eða þann tíma sem tekur að hita mótið í gegn. 2. Kjúklingurinn er skolaður vel og þerraður og síðan skorinn í 8 stykki. Saltið þau örlítið. 3. Matarolían er hituð á pönnu. Kjúklingabitamir eru brúnaðir á öll- um hliðum í feitinni og síðan settir í eldfasta mótið í ofninum. 4. Pannan er ekki hreinsuð. Lauk- amir em skornir í tvennt ef þeir em í stærra lagi. Þeir eru settir á pönn- una ásamt pressuðum hvítlauk, niðursoðnum tómötum með vökva, kjúklingakrafti, tarragon, tímían, lárberjablaði, rósmarín og salti (V2 tsk.) eða eftir smekk. 5. Suðan er látin koma upp og síðan er tómatkryddjurtasósunni hellt yfír kjúklingabitana í eldfasta mótinu. Lok eða álþynna er sett yfir mótið og kjúklingurinn bakaður í u.þ.b. 45 mínútur við meðalhita. Með þessum kjúklingarétti er ágætt að bera fram hvítlauksgijón. 1 bolli gijón 2 msk. matarolía 1 hvítlauksrif 1 ten. kjötkraftur 2 bollar vatn 1. Matarolían er hituð í potti, pressað hvítlauksrif og gijón em steikt í matarolíunni smá stund eða þar til gijónin eru orðin gulhvít. 2. Því næst er vatn og kjötkraftur settur með gijónunum og þau soðin við vægan hita í 10 mín. Potturinn er tekinn af hellunni og em gijónin látin bíða í 10 mín. í pottinum með lokinu áður en þau em borin fram. Gijónin eiga á þeim tíma að hafa dregið til sín allan vökvann og verða hæfilega laus í sér. Annað soðið grænmeti, eins og grænar baunir eða strengjabaunir, em einnig ágætt meðlæti. Verð á hráefni: Kjúklingur (1.300 g) ..... kr. 336,70 1 dós niðurs. tómatar ....... kr. 28,00 laukur ........ kr. 10,00 Kr. 374,70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.